Morgunblaðið - 16.07.1971, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.07.1971, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1971 „Sjóorrusta út af Seyðisfirði66 NÝAFSTAÐNAR flotaæfingar Sovétríkjanna á Atlantshafi og víðar voru ekki eins umfangs- miklar og margar fyrri æfingar, en hins vegar var notað mikið af nýjum hergögnum og virðist sem Sovétríkin hafi m.a. verið að reyna þarna hæfni nýrra vopna varnar- og árásasveita sinna. Þegar eftirlitsflugvélar frá varnarliðinu í Keflavík uppgötv- uðu fyrstu skipin, voru þau á leið hingað úr Norðursjó. Þetta voru létt beitiskip af „Sverdlov"- gerð og „Kanin“-tundurspillir búinn eldflaugum. Nokkru síðar bættist „Kashin“-tundurspilhr i hópinn, einnig vopnaður eldflaug- um. Þessum skipum var ætlað að leika NATO-flotadeild. Þegar þau voru í 240 mílna fjarlægð frá Keflavík tóku þau stefnu á Noreg (27. júní). Um svipað leyti kom mikill fjöldi könnunar- og sprengjuflugvéla inn á þetta svæði, margar með stefnu á Is- land, og fóru orrustuvélar frá Keflavik til móts við þær. Könnunarvélamar sendu upp- lýsingar um, hvar „NATO-flota- deildin" væri og nokkur beitiskip og tundurspillar, sem léku rússn- eska flotadeild, sigldu til móts við hana. Um 400 mílur norður af Seyðisfirði var gerð árás á „NATO-deildina“ (29. júní). 52 rússneskar sprengjuflugvélar, búnar fjarstýrðum eldflaugum, tóku þátt í árásinni. „NATO-flotadeildin“ tók að því búnu stefnu á Norður-Noreg og þar var gerð önnur árás á hana (30. júní). Fyrr um morguninn hafði rússnesk flotadeild, sem taldi 31 skip, gert strandhögg á svipuðum slóðum og er talið, að þar hafi verið æfð hertaka mik- ilvægra hafna í Noregi. NÝTT - NÝTT KVENPEYSUR og GOLFTREYJUR Clugginn Laugavegi 49 LOKAD Skrifstofum okkar í Garðastræti 41 verður lokað vegna sumarleyfa til 9. ágúst. Nauðungaruppboð Eftir kröfu Kjartans Reynis Ólafssonar hrl., fer fram opinbert uppboð að Hringbraut 121, föstudaginn 23. júlí n.k. kl. 15,30 og verður þar seld bifreið R-24969, Plymouth Belvedere 1966. Greiðsla við hamarshögg Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Létt beitiskip af „Sverdlov“-g erð, rúm 19000 tonn. Aðalvopn eru tólf 5,8 tommu fallbyssur. Eldflaugatundurspillir af „Kashin“-gerð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.