Morgunblaðið - 17.09.1971, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.09.1971, Blaðsíða 17
MORGUNIBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1971 17 Leikfélag Reykjavíkur: PLÓGUR OG STJÖRNUR Höfundur: Sean O’Casey. Þýðandi: Sverrir Hólmarsson. Leikstjóri: Alan Simpson. Leikmyndir: Steinþór Sisurðsson. LEIKRITIÐ Plógur og stjörnur er frá áæinu 1926. Átta árum áður lauk: fyrri heimsstyrjöld- inni, tíu árum áður var Páska- uppreisnin bæld niður. írland var orðið sjálfstætt lýðveldi að undanskildu Norður-írlandi, sem emn logar í óeirðum eins og fjöl- máðlarnir kynna okkur dag hvem. Það hlýtur að mega teljast amekksatriði hversu vel leikritið ber aldur sinn — að mínum smekk ekkert sérlega vel. O’Casey fléttar grunnvef verks síns af köldu raunsæi, ívafið er oft safaaríkt skop eða dramatísk átök. Hatnn sýnir löndum sínum hispurslaust hvernig hann sér þá: drykkfellda, raupsama, yfir- borðslega, Hann sýnir líka ýmsar aindstæður, sem ökki hafa þótt neitt skemmtilegai' 1926: konuna, sem elskar gagnvart m.anninum, sem vill berjast og deyja fyrir föðurlandið; írsku alþýðukonuna, sem er mótmælandi og áhang- andi ensku fcrúnumnar andspæn- Gísli Halldórsson, Valdimar Helgason og Edda Þórarinsdóttir í hlutverkum sínum. is hinum, sem eru kaþólskir og vilja sjálfstjórn; gamla verka- manninn, sem er sósíalisti en hefur litla hugmynd um fræðíi- kenningar sósíalismans og er því líka kaþólskur föðurlandsvinur aindspænis unga verkamanninum, sem er byrjaður að lesa sér til og er trúlaus og enginn sérstak- ur föðurlandsvinur. Ég er ekki nógu kunnugur O’Casey til að geta fullyrt mikið um viðmiðanir hans, en ég yrði dkki undrandi, þó að Covy, sósí- alistimm ungi, væri nálægt því að vera málpípa höfundarins, en þó ekki að neinu óþægilegu marki. O’Casey hefur verið nógu mikill listamaður og mannþekkjari til að vita, að allir geta orðið bros- legir, hvaða skoðamlir, sem þeir hafa. Sennilega hefur honum verið ljóst, að miaðurinn sjálfur er endamark skoðana si®na og hugsjóna, hversu háleitar, sem þær eru, — séð, að maðurinn er yfirleitt aðeins skynsamt dýr í hleikkjum hvata simna, sem birt- a»t í ýmsum myndum. Ég leyfi mér samt ekkert að fullyrða um það. Leikritið er mjög hæðið, jairðarormurinn og skoðanir hans eru hæddar misk- unnai'laust. Hann talar digur- barkalega um stríð og blóðfórnir áður en að þeim kemur, en þegar þær eru á næsta laiti grípur hann ótti — og þegar búið er að vekja honum blóð er hann einn með sársauka sínum og sér þá allt í nýju ljósi. Sú saga er margsögð, bæði fyrx og síðar. En hvernig sem það má vera, þá snertir þetta mann aldrei mjög í þessu tilviki. Orsakir þess eru sennilega tvær. í fyrsta lagi er það leikritið sjálft, sem er imjög háð sínum tíma. í öðru lagi gæti hún legið í leiikstjóm- inni, eða réttara sagt afleiðing- um hennar, því hvernig leikar- arnir túika textann. Hér er um erlendan leikstjóra að ræða, sem kann ekki málið, heyrir það ekki og skynjar því vart blæbrigði þess rétt. En texti leikritsins er hins vegar í flestum hlutverkum ekki auðveldur í meðförum. Höf- undurinn skartar löngum póet- ískum setniingum, skáldlegri mælsku, sem koma þarf réttilega og vel til Skila. Glima leikaranna við þessar stóru setningar