Morgunblaðið - 16.07.1971, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.07.1971, Blaðsíða 22
22 MORGUNÐLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JÚLl 1971 Minning: Jóhanna Þórðardótt- ir frá Laugabóli 1 dag verður til moldar borin að óðali feðra sinna, Laugabóld í Isafirði, einstæð og merk kona, Jóhanna Þórðardóttir bónda þar fyrr Jónssonar og konu hans HaHfríðar Eyjólfsdóttur. Voru foreldrar hennar hið mesta merkisfólk af traustum og hæfi- leikamiklum stofnum komið. Fað ir hennar, Þórður, hinn mesti búhöldur og verklaginn með af- brigðum, en móðirin Halilfríður skáldkona og gáfumanneskja, kunn undir sbáldnafndnu Halla. Jóhanna heitin fæddist 9. ágúst 1893 á Kirkjubóli í Laugabóli, en kvaddi þennan heim þ. 9. júlí síðastliðinn, og vantaði þvi aðeins mánuð á 78. aldursárið fuMt. Hún óist upp á óðali feðr- anna i stórum hópi systkina og annarra unglinga, er þar voru löngum hjá fbreldrum hennar. Var enda Laugaból ofarlega í huga hennar ala tíð síðan og var henni afar kært eins og fljótlega kom fram í ræðu henn- ar ef tal barst þar að. Að Arngerðareyri fluttist Jó- hanna upp úr 1930, en við það býli var hún af mörgum kennd í daglegu tali. Var þar þá verzl- un, er Sigurður bróðir hennar veitti forstöðu lengi vel, en síð ustu árin annar bróðir hennar Gunnar. Var hún fyrir húsi hjá Gunnari heitnum og hans stoð og stytta, en hann var fatlaður maður og þurfti því ekki síður á að halda skilningsrikum og traustum félaga. Er það mál manna að varla hafi honum gef- izt kostur á betri hjálp en þeirri, er systir hans lét honum í té. Komið mun það hafa fyrir að hún bar bróður sinn á bakinu úr verzlunarhúsunum í íbúðar- t Eiginkona mín og móðir, Guðríður Hansdóttir, andaðist í Landakotsspítala að morgni þann 15. júlí. Júlíus Jónsson og börn. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, Kristvin Ó. E. Þórðarson, járnsmiður, er andaðist 11. þ.m., verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni 17. þ.m. kl. 10.30 árdegis. Ketill Kristvinsson, Jóna Hjörleifsdóttir, Kristveig Kristvinsdóttir, Björn Guðmundsson, Magnea Kristvinsdóttir, Valgarður Magnússon, og barnabörn. húsið og sýnir það eitt með öðru feikniegan viljastyrk og einbeitni Jóhönnu heiitinnar. Verzlunin á Amgerðareyri lagðist niður og bróðir hennar safnaðist í friði til feðra sinna i hinn vigða reit á Laugabóli, en Jóhanna varð eftir, nú sem einsetukona í húsi Kaupfélags Isfirðinga þar. Bjó hún þar síð- an unz hún fluttist suður 1964. Á þessu tímabili í ævi henn- ar kynntust henni margir, því jafnan var gestkvæmt hjá henni, bæði af ferðamönnum er fóru um á Arngerðareyri svo og af bændum úr innri hluta Naut- eyrarhrepps er komu með atfurð ir sinar að bryggju þar tvisvar í viku hverri. Nutu þeir ávalit hins bezta beina hjá henni, húsaskjólis og hvers konar fyr- irgreiðslu, einkum varð þessi gestamóttaka að fastri venju í Hffl hennar eftir að Halldór Jóns son og kona hans frú Steinunn fluttust frá Arngerðareyri, en þá varð Jóhanna ein eftir fljót- lega upp úr því. Veit ég, að ibændur, er bryggju sækja þang að hafa saknað vinar í stað, er hún fluttist og Arngerðareyri þar með endanlega komin í eyði, en þeir mátu jafnan mikils, svo sem vel mátti, þá aðhlynningu, þann yl, er þeir nutu í rannl hennar oft í misjöfnum veðrum og slæmri og þreytaindi færð. Ég hygg að Jóhanna hafi orð- ið flestum þeim minnisstæð er henni kynmtusf nokkuð að ráði. Bar ýmislegt til þess. Hrein og bein í lund, fas aliit hið tígu- legasta og hreint allt við hana og umhverfis. Tal hennar var ákveðið og skýrt. Vísa hennar ekki háifkveðin. Henni var kurteisi meðfædd