Morgunblaðið - 16.07.1971, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.07.1971, Blaðsíða 21
MÓRGUNBLÁÐIÐ, FÖSTUDÁGUR 16. JÚLÍ 1971 21 75 ára: Júlía Árnadóttir Neyðarástandi lýst yfir í Queensland - vegna dvalar s-afrísks rugbyliðs >eir, sem leið áttu um Selfoss roeðan gamli vegurinn var við lýði, fcomust ekki hjá því að sjá trjá- og blómagarð í halla upp frá veginum vestan árinnar. Stakk hann mjög í stúf við öræktarmóann sem lengi var báðum megin við hann. Garður þessi var ræktaður í tómstundum hjóna, sem bæði stunduðu vinnu utan heimilis. Frú sú, er þarna var að verki, er Jútía Árnadóttir og er hún 75 ára í dag. Garöur hennar er menkur í sögu Selfoss af því að hann er einn meðal elztu meiri háttar garða hér, og eiga þeir vafalaust þátt í því, að hér er almennt gengið vel frá lóðum. Óspart hefur hún og miðlað öðrum plöntum og blómum ásamt leiðbeiningum fyrir þá sem lítið kunnu fyrir sér á þessu sviði. Vegfarendur sjá garðinn, en komi þeir inn í hús hennar, er það tvennt, sem vekur athygli þeirra. Annað eru hinir mörgu list og skrautmunir, sem blasa við og hitt er bókasafn heimil- isins. >ar er saman komið furðu fulllkomið safn hinna beztu bóka, sem út hafa komið sl. 30 ár. Ber það vitni um smekk þeirra hjóna og menningarár- vekni. — Þegar gesturinin sezt að borði, vekja veitingar frúar- innar ekki síður athygli. Þar getur að lita handbróderaða dúka, óvenjulegt leirtau og fá- gætt borðsilfur. Veitingar allar eru fyrsta flokks að því við bættu, að þær hafa sérstakan ferskan keim, sem kemur þiggj- anda þægilega á óvart. Smekkur þessi fæst ekki af forskriítum kokkabóka heldur verður hann til fyrir hugkvæmni og alúð hús móðurinnar. Gestinum dettur í hug að hann sé kominn á aðal- setur, sem hafið er yfir alia tizku og sérhver tízka mundi hneigja sig fyrir. Samtöl hennar við gestina standa ekki að baki veitingum hennar. Hún kann ógrynni lausavisna og tækifærisljóða frá fyrri tímum, sem öðrum eru gleymd og margt veit hún úr samtiðinni, sem aðrir hafa ekki veitt athygli. Þetta hefur hún tiltækt, ef hún viffl skemmta gest um sínum. Júlía er fædd í Meiritungu i Holtum, en ólst upp í Látalæti í Landssveit. Hún missti móður sína fimm ára gömul, en var eft ir það með föður sínum og stjúpu til 15 ára aldurs, þá dó faðir hennar og gerðist hún þá vinnukona í Hvammi í sömu sveit og síðan hjá sýstur sinni um 3ja ara skeið. Síðan dvaldizt hún á ýmsum stöðurn unz hún giftist árið 1923 Hal'ldóri Árna- syni, sem var Austfirðingur að ætt. Þau byrjuðu búskap sinn í Vestmannaeyjium sama ár. Þau eignuðust fyrsta son sinn, Áma 1924. Hann býr nú í Kaliforníu. 1926 eignuðust þau tvíbura, Svein nú i Reykjavíik og Guðna nú á Akranesi. Það sama ár missti maður hennar heilsuna og varð að fara á hæli. Stóð hún þá ein uppi með þrjá syni svo unga. Hvernig hún komst I gegnum það að sinna þeim og afla sér tekna til framfæris veit ég ekki. Hitt er víst, að hún gerði það með sæmd. Eftir nokk ur ár komst maður hennar til heilsu og úr þvi lifðu þau við stöðugt vaxandi gengi. Árið 1942 fliuttust þau hjón á Sel- foss og keyptu land á einum fegursta staðnum vestan árinn ar og þar er hús þeirra og garð- ur. Þeim, sem kynnast Júlíu, dylst ekki að hún er sannmennt uð kona. Skólaganga hennar var þó ekki nema nokkrar vik ur, sem faðir hennar hafði heim- iliskennara til að kenna 10 börn um sínum. Hann var ekki fjáð ur maður en annt hefur honum verið um framtíð barna sinna, er hann gerði þann fágæta hlut að taka kennara á eigin