Morgunblaðið - 14.07.1971, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.07.1971, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1971 21 Einar Örn Björnsson Mýnesi: Óhugnanleg stjórnmálaþróun Skylda lýðræðisaflan na að vinna saman I>að verður fróðlegt að fylgj- ast með því, hvort Ólafi Jó- hanfiessvni formanni Framsókn- arflokksins tekst að mynda rík- isstjórn með kommúnistum og Hannibalistum með Lúðvík og Hannibal sem od<ivita þeirra fylkinga, sem undangengin 12 ár hafa barizt um sv\>kallað vinstra fylgi, annaðihvort sam- eiginlega eða hvor í sinu lagi með blóðugum átökium, þar sem verkalýðshreyfingunni hefur verið fómað á altari þessara manna, sem göbbuðu hana til fyigdar við sig með stofnun A1 þýðubandalagsins 1956 og létu fíiðan Alþýðusambandsþingið samþykkja vantrawst á Her- mann Jónasson forsætisráðherra haustið 1958, sem eru þau mestu svik og undirferli, sem um getur í islenzkri stjórnmálasögu fyrir utan hina óþingræðislegu að- ferð að fella ríkisstjóm utan þingsalanna. Þetta var aðferð kommúnista, sem lögðu á ráðin og ölilu réðu í Alþýðubandalag- inu með Lúðvik og Einar Ol- geirsson sem aðalráðgjafa. En þessi aðferð hafði verið notuð annars staðar með góðum ár- angri, en það var i lok síðara striðsins, þegar Benes og Mazar yk aðalforustumenn lýðræðis- sinna i Tékkóslóvakíu, og fleiri forustumenn annarfa Austur- Evrópulanda snéru aftur til heimaiands síns. í>eim var boðið samstarf við kommúnista, en þvi lauk með aftökum, svik- um og undirferli, þar sem komm únistar tóku öl-l völd með aðstoð Rauða hersins og síðan hafa þessar þjóðir verið reyrðar í viðjar kúgunar og ofbeldis, en sumar þurrkaðar út sem sjáiltf- stæð riki eins og Eystrasaltsrik in, sem fengu sitt sjálfstæði 1918 um leið og ísland öðlaðist full- veldi. Ritstjórnar-grein i Þjóð- viljanum eftir Alþingiskosning- arnar ber með sér, hvert komm- únistar stefna, ef þeir taka þátt í ríkisstjórn, en það er, að Islendingar segi sig úr Atlants- hafsbandalaginu og varnarliðið verði látið hverfa úr landi. Kommúnista.fork<>lfarnir geta ekki leynt fyrirætlunum sínum, þvi þeir eru í laumi í Alþjóða- samtökum kommúnista, enda sjást þeir i tiðum heimsóknum í rússneska sendiráðinu, sem nú hefur hreiðrað um sig í mörgum húseignum í Reykjavík, sem vekur athygli bæði utan lands og innan. Hér er úrslitatilraun kommúnista háð, til að ná aftur lwerkataki á verkalýðshreyfing- unni og ógna Hannibal með því, að nú verði hann að styðja úr- sögn þjóðarinnar úr Nato og brottflutning varnarliðsins. 1 stuttu máli, rífa til grunna sam- skipti Islands við vestrænar lýð- ræðisþjóðir. En Hannibal sér ekki við kommúnistum. Hann var í samkrulli við þá miklu lengur en nokkur ástæða var til eftir að þeir tóku öll völd í Alþýðu- bandalaginu 1960. En þá réðst hann að þeim, sem vildu veita honum brautargengi gegn komm únistum, sem höfðu Lúðviík og harðkommakjarnann að bak- hjarli, þótt þeir hefðu meiri reynslu en hann í viðureigninni við kommúnista. Hannibal sat á meðan sætt var, en lét svo flæma sig úr Alþýðubandalaginu með bréfi undirrituðu af Lúðví'k Jós- epssyni, en var þó formaður þess að nafninu til. Önnur skrípalæti, sem þarna gerðust, bröit Hannibals með flokksmyndun, seta hans sem forseti Alþýðusambands Islands, með stuðningi