Morgunblaðið - 17.09.1971, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1971
Ný hlið á starfinu að þurfa
að verja landið óvild
*
_ • • 75IC TT 1 1
segir ræðismaður íslands
í Antwerpen
— ÉG er búinn að vera ræðis
maður fyrir ykkur í tuttugu
og tvö ár, segir Gustave Goed
ertier, sem er aðalræðismaður
íslands í Belgíu með bú-
setu í Antwerpen. Hann hefur
hlotið stórriddarakross fálka-
orðunnar fyrir störf sín í þágu
landsins.
— Starf okkar ræðismann-
anna er að greiða fyrir
verzlun og viðskiptum al-
mennt, auglýsa landið og
dreífa hvers konar upplýsing-
um um land og þjóð, sem að
gagni kynnu að koma, skapa
skilning almennings á mál-
efnum ykkar, sem eruð svo
fjarri og leiðrétta þá um leið
hvers konar misskilning, sem
kann að verða uppi á teningn-
um.
— Mér hefur reynzt erfitt
að koma því inn hjá löndum
mínum, að það borgi sig að
kaupa íslenzka f>rosna fiskinn.
Hann er dýrari en sá belgíski
sem reyndar er oftast veiddur
á sömu slóðum, en fluttur
heim til vinnslu og frágangs.
Allt hjálpast þetta að við að
verða ykkar verzlun og við-
3kiptum að fótakefli.
— Þegar þið færið svo út
landhelgina ykkar í fimmtíu
mi’lur, vekur það gremju og
reiði í Belgíu. Við eigum líka
okkar fiskiflota, sem hefur,
eins og kunnugt er, fiskað á
íslandsmiðum. Fiskimennim-
ir okkar þurfa að sækja lang
ar leiðir á þau mið. Svo eiga
þeir að stunda veiðarnar um
óákveðinn tíma norður í
höfum við misjafnar aðstæð-
ur upp á von og óvon og velkj
ast þar með litla eða enga
veiði, koma síðan heim, með
einhvern afla, kannski . . . eða
jafnvel litinn sem engan, eftir
langt úthald, og gera sér allt
að góðu.
— Og þetta vill íslenzka
þjóðin að fólk skilji og geri
sig ánægt með, hver sem und
irrótin kann að vera.
— Það er erfitt að gera
fólki í fjarlægum löndum
grein fyrir því, og vekja íull-
an skilning á að þetta sé nauð
synlegt og réttlætanlegt. Fólk
hugsar yfirleitt ekki svona
langt, og viil ekki gera það.
Það er lika skiljanlegt. Fólk
hugsar fyrst og fremst um eig
in hagsmuni, alveg sama hvar
Goedertier, aðalræðis-
maður í Antwerpen
það er í heiminum. Það er
ekkert frábrugðið í Belgíu.
Ef það er greinilegt að út-
færsla landhelgi íslendinga
gerir belgískum fiskimönnum
beint ógagn, þá er eðlilegt, að
almenningur heima í landi
mínu leggist gegn svona ráð-
stöfunum. Aðgerðir þær, sem
ríkisstjórn íslands hyggst 'gera
í landvarnarmálum ykkar, eða
sú yfirlýsing hennar, að hto
æski að senda Bandaríkjaher
heim er einnig heldur illa
þokkuð í Belgíu.
— Fólkið segir: Þeir mega
vara sig þarna uppi á fslandi.
Þetta eru samningsrof. Þeir
eru meðlimir í NATO, og geta
ekki rofið hlekk í keðjunni,
sem verja á öll þátttökulönd
bandalagsins. Halda þeir
þama uppi á íslandi, að þeir
séu De Gaulle, og geti aðhafzt
hvað sem vera skal án þess að
spyrja kóng eða prest?
— Það er skiljanlega erfitt
fyrir land eins og fsland að
eiga allt sitt undir sjónum og
aflabrögðum. Þess vegna er
ykkur stóriðjan nauðsynleg,
og ber að gleðjast yfir fram-
gangi hennar á allan hátt. —
Ykkur er sömuleiðis afa-r
nauðsynlegt að glæða áhuga
ferðamanna á landinu, og verð
ég að segja, að Loftleiðir eru
fyllilega samkeppnisfærar við
hvaða félag heims, sem vera
skal. Þeir hafa góðar vélar, og
góða þjónustu, og er lofsvert,
hvað þeir eru natnir, og hafa
náð langt á sínu sviði.
Landkynning er ekki nægi-
lega mikil, það skortir á upp-
lýsingar í bæklingunum og
upplag þeirra ar ekki nægilega
stórt. Úr þessu öllu er lítill
vandi að bæta, ef áhugi er
fyrir hendi.