kostn- að. Öll eru þau systkini enn á ltífi og hafa setið sinn bekk með sæmd. Að öðru leyti hefur Júlia menntað sig sjálf. Hún hefur les ið alilt, sem hún hefur komizt yfir, hún hefur lært af þvi fólki, sem hún hefir starfað með og hún hefur lært af að vinna. T.d. hefur hún aldrei „lært“ mat reiðslu, en þó hefur hún aflað sér þeirrar þekkingar og þjálf- unar I þeirri grein að sótzt er eftir henni til að sjá um þær veizlur, sem haldnar eru án að stoðar hótela, og er það vegna þess að henni bregzt aldrei boga listin í þeirri grein. Sjálf heldur hún sér til baka við þau störf og lætur húsráðendur hafa allan heiðurinn af þvi. Hún er óvenju háttvís, ákveðin í fram- komu tillitssöm og örugg.. Þvi til sönnunar skal Mtil saga sögð: Undirritaður átti von á forset- anum í heimsókn. Svo stóð þó á, að fyrirsj'áanlegt var að við hjón gátum ekki verið komin heim á þeim tíma, sem forsetans var von. Tókum við því það ráð að biðja Júlíu að vera hjá okk- ur til að gegna þessu hlutverki fyrir okkur þangað til við kæm- Glaður og reifur, kvikur á fæti og ennþá næstum snar i snúnirgum, féiagslyndur, örlát- ur, gestrisinn og ræðinn. Þann- tg finnst rnér hann vera, en hann var orðinn vel roskinn, þegar ég kynntist honum. Hann fæddist á Akureyri og ólst þar upp með foreldrum sin- um, Páli Jónssyni Árdal skáldi og konu hans, Álfheiði Eyjólfs- dóttur frá Hamborg í Fljótsdal. Á Akureyri átti hann mörg ánægjuleg sporin i hópi glaðra og góðra æskuvina. Hann var um hríð verzlunarmaður hjá mági sínuro, Jóhannesi kaup- manni Þorsteinssyni í Hamborg, og um tíma rak hann verzlun fyrir eigin reikning. En honum er fjarskalega ótamt að græða á viðskiptum við náungann, og siyppur mun hann hafa gengið frá þeim atvinnurekstri. Hann átti sér önnur hugðar- efni, og veit ég ekki nema hirð- isstarfið hafi staðið hjarta hans næst. Hann hefur alla tið verið miki'll dýravinur, haft yndi af meðferð þeirra og umönnun, enda mun hverri skepnu hafa verið vel borgið, sem komst und ir verndarvæng hans. Búfé átti hann jafnan nokkurt og stund- aði af sliikri alúð, að fágætt er og stappar nærri listgrein, enda fé hans vænt og afurðagott með afbrigðum. Var þó jafnan frem- ur unnið til ánægju en fjár muna. Frá Akureyri lá leið Stein- um heim. Þegar við komum heim, dró hún sig i hlé eins og hennar er vandi. Þegar forset- inn fór óskaði hann eftir að mega kveðja Júliu og þakkaði henni í áheyrn húsráðenda fyr ir „sérlega myndarlega og þægi lega“ frammistöðu. Þannig er Júlía vön að vera. Háttvisi hennar er svo eðliileg að manni finnst hún vera meðfædd. Júlía er hinn bezti nágmnni, óhlutsöm, fljót til liðsinnis ef þörf krefur og jafnan réttu megin í hverju máli. Enn vinn- ur hún fullt starf hjá K.Á. og aukastörf eins og áður. Óskum við henni langrar endingar og allrar bltessunar. S.P. þórs til Siglufjarðar, þar sem hann átti áruro saman heima, og þaðan var eiginkona hans, Hall- fríður Hannesdóttir Jónassonar bóksala frá Vtri-Bakka og Krist ínar Þorsteinsdóttur frá Stóru- Hámundarstöðum. Hallfríður er látin fyrir möj gum árum, en syn ir þeirra eru Páll prófessor í Kingston í Ontario, Hannes bók bindari á Akureyri og Kristinn Björgvin birgðastjóri á Kefla- víkurflugvell'.. búsettur í Reykjavik. Á seinustu árum hefur Stein- þór átt heima í Reylkjavík, en unnið á KefJavikurflugvelli, ár- risull og skyldurækinn, og hef- ur þó ekki verið heilsusterkur á köflum. Atvikin hafa hagað því þann ig, að Steinþór hefur orðið heim ilisvinur okkar, og er sannast að