Morgunblaðið - 16.07.1971, Blaðsíða 4
MORGUNÖLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JÚL.1 1.971
<
HVERFISGÖTU103
VW Scndifer5«bifre{ð-VW 5 manna-VW jvefnvifi
VW 9 manna - Landrover 7 manna
IITTfl
BÍLALEIGAN
Bargstaðastræti 13
Sím/14970
Eftir lokun 81748 eða 14970.
BÍLALEIGA
CAR RENTAL
tr 21190 21188
BÍLALEIGA
Keflavik, sími 92-2210
Reykjavík — Lúkasþjónustan
S'.'ðurlandsbraut 10, s. 83330.
•THÍÍ* -
_
§ Saltvíkur-týran
treinist enn
Steingrímur Daviðsson
skrifar:
„Kæri Velvakandi!
Margt hefur verið rætt og rit-
að um samkomuna í Saltvík um
sl. hvítasunnu. Skal það engan
undra, því að oft hafa menn
verið margorðir um minna
efni. Samkoma sú varðar ekki
aðeins 1/15 hluta þjóðarinnar,
heldur þjóðféiagið allt. Að sögn
forstöðumanna „hátíðarinnar"
sóttu um 10 þúsund ungmenni
samkomu þessa, og ætla má,
að foreldrar þeirra og vanda-
menn, er heima sátu, hafi ver-
ið 4—5 þúsund.
0 Hvítasunnumótin
illræmd
Á liðnum árum hafa hvita-
sunnumót unga fólksins verið
mjög illræmd, að undanteknum
mótum templara i Húsafells-
skógi. Flestir bjuggust við að
samkoman I Saltvik á vegum
Æskulýðsráðs, yrði til fyrir-
myndar í bráð og lengd. Margir
urðu þó nokkuð uggandi, þegar
þeir heyrðu af, vörum fram-
kvæmdastjóra samkomunnar,
að þar ætti athafnafrelsi að
ríkja i fyllsta mæli, öll boð og
bönn yrðu utangarðs. Þeir
treystu því, að samkomugest-
irnir höguðu sér eins og góðum
börnum er lagið. Þetta eru
kokhraustir karlar. En hver
yarð svo reyndin? Með hreinu,
góðu börnunum slæddust mörg
óþvegin inn á hátíðarsvæðið,
þó, sem betur fer, í minnihluta,
en þeim mun aðsópsmeiri og
djarfari til allra athafna. Hér
stjórnuðu menn, er skildu
mannlega náttúru. Þótt hávaði
gerðist ærinn frá horna-
skvaldri, glymjandi frá flösku-
brotum og pústrum, yfirgnæfði
beljandinn frá hippahljómsveit-
inni. Siðferðið í samræmi við
allt þetta.
Aðspurður viðurkenndi Hinrik
Bjarnason að nokkuð hefði ver-
ið um smá-hnupl, helzt þá ýms-
ir munir teknir úr óvörðum
tjöldum. Aðeins eitt tjald hvarf
með öllu, sem í þvi var. (Sam-
kv. fréttum). Það varð líka eitt-
hvað að vera, fyrst boðorðið:
„Þú skalt ekki stela“, var úr
gildi fellt á mótssvæðinu ásamt
öðrum bönnum.
OREGON-FURA
Þurrkuð oregon-fura ávallt fyrirliggjandi, margar gerðir.
TIMBURVERZLUN
ARNA JÓNSSONAR & CO. HF.
0 Boð og bönn
Ég, sem þetta rita, þekkti
nokkur góð börn á mótinu, og
hef þvi góðar heimildir. Skýrð-
ist þetta allt og betur I sjón-
varpsþættinum, þar sem komn-
ir voru, auk stjórnanda, Hinrik
Bjarnason, og að ég ætla þrír
félagar hans, allt mætir menn
var sagt. Um það efast enginn.
