Morgunblaðið - 16.07.1971, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.07.1971, Blaðsíða 5
MORtilÍNBllÁÐÍÐ, FÓS'T'ÚDÁgÍJR 116. 'ÁÖÍLl Reykingar yfir nieðgöngutímann geta orsakað van- sköpuð fóstur BJÐ kunna brezka vísindarit Nature birti nýlega niðurstöður rannsókna brezkra lækna á áhrif- um reykinga vanfærra kvenna á fóstrin og þar segir að konur, sran reykja sígarettur yfir með- göngutímann geti átt á hættu, að fæða vansköpuð börn. Lækn- arnir segja að börnum reykinga- kvenna sé 50% hættara að fæð- ast, með hjartagalla, en börnum kvenna, sem reykja ekki. í rann- sóknunum er eingöngu miðað við sigarettiireykingar. R-annisóknimar leiddu í ljós, að meðfæddir hjaatagallar hjá börn- um, sem reykingakonur fæddu komu í ljós í 7,3 börnum af hverjum 1000. En hjá börmum ’kvenna sem ekki reyktu var tíðnin 4,7 af hverjum 1000 börnum. Læknarnír telja rnðurstöður þessar svo mikil- vægar að nauðsynlegt sé að halda áfram frekari rann- sóknum, til að slá föstu hugsan- iegu sambandi reykiniga mæðra og hjartagalla bannannia. Rann- sóknirnar, sem hér um ræðir náðu til 17000 fæðinga á vissu tímabili um allt landið. Lækn- arnir telja hverja þá konu reyk- ingamanneskju, sem hefur rey'kt reglulega frá 1 sígarettu á dag eftir 4. mánuð meðgöngutímams. Frá vinstri: Skúli Jóhannsson, frú Þóra Finnbogadóttir og Haraldur V. Ólafsson. Góðar gjafir vestur um haf HARALDUR V. Óiafsson, for- stjóri Fálkans og kona hans, frú Þóra Finnbogadóttir, buðu sunnudaginn 27. júm sl. heim nokkrum hópi Vestur-íslendinga, er þá voru hér á ferð, og af- henti Haraldur við það tækifæri Skúla Jóhannssyni, forseta Þjóð ræknisfélags íslendinga í Vest urheimi, 25 nýjar íslenzkar hljómplötur að gjöf til félags- ins. Forráðamenn Fálkans hafa tvisvar áður sent íslendingum vestan hafs hljómplötur að gjöf fyrst 1954, er þeir gáfu íslenzka elliheimilinu Betel á Gimli 75 islenzkar hljómplötur og 1968, er þeir gáfu þjóðræknisdeild- inni Frón i Winnipeg myndar- legt plötusafn. Var Haraldur V. Ólafsson í þakklætisskyni gerð- ur beiðursfélagi deildariinnar 1969. EVINRUDE Utanborðsmótorar Stœrðir 1,5 ha. til 115 ha. HEIMSFRÆGIR FYRIR GÆÐI. Utvegum einnig hentuga báta af öllum stœrðum. Verksmiðjan VILKO hefur ílutt starfsemi sína úr Auðbrekku 51, Kópavogi í STÓRHOLT 1, Keykjavík. Símanúmer verksmiöjunnar er nú 18480. Plöturnnr fúst hjú okkur Spónuplötur i úrvuli Plöturnar fást hjá okkur. Timburverzlun Árna Jónssonar & Co. h.f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.