segja, að bágt er að hugsa sér tryggari og ræktarsamari mann en hann. Göðvild hans og rausn þekkja allir sem honum hafa k.vnnzt, og þá ekki sizt börnin mín, sem hann ósjaldan hefur glatt. Fyrir gamansemi sína og gléttni er hann líka aufúsugest- ur vina sinna og kunningja, og eins er ætíð jafnánægjulegt að vitja hans, þa; sem hann býr. Gaman er til þess að vita, að Steinþór kemur ti'l æskustöðv- anna á Akureyri nú á afmælinu, og hiakka vinir hans þar til að hitta hann og óska honum heilla og hamingju og þakka liðnar stundir. SYDNEY 13. júlí — AP. O Fylkisstjóriiiii í Quwnsiaiul í Ástralíii ákvað á ftindi siiiiun í Brisbane í dag, að lýsa yfir neyðarástandi J>ar meðan á dvöl rugby liðsins „Springboks" frá Suður-Afríkii stendur. Kru fyrir- sjáanleg vandræði <>g mótmæla aðgerðir vegna komti liðsins en fyrirliugað er, að J>að dveljist vikutíma í Queensland, frá 22. júlí að telja. Með þessu móti fær lögre'glan aukin völd, komi til átalca, jafn- framt þvi sem persónufrelsi ibúa almennt er mjög takmark- að þennan tíma. Lögreglan getur og fylkisstjórnin getur beitt herliði í hugsanlegum átökum. Hefur neyðarásitandi ekki verið lýst yfir á þessum slóðum frá því 1964, i verkfalili starfsmanna koparnámunnar við Isa. Mikil ólga hefur verið í Ástral- íu vegna dvalar s-afriska liðsins í landinu og um 600 manns hand- teknir vegna mótmælaaðgerða frá því liðið kom, 24. júní sfl. Til þessa hefur þó ekki verið gripið til svo róttækra aðgerða sem nú i Queensdand. Þar á liðið að leika fjóruim sinnum, þar af þrjá leiki í Brisbane. Gísli .fónsson. NYJUNG í RÚSSKINNSHREtNSUN. Hef fengið nýtt efni sem mýkir og vatnsþéttir skinnið. EFNALAUG VESTURBÆJAR Vesturgötu 53 — Simi 18353 Eggjaframleiðendur Þeir egajaframleiðendur sem vilja fá hænuunga hjá okkur á þessu ári daggamla eða 2ja mánaða ættu að leggja inn pantanir sínar sem fyrst eða fyrir 1. ágúst. HREIÐUR H/F., Mosfellssveit Sími 12014 Hjartans þakkir til allra, sem sýndu mér vináttu á 85 ára afmadi mínu 29. júní sl. Þuríður Árnadóttir, Kaðlastöðiiin, Stokkseyri. Innilegar þakkir öllum þeim, sem glöddu mig með heim- sóknum, gjöfum og skeytum á sjötíu ára afmæli mínu 21. júní. Guð blessi ykkur öll. Kristín Kinarsdóitir. Griindarlandi 12. Svartolíubrennari Svartolíubrennari óskast. Upplýsingar í síma 38125 á venjulegum skrifstofutíma. LOKAD frá og með morgundeginum til 26. þ.m. LINDUUMBOÐIf) H.F., Bræðraborgarstíg 9, símar 22785-6. Aðstoðarstúlka Aðstoðarstúlka óskast á tannlækningastofu í Miðborginni sem fyrst. Tilboð er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist afgr. Mbl. fyrir mánudagskvöld merkt ,,7995". Nauðungaruppboð Nauðungaruppboð það sem auglýst var í 24, 26. og 29 tölubl Lögbirtingablaðsins 1971 á fasteigninni Kveldúlfsgötu 1 Borgarnesi eign þrotabús Jóhannesar Pálssonar hefst i sýslu- skrifstofunni Borgarnesi mánudaginn 19 iúlí kl. 14 og verður síðan framhaldið á eigninni sjáifri. Borgarnesi 14 7. 1971. Sýslumaðurinn í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. Alúðar þakkir færi ég öllum þeim, er sendu mér skeyti, blóm og aðrar gjafir á áttræð- isafmæli mínu. Guð blessi ykkur öll. •liilíim Ólafsson. Þakka vinum mínum skeyti og blóm á 75 ára afmæli mínu 28. júni sl., en síðast en ekki sizt þakka ég sonum mínum og fjölskyldum þeirra blóm og rausnarlegar gjafir og ánægjulega samverustund. Guð blessi ykkur um ókomin ár. Ingiinn Kinarsdóttir. Sjötíu og fimm ára: Steinþór P. Árdal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.