Morgunblaðið - 03.10.1971, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.10.1971, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. OKTÖBER 1971 1 r» 16 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavtk. Framkvaomdastjóri Hsraldur Sveinsson. Rilstjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritsljórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, slmi 10-100 Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 196,00 kr. á mánuði innanlands. f lausesölu 12,00 kr. eintakið. KJÁNASKAPURINN KEYRIR ÚR HÓFI FRAM ársfundi Þingmannasam- bands Atlantshafsbanda- lagsríkjanna fyrir skömmu lagði formaður stjórnmála- nefndarinnar, Mr. Blumen- feld frá Hamborg, fram skýrslu sína, þar sem m. a. er komizt svo að orði: „Ef ísland kýs að fara úr At- lantshafsbandalaginu eða ^ dregur svo úr þátttöku sinni, að hún verði nánast óveruleg, hlýtur það að kalla á aukna ásókn frá Sovétríkjunum. í því tilviki yrði tapið fyrir íslendinga sjálfa alvarlega heldur en tapið fyrir banda- lagið. í heild. í þessu sam- bandi vill framsögumaður vekja athygli yðar á stöðu Finnlands, sem eftir stöðugan þrýsting frá Sovétríkjunum árum saman er nú að athuga möguleikana á því að ganga í Komekon (Efnahagsbanda- lag kommúnistaríkj anna). Þetta er lærdómsrík lexía fyrir allar smáþjóðir á Yest- urlöndum, sem gætu freistazt til að halda, að þær geti leyst vandamál sín með því að standa utan við Atlantshafs- bandalagið.“ í fréttatilkynningu, sem ríkisstjómin sendi frá sér um þingmannafundinn, eru ummæli Mr. Brumenfelds kölluð „ósmekkleg og vill- andi“. Gefur það vissulega tilefni til þess að láta í ljós áhyggjur yfir taugaveiklun rfkisstjórnarinnar, því að ummælin eru í hæsta rnáta eðlileg og skiljanleg viðbrögð erlendra stjórnmálamanna við þeirri stefnubreytingu, sem orðið hefur í öryggismál- um þjóðarinnar síðasta miss- erið, og á rætur sínar að rekja til, að hér hefur setzt að völdum ríkisstjórn með aðild kommúnista. Þess vegna hefur það nú verið sett á oddinn, að varn- arliðið hverfi úr landi, jafn- framt því sem yfirlýst er, að innan ríkisstjórnarinnar er ágreiningur um aðild íslands að Atlantshafsbandalaginu. í þessu sambandi er ekki hægt að komast hjá því að átelja þau vinnubrögð ríkis- stjórnarinnar að gefa út svo fáránlega fréttatilkynningu um ársfund þingmannasam- bandsins. íslenzka sendi- nefndin hefði átt að gefa slíka tilkynningu út sameig- inlega, ef það á annað borð var talið eðlilegt. Ríkisstjórn- in sem slík á enga aðild að þingmannafundunum. Þeir eru vettvangur þingmanna og eftir að þeir hafa setzt í ráðherrastól, eiga þeir ekki rétt til setu þar. Það er hægt að fyrirgefa vinstri stjóminni ýmsan kjánaskap í innanlandsmál- um, en við höfum ekki efni á því að sendar séu út opin- berar tilkynningar í utan- ríkis- og öryggismálum með orðalagi götuistráka. Hvað er að gerast í vegamálum? ERns og Ingólfur Jónsson vakti athygli á í Morg- unblaðinu í gær, eru þau um- mæli Hannibals Valdimars- sonar, samgöngumálaráð- herra, á algjörum misskiln- ingi byggð, að vegafram- kvæmdir næsta árs séu bundnar af vegaáætlun. Þvert á móti var yfirlýst á síðasta Alþingi, að þar væri aðeins um bráðabirgðaáætl- un áð ræða, en ákveðið að ganga frá vegaáætlun fyrir árin 1972—1975 á Alþingi því, sem kemur saman inn- an skamms. Þessi afstaða ráðherrans, að