Morgunblaðið - 16.07.1971, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.07.1971, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JÚLl 1971 Útgefandi hf. Árvakur, Raykj'avík. Framkveamdastjóri Hsraldur Sveinsson. Rilstjórar Matthías Johannessan. Eyjólfur Konráó Jónsson. Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjómarfulltrúi Þorbjðrn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóm og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100 Auglýsingar Aðalstrœti 6, simi 22-4-80. Áakriftargjald 195,00 kr. á mánuði innanlands. f lausasölu 12,00 kr. eintakið. NAUÐSYN ÞJOÐAREININGAR k hinu nýbyrjaða kjörtíma- bili er útfærsla fiskveiði- takmarkanna tvímælalaust mikilvægasta viðfangsefni þjóðarinnar. Á miklu velt- ur, að þjóðin standi sam- einuð í þessu máli og mun Morgunblaðið leggja sitt af mörkum til þess að svo megi verða. Ekki þarf að draga í efa, að stjómarandstöðu- flokkarnir, Sjálfstæðisflokk- ur og Alþýðuflokkur, verða fyrir sitt leyti reiðubúnir til að stuðla að því, að slík þjóðareining skapist, en vænta verður þess, að stjórn- arflokkarnir núverandi komi áð einhverju leyti til móts við sjónarmið stjórnarand- stöðuflokkanna. Ef þjóðin gengur sundruð fram í land- helgismálinu, er ósigur á næsta leiti. Þeir, sem ábyrgð hafa borið eins og fyrrverandi stjórnarflokkar, gera sér ef til vill betri grein fyrir þeim þáttum þessa máls, sem snúa að öðrum þjóðum, en hinir, sem fyrir utan hafa staðið. Nú er ábyrgðin hins vegar á herðum vinstri flokkanna og vonandi verður það til þess, að þeir fara að öllu með var- kárni og gætni. Ekkert má að- hafast, sem spillt getur því, að íslendingar vinni lokasig- ur í þessu örlagamáli. En þeim mun furðulegra er, að vinstri stjómin skuli nú stefna landhelgismálinu í voða með því að lýsa yfir þeim ásetningi sínum að segja upp varnarsamningnum við Bandaríkin og stefna að brottför varnarliðsins á kjör- tímabilinu. Um þá yfirlýs- ingu munu verða miklar um- ræður á alþjóðavettvangi, beggja vegna Atlantshafsins, eins og þegar er komið í ljós og miklar deilur hér innan- lands. Til þess að fá 50 sjómílna fiskveiðilögsögu viðurkennda þurfum við á að halda vel- vild og stuðningi allra þeirra þjóða, sem kostur er á. Á slík- um stundum er afar óhyggi- legt, svo að ekki sé meira sagt, að efna til mikilla deilna innanlands um mikilvæga þætti í utanríkis- og öryggis- málastefnu þjóðarinnar og vekja um leið tortryggni á er- lendum vettvangi í garð ís- lenzkra stjórnarvalda. Því miður er það þegar komið í Ijós, að reynsluleysi hinna nýju ráðherra getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir þjóðina á erlendum vettvangi yfirleitt og í sam- bandi við landhelgismálið sér- staklega. Þess er að vænta, að þegar ríkisstjórnin gerir sér betur grein fyrir hinum raunverulegu viðhorfum í þessum efnum, sjái hún að sér og einbeiti sér að því ásamt öðrum að tryggja við- urkenningu á 50 sjómílna fiskveiðilögsögu í stað þess að leggja út í ævintýramennsku í utanríkis- og öryggismálum. Góða veizlu gjöra skal Stefnuskrá vinstri stjórnar Ólafs Jóhannessonar gef- ur fögur fyrirheit. í löngu máli eru boðaðar stórauknar fjárveitingar til framkvæmda á öllum sviðum og greint er frá hækkuðum framlögum til margvíslegra félagslegra mál- efna; allt eru þetta lofsverð