Þá kom þarna og séra Ragnar
Fjalar Lárusson. Presturinn
taldi m.a. varhugavert að
„smala“ mörgum þúsundum
unglinga saman á einn stað og
án þess áð leggja nokkrar
hömlur á áfengisneyzlu þeirra
eða annað framferði. Þá var
prestur lítið hrifinn af þeim
eina skemmtiþætti, er þarna
stóð öllum til boða: popp-hljóm-
listinni. Hinrik var fljótur til
andsvara. Heyranlega fannst
honum gróf móðgun að nefna
það smölun að auglýsa mótið
svo rækilega sem gert var. Sá
mæti maður virtist ekki viður-
kenna aðra merkingu orðsins
en þá, er sauðfé er rekið sam-
an með hói og hundgái, þó hef-
ur þessi útúrsnúningur líklega
átt að þjóna annarlegum til-
gangi. Hinrik kvaðst vera and-
vígur öllum bönnum og boðorð-
um svona yfirleitt, þau væru
höft á vilja mannsins og frjáls-
ar athafnir hans. Vissulega rétt
að vissu marki. Þegar bent var
á, að samfélög manna mundu
vart fá staðizt án boða og
banna varð þeim mæta manni,
Hinriki, svarafátt; klifaði á því,
er hann hafði fyrr sagt. Prest-
urinn virtist eiga í vök að verj-
ast, þvi að allir hinir voru á
öndverðum meiði nema stjórn-
andinn og þó var afstaða hans
mjög óljós.
0 Skemmda eplið
Hinrik Bjarnason hlýtur
að þekkja söguna „Skemmda
eplið“, þvi að hún var í lesbók-
um fyrir barnaskóla þegar
Hinrik var að alast upp. Senni-
lega telur þessi mæti maður
söguna úrelta, enda er sagan
gömul nokkuð. Og því sé hættu-
laust með öllu að blanda saman
að vild ferskum eplum og
skemmdum. En spumingarnar
vakna: Hvers vegna stóðu ekki
ábyrgir menn fyrir þessu æsku-
lýðsmóti, sem bönnuðu áfengi
á mótssvæðinu og ölvuðum
mönnum þar að vera? Að fram-
fylgja slíku banni er mjög ein-
falt á afgirtu svæði. Sleppi ein-
hverjir inn með áfengi og fari
að neyta þess, er auðvelt að
flytja þá þegar burtu. Sama á
að gilda um þá, er sýna aðra
siðlausa hegðun. Þetta tíðkast
hvarvetna þar sem boðorðin tíu
eru í heiðri haldin. Boðorðin tíu
eru hornsteinar iögmáls Gyð-
inga og löggjafar kristinna
þjóða og í reynd eru þau und-
irstaða og kjarni laga allra sið-
menntaðra þjóðfélaga, þótt
önnur trúarbrögð játi.
0 Tilraunir með börn
Þegar minnzt var á í sjón-
varpsþættinum að „popp“ væri
miður holl skemmtun, kom
svarið: Þetta líkar unglingun-
um bezt, popp og aftur popþ.
Maður nokkur lýsti matarvisb
inni á bæ einum, þar sem hann
hafði verið, þannig: „Það var
grautur með graut á morgn-
ana, grautur oní graut um
miðjan daginn og grautur út áí
graut í kvöldmat.“ Einfalt mat-
aræði, en varla heilsuspillandi.
Hinrik kvaðst nokkuð ánægð-
ur með „tilraunina“, þótt sumt
hefði mátt betur fara. ÆtH
það? Er rétt að gera slíkar
„tilraunir" með erfingja lands-
ins? Uppeldi barna verður að
grundvallast á boðorðunum tíu,
fagnaðarboðskap Krists, guli-
vægu reglunni, ef þjóðinni á vel
að farnast. Þeir, sem vilja ger-
ast leiðtogar æskunnar, verða
að skilja þessi sannindi. Ef
þann skilning vantar og ekki
verður úr bætt, eru þeir betur
komnir í önnur störf.
9. júlí 1971.
Stgr. Davíðsson."
0 Vísan um Ólaf Briem
Rögnvaldur Steinsson
skrifar:
„Hrauni, 4. júlí 1971.
1 dálkum Velvakanda 27. 6.
birtist visa eftir Ólaf Briem.
Vísan er birt á þessa leið:
Nú er úti frost og hrím,
kominn er harður vetur,
en inni situr Óli Briem
og alltaf drukkið getur.
Vísuna lærði ég svona:
Nú er úti harka og hrím,
harður snjóavetur,
Inni situr Óli Briem
og alltaf drukkið getur.
Lærði ég þessa vísu af móð-
ur minni, sem þekkti Óla Briem
vel. Vonast ég til, að vísan sé
á þann veg rétt.
Rögnvaldur Steinsson,
Hrauni.“
TIL ALLRA ATTA
NEW YORK
Alla daga
•-------
REYKJAVÍK
OSLÓ
Mánudaga
Miðvikudaga
Laugardaga
GLASGOW
Fimmtudaga
LONDON
Fimmtudaga
LUXEMBOURG
Alla daga
KAUPMANNAHÖFN
Mánudaga
Miðvikudaga
Laugardaga
LOFTLEIBIR