hverfa frá ákvörðun fyrri ríkisstjómar og hafa framlög til vegamála óbreytt frá því, - sem ráðgert er í bráðabirgða- áætluninni fyrir árið 1972, er þeim mun furðulegri, sé þess gætt, að tekjur ríkissjóðs hafa stóraukizt á þessu tíma- bili. Þar við bætist, að þeir menn, sem nú sitja í ríkis- stjóm, voru manna eindregn- astir á þeirri skoðun, meðan þeir voru í stjórnarandstöðu, að allar tekjur af umferðinni skyldu renna til vegamála. Vegaáætlunin fyrir árin 1972—1975 verður gerð á næsta Alþingi. Af því tilefni og vegna þeirrar yfirlýsing- ar samgöngumálaráðherra, að ekki verði unnt að leggja meira fé til vegagerðar en fyrirhugað var í bráðabirgða- áætluninni fyrir árið 1972; er tímabært að bera fram tvær fyrirspurnir til ráð- herrans: 1. Hve miklar vom „tekj- ur af umferðinni“ árið 1970? Hve miklar em þær áætlað- ar í ár, og hvað er gert ráð fyrir, að þær verði miklar á árinu 1972? 2. Hve mikill hundraðs- hluti tekna „af umferðinni“ rann til ríkissjóðs síðastliðið ár? Hve mikill verður hundr- aðshlutinn í ár og hve mikill næsta ár? Hannibal Valdimarsson, samgöngumálaráðherra, er kunnur af því að vera skjót- ur til svars. Hann er og kunn ur baráttumaður fyrir vega- málum strjálbýlisins frá gam alli tíð, svo að þess er að vænta, að honum verði ekki svarafátt nú. Ingri Hrafn: Bergstaðastræti 4. Alþjóðleg- Grafík: Norræna húsnu. Kagnheiðnr Jónsdóttir Beani: Bogasal. Björn Halldórsson: Unuhúsi. Eftirþankar við Haustsýningn. Inntökupróf i listaskóla. Á vinnustofu sinni að Berg- staðastræti 4, þar sem áður var til húsa leirmunagerðin „1300 gráður", sýnir Ingi Hrafn Hauksson um þessar mundir 20 relí'fmyndir. Ingi Hrafn vakti fyrst á sér athygli fyrir stórar og kröftugár myndir í einfaldri og hnitmiðaðri byiggingu, og mun ágætt dæmi um þetta tírna- skeið 'hans vera til sýnis í Lista- safni Islands. Hin seinni ár hef- ur hann snúið sér að minni gerð mynda, þar sem hann nostrar mun njeira við formin og notar um leið fleiri liti, undantekning arlaust unna í spraututækni. Þessi aðferð með liti krefst mjög mikillar skólunar ef vel á að fara, einni-g í meðferð margra smárra ðlíkra forma i mismun- andi efnum, eigi þau ekki að vinna hvert gegn öðru. Myndir Inga á sýningu hans bera vott um hugmyndaauðgi og sérkenni í mótun, en ég verð að viður- kenna, að ég geri meiri kröfur til hans en þessar myndir hans risa undir. Ingi Hrafn mun hafa ætlað út í kvikmyndalist og ætla má að myndrænt nám hans sé mjög æskileg undirstaða fyrir slíkt nám, þvi mjög mör-g dæmi eru ti'l um gilda einstaki- inga annarra listgreina, sem þannig hafa hafið feril sinn. E-n ætli In-gi Hrafn að gera hreina myndlist að ævistarfi væri æski legt að hann skólaði sig meir og kynntist því með eigin augum sem gert hefur verið og nú er verið að gera í þessum efnum. 1 nýju sýningarhúsnæði í kjallara Norræna hússins stend- ur yfir Alþjóðleg Grafík-sýning, sett upp af félagýnu „Islenzk Grafík“ og er liður í kynning- arstarfsemi félagsins á þessari rótgrónu listgrein. Myndirnar á sýningunni hafa þó flestar verið gerðar á sa-ma verkstæðinu „Atelier 17 í París" eða £if lista- mönnum sem hafa verið í tengsl u-m við það, en þeir eru af mörg- um þjóðernum (22) svo sýning in stend-ur sannarlega undir nafni. Stofnandi þessa verkstæð is, Stanley William Hayter, er löngu heimsfrægur fyrir störf sin á sviði