Morgunblaðið - 03.10.1971, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.10.1971, Blaðsíða 17
SMORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1971 17 Sigurður Nordal Merkasti brautryðjandi í túlkun íslenzkra bókmennta, Sigurður Nordal, varð 85 ára fyrir skömmu. Þá kom út i bókar formi ein hinna merku ritgerða hans um íslenzk öndvegisskáld, þessu sinni Einar Benediktsson. Með skrifum sinum um bók- menntir og menningarsögu hef- ur Sigurður Nordal haft fádœma áhrif á islenzkt þjóðlif, mat og hugsun. Ástæðan er einfaldlega sú, hve skýrt hann sjálfur hugs- ar í verkum sínum og hve oft hann bregður nýju ljósi yfir verk annarra. Mætti skörp sýn hans og virðing fyrir viðfangs- efninu ætíð vera leiðarljós þeirra, sem skrifa um bókmennt ir hér á landi. Nú um stundir er kannski brýnni nauðsyn en oft áður til að bera fram slíka ósk, því að allt of fáir um- gangast bókmenntir á þann hátt, sem sómir, en eru þó sifelldlega að skrifa um þær. Þessir menn eiga erfiðara um vik en áður en Sigurður Nordal hóf brautryðj- andastarf sitt. Þeir verða óhjá- kvæmilega bomir saman við hann. Hann hefur ekki skrifað gagnrýni, heldur bókmenntir. Ekki er hægt að krefjast þess að þeir, sem um bókmennt- ir fjalia, geri það allir á sama hátt og hann. En hægt er að krefjast þess að þeir geri það af sama heiðarleika og hann. Sá, sem skrifar um bókmenntir, lýs- ir sjálfum sér einatt jafnvel og verkinu, sem hann fjallar um. Sú lýsing, sem Sigurður Nordal hefur gefið á sjálfum sér í skrif- um sínum um verk annarra, er engu ómerkari en sú athugun, sem hann hefur gert á verkun- um sjálfum. Ástæðan er sú að hann er sjálfur skáld. Og ekki einasta skáld, heldur einnig merkur brautryðjandi í skáld- skap. Og eins og annað, sem hann hefur skrifað, hefur skáld skapur hans enzt vel. Fornar ást ir vekja athygli nýrra kyn- slóða. Um þá bók var ekki alls fyrir löngu fjallað hér í Morg- unblaðinu og vísast til þess. Sambýli skáldsins og vísinda mannsins hefur áreiðanlega ekki alltaf verið átakalaust í lífi' Sigurðar Nordals, en þess sér sjaldnast stað í verkum hans að það hafi orðið honum til trat- ala. Aftur á móti hefur skáld- ið oft skerpt sýn vísindamanns- ins og vísindamaðurinn dregið úr órum skáldsins. Þannig hafa þeir aukið hvor öðrum þrótt og listræn tök. Ungur skrifaði Sig- urður Nordal um Snorra Sturluson. Það var ekki síður merkileg heimild um höfund Heljar. Aldraður skrifar Sigurður Nordal einstakt rit um Hallgrím Pétursson. Það hefði einnig get- að heitið: Hallgrimur Pétursson varpar ijósi á Sigurð Nordal. Verkið er ekki síður stórmerk heimild um trúarlíf Sigurðar Nordals en Hallgríms Péturs- sonar. Á því eru tvær hliðar eins og öllu, sem einhverju máli skiptir. Sú sem snýr að Sigurði Nordal, og hin sem veit að Hall- grimi Péturssyni. Réttum grasinu hjálparhönd, segir tékkneskt skáld, Holub, á einum stað. Lífsstarf Sigurðar Nordals hefur verið fólgið í því að rétta þeim gróðri hjálpar- hönd, sem oft og einatt hefur átt erfiðast uppdráttar hér á landi, bókmenntunum. Ekki hef- ur veitt af. 1 200 þús. manna þjóðfélagi er það undan- tekning að skáld geti lifað af verkum