Morgunblaðið - 14.07.1971, Side 22

Morgunblaðið - 14.07.1971, Side 22
r 22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1971 Unnur Jónsdóttir F. 27. 6. 1907. — D. 8. 7. 1971. HÚN Unnur Jónsdóttir verður borin til grafar í dag. Hún dó eftir langvarandi veikindi og sjúkrahúslegu og var þaS ekki fyrr en undir það siðasta, að hin sterka lífslöngun hennar virtist tekin að fjara út. Unni þótti nefnilega gaman að lifa. Þótt hún hefði ekki verið heilsuhraust kona um ævina, þá kvartaði hún ekki, en reyndi i staðinn að ná út úr lífinu sínum skammti af lifs- hamingju og ánægju. Unnur var glæsileg kona, kom- in af mektarfólki og hafði hana t Eiginmaður minn og faðir okkar, Jónas Oddsson, læknir, lézt að heimili sínu, Álfabyggð 16, Akureyri, 11. júli sl. Eiginkona og börn. t Eiginmaður minn, MerriII Hawkins, arkitekt, 903 Metropolitan Ave., Brooklyn, N.Y., andaðist 13. júni í sjúkrahúsi í New York. Sigrún Dan Hawkins. t Eiginmaður minn, Jóhann Magnússon frá Patreksfirði, Kaplaskjólsvegi 53, andaðist mánudaginn 12. júli. Fyrir mína hönd, barna okkar og tengdabarna, Hólmfríður Guðmundsdóttir. ekkert skort í uppvextinum. Hún var rétt orðin fullvaxta, þegar kreppan skall á, og svo kom heimsstyrjöldin. Þetta voru mik- il umbrotaár, og er sem órói tím- anna hafi einhvérn veginn síazt inn í líf Unnar. Hún ferðaðist mikið utanlands sem innan og naut lífsins I ríkum mæli. Þegar Unnur komst á miðjan aldur og var farin að finna ánægju í húsmóðurstarfi, naut hún þess að bjóða góðum gest- um inn á hið glæsilega heimili og veita þeim í mat og drykk. Hún tók líka þátt í félagsstörfum og hafði mikla ánægju af að verá með í vetrarsamkvæmislífi Reykjavikur. Á sumrum hafði hún yndi af að ferðast um land- ið og komast öðru hvoru utan. Unnur hafði ágæta skapgerð, þótt veikindi hennar á seinni ár- um hefðu nokkur áhrif til hins verra. Hún var yfirleitt létt í lund og alltaf til í að taka undir glaðværð með sínum dillandi, bráðsmitandi hlátri. Hún var mjög vinaföst og gleymdi aldrei vinargreiða, en svo átti hún líka bágt með að gleyma ef henni var gert á móti skapi. Hún var höfð- ingleg og aldrei fljót á sér að dæma náungann, því hún hafði kynnzt mörgu breyzku fólki á sinni lífstíð. Hún Unnur undi sér sérstak- lega vel innan um yngra fólk. Margt af unga fólkinu, sem kynntist henni, hafði orð á því, hve ung hún væri i anda. Það er hætt við því, að henni hafi ekki líkað sem bezt að láta árin fær- ast yfir sig, en hún bar þau vel og hélt fólk oft, að hún væri yngri en reyndin var. Það líkaði henni vel. Þótt Unni hafi líkað vel að lyfta sér upp, þá var hún líka alvarleg kona. Hún rataði í sín- Y Faðir okkar, tengdafaðir og afi, Kristvin Ó. E. Þórðarson, járnsmiður, andaðist í Borgarsjúkrahúsinu þann 11. þ.m. Ketill Kristvinsson, Jóna Hjörleifsdóttir, Kristveig Kristvinsdóttir, Björn Guðmundsson, Magnea Kristvinsdóttir, Valgarður Magnússon og barnabörn.____________ t Eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir ÞORSTEIIMN ARNBERG GUÐNI ÁSBJÖRNSSON yfirprentari, andaðist þann 13/7 '71. Sæunn Jóhannesdóttir, böm og tengdaböm. t Hjartkær eiginkona mín og dóttir GUÐBJÖRG KARLSDÓTTIR, vefnaðarkennari, Háaleitisbraut 36, Reykjavik, lézt að Landakotsspítala að kvöldi 7. júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Fyrir hönd fjarstaddra barna, tengdadóttur, barnabarna og annarra vandamanna. Guttormur Sigbjarnarson, Elísabet Sigurðardóttir. ar raunir I lífinu og hún hugsaði mikið, sérstaklega á seinni árum, um lífið og tilgang þess. Hún var vel gefin og skörp, las góðar bækur, hafði yndi af hljómlist, leiklist og öðru, sem til mennt- unar og menningar telst. Hún kunni skil á þvi, sem ómengað var í heiminum eða ekta og fyr- ir vikið hafði hún góðan smekk. Unnur var heimskona. Hún var líka eiginkona, móðir og amma. Það var gott að eiga Unni að vini. Þegar til hennar var leitað, var hún traust eins og klettur og leysti hún margra vanda um