Morgunblaðið - 17.09.1971, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.09.1971, Blaðsíða 19
MORGUiNBLAÐ'tÐ, FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBBR 1971 19 Skrifar lokaritgerð um hulduf ólk — og nemur söng í Vínarborg Rabbað við Má Magnússon þjóðháttafræðing og söngvara MÁR Magnússon er búinn að vera í 7 ár við nám í Vínar- borg í Austurríki. Þar hefur hann numið þjóðháttafræði og söng, en á næsta vetri lýk ur hann við þjóðháttafræði- nám sitt með því að fuilgera lokaritgerð sína, sem fjallar um huldufólk á fslandi. Við röbbuðum stuttlega við Má um nám hans og fer spjail ið hér á eftir: „Ég er búirm að vera 7 ár í Vín, þar sem ég hef numið þjóðháttafræði. Ég byrjaði að vísu í grisku og latinu fyrsta árið, en síðan hef ég verið í 6 ár í þjóðháttafræði." „Af hverju hættir þú við lat ínuna og grískuna?" „Minn undirbúningur í þeim málum byggðist aðeins á nám inu hér heima, en það er al- gengt að til náms í þeim grein um við háskólann í Vín komi fólk með allt að níu ára undir búningsnám.* „Hvað hefur þú gert yfir sumartímann?" „Ég hef yfirleitt komið heim á sumrin til þess að vinna, en í sumar hef ég verið að vinna við lokaritgerðina og býst við að ljúka henni næsta vetur.“ „Hvaða þætti spannar þjóð- háttafræðin ?“ „Það má skipta þjóðhátta- fræði í tvennt, trúarlega þjóð f ræði (religiöise vokskunde), sem nær yfir þjóðtrú og flest andleg verðmæti þjóðlegs eðlis þ.e.as., sem eru ekki bundin við einstakling. Hin hliðin er þjóðháttafræði (sachvolks- kunde), sem fjallar um verk legu hliðina. Sumir vilja nota á íslenzku orðið „þjóð- fræði“ fyrir „rel. Vk“ og „þjóðháttafræði" fyrir „Sachvlksk." Fagið er mjög viðtækt og snertir mörg önnur fög, og það slær á marga strengi mannlegs lífs. Verksviðið er Evrópa en sem dæmi um sameiginlega arf- leifð má nefna Völsungaefnið. Það er efni frá 4. öld, sem verður að hetjukvæðum á 5. og 6. öld og síðan nær það end anlegu formi. Mitt verkefni í lokaritgerð fjallar um huldufólk á íslandi og þess vegna hef ég safnað sögum um huldufólk frá ís- landi og ber þær saman við sagnir annarra þjóða. Huldufólkssögurnar hef ég tekið úr sagnasöfnum en miklu hefur verið safnað hér lendis miðað við önnur lönd. Hér er um að ræða mjög ungt fag, sem ekki var byrjað að kenna sjálfstætt við háskóla fyrr en 1930. Um gildi þess má segja, að þjóð sem hefur enga sál, er ekki til, og þetta fag reynir að greina eðli þjóðar- inmar. Efni ritgerðarinnar e>r miklu meira en ég bjóst við og það sem slær mig mest í rannsókn þessa þjóðfræðaþáttar er trúin á huldufólk á ís- landi skuli vara jafn óbifanleg og mikil og raun ber vitni i dag.“ IESI0 eru fixulþunga- iTi MmatkaiwSwjumr -fcUli „Eru margir ísiendinga,- í Vínarborg?1 „Þeim fer fjölgandi, um 10 eru við nám, en margir eru einnig búsettir þar og vinna þar.“ „Hvernig er að nema þar?“ „Það er ef til viU svolítið erfitt að nema í Vín, þar er mjög mikið akademiskt frelsi og menn taka þar próf í hverj um fyrirlestri þegar hver og einn vill og telur sig geta og einnig er skylt að skila sjálf stæðum fyrirlestrum. Menn þurfa sjálfir að halda sér að náminu, því að skipulagið ger ir það ekki eins og víða arun- ars staðar.“ „Hvernig er lífsviðurvær- ið?“ „Það er eins og gengur, bæði skin og skúrir. í svona námi getur verið erfitt og stundum þröngt í búi hjá smá fuglunum. Svo er það borgin sjálf. Vln er óbrúlega mikið þorp miðað við stærð borgarinnar, en þar búa um 1,6 miflj. íbúar af 7 millj. íbúum landsins. Sumir kalla Vín stærsta þorp í heimi. Þar er einn borgar- kjarni næstum eins og hér i Reykjavík og það ér talað um að fa-ra niður í bæ. Þess vegna virkar Vín ekki eins mikið eins og stórborg, í Vín er geysilega gömul tón listarhefð og leikhúshefð og ber borgin mikinn svip af því, og t.d. telja margir að bezta þýzkan sé töluð í Burgtheater og að jafnbezta starfsliðið sé að finna við Staatsoper. í Vín finnur maður greini- lega hinn evrópska púls. Mað- ur er i vestrinu, en þó í nám unda við austrið og finnur vel að staðsetningin er Haustefnin eru komin Ullarjersey einlit og mynstruð. Glæsileg kvöldkjólaefni nýjasta tízka. Dömu- og herrabúðin LaugavegL 55. Már Magnússon í Mið-Evrópu. Vínarbúar eru með . talsvert sterkum slavn- eskum blæ og því fremur ró- legir.“ „Nú hefur þú jöfnum hönd um lagt stund á tónlistarnám." „Já, ég hef verið í tónlistar námi með skólagöngunni bæði hér heima og erlendis. Hér heima var ég í söngnáníi hjá Demetz, Mariu Markan og síð ast hjá Einari Kristjáns^yni og í Tónlistarskólanum nam ég píanóleik, aðallega hjá Rögn- valdi Sigurjónssyni. f Vín byrjaði ég fljótlega í einkatímum í söng og 1963 tók ég inntökupróf í einsöngv aradeiid Tónlistarháskólans í Vín, þar sem ég hef verið fuh gildur nemandi síðan. Það er fremur algengt að karlsöngv- arar taki fyrir eitthvað annað nám, því ekki má mikið út af bera með röddina.“ „Hefur þú í huga að halda tónleika hér heima?“ „Nei, ekki að svo komnu máli, það eru líka til svo margir tenórar á fslandi.“ Og þar með var Már Magn ússon þotinn, Vínarborg fram undan og viðfangsefnin á hverju strái eins og hjá svo mörgum fslendingum, sem stunda nám erlendis. ÚTBOÐ Tilboð óskast í byggingu íbúðarhúss að Vogalandi 5 Reykjavík. Útboðsgagna má vitja á skrifstofu vora Sóleyjargötu 17 gegn kr. 2000 skilatrygg- ingu. Reykjavík 17. sept. 1971 H.F. Útboð og Samningar ®Í VOLVOSALUBINN S Til sölu Volvo 164 árg. ’69. Volvo 142 DeLuxe árg. ’71. Volvo 144 DeLuxe árg. ’69. Volvo 144 DeLuxe árg. ’68. Volvo 544 Sport árg. ’60. Triumph Sport bifreið árg. ’66. V.W. TLE árg. ’70. VELTIR HE SUÐURLANDSBRAUT 16 35200 DncLEcn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.