Morgunblaðið - 16.07.1971, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.07.1971, Blaðsíða 1
32 SIÐUR 156. tbl. 58. árg. FÖSTUDAGUR 16. JlJLl 1971 Prentsmiðja Morgunfelaðsins. ísland útilokað frá leyniskjölum NATO? Harma ákvörðun íslenzku stjórnarinnar □- -□ Sjá ennfreinur ramma- grein á bls. 2. □----------------------D Wasihington, Brússel, 15. júlí — AP 0 Með tilkomu hinnar nýju ríkisstjórnar íslands kann svo að fara, að íslendingar fái ekki aðgang að mikilvæg- um leyniskjölum Atlantshafs- bandalagsins. Ástæðan er sú, að kommúnistar eiga sæti í ríkisstjórninni. A Bandaríska utanríkisráðu ILÍFIÐ í Rabat, höfuðborg i I Marokkó eftir uppreisnina í gegn Hassan konungi. — / Myndin sýnir h,jón á ferli um I miðborg Rabat, en í baksýn I sjást skriðdrekar og hermenn. Herdeildir hafa verið á verði , i höfuðborginni eftir tilraun- ' ina til þess að myrða konung-' 45 Gyðingar handteknir Mikilvæg ræða Nixons San Clemente, Kaliforníu, 15. júli AP. NIXON forseti boðaði í kvöld, 1 að hann myndi flytja mikil-1 l væga ræðu í sjónvarp og út-1 varp í kvöld (kl. 2.30 í nótt að isl. tíma) um málefni, sem ' engar uppi. voru gefnar ( um fyrirfram af hálfu Hvíta | hússins. Blaðafulltrúi forset- ans, Ronald Ziegler, neitaði í ' kvöld að skýra frá því, hvort ( ræða forsetans yrði um inn-1 anlands- eða utanríkismál og , varaði fréttastofnanir við því að koma fyrirfram með nokkr 1 ar boilaleggingar um innihald | I hinnar fyrirhuguðu ræðu. Moskvu, 15. júlí — AP MOSKVULÖGREGLAN handtók í dag 45 sovézka Gyðinga, sem hafa verið í hungurverkfalli í aðalsímstöð borgarinnar frá því á mánudag. Flestir Gyðinganna eru frá Grúsíu og eru þeir að iáta í ljós andúð á þeim af- greiðslutöfum, sem hafa orðið á umsóknum þeirra um að fá að flytjast til ísrael. 1 gær, mið- vikudag, sendu Gyðingarnir skeyti til Nikolai Podgorny, for- seta Sovétríkjanna, Nixons, Bandaríkjaforseta, Pompidous, Frakklandsforseta, og Heath, for- sætisráðherra Bretlands, þar sem þeir fóru fram á, að teldn yrði til greina lögmæt krafa þeirra um að fá að fara tU ísraels til búsetu. Ekki er vitað við hvaða refs- ingu Gyðingarnir 45 geta búizt, en síðast, þegar svipaður atburð- ur gerðist, voru viðkomandi sak- borningar dæmdir i 15 daga fangelsi fyrir óspektir á al- mannafæri. Mintoff til Bretlands — til viðræðna um efnahags- og öryggissamninga London, 15. júlí NTB. BREZKA stjórnin liefur boðið hinum nýja forsætisráðhcrra Möltu, Dom Mintoff í heimsókn til Bretlands í því skyni að ræða möguleikana á að endurskoða efnahags- og öryggissamninga þá, sem í gildi eru miUi landanna. Sir Alec Douglas-Home utan- ríkisráðherra sagði í ræðu á þingi í dag að Bretland hefði ekki áhuga á því að hafa herlið á Möltu gegn vilja stjómar eyj- arinmar. Harun lagði áherzlu á, að brezka stjórnin væri reiðubú- in til þess að byrja samningavið- ræður án fyrirframádlyrða um framtíð herstöðva Breta á Möltu. neytið hefur sagt, að það harmi þá ákvörðun íslenzku ríkisstjórnarinnar að senda varnarliðið úr landi. 0 Fulltrúar Atlantshafs- bandalagsins í Briissel, höfuðstöðvum þess, hafa einnig sagt, að þeir harmi mjög þessa ákvörðun, þar sem hernaðarlegt mikilvægi landsins vaxi stöðugt. 1 fréttaskeyti frá Associated Press eftir Carl Hartman, segir, að svo kunni að fara að Atlants- hafsbandalagið verði að grípa til þess ráðs, sem það tók fyrir 15 árum, að veita íslandi ekki að- gang að mikilvægum leyniskjöl- um bandalagsins af öryggis- ástæðum, þar sem kommúnistar eigi nú sæti i stjórn þess. Bandarískir embættismenn rif j uðu þetta upp, þegar fréttist, að ný vinstri stjórn væri tekin við völdum á Islandi, en lögðu áherzlu á það, að engin opinber ákvörðun hefði enn verið tekin. Þeir sögðu, að ákvörðun um að veita Islandi ekki aðgang að mik- ilvægum leyniskjölum, hefði ver- ið tekin i tíð síðustu vinstri stjórnar, og hefði hún samþykkt þær takmarkanir. Þá sögðu þeir að bandariska stjórnin væri ekki hrifin af þeirri ákvörðun, að færa fiskveiðilögsöguna út í 50 milur. Það spursmál hefði átt að leysa á hafréttarráðstefnunni 1973. „fs- land var traust flugmóðurskip á miðju Atlantshafi, en það lítur út fyrir að við höfum misst það,“ sagði einn þeirra. 