ævina. Það eru margir vinir og kunningjar sem hugsa hlýtt til Unnar í dag. Sjálfur þakka ég góðri og skemmtilegri tengda- móður fyrir samveruna. Þórir S. Gröndal. Fimmtudaginn 8. júlí sl. and- aðist á Heilsuvemdarstöðinni í Reykjavík frú Unnur Jónsdóttir Ólafssonar fyrrverandi alþingis manns og bankastjóra og konu hans, frú Þóru Halldórsdóttur. Þar hafði hún dválið hátt á ann að ár og oft verið mjög tvísýnt um líf hennar. Andlát hennar kom því ekki á óvart. Hitt er manni ráðgáta, nú eins og svo oft á Langri ævi, hversu valt er að treysta því, að vel- gengni, glæsileg ytri skilyrði og lífsþróttur sé öryggi, sem aldrei geti brugðizt. Þeirri hlið á lífinu fékk Unnur að kynnast. Hún hóf lífsferil sinn tápmikil og lífsglöð, og að öllu undir þá göngu vel búin. En ekki var hún komin af létt asta skeið, er hún tók þann sjúkdóm, er síðar var henni oft þungbær, þó að aldrei næði hann að buga þrek hennar svo, að hún ekki nyti hinna björtu hliða lífsins, ýmist á heimili sínu, í borgarlífinu eða á ferða lögum um sveitir landsins og óbyggðir. En slík ferðalög voru henni mikið yndi þótt oft væri þá teflt á tæpasta vað, hvað heiilsuna snerti. En því minnist ég á þetta hér, að manni var það oft undr unarefni, hve þrek hennar var mikið og viljinn sterkur til að láta ekki undan, þótt heilsan væri oft tvísýn. Unnur þráði lit ríkt líf, og tókst að skapa sér það. Hún þráði glaðværð og naut þess að vera gestgjafi eða gest ur á heimilum vina sinna. Oft gekk hún þá ekki heil til skógar og var stundum beizkari í viðmóti en eðli hennar stóð til, og ætla mátti af þessari ljúf lyndu og elskulegu konu. En ekki var öllum það ljóst, hve mikinn þátt sjúkdómur hennar átti í því. En sáttfýsi og hreinlyndi hennar breiddu jafn- an yfir slik spor. í eðli sínu var hún stórlynd, eins og hún átti kyn til, jafnframt því að vilja rétta öllum hjálparhönd og sýna góðvild. Hún var gædd miklum per sónutöfrum, sem hún hafði tek ið að erfðum frá móður sinni, og löðuðu fólk að henni. Unnur ólst upp á menningar- heimili, sem jafnan var mikil reisn yfir. Hún var ágætlega menntuð og fjölhæf kona. í áesku stundaði hún nám í Kvennaskólanum í Reykjavík og dvaldist siðan oft erlendis, bæði við nám og tij að leita sér lækninga. Þrátt fyrir langvarandi veik- indi og oft þjáningarfull, hélt hún jafnan meðfæddu glaðlyndi sinu og reisn, enda var hún au- fúsugestur í hópi vina sinna. Hún var mjög listræn að eðlis- fari, enda bar heimili hennar þess ríkan vott og þangað var gott að koma í þess orðs beztu merkingu. Enda var þar jafnan gestkvæmt. Hún var lengst af búsett í Reykjavik, og lengi með móður sinni, sem hún var tengd sterk- um böndum. Á Borðeyri og Brú i Hrútafirði dvaldist hún í nokkur ár með manni sínum, Magnús Richards syni, umdæmisstjóra pósts og síma, og áttu þau þar íslenzkt fyrirmyndarheimili í þjóðbraut. Tveimur bömum Magnúsar, frá fyrra hjónabandi, gekk hún í móður stað og reyndist þeim svo, að þau sakna hennar sem ástrikrar móður. Einkadóttir hennar, Erla, er búsett í Bandaríkjunum, en hún er gift Þóri S. Gröndal, sölustjóra hjá Icéland Products Inc. Þennan aðskilnað tók Unnur sér mjög nærri og ekki síður að vera fjarri litlu dótturdóttur sinni, sem ber nafn hennar. Unnur átti því láni að fagna að eiga eiginmann, sem kunni að meta hana og stóð við hlið henn- ar í meðlæti og mótlæti — en ekki sízt þegar mest á reyndi — síðasta áfangann. Þökk fyrir margar ógleyman- legar stundir. A.G.Þ. ÞEGAR ég frétti lát Unnar vin konu minnar, greip mig tóm- leiki eins og vill verða, er vinir manns hverfa. Unnur var skólasystir mín og æskuvinkona. Hún var vel gef- in, trygglynd og heilsteypt, enda átti hún til þeirra að sækja. Hún var dóttir sæmdarhjónanna Jóns Ólafssonar, alþingismanns og bankastjóra og frú Þóru Hall dórsdóttur, eiginkonu hans. — Ólst hún upp á yndislegu heim- ili í stórum systkinahópi. Þeir voru ekki fáir, er nutu góðs á t Otför eiginmanns mins SIGURÐAR ÞORGILSSONAR frá Straumi, fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 15. þ.m. kl. F. h. vandamanna Guðrún Elísdóttir. 