boð. Á sama tíma verða útlán bankanna aukin, lánstíminn verður lengdur og vextirnir lækka; dregið verður úr álögum á atvinnufyrirtækj- um; söluskattur verður af- numinn að hluta og létt verður á skattabyrði almenn- ings. Allt þetta og raunar fjöl- margt annað er unnt að gera nú, án þess að gera þurfi sérstakar ráðstafanir til þess að afla aukins fjármagns. Kaupgjald verður nú auð- veldlega hækkað og samhliða verður verðbólguþróuninni hagrætt til samræmis við það, sem bezt gerist meðal ná- grannaþjóðanna. Ólafur Jóhannesson hefur þannig ákveðið að slá upp veizlu í þjóðarbúinu og miðla þjóðinni af þeim krásum, sem hann hefur nú tekið við. Mottóið er: Góða veizlu gjöra skal — en hvað tekur við, þegar veizluföngin eru þrot- in? Solzhenitsyn for dæmir ritskoðunina NÝLEGA kom út í París bókin „Ágúst 1914“ eftir sovézka Nóbelsverðlaunahöfundinn Al- exander I. Solzhenitsyn. Bókin var gefin út á rússnesku með fullu leyfi höfundarins. „Ágúst 1914“ er fyrsta bindi nokkurs konar þrileiks. Solzhenitsyn sendi frá sér eftirfarandi yfir- lýsingu í tilefni af útkomunni: Bók þessi fær ekki nú sem stendur að koma út í föðurlandi voru nema i „samizdat" (fjöl- rituð útgáfa, sem dreift er inn- an þröngs hóps einstaklinga), vegna takmarkana ritskoðunar- innar. Þetta hlýtur að teljast óskiljanlegt fyrir hverja skyn- semisveru; til dæmis má nefna kröfuna um að orðið „Guð“ verði ófrávíkjanlega að skrifa með litlum staf. Ég ætla ekki að beygja mig undir slíka van- virðu. 1 skipuninni um að skrifa „Guð“ með litlum upphafsstaf birtist ómerkilegasta tegund guðleysislegrar smásmygli. Jafnt trúaðir sem trúlausir hljóta að viðurkenna að þegar Héraðsstjórnin er rituð með stórum staf og einnig K.G.B. og Z.A.G.Z. (leynilega lögregl- an og skrásetningarskrifstofur borganna) að sama skapi, ætt- um við að geta upphafið æðsta sköpunarafl alheimsins með stórum upphafsstaf! Auk þess er notkun orðsins „Guð“ með litlum staf í sam- bandi við mál og hugsunarhátt fólks í kringum 1914 sagnfræði- leg skekkja og lætur illa í eyr- um. Það var strax 1936, þegar ég var að Ijúka menntaskólanámi, að ég lagði drög að almennri Alexander I. Solzhenitsyn uppbyggingu þessa fyrsta bind- is þrileiksins. Og til þessa dags hef ég engu breytt, þar sem ég tel þetta vera þýðingarmesta skáldsagnamynztur, sem ég hef nokkurn tíma gert frá listræn- um sjónarhóli. Það er aðeins vegna ýmissa atburða ferlis míns og samtimaáhrifa sem ég hef alla tíð safnað saman, að ég hef dregizt út í að skrifa aðr ar bækur. Ég hef eingöngu undirbúið mig og aflað efnis í þessu augnamiði. Og nú þegar er ég að verða of seinn. Lif mitt og sköpunargáfa nægja ekki varð- andi þessa tuttugu ára löngu vinnu, og sjónarvottar að þess- um atburðum eru nú fáir á lífi; þeir hefðu getað leiðrétt mig, auðgað verkið og leiðbeint mér um það, sem ekki er til blað- fest eða varðveitt á annan hátt. 1 heimalandi mínu eru öll heim- ildasöfn mér lokuð, þó að aðrir hafi aðgang að þeim. Þeir sovézku rithöfundar sem eldri eru en ég, einbeita sér að mestu að samtímasögu eða í hæsta lagi renna sér á yfirborði eldri tíðar. Þar sem minni eig- in kynslóð veitist svo erfitt að rita um þessi ár, er ennþá minni von til þess að mér yngri menn muni einhvern tíma geta endursskapað þau. Þess vegna verð ég að halda