Morgunblaðið - 03.10.1971, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.10.1971, Blaðsíða 4
MORGUiNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. OKTÖBER 1971 bilaleiga IIVERFISGÖTU103 VW JwniftrMifrM-VW 5 mtnM-VWivefmfi VW $ m»nna-Lamirovsr 7nwran LITIfl BÍLALEIGAN BergstaSastræti 13 Sím/14970 Eftir lokun 81748 eða 14970. BÍLALEIGA CAR RENTAL TT 21190 21188 BÍLALEICA Keflavík, simi 92-2210 Reykjavík — Lúkasþjónustan S, ;,'irla.idsbraut 10. s. 83330. LEIGUFLUG FLUGKENNSLA FLÚGSTÖÐIN HF Simar 11422. 26422 Bílaleigan Worðurbraut 41 llafnarfirði SlMl 52001 EFTIR LOKUN 50046 Lausir bílar í dag £ Fylgjast yfirvöld ekki með starfsemi sovézka sendiráðsins? Maður, sem er búsettur „við Rússahverfið í Landakots- brekkunni" og biður um, að nafns síns sé ekki getið, skrif- ar: „Fylgjast yfirvöld ekki með starfsemi sovézka sendiráðs- ins? Okkur nágrönnunum þyk- ir sumt dularfullt í sambandi við fólkið, sem býr í öllum villunum hér i Vesturbænum. Hvað, sem því líður, þá er furðulegt, að Sovétstjórnin skuli komast upp með það að kaupa næstum upp heilt hverfi. Erlendis er þess gætt, að slíkt komi ekki fyrir, jafn- vel hjá þjóðum, sem hafa eig- in heF og styrka ríkis- og borg- arlögreglu. En hér ríkir and- varaleysið og blá-sakleysið, og enginn vill trúa neinu ljótu um starfsmenn Sovétstjórnarinnar, sem hafa þó bæði hér á landi og annars staðar verið staðnir að njósnum og undirróðurs- starfsemi. Hér fá þeir meira að segja leyfi til þess að halda uppi um- fangsmikilli útgáfustarfsemi (hafa heilt hús á leigu undir hana og 8 starfsmenn) með pólitískum áróðri og níði um vinaþjóðir okkar og banda- lagsríki. Starfsmenn vissra verkalýðsfélaga hafa svo af- hent þeim (gegn gjaldi?) af- rit af félagaskrám sínum til þess að póstsenda eftir. Fjöldi þessara sovézku út- sendara er orðinn slikur, að engu tali tekur. Hlutfallslega eru margfalt fleiri Sovétmenn í sendiráðinu hér en í löndum eins og Noregi, Danmörku, Vestur-Þýzkalandi, Frakklandi og jafnvel Bretlandi, sam- kvæmt tölum í handbókum. Hér á landi eru Sovétstarfs- mennirnir í sendiráðinu og skyldulið þeirra ásamt þjónum o.s.frv. fleiri en fólkið i öllum hinum sendiráðunum til sam- ans. Visir segir, að Sovétstjórnin eigi nú a.m.k. séx hús í Reykja vik, sem metin eru á tugi milljóna að fasteignamati. Hús- in munu nú reyndar vera átta, en að auki hafa þeir tvö á leigu. Þá hafa þeir fengið leyfi til þess að hafa sendistöðvar (auk sinna eigin, sem þeir komu með sér að heiman) og geta þannig fylgzt með öllum fjarskiptum milli bíla o.s.frv. ("siliurháðun Siliurhúðum gumlo muni Upplýsingar í síma 84639 og 85254 eftir klukkan 20. HAUSTKJOR ÓDÝRARI EN AÐRIR DAGGJALD KR. 490.00 KÍLÓMETRAGJALD KR. 4.00 AFSLÁTTUR: 10% AF 500 KM. OG YFIR 20% AF 1000 KM. OG YFIR Shodr LEíGAN AUÐBREKKU 44-46. SÍMI 42600. Lœknamiðstöð Til sölu er hæð með nokkrum læknastofum, ásamt biðstofu og afgreiðslu. Húsið sem er í byggingu er vel staðsett í Austurborginni. GfSLI ÓLAFSS. ARNAR SIGURÐSS. IBÚDA- SALAN INGÓLFSSTRÆTI GEGNT GAMLA BÍÓl SÍMI 12180. HEIMASÍMAR 83974. 36349. Já, lifi sakleysið hjá okkur íslendíngum!