Morgunblaðið - 16.07.1971, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.07.1971, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ sneri sér í gær til forsvarsnianna nokk- urra stéttarsamtaka í landinu og bað þá að segja álit sitt á málefnasamningi núverandi ríkisstjórnarflokka — eink- um þeim hlutum hans, sem snúa að hag samtaka þeirra. Svör þessara manna fara hér á eftir: aukinn, nema enn frekari hækkanir verði á mörkuðum okkar erlendis eða aflabrögð aukist til muna.“ Gjaldþol atvinnuveganna fylgir afkomu þeirra Formaður Félags íslenzkra iðnrekenda, Gunnar J. Friðriks son sagði um málefnasamning st jórnarf lokkanna: — Kaflinn um atvinnumál- in í málefnasamningi rikis- stjórnarinnar er svo almenns eðlis, að framvinda mála hlýt ur að veita mjög á framkvæmd hans. — Ég geri varla ráð fyrir því, að stefna stjórnarinnar í kjaramálum verði til þess að kalla fram mikla breytingu. Frjálsir samningar munu sjálf sagt verða áfram milli vinnu veitenda og verkalýðsfélaga og áfram hlýtur sú meginregla að gilda, að gjaldþol atvinnuveg anna fylgi afkomu þeirra. Eigi atvinnuvegirnir að standa und ir auknum kaupgreiðslUm, hlýt ur um leið að þurfa að hlú að þeim. — Hvernig mun iðnaðinum takast að greiða þá visitölu- hækkun launa, sem nú hefur verið boðuð? — Á meðan verðstöðvun er föstu að hann verði ekki hærri en 20%. — Hafa ekki allar ríkisistjórn ir haft aukinn kaupmátt að stefnumáli? — Jú, það er kannski rótt. en fráfarandi ríkisstjórn hef- ur þó gengið allfreklega á okk ar rétt. Það er því ekki óeðli legt að við treystum betur þeirri rikisstjórn til þess að gæta hagsmuna okkar, sem við teljum að sé hlynntari okkur. Við trúum því að minnsta kosti ekki að ríkisstjórnin Halldór Björnsson Heppilegra að kjaraatrifti verfti leyst án afskipta ríkisvaldsins Formaður Vinnuveitendasam bands íslands, Jón H. Bergs, hafði þetta að segja um fyrir- hugaðar ráðstafanir ríkisstjórn arinnar í kjaramálum: „Viðvíkjandi styttingu vinnu vi'kunnar og lengingu orlofs eru í málefnasamningnum kom in fram frá ríkisstjórninni ný viðhorf. Hingað til hafa óskir um slikar breytingar komið i sambandi við samningagerð vinnuveitenda og launþega. Það hefur af báðum aðilum verið talið heppilegra, að slík kjaraatriði væru leyst án af- skipta ríkisvaldsins með frjáls um samningum. Um vísitölustigin er það að segja, að þegar þau voru felld niður með verðstöðvunarlögun Jón H. Bergs um, var vinnuveitendum um leið gert að greiða hærri launa skatt. Þannig tóku vinnuveit- endur á sig sinn hluta-byrðar innar og mér finnst þá rétt, að launaskattshækkunin verði felld niður um leið og vísitölu stigin verða aftur gild.“ — Hvað um að ríkisfyrir- tæki hverfi úr Vinnuveitenda sambandinu? „Þetta hefUr komið til tals áður. Ég tel, að náðzt hafi betra samræmi en annars væri í kaupi og kjörum þessa atarfsfólks; það er að segja þeirra starfshópa, sem ekki falla undir launalög. Það er kannski ástæða til að fjatóa það fram hér nú, að sú tíð ætti að vera liðin, að litið sé á Vinnuveitendasam- bandið sem fjandsamlegan að ila launþegasamtökunum. Höf uðmarkmið sambandsins er að leysa ágreiningsmál vinnuveit enda og launþega með frið- samlegum og frjálsum samning um.