og bar mikla virðingu fyrir verðmætum öll- um, veraldlegum sem andlegum. Gestrisni var henni sjálfsögð. Undirritaður kom oft við hjá t Bróðir okkar, Friðrik Sigtryggsson, trésmíðameistari andaðist 15. júlí. Margrét Sigtryggsdóttir, Sigmundur Sigtryggsson. t Innilegar þakkir til allra sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, sonar og bróður ÓLAFS H. ÞÓRARINSSONAR Þóra Antonsdóttir og böm, Þórarinn Bjömsson, Guðbjörg Guðjónsdóttir og systkini. Sigurrós Þorsteins dóttir — Minning Jóhönnu hieitinni, er hann var á ferð út á Lan gadalsströnd og fyr ir kom að ég bauð henni með, en það þótti henni væmt um. Var hún hin skýrasta í öllu tah og kunmi frá mörgu að segja úr gömlum tíma, bæði af mömmum, búskaparháttum og ýmsum at- burðum er urðu í æsku hennar. Eitt var það að hún vildi jafnan að aiiir þeir er á ferðum voru væru vel útbúnir og kom þar fram uppeldi í föðurtiúsum og gerð henmar sjálírar. Hefur snemma mótazt í vitund hemnar ákveðið viðhorf til þessara atriða, er jafnan þurfti að útbúa menn frá hinu stóra heimiM á Laugabóli til langira ferðalaga yfir fjöll og heiðar einkum þó á haustum. Má í þessu samfoandi geta þess að fóstbróðir hennar Leo- pold Jóhannesson, nú veitinga- maður á Hreðavatni, minnist þess með þakklæti, að er hann á ungtlingisárum vildi fara með f jáirrekstur á Steingrímsfjarðar- heiði, en hafði ekki hirt um að nesta sig meir en sæmilega, að Jóhönnu þótti malur harns létt- ur og lét hann ekki á fjáll fara fyrr en henni þótti hann örugg- lega útbúinn að þessu leyti sem öðru. Kom það oig á daginn að hér var allur varinn góður því Leopold llemti í hrið með frosti, eins og vdð má búast á f jöHum er liðið er á október. Bair hann af leið, en náði byggð á þriðja dægri. Þakkar hann það hiklaust forsjálni Jóhönnu heitinnar, en ekki sinmi. Við kveðjum þig öil er kyrnnt- urnst þéir með kærri þökk fyrir alla hugulsemi og aiúð. Við hjónin kveðjum þig með miklu þakklæti fyrir afar góða við- kynningu og sikemmtilegar sam- verustundir á Arngerðareyri hHýhug í okkar garð og tryggð við okkur, enda þótt vík yrði milli vina eftir að þú fflluttist suður. Dirottimn vor allra veiti þér eilifam frið. Sr. Baldur Vilhelmsson, Vatnsfirði. Fædd 16. júlí 1896. Dáin 11. júlí 1971. MEÐAN varir, er lífið hlutlæg ur, persónulegur veruleiki. Mann veran lífi og anda gædd er skynjanleg og aðgengileg að nýju, spimnandi nýja lifsþræði, myndandi nýjar lífsafstöður óg persónutengsl. En eftir á að hyggj a var lífið kvikmynd á tjaldi tímans. Hula er dregin fyrir andlega, persónulega ver und. Eftir stendur endalaus myndræma minninganraa, ljúfra og lærdómsríkra. Og í brjósttou situr sviði yfir, að klippt skuh á spóluna. Færi gefst ekki fram ar að taka upp framhaldið eða vinna betur úr fyrri þáttunum. Á lífsleiðinni er stöðugt ver ið að brúa djúpið miHi kyn- slóðanna. Viðhorf hinna ungu breytist úr viðhorfi þiggjenda allra þurfta tii kynna og vto- áttú á jafnræðisgrundveUi. Sú vinátta vex og verður æ nánari með aldrinum og þvi orðin dýr mætust við skilnaðimn að ævi- slitum. í sárum trega eru perl- ur minningamna meitlaðar og fágaðar, unz þær „bUka sem stjömur í bládjúpi nætur.