Morgunblaðið - 16.07.1971, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.07.1971, Blaðsíða 3
MORGUMKLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JÚLl 1971 3 Umsagnir íslenzkra skákmanna - um einvígi Larsens og Fischers fcKÁKl XX KNIH R fylgjast af happi með sUákeinvígum þeim sem nú fara fram í Denver í Coiorado milli Bobby Fischers og Bent Larsens annars vegar ©g bins vegar milli Tigran Petrosjan og Viktor Forchnoi í Moskvu. Af þessum einvigum vekur einvígi þeirra Fischers og Larsens að sjálfsögðu miklu meiri athygli vegna þeirra ein- stöku úrslita sem þar hafa orðið til þessa, FLscher hefur unnið allar fjórax skákirnar, sem tefldar liafa verið i þessu tíu skáka einvígi. Morgunblaðið sneri sér f gær til nokkurra kunnra íslenzkra skákmanna og spurði þá álits á þessu einstæða einvígi: Friðrik Ólafsson sagði: — Ef Fischer heldur áfram þessum ein stefnuakstri sé ég ekki fram á annað en keppinautar hans geti farið að leita sér að öðrum starfa. —- Ég er alveg hlessa á, hve hann hefur teflt af miklu öryggi í einviginu við Larsen. Horaum verðuir ekki á skyssa og andstæðingur hans finnur engan snöggan blett á honum. Það kæmi mér ekki á óvart þótt Lar- eem færi eitthvað að draga úr yf- irlýsingum sínum í framtíðinni og sjálfstraustið virðist nú ekki vera eins óbilað og oft áður. — Þverrandi sjálfstraust má teljast eðlileg afleiðing þess, að tefla við andstæðing eins og Fischer. Hitt finnst mér aftur á móti ótrúlegt að þessar tölur, 4—0, sýni hinn raunverulega mun á þessum tveimur skákmönnum. Margir eru farnir að líta á Fischer sem kynjaveru, sem lað- ar til sín vinninga og fær meira út úr skákunum én efni standa til. En hvað sem því líður þá teflir hann mjög vel og ég tel engan vafa á því, að Fischer fari ekki aðeins með sigur af hólmi úr einvígi hans við Lar- sen, heldur einnig i næstu um- ferð. Það verður síðan gaman að sjá einvígi Fischers og Spasskys. Einvigi það verður mikil og hrika lega rimma og þori ég ekki að spá þar um úrslit. En eitt er víst að eikki verða núllin á anraan veginn þar. Sigur Fischers einsdæmi í skáksögunni Baldur Möller sagði: Einvígi þeinra FischerB og Lars- erus, í framilialdi af einvígi Fisc- hers og Taimianoff, er hreinlega einsdæmi i skáksögunni, en töl fræðilega séð er útilokað að Fischer geti haldið þessutm stöð- ugu sigrum áfram. — Hitt er svo annað mál að þegar er ljóst að Fischer hlýtur að faxa með sigur af hóimi úr yfirstand- einvígi, og segja má að einvíg iniu sé í raun og veru þegar lokið, því útilokað er að Lar- sen vinni allar skákimar, sem ótefldar eru. Sálfræðileg atriði útiloka þann möguleika. Að undanfömu hefur mér Bobby Fischer fundizt Fischer birtaist í nýju ljóisi. Áður fyrr leniti hamn imjög oft í árefcstrum við umihveríi sitt og hafði ekki nægilegt vald yfir skapsmunum sínum. Þetta hefur hvort tveggja breytzt og hefur það í för með sér að hann getur teflt aí meira öryggi og með auknum styrkleika, sem kemur glöggt fram í einvíginu við Larsen. Velgengni Fischers í einvíg- inu við Larsen hlýtur að vefcja ugg í brjósti andstæðing's hans í næstu urnferð og gefur það honum tilefni til þess að vera vongóður um framhaldið. í ein vígi hans við Spasslky koma aft- ur imn fleiri atriði. Spassky er mjög sterkur og Fischer hefur oft gengið þunglega á móti hon- um á mótum og er því hæpið að spá um úrsiit í einvígi þeirra. Yfirkurðir Fischers með ólíkindum Ingi R. Jóhannsson sagði: Ég hef ekki fylgzt með öllum skák- um þeirra Fischers og Larsens en af þeim sem ég hef séð dreg ég þá ályktun að Fischer tefli mjög vel, en Lansen undir styrk- leifca. Það er með ólíkinduim að þegair tveir menn í svipuðum gæðaflókki tefla hvort á móti öðrum, að anraar þeirra vinni með jafn miklum yfirburðum og raun ber vitni um. — í þessu sam- bandi er þó ekki óeðlilégt að minniast