“ Lækkun núverandi verftlags sjávarafurfta getur leitt til upphóta efta gengislækk- ana . . . Formaður Landssambands ís lenzkra útvegsmanna, Kristján Ragnarsson, sagði í viðtali við Mbl., er það spurðist fyrir um málefnasamning ríkisstjórn arinnar, að í kaflanum um kjaramálin væri rætt um stytt Kristjáu Ragnarsson ingu vinnuvikunnar í 40 stund ir. Kvað Kristján styttingu vinnuvikunnar óeðlilega, án þess að fram færi athugun á raunverulegum vinnutáma, og hann sagði: „Ég held að með þessari ákvörðun sé vinnu- timi hérlendis gerður almennt styttri en gerist í nágranna- löndunum, því að hér eru mat ar- og kaffitimar reiknaðir til vinnutíma, sem ekki er gert í nágrannalöndunum.“ Kristján sagðist og lýsa furðu sinni á þvi að núverandí stjórnarflokkar skyldu ákveða kjarasamningaatriði með lög- um, svo sern eins og atriðin um vinnutímastyttingu og or- lofslengingu. Þessir sömu flokk ar hefðu á undanförnum árum lýst mikilli andstöðu við slík ar aðgerðir, þegar hið opin- bera hefði neyðzt til að grípa inn i af þjóðfélagslegum ástæð um, sem nú væru ekki fyrir hendi. Um visitöluákvæði samningsins sagði Kristján Ragnarsson: „Það skiptir í sjálfu sér ekki meginmáli, hvort þessi 2% vísitöluuppbót kemur til fram kvæmda nú eða 1. september, en um leið og hún er notuð, hlýtur að fara fram endur- skoðun á þeim grundvelli, sem verðstöðvunin er í raun byggð á.“ — „Fram kemur, að gera eigi ráðstafanir í sjávarútvegi,“ sagði Kristján, „sem hafi í för með sér, að gengið verði á eða minnkaðar greiðslur í Verð- jöfnunarsjóð. 'Mun það leiða til þess að við förum að starfa á hærri verðgrundvelli en við höfum áður talið ástæðu til að gera, vegna þess að verð- lag er nú hærra en við höfum áður þekkt. Lækkun frá nú- verandi verðlagi mun því fljót lega leiða til sérstakra ráð- stafana, svo sem til uppbóta eða gengisfellinga. Haldist hins vegar núverandi verðlag, geta þessar ráðstafanir gengið, þó ekki ef til umtalsverðra kostn aðarhækkana kemur í næstu framtíð." Um yfirlýsingu ríkisstjórnar innar um að auka kaupmátt launa um 20% á næstu tveim ur árum, sagði Kristján. „Vafalaust hafa allar ríkis- stjórnir haft að markmiði að auka kaupmátt launa eins mik ið og auðið væri. f þessari yfir lýsingu felst því ekkert sér- stakt, því að augijóst er að kaupmátturinn verður ekki Gunnar J. Friðriksson í gildi hljóta þessar auknu byrðar, sem vísitölubæturnar fela í sér að íþyngja iðnaðinum því að vitað er, að það hafa orðið ýmsar óhjákvæmilegar kostnaðarhækkanir, sem ekki hefui' verið unnt að mæta með verðhækkun á vörunum. Eigi launþegar að fá hlutdeild i af rakstri atvinnuveganna, hlýt- ur betri afkoma þeirra að verða forsenda þess að svo geti orðið. Jákvæftur samningur fyrir launafólk Ritari V'erkamannafélagsins Dagsbrúnar, Halldór Björns- son, sagði um kjaramálakafla máiofnasamnings stjórnarflokk anna: — Launþegar fagna stytt- ingu vinnuvikunnar í 40 stund ir og jafnframt þvi að orlofið sé nú gert að fjórum vikum. Er það orðið allgamalt barátfu mál launþegasamtakanna. Um kaupgjaldsvísitöluna