“ — Þessi reynsla mannlegra sara- skipta er í hverju tilviki sérper sónuleg og þar með einkamáL En um leið er það flestum sam eiginlegt að öðlaist slíka reynslu. Að því leyti er hún sam-mann leg verðmæti, sem vert er að minnast sameiginlega og hafa í heiðri. Hugsanir þessar eru sprottnar af minningu þeirrar konu, sem minnzt er með línum þessum. Sigurrós Þorsteinsdóttir, eða Rósa eins og hún var jafnan og verður kölluð í þessum línum, er í dag lögð til hinztu hvílu réttum 75 árum frá því hún var í heiminn borin, 16. júH, 1896. Um hálfrar aldar skeið hefur hún átt heimili sitt að Lindar- götu 23 hér í borg. Hefur á þeim tíma orðið þar merk saga myndarheimilis og stofn stórrar manndómsfjölskyldu vaxið úr grasi undir ástríkri og öruggri handleiðslu hennar. Rósa var fædd að Homi í Nesjasveit í Hornafirði. Þar óx hún upp í faðmi fagurrar sveitar með svipmikil fjöUin á eina hlið, eitHfa hjambreiðu Vatna- jökuls á aðra og úthafið sjálft, rastað endaílausum brimsköfl- um á hina þriðju. Um unað sveitarinnar segir Þórbergur í Eddu sinni: í Nesjunum grænar grundir gróa við lygnan straum, og ljósálfar bjartir leiðast um iandið í sólardraum. Hið næsta var Rósa af bænda ættum, sem dreifðust víða um Austur-Skaftafellssýslu, en Guðrún Andrésdóttir Alafossi — Minning Fsedd 30. ágúst 1895. Dáin 8. júlí 1971. í dag verður gerð frá Háteigs kirkju útför Guðrúnar Andrés- dóttur frá Álafossá, en hún and- aðist í Borgarspítalanum 8. þ.m. eftir erfiða og langa legu. Guðrún Andrésdóttir var fædd að Kolbetosá í Hrútafirði 30. ágúst 1895 og voru foreldr- ar hennar þau hjónin Guðrún Guðffmmdsdóttir og Andrés Magniússon. Ung fluttist Guð- rún með foreldrum sínum að Þrúðardal við Kollafjörð í Strandasýslu ásamt systkinuim stoum fimrn, en þau voru Guð- mundur, bóndi, sem nú er iát- ton, EUsabet, gift Helga Helga- syni bónda í Tungu, Skagafirði, Guðbjörg gift Jónasi Jóhanns- syni, bónda Vaiþúfu, Dalasýslu, Sólveig, búsett að Birkivöllum 12, Selfossi og Sigurlau.g ekkja Ágústs Guðmundssonar frá Kálf árdal í Skagafirði nú til heimil- is að Vallargötu 33, Sandgerði. Mikton hlýhug bar Guðrún til systkina sinna og hag syst- kinabarnanna bar hún mjög fyr ir brjósti. Til Reykjaivílkur flyzt Guðrún svo árið 1919 og stund- aði þar ýmis störf í 4 ár. Vorið 1923 ræðst Guðrún að Álafossi og starfaði hér óslitið í nær 48 ár eða til 1. feb. s.L er hún veiktist aivarlega. Guðrún Andrésdóttir var frá bær starfsstúika. Hún var starfs glöð með aíbrigðum, vand- virk og samvizkusöm. Vann hún lengst af að viðgerðum á dúk- um og náði i því starfi mikilli leilknL Við staðinn tó(k hún miklu ást fóstri. Hér eignaðist hún góða vini og var hvers manns hug- IjúfL Hún hafði glaða og létta lund og var hvarvetna aufúsu- gestur. Oft minntist Guðrún á fyrstu starfsár sín hér á Áiafossi. Starfsskilyrði voru á margan hátt erfið og ailir bjuggu þröngt. En ávailt var mikið um að vera á þessu stóra heimiM og hver tók þátt í annars kjörum. Um svipað leyti, eða tveimur t Útför eiginkonu minnar GUÐRÚNAR E. JÓNSDÓTTUR Borgamesi, fer fram, laugardaginn 17, júli kl. 2 frá Borgarneskirkju. Marinó Sigurðsson. árum áður en Guðrún hóf störf að Álafossi, fluttist hingað ung stúlka Jakobtoa Jóhannesdóttir, einnig til starfa við verksmiðj- una. Milli þeirra tókst einlæg og ég vil segja óvenjuleg vinátta- Þær fylgdust að í starfi og sam- býli og báru hverrar annarrar byrðar. Á litla heimiiinu þeirra, þar sem allt var fágað og prýtt rikti gestrisni og friður og ÖU- um var þar vel fagnað. Guðrún Andrésdóttir var ein læg trúkona og lagði trúar- og Hknarmálum mikið lið. Eru ótai- in spor hennar hér á Álafossi öðrum til heilla og hjálpar ef með þurfti og hefur þar margur góðs að minnast. Fyrir alit sem Guðrún var mér og mlnu fóliki vil ég þakka henni að leiðar- lokum. Mér var hún einkar kær frá bamæsku og æ síðan. Erfið veiktodi sin s.L vetur og vor bar hún af æðruleysi og trúar- trausti, og heyrðist aldrei kvarta. Héðan frá Álafossi fylgja henni þakkir og blessunar óskir. Ásbjörn Sigtirjónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.