sinum. Sigurður Nordal hefur gengið svo hart fram i þessu starfi sinu fyrir bók- menntagróðurinn, að hann hef- ur gleymt sinum eigin skáld- skap. Þannig valdi hann ekkert eftir sjálfan sig í Sýnisbók ís- lenzkra bókmennta. Þar er ekk- ert, sem minnir á skáldið Sig- urð Nordal, nema bókin sjáif. Það var skiljanlegt. Nú er það aftur á móti óskiljanlegt, að skáldskapur Sigurðar Nordals, skuli ekki enn vera kominn inn í slíkt sýnisrit. Hvernig væri að gefa bæði honum og íslenzkri æsku þá heitstrengingu í afmæl- isgjöf að bæta úr þessu? Erlander og Gerhardsen Það var merkilegt fram- tak hjá forstjóra Norræna húss- í Reyk ^ I Jí eykjavíkurbréf Laugardagur 2. okt. ins, Ivari Eskeland, að bjóða hingað til lands tveimur norr- ænum stjórnmálakempum, Einari Gerhardsen og Tage Erlander. Fáir stjórnmálamenn hafa sett jafnmikinn svip á þjóð lífið í heimalöndum sínum og jafnlengi. Þeir hafa báðir staðið við stjórnvölinn hvor í sínu landi um langan tíma og markað þá stefnu, sem Noregur og Svíþjóð hafa enn, bæði I innan- ríkis- og utanrikismálum. Báðir njóta þessir öldnu stjórnmála- menn mikils trausts. Gerhard- sen er eini stjórnmálamaðurinn, sem hingað hefur verið boðinn í opinbera heimsókn til forsætis- ráðherra, Bjarna Benediktsson- ar, eftir að hann lét af störfum í Noregi. Þá var minnisstætt að fylgjast með ferðum hans og kynnast þeirri reynslu, sem hann hefur hlotið i stjórnmála- þjarkinu í Noregi. Einar Gerhardsen er grannur vexti, en þeim mun þéttari í lund. Báðir virðast þeir Tage Erlander heldur þurrir á mann- inn við fyrstu sýn, en úr þeim rætist fljótlega vlð nánari kynni. Þeir eiga báðir þroskaða kímnigáfu, eins og vel kom fram á Austurbæjarfundinum á sunnudag. Ógleymanlegt er að hafa séð Tage Erlander standa í ræðustól á Norðurlandaráðs- fundi og tala um samgöngumál á þann hátt, að allur þingheim- ur veltist um af hlátri. Það var mikið afrek, finnst þeim sem með umræðunum fylgdust. Eitt af því, sem vakti hvað mesta kátínu á Austurbæjarfundinum, var samtal þeirra félaga um það, hvort stjórnmálamenn ættu að skrifa endurminningar sínar eða ekki. Eins og kunnugt er, hafa slík skrif tíðkazt, einkum í Bandaríkjunum og Bretlandi, og fara sífellt i vöxt. Sum þessara rita eru með afbrigðum vel skrifuð og varpa skýrara ljósi á marga atburði, en ella mundi vera. Nýlega er komin út í Bret- landi ævisaga Butlers og hefur vakið mikla athygli. Sumir álita verk Harolds Macmillans merk- asta ritið þessarar tegund- ar, sem út hefur komið. En auð- vitað er erfitt að dæma um slíka hluti, sitt sýnist hverjum. Margir mundu t.a.m. nefna rit Churchills eða ævisögu De Gaulles fyrst. Tage Erlander minntist nokkuð á þá ábyrgð að skrifa slíkar endurminningar og kvartaði undan því að minnis- leysi háði stjórnmálamönnum ekki siður en öðrum, þegar setzt er niður og rifjað upp það sem liðið er. Auðvitað er þetta rétt. Mikil vinna er í því fólgin að pæla gegnum heimildir, en að sjálf- sögðu verða slíkar endurminn- ingar ekki skrifaðar án heim- ildakönnunar. Einar Gerhard- sen drap aftur á móti á það, að ef hann hefði ekki verið forsæt- isráðherra og forystumaður þjóð ar um langt skeið, hefði