vil ég það segja, að aldrei hefði átt að ræna fólkið þessari vísitölu. — Um aukningu kaupmátt- ar. Ég tek það atriði með nokkrum fyrirvara. Ég er ánægður með að unnt verði að auka hann, en vil ekki slá því leggist á samninga okkar eins og fráfarandi ríkisstjórn hefur gert. — Við fögnum því að sölu skattur falli niður, verði bað gert, en orð min má þó ekki skilja á þann hátt, að við séum á móti því að atvinnuvegunum sé gert kleift að starfa eðli- lega, siður en svo. — Um styttingu vinnuviku og lcngingu orlofs. Finnst þér í raun að ríkisvaldið eigi að skipta sér af slíkum málum? Er hér ekki um samningsatriði milli atvinr.urekenda og laun þega að ræða? — Jú, það má segja að svo sé, en nú hefur rikisvaldið þeg ar stytt vinnuvikuna hjá starfs fóiki sínu í 40 stundir. Er það þvi ekki óeðlilegt að ríkisstjórn in láti hin almennu launþega samtök njóta hins sama. Almennt um málefnasainning inn sagði Halldór: — Ég tel samninginn i heild mjög jákvæðan fyrir launa- fólk, og vona að sem mest af honum eða hann allur komist í framkvæmd. Inn á varhugaverfta braut Formaður Verzlunarfélags Re.vkjavíkur, Guðmundur H. Garðarsson, orðaði svar silt svo: „Enn sem komið er, hefur mér ekki gefizt nægilegur tími til að kynna mér málefnasamn inginn til hiítar. Umsögn mín verður því stutt og almenns eðlis. Málefnasamningurinn er sam bland almennra fyrirheita og óskalista stjórnmálamanna. Fyrir islenzku þjóðina er kaflinn um utanríkismál alvar legastui'. í honum er stefnt að því að gera ísland varnarlaust land og fjarlægja þjóðina vest rænum þjóðum. Yrði það hin mesta ógæfa, ef slíkt tækist. Sem fyrr segir er máiefna- samningurinn fjölbreyttur óska listi. Sum atriðanna eru sama eðlis hjá öllum stjórnmála- flokkum. Hvaða flokkur ætlar til dæmis ekki að efla atvinnu Guðmundur H. Garðarsson vegina, auka menntun og hækka ellilífeyri? Það, sem greinir á um, eru leiðirnar að settu marki. í þeim efnum er ég núverandi stjórnarflokkum ekki sammála. Varðandi kjör launafólks vil ég segja þetta: Góð fyrir- heit um styttingu vinnuviku og lengingu orlofs eru góðra gjalda verð, ef samningsaðiiar vinnumarkaðarins fá þar um fjallað með jákvæðum árangri. En ef þessi fyrirheit ríkisstjórn arinnar boða frekari afskipti ríki-svaldsins af frjálsum samn ingum, eða takmark- andi áhrif á valfrelsi stéttar- félaganna um hvað helzt skuli samið um á hverjum tima, þá er hér farið inn á varhuga- verða braut.“ Hvernig skal afla tekna til útgjaldanna? Formaður Kaiipiiiannasain- taka Islands, Hjörtur Jónsson, svaraði: „Mér er það ekki alveg fylli lega ljóst, hvað í þessum mál Hjörtur Jónsson efnasamningi felst. Það er tal að um strangt verðlagseftir- lit og gagngera athugun á nú gildandi verðlagningu. Við höf um strangt verðlagseftirlit og höft, þannig að ég geri ekki ráð fyrir, að ríkisstjómin hygg ist ganga öllu lengra eftir því, sem lesa má út úr málefna- samningnum. En við erum alltaf að von- ast eftir frjálsri verzlun, hvort sem þessi ríkisstjórn uppfyll ir nú þær óskir, eða ekki. Gott væri það þó. Og þeir hugsa mikið um almenning.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.