Morgunblaðið - 16.07.1971, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.07.1971, Blaðsíða 32
10 sumar- Verið hótel velkomin víða um á Eddu land. hótelin. FERÐASKRIFSTOFA UfkISI\S SEziqmcJt oq <P6.lmi ^Ebkcklq "zipih IRÚLOFMMR HVCKFISGÖTU 16 a FÖSTUDAGUR 16. JULI 1971 9 skuttogarar 1 smíðum Undirbúningur hafinn a5 smíði fleiri skuttogara — Mikill áhugi á skuttogarasmíði SKUTTOGABAR í smíðum fyrir fslendinga eru alls 6 erlendis og tveir hjá Slippstöðinni á Akur- eyri. Af þeim 6 skuttogurum, sem eru í smiðum erlendis eru 4 á Spáni, en 2 í Póllandi. Allir eru togararnir áætlaðir um 1050 til 1100 brúttórúmlestir. Þessar upplýsingar fékk Mbl. í gær hjá Hjálmari B. Bárðarsyni, siglinga- málastjóra. Hjálmar R. Bárðarson sagði að íjölmargir aðilar hefðu á undan- förnum misserum sýnt mikinn áhuga á smíði eða kaupum á skuttogurum og má í því sam- bandi nefna, sem áður hefur verið getið i fréittum, að Vest- firðingar standa nú í samninga- gerð um smíði 5 skuttogara og eru líkur á að þeir verði smið- aðir í Noregi, þóitt endanlega hafi ekki verið frá því gengið og tvö inmlend skipasmiðafyrir- tæki geti komið til greina, en þau buðu sameiginlega í verkið, Stálvák hf. og Skipasmíðastöð Þorgeirs og Elllerts htf. á Akra- nesi. Þá er í smiðum í Stálvi'k 46 metra skuttogari fyrir Sigl- firðiniga. Undanfarið hafa verið keyptir ta landsims írá Frakkiandi skut- togaramir Dagný, Hóimatindur og Barði, en eitt eflzita skipið atf þessari gerð er SigMirðingur. Hjálmar Bárðarson sagði að mikið væri rætt um kaiup á tog- urum erlendis frá, en löigum samkvæmt er ekki heimi'lt að flytja inn eldri togara en 12 ára og fáifct er fáanllegt £if svo nýjum togurum erlendis. Þá hafa Frakkar verið hérlendis o:g boðið smiði á skuttogurum fyrir Is- lenddnga. Er það sama skipa- smíðastöðin og smiðað hefur frönsku skuttogarana þrjá, scm keyptir hafa verið til landisins. Framhald á bls. 13. Skaftá vex SKAFTÁ hélt áfram að vaxa i fyrrinótt og í gær, en óx hægt og var ekki orðin nærri eins vatnsmikil í gær og í síðasta Skaftárhlaupi fyrir ári, að sögn Siggeirs Bjömssonar fréttaritara Mbl. i Holti á Síðu. Mikili jök- ull var enn í ánni og barst brennisteinslyktin fyrir norðan áttinni niður um sveitir. Ekki er vitað til að neinar skemmdir hafi orðið á vegum af völdum hlaupsins. Gunnar Sigurðsson verkfræð- ingur flaug í gærmorgun ásamt tveimur öðrum verkfræðingum yfir vatnasvæði Skaftár og inn yfir jökulinn. Sagði hann að Eigdæld væri komin í jökulinn norðvestan við Grímsvötn og virtist þetta ný dæld. Er hún á þeim stað, sem búizt var við að hlaupið kæmi frá. Við Gríms- vötn var ekkert óvenjulegt að £já. — Hlaupið kemur undan jökl inum á móts við norðausturend ann á Fögrufjöl'lum og kemur þar í allmörgum kvislum og hefur því ekki brotið sér verulega stóran farveg, sagði Gunnar. Ofan og neðan við Skaftárdal breiðir áin úr sér, en meginstraumurinn virðist síðan fara í Eldvatn í Skaftártungum. Sú hugmynd hefur komið fram að veita Skaftá síðar meir yfir í Tungnaá til að auka vatnsmagn til Tungnaárvirkjun- ar, en athuganir allar I því sam bandi eru enn á frurrustigi. Með þetta í huga þarf að fylgjast vel með rennsli Skaftár og var ferð verkfræðinganna í gær í og með íarin í þeim tilgangi. Gunin- ar lagði þó áherzlu á að þetta væri aðeins