Morgunblaðið - 14.07.1971, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.07.1971, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1971 „Eg flýt á stórhuga mönnumu Sigmund Jóhannsson við eitt af teikniborðum sínum á baðstofuloftinu í húsi sínu. — (Ljósmyndir Mbl.: Sigurgeir í Eyjum) VÉLSMIÐJAN Þór í Vest- mannaeyjum hefur að undan- förnu unnið svo til eingöngu við framleiðslu á Simfisk vél um, en þær eru allar teiknaðar af uppfinningamanninum Sig- mund Jóhannssyni í Vest- mannaeyjum. Á sl. árum hef ur Sigmund teiknað um 15 teg undir af tækjum og vélum og hafa margar þeirra valdið al- gjörri breytingu á vinnuhátt- um og verktækni. Má þar nefna til dæmis humarflokkun arvélar, garnaúrtökuvélar, gelluvélar og nú síðast hefur Sigmund teiknað og látíð smiða saltfisksöltunarvél, en í áratugi hefur engin breytíng orðið á í vinnslu saltfisks. — Vélsmiðjan Þór hefur ekki undan við að sinna pöntunum á Simfisk-vélum. Margur skyldi ætla að mað ur, sem hefur sannað svo á- þreifanlega hugkvæmni sína og getu, nyti einhverra styrkja til þess að vinr.a við uppfinn ingar, sem hafa valdið bylt- ingu í atvinnulífi þjóðarinnar, en styrkirnir hafa engir verið utan einn, sem sótt var um í sambandi við smíði humar- vinnsluvélar, Meðal vélanna, sem Sigmund hefur teiknað og látið fram- leiða eru humarvélar af mörg um gerðum, steinbítsflökunar vélar fyrir Vestfirðinga að beiðni þeirra, gelluvélar alls um 20 nú þegar síðan í fyrra, pönnuþvottavélar var byrjað að smíða um áramót og síðasta afrekið er Simfisksöltunar- kerfið. Við hittum Sigmund að máli fyrir skömmu að heknili hans í V estmannaey j um og röbbuðum við hann um Sim- fi'gk-vélar og möguleikana í framleiðslunni. Strax þegar komið er að húsi Sigmunds sést að þar er eitthvað óvenjulegt á seyði. Bílskúrinn við húsið er með alminnsta móti og reyndar svo knappt smíðaður að bíllinn passar nákvæmlega inn í skúr inn eins og í kassa til innpökk unar. Ástæðan fyrir þessu knappa rúmi er sú að Sig- mund gat ekki fengið stærri lóð undir bílskúrinn og því varð að leggja höfuðið í bleyti til þess að finna lausn. Lausn in varð sú að hann smíðaði dráttarbraut inn í bílskúrinn og þarf því aðeins að aka bilii um í sérstakt hjólfar við skúr inn, stíga út úr honum og ýta á takka og þar með rennur bíll inn inn í skúrinn og hurðin lokast á eftir. Sama er uppi á teningnum þegar hann tek- ur bílinn út, ýtt á takkann, Pönnuþvottavél í notkun, Nú þegar eru þrjár slíkar vélar komnar í notkun og fleiri eru í framleiðslu. Vélsmiðjan Þór í Kyjum hefur ekki undan að framleiða Simfisk vélar upp í pantanir Fiskþvottakör frá Sigmund, eru nú komin um borð í 15 báta í Eyjum og verið er að smíða kör í fjölda *>áta. .hurðin opnast og bíilinn renn ur, út, mannlaus. Á baðstofulofti í húsi sínu við Brekkustíg hefur Sigmund vinnustofu og á leiðinni þang að upp staldraði ég við í eld húsinu. Þar hefur Sigmund einnig tekið til hendinni og smíðað eldhúsinnréttingu ekki ósvipaða og erlend blöð sýndu fyrir skömmu að yrði ekki ólík leg í nýtízku eldhúsi árið 2000. Innréttingin er öll gerð í kring um eina súlu i miðju eldhúsinu og þar er komið fyrir á hag anlegasta hátt eldavél, upp- þvottavél, bakaraofni, vaski og ruslkvörn og öðrum tækjum sem notuð eru í eldhúsinu og í kring um súluna eru eld- hússkáparnir, en þeim er hægt • að snúa í . kring um súluna þannig að ekki þarf að hlaupa á milli skápa. Innréttingin er smíðuð úr stáli og viði og er mjög þægileg að sögn hús- freyjunnar. Á baðstofuloftinu eru fjöl- mörg teikniborð og góð vinnu aðstaða fyrir uppfinninga- manninn og á einu borðinu lágu teikningar af riýju salt- fisksöltunarvélinni. Sígmund sagði að þessi vél breytti algjörlega sÖltunarað- ferðinni. Aðferðin byggist á þvi að i staðinn fyrir að hand salta í stæður í saltfiskhúsum, er saltað í sérstakar grindur undir söltunarvélinni. Síðan tekur lyftari saltfiskinn og fer með hann í geymslupláss og þegar þarf að umstafla og salta, tekur lyftarinn alla stæð una og setur á grindurnar aft ur þannig að menn þurfa ekki að bogra við þessa vinnu við erfiðar aðstæður. Söltunarvél- in stráir saltinu í stæðuna og mögulegt er að hlaða upp stæðu á stæðu með því að setja saltlag á milli og lyftar inn setur síðan armana í salt lagið, þegar flytja þarf stæð- una. Búið er að smíða eina söltunarvél og setja upp í Hrað frystistöð Vestmannaeyja og er hún talin lofa góðu, en til- raunir með hana hófust fyrir nokkru. I sambandi við saltfiskverk- un má einnig nefna að Sig- mund hefur teiknað og l'átið gera pækilsöltunarkör úr næl ondúk. Gömlu körin voru úr tré „og ugglaust ekki iaust við,“ sagði. Sigmund „að þau hafi verið skríðandi í gerlum.“ — En siðan tóku álkör við, en þau er plássfrek þeg- ar þau eru ekki í not’kun. Pæk ilsöltunarkörin úr næloni taka hins vegar mjög lítið pláss þegar þau eru ekki í notkun og eru hæg í flutningum með lyftara eins og álkörin. — Nælondúkurinn, sem Sígmund notar í körin er upphaflega framleiddur í Bretlandi sem efni í þök á bragga. Einu vélarnar, sem kjmntar hafa verið að einhverju ráði eru humarvinnsluvélamar, og nú er búið að framleiða hátt á þriðja hundrað af þeim vél- um, en fyrsta vélin var smíð- uð 1965. Nú orðið er humar vart unnin hérlendis á annan hátt, en með humarvélum frá Sigmund. Humarvélar Simfisk hafa ver ið fluttar út til Dantmerkur, fr lands, Englands og Skotlands í 4 ár, en þó hafa þessar vélar aldrei verið á sýningum erlend is. Sigmund sagði að sér hefði Feðgarnir Svavar og Halldór vinna við gerð pækilsöltunar- karanna í Seglagerð Halldórs Bíllinn fer á færibandi inn í bUskúrinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.