áfram. Fyrstu hlutar verks míns éru nú út- gefnir erlendis handa rússnesk- um lesendum og ég fylgi þeim úr hlaði með bón um gagnrýni, leiðréttingar og viðbótarupp- lýsingar, — einkum er varðar þá menn sögunnar, sem ég veit lítil deili á, hershöfðingjana A. D. Nechvolodov, Martos, Krymov, Posmovskij, Filimon- ov, V. I. Gurko, Savitskij og ofurstana Kabanov, Pervusjin, Kakhovskij, Isajev, Khristin- itsj, Sukhasjevskij yfirforingja, Vedernikov kósakkaforingja og Semesjkin kaftein. Ég yrði sérlega þakklátur fyrir alls kyns óútgefið efni um næstu ár á eftir, en þó ein- göngu í sambandi við eftirfar- andi staði: Petrograd, Moskvu, Tambov, Rostov (við Don), Novotjerkassk, Kislovodsk- Pjatigorsk. Allir aðrir staðir, sem ekki eru fyrir löngu inn- limaðir í skáldsögumynztur mitt, eru varðveittir í bókum og skjalasöfnum. Það er von mín að forlagið annist fyrir mig viðtöku hvers kyns upplýs- inga, sem sendar kynnu að veiða. Hátt boðið í Solzhenitsyn LÍTIÐ, en þó vel virt bóka forlag í New York, Farrar, Straus & Giroux, hefur feng ið útgáfuréttinn í Bandaríkj unum að nýjustu skáldsögu Alexander Solzhenitsyn, — Mikil samkeppni hefur átt sér stað að undanförnu, um hver hljóti þennan rétt, en skáldsagan, er nefnist „Ágúst 1914“, hefur vakið mikla at- hygli. Meðal tilboða sem um- boðsmanni höfundar í Vestur- Þýzkalandi bárust voru all- mörg er námu allt að 50 millj. ísl. kr. en Farrar, Strauss & Giroux munu hafa greitt nokkru Iægri upphæð. Þegar er búið að ákveða hver gefa muni bókina út í Bretlandi og Ítalíu, en svo er hins vegar ekki um Norður- lönd, Frakkland, Holland, Belgíu, Spán, Japan og fsra el. Dr. Fritz Heeb, lögfræðing ur Solzhenitsyns í Sviss, hef ur látið Luchterhand Verlag í Neuwied í Vestur-Þýzka- landi eftir umsjón með skipt ingu útgáfuréttar. „Ágúst 1914“ hefur verið llkt við „Stríð og frið“ Tol stoys að umfangi; bókin, sem er fyrsta bindi þríleiks, er 570 blaðsíður. Hún kom út á rússnesku fyyrír rúmum mán uði hjá smáforlaginu YMCA Press í París sem rekið er af Rússum er þar hafa setzt að. Solzhenitsyn veitti leyfi fyrir því að bókin yrði sett á almennan markað erlendis, eftir og sovézk yfirvöld höfðu neitað að aflétta banni því sem hvílt hefur á bókum hans heima fyrir. Skáldsagan fjallar um hinn mikla ósigur er her zarsins beið í Austur-Prúaslandl á fyrstu tíu dögum heimsstyrj aldarinnar fyrri. Margir sagn fræðingar telja að þar með hafi verið greið gata fyrir byltingu, borgarastyrjöld, harðstjórn og yfirgang bolsé vikka. Nú vinnur Solzhenitsyn að næsta bindi sem mun færa söguna fram til Stalíns tímabilsins. Hann dvelur í ein angrun á landsetri vinar aíns cellóleikarans Rostropovitsj, rétt utan við Moskvu, að sögn vestur-þýzka forlags- ins. Búizt er við, að um 180 millj. króna verði greiddar fyrir fram áður en bókin verður þýdd og gefin út á Vesturlöndum og er þetta vegna hinnar miklu sam- keppni um útgáfuréttinn. — Bókin sjálf mun svo senni- lega koma út snemma hausts 1972. Forlagið segir að greiðsl- urnar verði lagðar inn i banka í Vestur-Evrópu þar eð ekki er unnt að koma þeim til Solzhenitsyns. Sami háttur var hafður á með Nob elsverðlaun hans 1970, sem námu 78.400 dollurum, svo og um tekjur af öðrum bókum hans sem út hafa komið á Vesturlöndum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.