hann litið svo á, að sá, sem því emb- ætti hefði gegnt, ætti að skrifa endurminningar sínar og lýsa skilningi sínum á sem flestu, öðr um og þó einkum sagnfræðingum til glöggvunar. Hann tók und- ir það að minnisleysi væri oft Þrándur í Götu. Þó virðist það ekki há honum, þegar hann skrifar minningar um fangelsis- vist sína hjá þýzku nasistunum í Gríní. Sú bók er í senn mikil- væg heimild um þann blóðuga tíma og merkileg lýsing á merki- legum manni, Einari Gerhard- sen sjálfum. NATO Þegar norski sjónvarpsmað- urinn Per Heradsveit, sem stjórnaði umræðunum í Austur- bæjarbíói á einkar geðugan en ákveðinn hátt og skapaði skemmtilega stemmningu í saln- um, spurði um Atlantshafsbanda lagið og landvarnamál, var helzt á Tage Erlander að heyra að erfitt hefði verið að stofna varnarbandalag Norðurlanda- þjóða, og þá ekki sizt vegna tortryggni stórveldanna. Einar Gerhardsen sagði aftur á móti að líklega hefði bezta lausnin, sem til var, fengizt á þessum málum, þ.e. sú að Nor- egur, Danmörk og Island hefðu gengið í Atlantshafsbanda- lagið, Finnland gert eins konar samkomulag við Sovétríkin um sin utanríkismál og Svíar hald- ið við hlutleysisstefnu sina. Það hefði sýnt sig að stofnun Atl- antshafsbandalagsins, hefði ver ið rétt. Það hefði ekki brugðizt hlutverki sinu. Hann benti á að engin þjóð i Evrópu hefði glat- að frelsi sínu frá því að Atlants- hafsbandalagið var stofnað, nema e.t.v. Grikkir. Atlantshafs- bandalagið var stofnað í því skyni að hefta framsókn komm- únismans í Evrópu. Það hefur tekizt, enda þótt rauði herinn hafi barið niður frelsisþrá fólks ins í Austur-Evrópulöndum, ruðzt bæði inn í Ungverjaland og Tékkóslóvakíu, sem nú er hernumin, og kæft uppreisn i Austur-Þýzkalandi í blóði. Segja má að ekkert bandalag hafi staðið eins rækilega við fyrirheit sín og Atlants- hafsbandalagið. Einar Gerhardsen benti á að Danir og Norðmenn hefðu í sið- ustu styrjöld séð svart á hvitu að hlutleysisstefnan dugar þeim ekki. Sú reynsla var bitur og dýrkeypt og hún hefði m.a. átt þátt í því, að þessar þjóðir ákváðu að treysta öryggi sitt með þeim hætti, sem þær gerðu. Islendingar stigu einnig það heillaspor að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu. Þeir höfðu einnig séð að hlutleysi varnarlausrar, litilsmegandi þjóðar var einskis virt. Af þeim sökum óskuðu þeir eftir því, að varnarbandalag vestrænna þjóða tryggði öryggi þeirra. Atlantshafsbandalagið er bezta trygging fyrir sjálfstæði Islands, eins og nú háttar í heiminum. Það er íhugunarefni fyrir ís- lenzku þjóðina, hve gáleys- islega núverandi stjórnarherrar kasta þessu fjöreggi á milli sín, enda eru sumir þeirra áhang- endur og boðendur þeirrar kommúnistísku ofbeldisstefnu sem Atlantshafsbandalaginu er ætlað að halda i skefjum. Þessi framkoma verður vonandi ekki til þess að veikja þjóðfrelsi Is- lendinga. 