Morgunblaðið - 03.10.1971, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.10.1971, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1971 að fara að afsaka Hue. En Flóra var nærgætin og flýtti sér að afgreiða Hue með einni hand- sveiflu, en lagði hina höndina vingjarnlega á handlegginn á mér. En svo hvarf brosið á henni snögglega og hún leit á ein- hvern fyrir aftan mig, hneyksl- uð og rétt eins og hún tryði ekki sínum eigin augum. — Jimmy! æpti hún hvellt og það var í fyrsta sinn, sem ég vissi hana gera það. — Hvað í dauðanum ert þú hér að gera? Þú sagðist vera að fara til Fila- delfíu. Þetta var yngri bróðir Flóru. Ég hafði aldrei séð hann, en í þakíbúðinni voru myndir af honum á hverju strái, og Flóra talaði oft um hann og af mikilli biíðu. Svo að þetta er þá þessi frægi James, sagði ég við sjálfa mig og snuggaði eitthvað tll þess að sýna, að ég væri nú ekkert sér- lega hrifin. Það var þægilegt að verða ekki hrifin af einhverju sem Flóru kom við. Hann slangraði til okkar, leti legur, ljóshærður og brosandi. — Hvað er að? sagði hann með háðsglotti, sem átti líka að ná til okkar Klöru. Hann var að reyna að sýnast veraldarvanur og heljarmikill kall, en hann leit út eins og hann æti helzt að fara í rúmið í náttkjól. Hann kleip Flóru í kinnina. — Hélztu kannski, að þú gætir haldið veizlu og bolað mér frá? Ég fór alls ekki neitt til Fíla- delfiu. Ég get horft á fótbolta, hvaða laugardag sem er, en ég get ekki hitt svona rauðku nema einu sinni á ævinni. Reyndu að kynna mig. Flóra varð vond. Hún reyndi að leyna því, en það hljóp roði í kinnarnar, og ég hafði of oft séð hana reiðast í vinnustofunni til þess að kannast ekki við það. En ég vissi bara ekki ástæð- una. Þegar hún hafði kynnt okkur Jimmy (því að Klara virt ist þegar þekkja hann, enda var hún kunningi allra karlmanna),. þá dró hún hann afsiðis og ég heyrði ávæning af meðferðinni, sem hann fékk hjá henni. - . . . að ég ráði ekki neinu af því að þú sért orðinn mynd- ugur? Orðin bárust til min gegn um allan hávaðann. — . . verða þér til skammar . . . haga þér eins og glaumgosi, þó að þú sért búinn að erfa þessa aura. . . Klara hafði gengið burt frá okkur og ég gekk að barnum til að fá mér í annað glas. Ef þetta LEIKHÚSKJALLARINN A La Carte matseðli okkar skiptum við í 6 megin þœtti: 6 teg. FISKRÉTTIR 6 teg. 7 teg. KJÖTRÉTTIR 8 teg. 4 teg. ÁBÆTIR 4 leg. mái sjá að auðvelt er að gera, jafnvel SMARETTIR SÚPUR vandlátustu matmönnum til hœfis. Höfum einnig á böðstólnum Rétt dagsins og kaffi ásamt með- lœtL <M0 Barinn opinn 12—1430 og 19—2330 Borðpantanir í síma 82200 Hrúturinn, 21. inarz - Tómstuiidirnar eru aðaláhug:amálið Nautið, 20. apríl — 20. maí. I»ú. hjarirar ciiku með flýtinum. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júni. 1*4 getur auðveldlega flækzt inn í deilur. sem þér koma ekki við. Krabbinn, 21. júní — 22. júli. 1*4 skalt kynna |>ér málefni heima, og græða sídar á því. I.jónið, 23. júlí — 22. ágúst. Varaðu l»ig á gylliboðum. Meyjar, 23. ágúst — 22. september. Passaðu þig í umferðinni í das. Vogin, 23. septeniber — 22. október. I>4 færð ekki það, sem þ4 óskaðir eftir os ert leiður í bili. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Forðastu breytingar 4t á við, eins og þ4 mátt. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Tllfinuingar þínar eru fólki n4 Ijósar. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Kiukamál þín eru í smásjánni og má segja, að það, sem sagt er sé ekki það, sem máli skiptir. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Kf þ4 vinnur með fleira fólki, verðurðu fljótt miðdepill alls, sem gerist. Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz. 1*4 verður að muna að hvíla þig þótt þ4 eigir annríkt. var sýnishorn af samkvæmunum hennar Flóru, hafði ég ekki mik ils misst hingað til. Ef ég hefði ekki talið skyldu mina að koma, hefði mér hundleiðzt. En hvers vegna kom Melchior ekki? hugsaði ég með gremju. Og svo datt mér i hug, að eitthvað hefði komið fyrir og hann mundi alls ekki koma. Flóra var að kalla í mig. Hún kom að barnum, rétt þegar halti negrinn var að rétta mér nýj- an Tom Collins. — Afsakaðu, að ég hleyp svona frá þér. Ég varð bara að tala við hann Jimmy. Fjölskylduerjur, skil- urðu. En nú vil ég að þú kynn- ist nýju fólki. Hún leiddi mig að hóp, sem var rétt að koma inn um breiðu dyrnar. — Sælar, sagði ég og mér svelgdist á um leið og nafnið var nefnt. — Ungfrú Evelyn Breamer, hafði Flóra sagt. Fyirverandi konan hans Hue! Ég þekkti hana strax, enda þótt hún liti nú ekki eins glæsilega út og á sviðinu. En hún var nógu glæsi- leg samt, í þrönga málmgljá andi kjólnum. Og hárið var eir- litað í birtunni, sem þarna var. Augun voru sægrœn og fýsnar- leg og augnhárin vandlega smurð. Engin furða þó að Hue hefði fundizt hún glæsileg. Ég horfði á hana með kvíða og vetti því fyrir mér, hversu mikið hún kynni að vita um mig, en hún sagði ekki nema lit ið eitt, sneri sér síðan við og fór að tala við einhvern mann, sem var í hvarfi frá mér séð. — Og þetta er ungfrú Leith, sagði Flóra. Þegar Grace Laigh heilsaði mér með hásri rödd sinni, datt mér í hug, hvers vegna hún virtist helzt ætla að klóra úr mér augun. Ég var al- vön því að konur tækju mér með tortryggni og grunsemdum þegar í stað, vegna útlits míns. En Grace virtist helzt langa til að myrða mig. Hún var ekkert sérlega falleg með litaða hárið og brúnu augun, sem líktust mest hrossakastaníum, en útlit hennar og útlit mitt gátu tæp- ast verið næg ástæða tii svona fjandsemi. Ég horfði á móti og sneri mér við, þegar Flóra tók í hand legginn á mér. —- Æ, guð minn góður, sagði ég og skvetti upp úr glasinu. — Herra Thews, sagði Flóra. SKUÓTIÐ EKKI Á F ORELDRA YKKAR Kennslu- stund í kynferðis. fræðslu Stingið heldur að þeim Köflótta kverinu, þegar þið eruð búin að lesa það sjólf . .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.