beggja stjórnar- flokkanna og Framsóknarfl. og þau vinnubrögð, sern á eftir komu minna mjög á hugarfar Þorgeirs Hávarðssonar, sem frægt er úr ,,Fóstbræðrasögu“ að leggja fæð á þá, sem hafa veitt honum lið eða bjargað hon um úr ógöngunum. í þessum kosningum hlóð Hannibal á sig fylgi á Vestfjörð um, en er hann ekki álika sett- ur eftir þá för og Þorgeir, er hann hékk í tónni? En vandséð er, hvort nokkrir verði til að bjarga honum úr henni, og því síður að stökkva á eftir honum yfir forvaðann. Hannibal er bú- inn að vega nógu marga, en verst hefur honum farnazt við félaga sína i Alþýðuflokknum. Enda munu þeir tregir til að hleypa honum þar til valda. Gönuhiáup Hannibals geta ekki endað nema á einn veg, hann deyr pólitiskt, enda hefur hann verið afgerandi í því að eyði- leggja álit og áhrif vinstri manna í landinu með samkrulli sínu við kommúnista, og ætlar kannski enn að vinna með þeim í svokall aðri vinstristjórn, sem Ólafi Jó- hannessyni hefur nú verið falið að mynda. Allt þetta brölt komm únista og Hannibals hefur bitn- að á hinum almenna borgara og skapað erfiðleika fyrir alþýðu- fólkið í landinu. Það þyrfti að fara fram at- hugun á meðferð kommúnista og Hannibals á verkalýðshreyfing- unni það tímabil, sem þeir fóru þar með völd, og þeirri póll- tísku misnotkun, sem hún hefur orðið fyrir af þessum öflum. Hafa engir þann manndóm að rísa upp og skapa þessari fjölmennu og merku hreyfingu, forystu, sem starfar sjálfstætt og óháð póiitiskri ævintýra- mennsku, og bendir á leiðir til úrbóta í málefnum hennar og eflingu atvinnulífsins á öllum sviðum? Það verkar eins og eyð- andi eldur að kommúnistar og Hannibalistar hafi áfram þau völd og aðstöðu, sem þeir hafa haft í verkalýðshreyfingunni. Hannibal og Björn Jónsson eru ko-mnir í meiri úlfakreppu en á meðan þeir hengluðust með kornmúnistum, vegna þess, að þeir verða að fylgja þeim í mál- um, sem miklu varða um örlög fslands, en þar á ég við þátt- töku þjóðarinnar í Atlantshafs bandalaginu og veru varnariiðs ins hér, sem er ekki eingöngu hernaðarlegs eðlis, heldur og vörn vestrænna manna um frelsi sitt menningu og lífsöryggi, sem kommúnistar á borð við Lúðvik Jósepsson og Magnús Kjartans- son vilja umfram allt rífa til grunna svo auðveldari verði eft irleikurinn að koma á þvi þjóð- skipulagi, sem þessir herrar eru hrifnir af, og tiðkað er í Austur- Evrópu og á Kúbu. Hér hefur verið sunginn sami söngurinn urn vinstri stefnu í mörg ár, án þess að menn hafi gert sér grein fyrir á hverju hún ætti að byggj ast eða hvernig hún aðlagaðist bezt þvi þjóðfélagi sem hún á.að þjóna. Jafnaðarmenn á Norður- löndum og Vestur-Evrópu fylgja allir þeirri stefnu í utanrikis- málum, að nauðsyin beri til að standa vörð um varnarsamtök vestrænna þ.jóða. En hér á landi eru viss hópur í Framsóknar- flokknum, Hannibalistar og auð vitað kommúnistar í samféiagi um að hrekja ísland úr Atlants hafsbandalaginu og rjúfa þá samvinnu, sem verið hefur um varnarstöðvar hér og mesta þýðingu hefur fyrir samheldni vestrænna ríkja. Kommúnistar hafa alla forustu fyrir þessum öfluim og ætla að notfæra sér þau til að ná hér völdum eins og í Chiie til að koma áform- um sínum frarn. Þess vegna er Hannibal Valdimarsson heppileg ur fyrir kommúnista hér á landi að vinna að