hugmynd og engan veginn vist að hún reyndist hag kvæm eða framkvæmanleg. Gott veður MENN urðu strax léttari i spori þegrar fór að létta til i fyrrakvöld, eftir úrheUisrign- ingnna þá um daginn, og á miðnætti var þessl léttstígi maður á gangi á hitaveitu- stokknum á Öskjuhlíð. Þá höfðu skýin þegar lyft sér hátt yftr Esjuna og í gær- morgun sást ekld skýhnoðri á lofti. Þá var sólskin og hlýtt um land aUt og er spáð svip- uðu veðrl áfram, nema hvað hætt er við að eitthvað þykkni upp á svæðinu frá Faxaflóa tU Vestfjarða. Meðfylgjandi mynd tók Kr. Ben. Ijósmynd- ari Mbl. Rannsóknirnar í Aðalstræti: • • Oskulag frá landnámsöld EFNAGREINING á öskulagi, sem kom í Ijós við uppgröftinn á lóS gamla Uppsalahússins, hef- ur leitt í ljós, að það er að öll- um líkindum úr gosi sem var í Torfajökli á landnámsöld. Mbl. hafði í gær samband við Þorkel Grímsson, fomleifafræð- ing, og imnti harni fregna af þessu. Sagði hanm, að þegar byirjað hefði verið á uppgreftin- um hefði Bengt Schönibeck graf- ið holu u.þ.b. einm og hálfam rnetra á dýpt, og komið þar niður á sjávarmöl. Yfir mölinmi hafi legið öokulag, sem Þorleifur Einarsson jairðfræðimigur hafi tekið til efnagreiningair og toom- izt að fyrrgreindri niðurstöðu. „Brottf lutningur hersins f rá Islandi mjög hættulegur fyrir hin Norðurlöndinu ,Norðurlandaþjóðirnar viðurkenna ekki 50 mílna landhelgi4 - segir Svenska Dagbladet í leiðara Kartöfluspretta góð í Þykkvabæ — ÞAÐ sem af er lítur mjög I bjartar vonir um góða uppskeru, vel út með kartöflusprettu og ef sagði Magnús Sigurlásson frétta- við fáum ekki frostnætur nú um ritari Mbl. í Þykkvabæ í gær. mánaðamótin eða í ágúst eru — Kartöfluræktun hefur far- ið stöðugit vaxandi síðan hún hófst hér í hreppnum fyrir um 25 árum og nú í vor var sett nið ur í 260—270 hektara. Ef við fá- um 300—350 poka af hektara getum við mjög vel við unað, en ef við fáum næturfrost nú á næs-t unni getur uppskeran atf þessu svæði farið allt niður í 100 poka af hektara. Þetta er tvfmælalaust áhættumesti búskapur á Islandi, Framhald á bls. 13. BLÖÐ á Norðurlöndum hafa fjallað allmikið um sjórnarskiptin á íslandi og mörg skrifað leiðara um málið, þar sem ætíð er mest fjallað um yfirlýsing- arnar um brottflutning hersins og útfærslu land- helginnar í 50 mílur. Stokkhólmsblaðið Svenska Dagbladet birtir í gær- morgun langan leiðara, þar sem það tekur stjórnar- skiptin fyrir. 1 upphafi leiðarans er farið lofsamflegum orðum um stairf fráfarandi stjórnar og segir að hún hafi leitt Island á braut velferðarríkis, sigrazt á verðbólguerfiðfleikunum, beitt sér fyrir aðild fslands að EFTA og byrjað iðnvæð- ingu landsins. Þá hafi hún einnig brotið ísland út úr ein angruninni og gert landið að virkari þátttakanda í Norðuir- landaráði og á sviðA alþjóða- stjórnmála og nú síðast sótt um sérsamninga við EBE. Síðan spyr blaðið hvort þessi þróun flái að halda áfram und- ir hinni nýju stjórn. Blaðið segir jafnframt að liklega hefði samsteypustjórn Sjáil- stæðisfilokksins og Framsókn arflokksins verið heillavænleg asta lausnin á stjórnarkrepp- Framhald á bls. 23. Viðtal við Ólaf J óhannesson Á bls. 14 birtist fyrsta ítar- lega viðtalið við hinn nýja forsætisráðherra, Ólaf Jó- hannesson, um stefnu stjómar hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.