2 t Móðir mín SESSELJA STEFANSDÓTTIR frá Kambi, andaðist að heimili sínu Ægissíðu 56 12. þ. m. Fyrir hönd systkinanna Elín G. Jónsdóttir. 1 Útför ■ GUÐRÚNAR ANDRÉSDÓTTUR Alafossi, sem andaðist 8. júlí fer fram frá Háteigskirkju kl. 3 föstudag- inn 16. júlí. Þeim sem vildu Kristniboðið í Konsó. minnast hennar er bent á Sólveig Andrésdóttir, Sigurlaug Andrésdóttir, Elísabet Andrésdóttir, Guðbjörg Andrésdóttir, Fanney Jónsdóttir, Jakobina Jóhannesdóttir Alafossi. því heimili. Þegar faðir hennar dó bjó hún lengi með móður sinni. Hún átti góð systkini, en. sérstaklega stóð hennar trausti og góði bróðir alltaf við hlið hennar, ef eitthvé# kom fyrir og hún mat það mikils. Unnur gekk ekki heil til skóg ar seinni hluta ævinnar, en veik indi sín vildi hún aldrei tala um. Lífsorkan og lífsgleðin var svo sterkur þáttur hjá henni, að ég veit að margir trúðu varla hve veik hún var. Unnur átti eina dóttur, Erlu, mjög glæsilega og vel gefna stúlku, sem er gift Þóri Gröndal og eitt bamabam, nöfnu sína, sem var hennar augasteinn. Unnur var gift Magnúsi Rich ardssyni og voru þau svo sam- rýnd að af bar. Síðustu tvö árin, er Unnur lá helsjúk reyndist Magnús henni alveg framúrskarandi vel. Eg gæti talið upp svo margt frá okkar æsku- og skólaárum, en ég geymi það hjá mér. Unnur mín. Ég kveð þig og þakka þér fyrir alla þina góðu vináttu og tryggð. Þú varst stórbrotin og óvenjuleg kona, sem öllum er þekktu þig, þótti vænt um. Þessum fáu minningarorðum fylgja innilegar samúðarkveðj- ur til fjölskyldu þinnar og allra skyldmenna. Kristín Ingvarsdóttir. FYRSTA skiptið, sem ég sá Unni, var á heimih foreldra hennar í Miðstræti. Vorum við hjónin boð- in I fermingarveizlu elzta barns þeirra Jóns Ólafssonar og konu hans, Þóru Halldórsdóttur. Var það Ólafur, síðar framkvæmda- stjóri Alliance, sem var fermdur, en um leið var skírð þar heima yngsta dóttir þeirra, Ólafía Guð- laug. Börnin voru fimm, og var Unnur næstelzt þeirra, og minn- ist ég ávallt með gleði þessarar fyrstu viðkynningar við tengda- fjölskyldu mína. Frá þeirri stundu urðum við Þóra góðar vinkonur, og stóð sú vinátta órofa meðan hún lifði. Þóra hafði hefðarkonuframkomu, var vingjarnleg og alúðleg við hvern, sem í hlut átti. Hún var listfeng að eðlisfari, hafði yndi af skáld- skap í bundnu máli og óbundnu. Hún hafði óvenju fagra rithönd, enda var bróðir hennar, séra Lárus, einnig orðlagður fyrir fallega rithönd. Hún var líka músíkölsk og lék á orgel, og oft var leikið fyrir börnin eða þau sungu með. 1 þessum góða systkinahópi ólst Unnur upp, enda hafði hún margra ánægju- stunda að minnast frá æsku sinni. Og árin liðu, og hún menntað- ist innan lands og utan, bæði í Englandi og Þýzkalandi, las mik- ið sjálfstætt og var því víða heima. Unnur hafði erft marga beztu kosti foreldra sirina. Trygglyndi hennar var óvenjulegt, enda voru helztu vinkonur hennar, sem hún hafði kynnzt í æsku, vinkonur herinar til dauðadags. Hún sameinaði höfðingsskap föð- ur síns og prúðmenrisku og mildi móður sinnar. Fyrir urri það bil tuttugu ár- um missti hún snögglega heils- una, fékk blóðþrýsting á hæsta stigi, en þá voru engin meðul tíl við sliku nema uppskurður. Var aðgerðin gerð utanlands og tókst hún eftir aðstæðum vel í bili, en þó voru það eftirköst þessa sjúk- dóms, sem drógu hana að lok- um til dauða. Bar hún sjúkdóm sinn mjög vel, og var það viðkvæði hennar, þegar einhver hafði orð á þvi við hana, að hún ætti að hlífa sér betur: „Ég vil lifa, meðan ég tel.“ Var það tilsvar, sem hefði verið föður hennar að skapi. Ég vil votta Erlu dóttur henn- ar og eftirlifandi eiginmanni, Magnúsi Ríkharðssyni, samúð mína. „Hér vit skiljumk ok hittask munum á feginsdegi fira; dróttinn minn gefi dauðum ró, en hinum likn, er lifa.'* Gtinnhildiir Halldórsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.