er helzt til átakamikil og erfiðleg og tek- Ur af þeim flugið. Sýningin fær því í minningunni miikið áreynslu yfirbragð, erfiðissvip. Að öðru leyti var sviðsetningin kunnáttu- samleg og vönduð að gerð. Enda sviðsetning þessa verks að öllum líkindum vel plægður akur í Dyflinni. Leilkurimn var að öðru leyti mjög sæmilegur. Það gleður mig alltaf að sjá hvað Gísli Halidórs- son er prýðilegur gamanleikari. Guðrún Stephensen gerir Bes»í Burgess að eftirminnilegri per- sónu, kannski eftiirminnilegustu persónu leiksins. Leikmynd Steinþórs Sigurð3- sonar var með miklum ágætum. í fyrri hluta götuatriðsins mátti sjá mjög ánægjulegan ár- angur af samstarfi leikstjóra og myndgerðarmaninis. Ég á hér við atriðið, sem dóttir frú Gogan gefur svip. Hér féllu margir þræðir sviðslistarinnar saman í tjáningu lítils hlutverks, sem veldur miklu í heildarblæ verka- ins. Öguð leiktúlkun Kristínar Ólafsdóttur, góður búningur (Iv- an Török), góð förðun og lýsing og staðsetning innan sviðsmynd- arinnar ollu. Og þýðing Sverris Hólmarssoin- ar, ,,það var sko ekkert miann- skemimtandi við hana“, eins og fíni strákurinn hann Fluther hefði sagt. Þorvarður Helgason. Guðrún Stephensen og Sigríður Hagalín í hlutverkum sínum. Rússi í ísrael EFTIR VICTOR LUIS Margir rús.sneskir innflytj endur, sem fara til Israels, gera sér enga raunsæj'a grein fyrir því, sem bíður þeirra í fyrirheitna landinu, ísrael. Ég varð þess ásibynja á ferð minni þar nú nýlega, að þeg- ar þeir bemaist að raun um að þar eru líka vænidiskon- ur og þar eru þj’ófar og vinnu harka er ebki minni en í Rússlandi, þá verða þeir fyr- ir sáruim vombrigðum. Fáir þessara innflytjenda snúa aftur til Sovétríkjanna enda er það enginn hægðar- leikur, ekki fremur en það er auðgert flyrir þá að flytja frá Israel til Bandaríbjanna. Flestir reyna að gera gott úr þessu, vegna þess þeir blygðast sín fyrir að j'áta að þeir hafa rasað um ráð fram. Brandari gengur i Mos'kvu um Gyðinginn sem bað um vegabréfsáritun í því skyni að fara til ísraels öðru sinni. Auðvitað var hann spurður, hvers vegna hann vildi fara. „Á ég að segjia ykkur það hreinskilnisl<ega?“ svaraði hann. „Mér finnst graiutfúlt að búa hérna og það er engu betra í Israel. En ferðin er stórskemtmtileg! “ Varla er hægt að liggja þeim á hálsi, sem verða flyrir voinbrigðuim, vegna þess að þeir hatfa orðið að taifca sína á- kvörðun án þess að hafa nokkru sinni barið það land auguim, sem þeir hafa valið sér. Það er ekki fiyrr en herra Rabinovitsj kemur á staðinn, að hann verður þess Visari, að hvorki Yiddish tungan, sem faðir hans kenndi honum, né heldur hans eigin fjiármálaþeikking kemur honum að hinum minnstu notum. Og eftir nú allt sem hann hafur orðið að þola, er honuim tj'áð að vegna þess að móðir hans var rússn esk sé hann alls ekki alvöru Gyðinguir. Það er erfitt fyrir herra Rabinovitsj að laga sig að að stæðum, nýju lifi, þar sam hann er fcominn á fimmtugs- aldur, en engu að síður gæti hann reynt að una sínum hlut vegna umhyggju fyrir fram- tíðarvelferð dóttur sinnar. Og síðan reka hver vonbrigðin önnur: hún fer í herinn, vex frá honum og gerist fráhverf þeim hefðum og þeirn siðum, sem hann hélt í heiðri. Og sjálfstæðismieðviiiund hennar vex; hún keimst í kynni