því með þeim að lama Alþýðufl., sem hefur miklu heilavænlegri og heilbrigðari afstöðu til íslenzkra málefna og styður Jýðræðisöflin í landinu, sem vilja taka þátt i varnarsam- tökum vestrænna þjóða og hafa hér viðbúnað til varna, eins og verið hefur vegna hins ótrygga ástands, sem rikir og menn geta séð í grein er birtist í Morgunblaðinu 12. júnd eftir amerískan blaðamann, sem afl- aði sér upplýsinga um þessi mál, þá staddur á ráðstefnu Efta er haldin var hér á landi. Hannibal og kommúnistar börðust hatrammri bai'áttu gegn Búrfellsvirkjun og bygg- ingu Álverksmiðjunnar. En þess ar framkvæmdir komu í kjölfar erfiðleikanna vegna aflabrests á síldveiðum og miklu verðfalli sjávarafurða 1967 68 og urðu ti-1 þess að létta róðurinn út úr þeim efnahagsvanda sem þá dundi yfir. Lúðvik Jósepsson lýsti yfir á framboðsfundum, andstöðu við rannsóknir fallvatnanna á Aust Hér fer á eftir álitsgerð Prestastefnu Islands 1971: Til áréttingar og í beinu fram haldi af umræðuim og álitsgerð síðustu prestastefnu, er fjallaði um kristna fræðslu í skólum, hefur að þessu sinni verið rætt um kristna uppeldismótun og skyldur þjóðkirkju við alla þegna samfélagsins. Skólii og kirkja vinna þar að sameiiginlegum verkefnum og ættu að stefna að einu marki: að ala upp sjálfstæða einstakl- inga, sem reisa lif sitt á grund- vellíi kristinnar trúar og siðgæð- is. Á þessum tímum umbrota og rótleysis, þegar svo margir virð- ast missa fótfestu og finna ekki liífi sínu tilgang, er þess brýn þörf, að allir kristnir uppalend- ur, svo sem kirkja, skóli og heirn ili, haldi vöku sinni í hvivetna og vinni markvisst saman að aukinni kristinni uppeldismót- un. II. Prestastefnan lýsir ánægju sinni með undirtektir fjölmargra skólamanna og annarra við stefnu kirkjunnar að auknum, kristoum áhrifuim í skólum iands ins, fagnar því samstarfi, sem þegar hefur tekizt með þessuni aðilu.m og væntir þess, að krist- in fræði eigi að vera lífsmótandi afl í skóiastarfinu. III. Hið ótvíræða hlutverk kirkj- unnar í heiminum er að vinna menn til trúar á Jesúm Krist. Því áliítur prestastefnan, að kirkjumni beri skylda til að marka stefnu sina betur í upp- eldismálum en gert hefur verið og fylgja henni hiklaust eftir með skipulögðu starfi. Beri henni eftir megni að leiðbeina og styðja heimili og skóla við trúarleg uppeldisstörf þeirra. Prestastefnan beinir því þeim tilmæium til biskups og kirkju- ráðs að myndaðir verði starfs- hópar til að vinna að kristilegri uppeldismótun, er greinist i eft- irfarandi þætti: 1) Skyldunámsstig, 2) Frarn- haldsskólar, 3) Háskólastig og kennaramenntun, 4) Kirkjulegir skólar, 5) Heimil’isfræðsla, 6) urlandi og fyrirhugað orku- ver í Fljótsdal, þar sem kunna að vera ein beztu skilyrði til virkjpnar, sem þekkjast hér á landi, og hægt er að geyma mik ið af sumarrennsli ánna, sem vetrarforða til að knýja eitt stærsta orkuver veraldar. Eru Austfirðingar ekki farnir að skiilja þetta enn? Rannsóknir halda áfram á þessu vatnasvæði í sumar hvað sem rymur í komm únistum um þau mál. Austfirðingar halda kannski, að það sé betra að virkja Lúð- vík Jósepsson og skógarvörðinn á Hallormsstað, sem vildi flytja þrjátiu þúsund Reykvíkinga úr höfuðborginni, sem þýðingar- laust fólk, að hætti þjóðflutn- inga Kremlverja frá Eystrasalts