— Starf okkar ræðismann-
anna er margþætt og á sínaf
góðu hliðar líka. Okkur finnst
þessi ráðstefna, sem nú hefur
verið stofnað hér til af hálfu
íslenzku ríkisstjórnarinnar
mjög þörf og tímabær. Undir
búningurinn undir hana hefur
á allan hátt verið hinn bezti,
og er aðdáunarvert að sjá, hve
fullkomlega og nákvæmlega
hefur verið vandað til hennar
í einu og öllu. Smáþjóð eins
og íslendingar má sannarlega
vera hreykin af slíkum móttök
um gestum sínum til handa.
Hvert smáatriði var nákvæm
lega undirbúið og þrauthugs-
að. Þetta er til fyrirmyndar.
— Að lokum þetta: Fyrir
tuttugu árum, þegar landhelg-
in var útfærð skildu alla þjóð
ir heims þá nauðsyn. Rányrkj
an var auðsæ.
f dag er erfiðara að gera
hínum almenna borgara þessa
þörf skiljanlega. Þvl erfiðara,
sem hann býr lengra burtu frá
landinu ykkar. Það er okkar
starf, ræðismannanna, að
verja ykkar sjónarmið og
skapa skilning milli þjóða. —
Það er okkur ljúft og skylt,
þótt við eigum stundum við
ramman reip að draga.
— íslenzka stjórnin hefur
stigið mjög jákvætt spor í átt
ina til að ýta undir þennan
skilning, með því að kalla ræð
ismennina heim til skrafs og
ráðagerða, og á hún lof skililJS
fyrir. Ég veit að Pétur Thor-
steinsson á sinn stóra þátt í
þessu, og vil ég ekki láta und
ir höfuð leggjast að þakka
honum um leið og ég votta
stjórninni þakklæti okkar
hjóna fyrir móttökunnar.
— M. Thors
Borghildur Þór, varaskátahöfðingi, færir Jónasi B. Jónssyni,
skátahöfðingja, gjöf.
Jónas B. Jónsson lætur
af starf i skátahöf ðingja
N áttúr umin j askrá
fyrir Austurland
Frá adalfundi Náttúruverndar
samtaka Austurlands
Á ÞINGI skátahreyfingarinnar,
sem haldið var og lauk nú um
helgina, gaf Jónas B. Jónsson
skátahöfðingi ekki kost á sér til
endurkjörs. Morgunblaðið átti í
því tilefni stutt samtal við hann,
og sagði hann þá:
— Skátastarf er að mínum
dómi mikilvægt æskulýðs- og
uppeldisstarf. Forysta þess verð-
Ur því að vera sivökul, jafnan
leitandi leiða, hvetjandi í starfi.
Starf skátahöfðingja er því
ábyrgðarmikið og vandasamt. Ég
hef verið í rúma þrjá áratugi i
sfcátastarfi, þar af þrettán ár
sem skátaihöfðingi. Mér finnst
því eðlilegt að skipt sé um for-
ystu. Ég gleðst yfir þvi, að eftir-
maður minn, Páll Gislason, er
þrautreyndiur og ábugasamur
skáti, og veit ég, að forysta
skátahreyfingarinnar á Islandi
er þar í góðum höndum.
AÐALFUNDUR Náttúruvernd-
arsamtaka Austurlands va.r hald
inn í Neskaupstað sunnudaginn
29. ágúst og sóttu hann um 30
félagsmenn víða að af Austur-
landi auk nokkurra gesta.
Formaður, Hjörleifur Gutt-
ormsson, flutti yfirlit um 3törf
félagsins á þessu fyrsta starfsári
þes3, en samtökin voru stofnuð
í september 1970. Auk kynning-
ar á félaginu og markmiðum
þess hefur félagsstjórnin unnið
að mörgum málum og haft sam-
band við önnur áhugamannasam
tök um náttúruvernd. Á sl. vori
var send út til fjölmiðla og
margra aðila á Austurlandi
áskorun um bætta umgengni, og
er þetta fyrsta skref félagsins til
að hafa áh.rif til bóta í þeim efn-
um. Þá er hafin heimildasöfnun
um stöðu flestra þátta náttúru-
verndar á Austurlandi, og hefur
verið leitað til allra féíagsmanna
í samtökunum með fyrirspurnir
þar að lútandi. Mun félagið á
næstunni hefja samantekt á nátt
úruminjaskrá fyrk Austurland,
og ákvað aðalfundurinn að verja
talsverðri upphæð af ráðstöfun-
arfé félagsins til þesa verks og
rannsókna þar að lútandi. Á
stofnfundi í fyrra höfðu 140 ein-
staklingar gerzt félagar í sam-
tökunum, en síðan hafa bætzt við
36, þannig að félagsmenn e^u nú
176 talsins og 7 styrktaraðilar,
þ.e. félög, stofnanir og fyrirtæki,
sem styrkja samtökin fjárhags-
lega og geta sent fulltrúa á fundi
samtakanna, og njóta þeir þar
allra réttinda nema kjörgengis.
