Morgunblaðið - 03.10.1971, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.10.1971, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1971 Járniðnaðarmenn Okkur vantar járniðnaðarmenn og menn vana járniðnaði. Upplýsingar í símum 92-1750 og 92-6021. VÉLSMIÐJA NJARÐVÍKUR HF. Slökkvitæki FYRIR HEIMILIÐ — BlLINN, SUMARBÚSTAÐINN OG A VINNUSTAÐ. ÓLAFUR GlSLASON & CO. HF., Ingólfsstræti 1 A (gengt Gamla Bíói) Simi: 18370. Kertamarkaðurinn OKKAR ARLEGI KERTAMARKAÐUR ER HAFINN. MIKIÐ KERTAÚRVAL. AFSKORIN BLÓM POTTABLÓM Opið alla daga klukkan 9-18 BLÓMAVERZLUNIN DOMUS MEDICA EGILSGÖTU — SllMI 23390. Nemendur, kennnrar og allir, sem fóst við tölur! Stærðfræðihandbdkin léltir erfiðið Stærðfræðihandbdkin sparar timann Myndskýringar — Stærðfræðitákn — For- múlur — Mælieiningar — Einingajafngildi — Notkun reiknistokks — Til flýtisauka við útreikning — Atriði sem valda erfiðleikum — Hvernig á að reikna? — Töflur — Eldhús- reikningur — Stærðfræðiorðasafn — Stærð- fræðiþrautir o. fl. o. fl. Fæst hjá fleslum bóksölum. ÚTGEFANDI. — Reykjavíkurbréf Framh. af hls. 17 irokuðum smáþjóðum austan járntjalds tíl þess að hrista af sér okið, eða a.m.k. veita þeim siðíerðislegan styrk. Á það hef- ur viijað skorta. Og auðvitað áttu Svíar að afhenda Solzhenitsyn Nobelsverðlaun- in í Moskvu, eins og hann ósk- aði eftir. Afstaða Svía í því máli sýndi því miður ekki það sið- ferðislega þrek, sem af þeim er vænzt. Slíkt hefði að vísu getað haft einhverjar afleiðingar fyr- ir Svia. En fyrst Solzhenitsyn treysti sér til að standa einn, var Svium vorkunnarlaúst — og raunar bar þeim skylda til — að rétta honum hjálparhðnd. Á þvi hefði áreiðanlega ekki staö- ið, ef hann hefði verið Banda- ríkjamaður. Hlutleysi Svía gagnvart Bandarikjunum, hefur ekki verið það sama og gagn- vart Rússum. En vel má segja að meiri kröfur eru gerðar tit hinna fyrrnefndu. N or ður-N or egur Áhugi Gerhardsens hefur upp á síðkastið einkum beinzt að mengunarmálum og Norður- Noregi, og hefur hann reynt eftír föngum að kynna sér ástandið við þær erfiðu aðstæð- ur, sem þar eru. Þegar hann ferðaðist um Island hafði hann gaman að bera saman það, sem bar hér fyrir augu hans í strjálbýlinu og vandamálin í Norður-Noregi. Margt mátti læra af samtölum við hann þá. Við Islendingar eigum við marg- visleg byggðavandamál að stríða. Þar sem er læknaskort- ur og slæmar samgöngur, er erf- itt að halda fólkinu. Við getum ekki leyst byggðavandamál okkar án rækiiegra rannsókna. Og við getum margt lært af öðr- um þjóðum, ekki sízt Norðmönn um, sem búa I stóru og strjál- býlu landi og eiga fullt í fangi með að halda Norður-Noregi í byggð. Kannski væri ástæða til þess, að við kynntum okkur rækilega athuganir Norðmanna og þær úrbætur, sem þeir hafa I huga til iausnar dreifbýlis- vandamálum sínum. Borgaraleg stefna íslenzkum stjórnmálamönnum hættir til að taka sjálfa sig oí hátíðlega og fæstir þeirra hafa kímnigáfu til að bera. Þeir geta lært af mönnum eins og Ger- hardsen og Erlander. Það skipt- ir ekki máli, hvort menn eru sama sinnis og þeir félagar í stjórnmálum eða ekki. Eins