1 öðru skeyti frá Associated Press í Washington siegir að á fundi með fréttamönnum hafi blaðafulltrúi bandaríska utanrik isráðuneytisins harmað að hin nýja vinstri stjórn skyldi hafa á kveðið að loka herstöðinni í Keflavik. Hann sagði að enn hefði ekki borizt nein formteg orðsending um þetta til banda- Framhald á bls. M. Frakkland og Kína byggja kj ar naf laugar Washington, 15. júlí — AP BANDARÍSKIR hernaðarsér- fræðingar segja að Frakkar og Kínverjar muni bæta kjarnorku sprengju-eldflaugum við vopna búr sín á þessu ári. Frakkar munu liafa eldflaugar bæði á landi og í kjarnorkukafbátum en Kínverjar aðeins á landi fyrst í stað. Frakkar eiga þcgar 45 Mirage spengjuþotur sem geta borið kjarnorkusprengjur, en þótt Kínverjar eigi kjarnorku- sprengjur liafa þeir hingað til ekki átt nein nægilega fullkom in tæki til að flytja þær. Bæði frönsku og kínversku Norðurlönd á Allsherjarþingi SI>: Island ræðir mest um afvopnunarmálin Hefur mesta áhugann á sjálfs- ákvörðunarrétti þjóða AÐ minnsta kosti 20% af orð- ræðum hvers af Norðurlönd- unum á Allsherjarþingi Sam- einuðu þjóðanna eru helguð afvopnunarmálunum og það cr Island, sem ræðir mest um það málefni, en Danmörk minnst. Þá má nefna, að ís- land hefur af Norðurlöndun- um mesta áhugann á mál- efnum, sem varða sjálfs- ákvörðunarrétt þjóða, og hef- ur þar oft minnt á eigin sjálf- stæðisbaráttu sem dæmi. Kemur þetta fram í grein um Norðurlönd og Allsherjarþing ið (Norden í Förenta Nation- arnas generalförsamling) í nýlegri sænskri bók um Norð- urlönd á vettvangi heimsmála (Norden pá varldsarenan). Grein þessi er eftir tvo Svía, þá Jan-Erik Lindström fil. kand. og Claes Wiklumd fil. kand. Þar kemur það fram, að almennt eru afvopnunarmálin það málefni, sem Norðurlönd ræða mest um á Allsherj arþinginu, en síðan kemur nokkuð á óvart Suður- Afrítoa. Þar er það Danimörk, sem tekið hefur mestan þátt í um- ræðum, en af Norðurlöndum hefur Danmörk veitt Suður-Af- ríku mestan gaum. Sem siglinga- þjóð höfðu og hafa Norðmenn mestan áhuga Norðurlandaþjóða á því, að siglingar fái að vera óhindraðar um Súezskurð og tóku því mestan þátt í umræðum Franihald á bis. 19. USA Atkvæðagreiðsla Norðurlanda með tilliti til Sovétríkjanna og Bandaríkjanna í afvopniunar- og kjarnorkuvopnamálum. eldflaugarnar teljast til miðlungs langdrægra flauga. Þær frönsku munu draga rúmlega 2400 km, (nóg til að skjóta þeim á Moskvu), og kínversku flaugam ar verða álíka langdrægar. Frakkar hafa gert áætlun um smíði fimm kafbáta sem vopn- aðir verði eldflaugum. Kafbátar Franihald á bls. 19. Víkinga- ferð aflýst Bergen, 15. júlí. NTB. KANADAMAÐURINN Eric Gordon Jennens hefur aflýst fyrirhugaðri ferð sinni á vlk ingaskipi frá Noregi til Ný- fundnalands, eftir að honum voru kunngerðar kröfur sigl- ingamálaráðuneytisins um ör- yggisútbúnað um boirð. 1 stað inn hefur Jennens kamið fram með áform um að sigla skipi sinu, sem hann hefur sjál'fur smíðað algjöriega eft- ir fyrirmynd Gaukstaðaskips- ins, meðfram strönd Noregs, suður itil Mið-Evrópu og sýna það þar gegn greiðslu. Skýr- ir Bergens Tidende frá þessu í dag. Efasemdir um viMngaferð- ina yfir Norður-Atlantshafið höfðu einnig grafið um sig á meðal þeirra, sem vera skyldu í áhöfln skipsins og nú eru að eins eftir þríir þeirra fyrir ut- an fjölskyldu Jennens. ■r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.