1 samtali sem einn af blaða- mönnum Morgunblaðsins átti við Einar Gerhardsen, áður en hann fór heim aftur, var hann spurður að þvi, hvort hann teldi að það mundi veikja varn- ir Atlantshafsbandalagsins, ef bandaríska varnarliðið væri lát ið fara af íslandi. Auðvitað fór Gerhardsen varlega í sakirnar, því að það er ekki venja stjórn- málamanna lýðræðisríkjanna að skipta sér af innanríkismálum annarra landa. Þó sagði hann að það mundi auðvitað veikja Atlantshafsbandalagið hern- aðarlega, en bætti við að Norð- menn skildu íslendinga, vegna þess að þeir hefðu ekki sjálfir viljað hafa erlendan her í sínu landi á friðartímum. Ef íslend- ingar veikja Atlantshafsbanda- lagið hernaðarlega, brjóta þeir skarð i varnarvegg vest- rænna þjóða. Það má aldrei verða. Þvi er nauðsynlegt að fara að öllu með gát og endur- skoða varnarsamninginn með það eitt fyrir augum að styrkja varnarvegginn, en veikja hann ekki. Vafalaust má fara ýmsar leiðir í þeim efnum, en alls ekki þá, sem freistað gæti þeirra rauðu dreka, sem nú umkringja Island I æ rikara mæli, eins og kunnugt er. Hitt er svo annað mál að íslendingar hafa enga löngun til þess að hafa her í landi sínu á friðartímum frekar en aðrar þjóðir. Þeir hafa gert það af illri nauðsyn, ef það er þá „ill nauðsyn" að tryggja ör- yggi Islands og efla lýðræðis- viðleitni í vestri. Þeir veita að- stöðu í Keflavik, til þess og að svo geti orðið. Við getum ekki haft eftirlit með rússnesk- um kafbátum, flugvélum eða herskipum. Þessi störf verður Atlantshafsbandalagið að inna af hendi, þó að Islendingar geti vafalaust tekið meiri þátt i þeim i framtíðinni, en verið hefur. Betri tímar Merkilegt var einnig að hlusta á Einar Gerhardsen og Tage Erlander lýsa því, af hverju þeir hófu baráttu sína fyrir betra lífi fólksins í lönd- um sínum. Lýsing Erlanders á fá tæktinni í Sviþjóð, þegar hann var ungur, var átakanleg. Sá, sem kynnzt hefur sliku, getur ekki haldið að sér höndum, ver- ið hlutlaus. En nú eru breytt- ir tímar, sem betur fer. Fátækt- inni hefur að mestu verið út- rýmt á Norðurlöndum. Það er mikið afrek. Þá er að hefja bar- áttuna á öðrum vígstöðvum, eins og Tage Erlander benti á. Nauðsynlegt er að rétta þeim hjálparhönd, sem hafa orðið ut- angarðs í lífinu, einhverra or- saka vegna. Kemur margt til, sjúkdómar, eiturlyf, örkuml o.s.frv. Er þess að vænta að stjórnmálamenn snúi sér i síauknum mæli að þvi að bæta hag þessa fólks. Þar geta skól- arnir einnig unnið gagnlegt starf. Ef þeir bregðast hlutverki sínu, geta þeir aftur á móti bor- ið ábyrgð á ógæfu annars efni- legra unglinga. Um þau mál hef- ur verið fjölyrt hér í blaðinu árum saman, vonandi með ein- hverjum árangri. Eitt er nauð- synlegt: að allir leggist á eitt um að koma i veg fyrir að ís- lenzk æska verði eiturlyfjum að bráð. íslenzkir stjórnmálamenn ættu að huga rækilega að því. Samtök unga fólksins, og þá ekki sízt stjórnmálasamtökin, ættu að vera vel á verði i þeim efnum, og gera ályktanir, sem hvetja fólk til árvekni andspæn is eitrinu. Sjálfstæð stefna Á fundinum i Austurbæjar- bíói var minnzt á svokallað hlutleysi Svía, sem mörgum hef- ur þótt einkennilegt upp á síð- kastið. Tage Erlander var m.a. spurður um það. Hann sagSi að Svíar hefðu viljað efla sjálf- stæða stefnu smáþjóðanna. Auðvitað eiga smáþjóðirnar að hafa sjálfstæða stefnu. En hvernig væri þá að hjálpa und- Framhald á bls. 2®.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.