og Erlander benti réttilega á, er jafnaðarstefnan á Norðurlönd- um sprottin úr borgaralegum líberalisma, sem á rætur í frönsku stjórnarbyltingunni. í þeirri borgaralegu hreyfingu eiga allir íslenzkir stjórnmáia- flokkar rætur, nema flokkur kommúnista, Alþýðubandalagið. En þeim hefur tekizt misjafn- lega að laga sig að aðstæðum. Þannig hefur sjálfstæðis- stefnan átt betur við íslenzkt þjóðlíf og orðið íslenzku þjóð- inni öruggara markmið en sú jafnaðarstefna, sem boðuð hef- ur verið hér á landi. Jafnaðar- menn á Norðurlöndum — og þá ekki sízt hér á landi — hafa ailtaf verið boðberar lýðræðis og harðir andstæðingar einræð- is og kommúnisma. Vonandi eiga þeir ekki eftir að sofna á verð- inum. Það er rétt sem forstjóri Norr æna hússins sagði nýlega í norska blaðinu „Dag og Tid“ að Norræna húsið væri orðið eins konar menningarmiðstöð í Reykjavík. Fjölbreytt starfs- semi hefur farið fram á vegum þess. Enginn vafi er á að starf- semi Norræna hússins hefur orð ið til þess að tengja Islendinga traustari böndum við bræðra- þjóðirnar á Norðurlöndum. 1 því skyni var til þess stofnað, og er fagnaðarefni að því mark- miði skuli hafa verið náð. Von- andi á starfsemi þess enn eftir að efla þessi tengsl. Samstarfið við aðrar Norðurlandaþjóðir hefur verið okkur mikils virði. DnciEcn Aðstoðarstúlka óskast í tannlækningastofu. Uppl. í síma 52556 eftir kl. 7.00. Oskum að ráða stúlku í vélabókhald, vélritun og fleiri skrifstofu- störf. — ÆskBegt er að umsækjandi hafi góða vélritunarkunn- áttu, svo og nokkra bókhaldsþekkingu. Eiginhandarumsókn með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, ásamt meðmælum, ef fyrir hendi eru, sendist okkur fyrir 10. október. NATAN & OLSEN hf.. Armúla 8. Teiknistofa — skrifstofuhúsnœði til leigu nálægt Hlemmtorgi. Gólfflötur um 60 fm auk sameiginlegra afnota með verkfræði- stofu að kaffistofu og fundarherbergi. Tilboð sendist afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir 10. nóv. 1971, merkt: „Teiknistofa — 573". Fró Tónlistarskóla Kópavogs Tekið á móti umsóknum frá og með 4.—9. október. Viðtalstími skólastjóra kl. 10—12 f. h. og 3—6 e. h. að Hraun- tungu 31, sími 41401. KENNSLUGREINAR: Píanóleikur, fiðluleikur, sellóleikur, gitar- leikur, flautuleikur, klarinettleikur, trompetleikur og einsöngur. Forskóladeildin er ætluð börnum á aldrinum 6—8 ára og við hana fer fram kennsla i nótnalestri, söng, nótnaskrift og blokk- fiautúleik. SKÓLASTJÓRI. Ford Taunus Tilboð óskast í Taunus 17 M, árgerð 1966, skemmdan eftir veltu. Bifreiðin verður til sýnis að Höfðatúni 4, mánud. 4. okt. Tilboðum sé skilað i skrifstofu vora, Laugavegi 176, eigi síðar en miðvikudag. GINGARFÉLAG ÍSLANDS HF REYKJAVÍK bifreiðadeild. K.F.U.K. VINDASHLlÐ Hlíðarkaffi verður selt í húsi K.F.U.M. og K., Amtmannsstig 2 B, í dag, sunnudaginn 3. október, tFI ágóða fyrir starfið í Vindáshlíð. — Kaffisalan hefst klukkan 3 e. h. — Einnig verður kaffi á boð- stólum eftir samkomuna um kvöldið. Komið og drekkið siðdegis- og kvöldkaffið hjá okkur. STJÓRNIN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.