“ • Skötubarðalín Stefania Einarsdöttir send- ir hér leiðréttingu („vaka“ í stað ,,baka“) og viðbót við vis- ur, sem spurt var um hér um dagirm: Hún má vera gefin fyrir götu- spark og rall, góð að vaka á kvöldin og fara oft á baU, fá sér kannske kaffisopa, koníak og já kökur niðri á Skjaldbreið með rjóma ofan á. En eitt ég geri að skyldu þeirri skötubarðalín, sem skyldi verða unnusta og jafnvel kona mín, að spök hún sé í rúminu og kunni að kela vel, þvi kost ég öngvan þekki, sem betri ég tel. 0 Langar í síld og makríl Solveig Larsen skrifar: „Ég hef oft furðað mig á því, þegar ég heyri og sé í hljóðvarpi og sjónvarpi, að hér er komið tii hafnar með síld og makríl, að ekki er hægt að fá þessar fisktegund- ir keyptar, sem eru svo ljúf- fengar, bæði soðnar og steikt- ar. Ég vona, að einhver geti frætt mig um ástæðuna". 0 Átrúnaður ba-ha-íta Þorsteinn Guðjónsson skrif- ar: „Smágrein mín í Velvakanda 17. sept. um bahaitrú virðist hafa vakið talsverðar hugar- hræringar, þvi að síðan hafa birzt tvær greinar um málið. Grein Péturs Bjömssonar er andmæli gegn grein minni og þó ekki gegn aðalatriði henn- ar, um hinn persneska Baha ’Ullah og trú Ba-ha-íta á spá- mannseðli hans, en þar sem aðrir eru komnir í það mál, eins og ég lika ætlaðist til, mun ég ekki ræða það frekar. Hitt verð ég að viðurkenna að hafa talað dálitið óvarlega um trúar- hugmyndir þeirra um líf eftir dauðann, og verður þó varla sagt, að ég hafi þar farið með rangt mál, þvi að allt virðist þar I lausu lofti eftir skrtfum þeirra að dæma. £ Menn skyldu meðal- snotrir en ekki alsnotrir Segir P. B., að „flestir (þeirra) telji það takmarkað, seim okkur er ætlað að vita“, og minnir þetta nokkuð á and- stöðuna gegn eldingarvara Benjamíns Franklíns. Töldu þá margir, að óleyfilegt væri að hafa áhrif á það, sem af himn- um kæmi, og þar af leiðandi mætti ekki setja upp eldingar- vara. En þó fór svo, að flestir sáu sér hag í því að forða hús- um sínum frá bruna, og ruddi eldingarvarinn sér til rúms. Varð Franklín víðfrægur mað- ur af þessu og mörgu öðru og átti góðan hlut að stofnun Bandaríkjanna ásamt Tómasi Paine, sem ekki var síður vís- indahyggjumaður én Franklín. „Þess finnast engin da'nii, að meginhnötturinn gangi um- hverfis reikistjömuna", sagði Tómas Paine í sjálfstæðis- ávarpi sínu og talaði þar í nafni þekkingarinnar. Það er dálítið gaman að því, að síðar skyldi annar Tómas Paine verða til að stjórna geimferð- um Bandarikjamanna og leiða þá heila í höfn á tunglinu. @ Þá rann upp ljós fyrir konunni En þrátt fyrir slík tíðindi er vald fáfræðinnar, þeirrar, sem P. B. telur æskilega, slíkt, að margt fólk, meira að segja skynsamt og vel hugsandi fóik, hefur litla hugmynd um stjörn urnar. „Eru þeir ekki hérumbil komnir þangað upp, úr þvi að þeir komust til tunglsins, — og ekkert lif fundu þeir þar“, spurði merkiskona kunningja minn, þegar tilrætt varð um líf í alheimi. Hann fræddi hana á því, að þar sem ljósið væri sekúndu að berast frá tunglinu, væri það fjögur ár á leiðinni frá næstu sólstjömu. Varð henni þá undireins ljóst, hvilíkar ofurfjarlægðir þar er um að ræða, og að heimurinn muni vera nokkru stærri en hún hafði haldið áður. Þorsteinn Guðjónsson“. Atvinna óskast Bandaríkjamaður, kvæntur íslenzkri konu, búsettur í Reykjavík, óskar eftir atvinnu. Hefur 15 ára reynslu í almennum skrifstofustörfum, bréfaskrift- um, sölumennsku og fleira. Tilboð óskast merkt: „Reglusamur — 3084". TIL ALLRA ÁTTA LOFTLEIDIff NEW YORK Alla daga REYKJAVfK OSLÓ Mánudaga Miövikudaga Laugardaga GLASGOW Rmmtudaga LONDON Rmmtudaga LUXEMBOURG Alla daga KAUPMANNAHÖFN Mánudaga Miðvikudaga Laugardaga OPIB • ••

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.