Hefur félagsstjórnin nýlega leit-
að eftir styrktaraðild fjölmargra
aðila á Austurlandi.
Sigurður Blöndal, ritari fé-
lagsins, gerði grein fyrúr afskipt
um þess af landgræðslustarfi og
þörf á eftirliti með framkvæmd
landgræðslu. Völundur Jóhann-
esson, varaformaður félagsins,
ins, ræddi um nauðsyn á frið-
lýsingu Hvannalinda og viðleitni
félagsstjómar til að koma því
máli í höfn.
Á fundinum flutti Ingva*r Hall
grímsson, magister, fróðlegt er-
indi um ofveiði á íslandsmiðum
og aðrar hættur, sem steðja að
fiskstofnum við ísland, og
greindi frá æskilegum verndar-
aðgerðum. Urðu miklar umræð-
ur um erindi Ingvars og svaraði
hann mörgum fyrirspumum.
Árni Reynisson, framkvæmda
stjóri Landverndar, flutti ávarp
og árnaðaróskir fyrir hönd þeirra
samtaka og ræddi ýmis mál, sem
farið hafa á milli Landverndar
og Náttúruverndarsamtaka Aust
urlands, svo sem um framkvæmd
landgræðSlustarfs, útgáfu á lög
um og reglugerðum um náttúru-
vernd í bæklingsformi og um frið
un Hvannalinda.
Margar tillögur komu fram á
fundinum og voru þær ræddar
og samþykktar. Fjölluðu tillög-
urnar m.a. um eftirtalin atriði:
Um fjá.rmagn til náttúruvernd
ar og samræmingu á allri iöggjöf
varðandi náttúruvernd og yfir-
stjórn þeirra mála.
Um útgáfu og dreifingu bækl-
ings með lögum og öðrum ákvæð
um um náttúruvernd og nýtin^u
náttúrugæða.
Um endurgræðslu jarðvegs-
sára vegna vegagerðár og að-
gæzlu við nýlagningu vega.
Um mörk afrétta og almenn-
inga í óbyggðum og umferð Öku
tækja þar.
Um sorpeyðingu og úrbætur í
þeim efnum á Austurlandi.
Um stuðning við tillögur varð
andi friðlýsingu á landsvæði í
Neskaupstað og fleiri friðslýsing
armál.
Um náttúrufræðilega rann-
sókn á Eyjabakkasvæðinu vegna
hugsanlegrar vatnsmiðlunar þar.
Um rannsóknir á fóðurvali og
beitarvenjum hreindýra að vetr
arlagi.
Þá voru og samþykktar nokkr
ar breytingar á lögum samtak-
anna.
Samkvæmt félagslögum ganga
tveir úr stjórn árlega. Voru það
Hilmar Bjarnason, Eskifirði og
Sigfús Kristinsson, Reyðarfirði.
1 stjórn voru kosnir: Formaðutr
Hjörleifur Guttormsson, Neskaup
stað, aðrir aðalmenn Bóas Emils
son, Eskifirði, Sigurður Blönd-
al, Hallormsstað, Völundur Jó-
hannesson, Egilsstöðum og Þor-
leifur Kristmundsson, Fáskrúðls-
fkði. í varastjóm eru: Ásgeir
Hjálmarsson, Djúpavogi, Sigurð
ur Björnsson, Kvískerjum og
Lára Jónasdóttir, Reyðarfirði.
Að fundi loknum var skoðuð
sýning Náttúrugripasafnsina I
Neskaupstað.
Húsnœði óskast
fyrir tannlæknastofu í Austurborginni.
Tilboð sendist Morgunblaðinu fyrir n.k.
þriðjudag merkt: „5867“.
Crindavík
Glæsileg raðhús til sölu
Hef til sölu 115 ferm. raðhús ásamt 28 ferm. bílskúr. Góð
teikning. Selst fokhelt eða tilbúið undir tréverk. Hagstætt verð
SIGURÐUR HELGASON, HRL.»
Digranesvegi 18, sími 42390.
Klötafgreiðslumaður
óskast. strax. Þarf að vera vanur.
Upplýsingar í síma 36746.
Óskum effir
röskum sturlsmunni
PLASTPRENT H/F.,
Grensásvegi 7.