grafískrar tækni og margvíslegra tilrauna, enda koma listamenn frá öllum heims hornum til að vinna og nema á verkstæði hans. Sýning þessi er gott dæmi um tiira-unir á sviði þessarar listgreinar, næsta of áberandi, þar sem viðleitnin til tæknilegrar ful-ikomnunnar virðist ósjaldan gera það að verkum, að önnur eigindi list greinarinnar verði útundan, jafnvel gleymast með öllu, svo líkast er að tölva standi að baki myndanna frekar mennsku-m verum. Sýningin er óþarflega einhæf að því leyti að yfirgnæf- andi meirihluti sýnenda vinnur í lit og notar sömu tækni við það eða í öl'l-u falli keiml'íka. — Hin- ar fáu svart-hvitu myndir sýn- ingarinnar gefa l'íka ljóslega í Skyn, að oft tapa grafík-mynd- ir formstyrkleika við að yfirfær ast i lit. Grafík-list er upprunn in í Austrinu og á þessari sýn- ingu eru það að mínu viti ótví- rætt menn frá þeim heimshluta, sem ríkasta tilfinningu virðast hafa fyrir listgreininni. Hér eru lista-menn frá Japan, Indlandi, Kóreu og Kína með ágæt verk. Einna mesta athygli mína vakti Japaninn Yas Kiliara, sem ræður yfir glæsilegri tækni og hefur jafnframt ríka þróaða ti'lfinn- ingu fyrir því lífræna. Annars er óþarft að fara út i upptaln- ingu nafna, og listamennirn- ir margir (47), en þess skal get- ið, að íslenzku þá-tttakendurnir Bagnheiður Jónsdóttir og Björg Þorsteinsdóttir, gefa hin- u-m lltið eftir í tæknilegu-m brögð um og umbúðalausri fram- setnin-gu. Sýnin-gin er ágætt dæmi um vissar hliðar nút-íma gra-fíklistar, en sem kynningar- sýnin-g er hún helzt til einhæf, þrátt fyrir fjölda sýnenda. Með limir félagsins, sem að sýnin-g- unni standa, eiga þakkir skyld- ar fyrir að hafa komið þessari sýningu upp, og þeir sýna sann arlega hugrekki í viðleitni sinni, því skam-mt er liðið frá sýningu á verkum Edwards Munch, Brezkri graifík svo og sýningu á erlendri grafi-k 1 Listasafni Is- lands. Samt er að vona að list- unnendur höfuðborgarinnar taki við sér og auki við þekk- ingu sína á sviði myndlista með því að fjölmenna á sýn- ingu þessa. I Bogasal sýnir Bagnheiður Jónsdóttir Keam, 25 málverk. Frúin, sem er nýflutt hei-m eftir 25 ára búsetu í Washington D.C., sýndi síðast hér heima á sama stað árið 1967, og er sú sýning mér enn í fersku minni. Stíll listakonunnar hefur ekki ’tekið ýkja miklum stakkaskipt- um á þessu fjögurra ára tíma- bili, en vel hefur hún þó rækt- að sinn garð. Mér finnst hún koma þroskaðri og ákveðnari frá þessari sýningu, og hún hefur styrkt burðargrind málverka sinna. — Dæmi þess get-ur að líta í mynd nr. 15, sem er einföld, ákveðin og kröftug í byggingu þannig að helzt minnir á Rich- ard Diebenkorn hinn ameríska. Annars eru myndir hennar stíl- færðar lyriskar landslags- stemningar, sem geta gengið yf- ir i hreinan skynrænan abstrakt expressj ónsi-ma, lí'kt og sér stað í myndum nr. 2 og 3, — eða hreina-n leik viðami-killa litaflata og einarðlegrar myndbyggingar, svo sem mynd nr 11, þar ÞEIR Björn Ólafsson og Árni Kristjánsson hleyptu af stað vetr arstarfsemi Tónlistarfélag-sins á þriðjudagskvöldið í Austurbæjar bíói. Án tillits til ágætis tónleik- anna var hér strax i byrjun starfs árs lyft upp stöðutákni islenzkr ar tónlistariðkunar, og er það vel. Vonandi mun Tónlistarfélag ið og aðrar góðar vættir halda því sem hæst og lengst á loft með allri þeirri ábyrgð, sem fylg ir. Á efnisskránní var „Systur í Garðshorni“ eftir Jón Nordal, æskuverk, sem heyrðist fyrst á listamannaþingi fyrir 26 árum. Þarna er innilegt samband eins konar „þjóðlegs módalítets" og „síðsumarsmeginlandsloftslags“! Forvitnilegast við æskuverk góðra tónskálda er oftast nær að heyra þar bryddað á einkennum, sem síðan eru mótuð og skerpt með hverju eftirfarandi verki. — Tækni og stíll skáldsi-ns, listrænn þroski, kann að taka ýmsum breytingum, en eðii, eða sjálfur lífsmeisti þess, hlýtur að vera sem einungis nafnið raskar. Ragnheiði lætur naumast að nálgast útlinur landslagsins áþreifamlega hlutlægt, verður hún þá öll'U óákveðnari er hu-g- iægt hugmyndaflu'gið fær ekki frjálst að ráða ferðinni ásamt sjálíum innri lög-mái-um mál- verksins. 1 Unuhúsi við Veghúsastig stendur yfir sýning á verkum Björns heitins Halhlórssonar let urgrafara. Leturgröft-ur Björns er hrei-nt handverk, þar sem vél tækni nútí-mans kemst hvergi að, og sem slí-kur var hann hreinn völundur. Björn var verkstæðis- lærður og m-un ekki hafa gengið í skóla frjálsrar hönnunar, held ur var það hið -gilda handverk sem öllu máli skipti, og hafa Is- lendingar mikinn sóma af þess um manni sem slí'k-um. 1 okkar litla þjóðfélagi voru sjálfsagt fá ir til að miðla slík-um manni verðugum hugmjmdum, -— að gera tækisfærisgripi til gjafa varð eitt aðalhlutskipti völund- arins. Það er miki-lvægt að þjóð- inni lærist að meta að verðleik- um sérgáfu og hæfni slíkra manna, á ýmsum sviðum, og krefjast ekki að þeir fari út fyr ir sitt afmarkaða svið. Sam- vinna mikils hönnuðar og völ- undar i handverki skilar óve- fengjanlega mestum árangri, efa samt að þeir eigi mikið erindl inn á svið hvors annars. Ég hafði mi'kla ánægju af sýningu Björns Halldórssonar, handverk ið í reisn sinni á sýningunni tók mi-g sterfeum tök-um. Nýafstaðin Haustsýning Fé- lags Islenzkra myndlistar- manna dró að sér fleiri áhorf- endur, og skilaði meiri sölu en nofekru sinni áður, og er það ánægj'Uleg framvinda og í sam- ræmi við slífear sýningar á Norð urlöndum og víðar. Þó láta hér- lendar stofnanir og fyrirtæfei sig ennþá alveg vanta við kaup á listaverfeum i húsakynni sín, sem er hins vegar algengt erlendis. Hví skýldi Island vera eina landið, þar sem stofn-unum eru ætlaðir sjóðir til flestra hluta nema ka-upa á listaverkum? Hér eigum við ótvírætt eitt heimsmet ið. Hvað sýninguna sjá-lfa Framliald á bls. 22. sjálfum sér samkvæmur leiðina á enda. Sama má segja um túlkendur — ekki sízt þá Bjöm og Árna, sem hafa lengi verið, hvor á sinn hátt, sem s-toðfrumur í músíkvef landsins. Oft hafa þeir flutt okk- ur c-moll sónötu Beethovems áð ur. Líklega er það engin tilvilj- un, að konsertmeistarinn skuli halda svo mikla tryggð við þá sónötu, sem mest hefur „sinfóm— ísk“ einkennin. A-dúr sónata Moz arts (K.V. 526) er sjaldheyrð smíð, þar sem fiðlan er oftast lítið annað en fylgja píanósins — um sérkennilega lagrænan fyrsta þáttinn og Schubert-legan An- dante-feaflin-n og umfram állt í „perpetuum mobile“ lokaþáttar- ins. Allur leikur þeirra félaga hlaut ágætar undirtektir. Rétt er einnig að geta þes-s, að tónleikarnir voru nú haldnir á „góðum tónleikatíma". Laugar- dagseftirmiðadaga- og matartíma tónleikar voru orðnir skelftmg óvin-sælir. Þorkell. Þorkell Sigurbjörnsson skrif ar um: TÓNLIST

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.