við Pilluna og kannski fær hún nasaþef af hassreyk- ingum með þvi að umgangast þarna Bandarikjamenn. Innfl’ytj'endur, sem koma frá Sovétríkjunum hafa enn á nefinu rósrauðu gleraugun Victor Luis. sin, og þeir mega kannski sjálifum sér um kenna að hafa ekki sýnt nægilega for- vitni þegar þeir athuguðu málin. En þess er og að gæta, að það er ýmsum erfiðleiikum bundið fyrir þá að fá forvi n innl svalað. Upplýsingar uim Sovétrikin Seinni grein eru og imjög af skornuim skammti í Israel. Söfn'n í Israel eru stórkostleg. Ég varði nær því heilum degi í Haaretasafninu, Ég hægði á mér, þegat’ kom að þeirri deild í safninu, þar sem gestum gefst ko.stur á að kynna sér geiimvisindi og rannsóknir í því sambandi. Ég reyndi að finna eit hvað sem gæfi til kynna framlag Rússa á sviði geiimvísinda. Ég fann ekkert. Bkki minnsti af kimi fyrir Yuri Gagarin, eklki eimu sinni fyrir rússnesku geimhundana. Ég spurði safn vörðinn og hann sagði: „Það er enn ekiki timabært að sýna ne'tt sem rússneskt er hérna.“ Ég spurði hvers vegna og hvenær hann héldi að það yrði límabært og hann svar- aði, að Bandaríkjamienn hefðu sent myndlr af geimiílörum sín um, en Rússar hefðu ekki gert það. 1 Jerúsalem ú'r og grúir af bandarísikum ferðamönnum, glöðum og hlæjand'. Á höfð- um bera þeir litlu túristahatt- ana sína með orðunum „Shal- om-Israel“ rétt e'ns og þeir væru komnir á grimudans leik. Þeir koma h'ngað til að skemmta sér, elns og þeir væru að fara í D sneyland, að skoða sig urn, eyða pen'ng um, ylja hj'örtu sín hér og þegar vikan er liðin þá setja þeir hattana sína n'ður í tösk urnar og fljúga hetm til Bandarikjanna. Innflytjamd'nn sem kemur frá Moskvu telur sig ekki ó- æðri hinuifn bandaríska bróð- ur sínum. Hann er til ísraels kom'.n-n frá öðru miklu og merku iiandi, ekki einhverju glaymdu þorpi einhvers stað- ar í Austur-Evrópu og samt sem áður eru Bandarikjamenn irnir nánast einu gestirnir og hann fær eikki skilið, hvers vegna þeir eru ekki reiðubún ir eins og hann til að leggja fram sinn sfcerf. Það er ekki lengra en mánuður síðan hann var að biðja um farar- leyfi i Moskivu m-eð reiðihróp um, en nú hefur hann fundið sér nýtt efni sem hann getur hækkað röddina yfir. „Félag ar,“ hrópar hann (vegna þess það tekur sinn tíma að venja sig af að nota þetta ávarp). „Hvað er bogið við banda- rísku Gyðingana? Þeir eiga ekki við sams konar vanda að etja og við, og hvers vegna setjaist þeir ekki að hérna líika?“ Tengsl rússnes.kra Gyðinga við Ísrael má rekja langt aft- ur í tímann; fyrir byltinguna árið 1917 fóru rúsisneskir Gyðlngar til búsetu í Palest- ínu. Nú eru þelr rússneskir Gyðingar sem fara þangað velkomnir. Tengsl Israels og Sovétríikjanna verða sterkari með hverjuim þelm einstakl- ingi, sam tekst þess ferð á hendur, yfirgefur vini sína og fj'ölskyldu með þæc vonir í brjós.inu að hltta hana aftur. Á sama hátt er vist að því fle'ri rússneiskir Gyðlngar sem setjast að i ísrael, þvi fleiri þe'rra sem verða ísra- elskir ríklsborgarar bg svo sem hið nýja land verður þelm kær: og hlð nýja frelsi þelrra, því skuldbundnari verða þeir þó Rússlandi á alí an hátt og v'ssulega nátengd ari því heldur en nokkurn tíma BandarLkjunu'm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.