einvígis þeirtra Taiman- offs og Fischers, sem fór fram fyrir skömmu, en þá vann Fisch- er andstæðing sinn 6—0, en miðað við gæði taflmennskunnar Bent Larsen í þesisu ednvígi hefðu úrslitin hæglega geta OTðið 2% vinndngur á móti 1 Vz. Svo virðist sem Lar- 'sen nái ekki sömu töfcum á Filscher og Taimianoff miðað við taflmennsfcu þvi Larsen hefur bæði leikið af sér og leifcið veikt á köflum. — Ekki tel ég að þetta istafi af vanmáttarkennd Larisens gagnvairt Fischer, heldur mætti frekar kenma þama um of djörf- um leik Larsens. í dag er Larsen sagður veikur, en ég tel að hann sé að safna Framh. á bls. 8 Ingi R. Jóhannsson DOMUDEILD: HERRADEILD KÁPUR RÚSKINNSJAKKAR — KAPUR — STUTTB. PEYSUR — STUTT- ERMA & LANGERMA BLÚSSUR STUTTERMA SAFARI-JAKKAR GALLABUXUR BELTI STUTT JAKKAR BOLIR PRJÓNUÐ STUTT- BUXNASETT FÖT UR DENIM FRAKKAR ÚR DENIM STAKIR JAKKAR ÚR DENIM PEYSUR — STUTT- ERMA VESTI GALLABUXUR SKYRTUR — STUTT ERMA BOLIR BELTI RÚSKINNSJAKKAR © 'Á ST/VKSTEINAR Hvar er hrollvek j an“? Stefnuyfirlýsing ríkisstjómar- innar, sem felst í málefnasamn ing-i stjórnarflokfcanna, er aSS mörgu Icyti kynlegt plagg. Fyr ir kosningar héldu talsmenn þessara flokka fram, að 1. sept ember n,k. stæði þjóðin frammi fyrir ógnvekjandi efnahagsörðug leikum og „hrollvekju“. Ekki bentu þessir aðilar þó á neinar leiðir til lausnar þessum mikla vanda, sem þeir sáu í hílling- um. Fráfarandi rikisstjóm benti þegar fyrir kosningar á, að staða þjóðarbúsins væri góð, þannig að unnt væri að fram- lengja verðstöðvuniná fram til áramóta, og stefnt yrði að því að iétta henni af smám saman, Það vekur hins vegar sérstaka athygli nú, að í stefnuyfirlýs- ingu nýju ríkisstjórnarinnar er hvergi getið um „hrolIvekjuna“ né heldur sérstök úrræði til lausnar þeim mikla efnahags- vanda, sem stjóraarflokkarnir einblíndu á fyrir kosniilgar. Ef marka má stefnuyfirlýsinguna ætlar ríkisstjómin að taka á þessu viðfangsefni á sama hátt og fráfarandi stjóm liafði boff- aff, með því að framlengja verð stöðvnnina fyrst um sinn, Þetta sýnir svo aff ekki verð ur um villzt, að staða þjóðar- húsins er mjög góð nú, þegrar viðreisnarstjórnin lætur af völdum. Fullyrðingar núverandi stjórnarflokka fyrir kosmingar um hrollvekju 1. september hafa augsýnilega ekki átt við rök að styðjast. Stórauknar f j ár veitingar Það hefur jafnan einkennt til löguflutning núverandi stjóraar flokka, að þeir hafa lagt áherzlu á auknar fjárveitingar, án þess að gera tillögur um öflun fjár- magns. Stefnuyfirlýsing nýju stjómarinnar er einnig einkenn andi að þessu leyti. Nú er boðað, að lækka eigi vexti á stofnlánum atvinnu- veganna og lengja lánstima þeirra. Að endurkaupalán Seðla bankans verði hækkuð og vext ir á þeim lækkaðir. Fella á nið ur eða lækka gjöld, er hvíla á framleiðsluatvinnuvegunum. — Fella á niður söluskatt á nauð- synjavörum, Auka á rekstrar- lán til framleiðsluatvinnuveg- anna. Lækka á verðlag og hindra verðlagshækkanir. Beina á auknu fjármagni til iðnaðar- ins. Veita á fjármagni til þess að stórefla fiskiskipaflotann. Lög teknum hækkunum á elli- og örorkulífeyri verður flýtt með bráðabirgðalögum, og er þá að- eins fátt eitt nefnt. Ekki er unnt að setja út á þessi markmið í sjálfu sér, enda geta trúlega flestir á þau fallizt. Hitt vekur athygli, að í stefnu yfirlýsingunni er hvergi getið um nýjar leiðir til þess að tryggja aukið fjármagn til þess ara aðgerða. Þetta bendir því ótvírætt til þess, að staða ribis sjóðs sé nú svo sterk, að gerlegt sé að gera slikar ráðstafanir án sérstakrar fjáröflunar. Ugglaust verður fylgzt af gaumgæfni með því, þegar stjómin hefst handa um fram- kvæmd stefnunnar. Sennilega verður fjármálaráðherrann að vesra nokkuð glúrinn; það á eftir að koma í ljós, en vitað er að hann er kokhraustur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.