ríkjunum? Hvernig yrði sá grunnur, sem stefnuyfirlýsing væntanlegrar vinstristjórnar byggðist á með kommúnista innanborðs? Fyrsta atriði yrði: Kommúnistar myndu krefjast brottfarar varnarliðsins og úr- sagnar úr Nato. Hannibal og fylgifé hans mundi fylgja þeim Fermingarfræðsla, 7) Fjölmiðl- un. Formenn þessara starfshópa myndi síðan Uppeldis- og menntamálanefind þjóðkirkjuinn- ar, er samræmi og skipuleggi við fangsefni starfshópanna. Eðli legt má teljast, að nefndin fái fjárráð og starfsaðstöðu á likan hátt og Æskulýðsnefnd þjóð- kirkjunnar hefur. Eins og áður greinir hefur þegar nokkuð áunnizt á þeim starfssviðum, er að skólum snúa, og vill Prestastefna íslands 1971 þvi einkum beina athygli að þremur síðastnefndu verksvið- unum: Heimilisfræðslu, ferming- arundirbúningi og fjölmiðlun. a. Heimilisfræðslan. Skírnin skuildbindur foreldra og heimili, guðfeðgini og söfn- uði til trúaruppeldis barnsins. Þörf er hér fyrir margvíslega leiðsögn, hjálpargögn og sam- í þessum aðgerðum. En Eysteinn og hans menn myndu tvistíga meö tillögugerð um að varnarlið ið yrði flutt úr iandi i áföng- ttm, en fresta úrsögn úr Nato um sinn. Hlægileg tillögugerð frá Eysteini, sem undirritaði varnarsamninginn vestur i Am- eríku 1951 á þeim forsendum, að ísland væri í hættu af rússn esku hernámi. En svo miki’l sem hættan kann að hafa verið þá, er hún sízt minni í dag, ef slík skilyrði skapast. En eftir því tækifæri bíða kommúnistar að geta setzt hér að völdum í skjóli sovéfchermanna, sem yrði túlkað í þágu sósíalismans, eins og x morgunsárið, þegar óvigur her birtist innan við landamærin í Tékkóslóvakíu, til að berja nið- ur frjálsræðisöflin, sem vildu mi'lda ógnarstjórn kommúnista þar, eins og mönnum er í fersku minni. Hinn nýi forystumaður Frjálslyndra og vinstri manna Magnús Torfi Ólafsson hélt erindi i Rikisútvarpið í vetur um að rétt myndi að draga Banda- ríkjamenn fyrir striðsdómstól vegna óhappamanna, sem framið hefðu óhæfuverk i Víetnam. Þessi mál voru rakin og skýrð i amei'ískum blöðum og sjón- varpi og reynt að grafast fyrir um orsakir. Ríkisútvarpið og sjónvarpið smjöttuðu oft á þessu máli, enda nógu margir þar innan dyra til að halda uppi dulbúnum áróðri. Franihald á bls. 24. vinmu, þar sem knýjandi er, að efla téngsl heimilis og safnaðar. b. Femiingarundirbúningiir. Leggja ber áherzlu á mikil- vægi fermingarfræðsliunnar, að námskröfur séu samræmdar i í’eynd og undirbúningurLn,n leiði til virkrar og varanlegrar þátt- töku fermingarbarnsins í guðs'- þjónustunni og öðru starfi safn- aðarins. Nauðsynlegt er, að ná- ið samstarf sé milli heimilis, skóla og safnaðar að þessum mikilvæga mótunarþætti, sem allir þessir aðilar bera ábyrgð á. c. Fjölmiðlun. Fjölmiðlar eru meðal áhrifa rikustu mótunartækja sam- timans, og þvi ber kristnum upp eldisaðilum að nýta þau tæki- færi, sem þar bjóðast svo sem auðið er. Um leið og prestastefn an þakkar það samstarf, sem nú er á þessu sviði, télur hún að þjóðkirkjan eigi kröfu á, að kristið efni fái þar aukið rúm til vaxandi áhrifa með þjóðinni. (Áliitsgerð sú, sem blaðið hef- ur áður birt, var frumdrög, en þetta er álitsgerðin eins og hún var endanlega samþykkt. Álitsgerð Presta- stefnu íslands 1971

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.