Morgunblaðið - 03.10.1971, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.10.1971, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1971 25 fclk í fréttum TÝNIST EKKI I FJÖLDANUM Joan Kennedy, kona Ed- wards Kennedy, hefur oftar en einu sinni vakið athygli fyr- , ir frjálslyndi í klæðaburði. 1 þessum klæðnaði kom hún til opnunar John F. Kennedy listahússins í Washington á dögunum og fleiri en einn og fleiri en tveir sneru sér við til að horfa á hana. ÓHEPPINN PUTTA- FUAKKARI Gamalt fólk af eiliheimili í Pitsea í Englandi var i skemmtiferð í hópferðabíl, þeg XXX HCN SÉR FYRIR HORN Án þess að snúa sér við, get ur þessi stúlka séð al'lt, sem genist fyrir aiftan hana. Með þessari „sjónslöngu" er hægt að sjá fyrir horn, en hingað til hefur orðtakið „að sjá fyrir horn“ aðeins verið notað um rangeygt fólk!! Þetta er þýzk uppfinning (ekki stúlkan) og er einkum ætluð til tækni- og vísindalegra nota, en ekki til einkanota. Líklega er þetta of dýrt gaman fyrir almenning. ar það sá skyndilega mann ræna veski af konu nokkurri. Einn af gömlu mönnunum í bílnum stökk út óg reyndi að grípa þjófinn, en misstí af hon um í mannþrönginni. I rúm- an hálftíma ók bíllinn svo um bæinn til að reyna að finna þjófinn aftur, en án árangurs — þangað til að hinir árvök- ulu eiliheimilisbúar sáu hann allt í einu aftur á gangstéttinni þar sem hann veifaði hendi og reyndi að fá far með bílum. Auðvitað fékk hann strax að sitja í hópferðabílnum og fyrir öryggis sakir flýttu tveir gamlingjar sér að setjast ofan á hann — og svo var ekið beint á lögreglustöðina. XXX UNGFRCr BRETLAND Carolyn Moore er 19 ára göm ul Cheshire-stúlka og nýkjörin ungfrú Bretland. Okkur er tjáð, að þessi mynd hafi verið tekin á flugve!li i Lundúnum, þar sem stúlkan hafi beðið eftir flugferð til eyjanna í Ermarsundi !!! XXX NAUDSYNLEG NEKTARTRYGGING Fjórar listamannafyrirsætur í listaskóla í Sheffield í Eng- landi hafa krafizt þess að fá sjúkratryggingu, en þessar fyr- irsætur gengu nýlega i stéttar- félag. Segja þær, að þegar þær neyðist til að sitja fyrir naktar tímunúm saman í mi'klum drag súg, fái þær kvef, hálsbólgu og aðra sjúkdóma í hálsinn — og á aðra staði likamans. XXX LATIR, SLAPPIR LÆKNAR I læknatímariti var því hald- ið fram, að af 23 þúsund laékn- um I Englandi væru margir verr á sig komnir líkamlega en sjúklingar þeirra, því að þeir lifðu of góðu lífi og borðuðu og drykkju of mi'kið. Þeir reyktu lika, og færu ferða sinna í bílum í stað þess að ganga og þess vegna yrðu þeir of feitir og fengju alls konar sjúkdóma og sóttir. XXX XXX XXX NAUTIÐ Á STRÖNDINNI Spánverjar eru vanir að sjá nautin á þeim stöðum, sem þeim finnast réttastir: 1 nauta- XXX atshringnum. En á hinni árlegu nautaatshátíð í Candas, sem er baðstrandarstaður, er nautun- um sleppt lausum á strönd- XXX inni. Hér sést ungt naut ásamt tveim áhugamönnum um nauta at í sjónum við Candas. — fU — Sölumaður óskast til að selja egg, ekki eldri en 40 ára. -- JÍMf -- Stúlkur óskast í símastörf í heimahúsum. 150 kr. byrjunar kaup á tímann. Verða að hafa einkarödd og viðfelldna síma. — Jfa — Stúlka óskast til að hreinsa og aðstoða tannlækni. — sLf — Sjúkrahús óskar eftir for- stöðukonu — barlkyns eða kven kyna — Kbf — Ég verð að fá vinnu. Er 32 ára gamall, gáfaður, en giftur. — t — Vil skipta á kvöldkjól, sem hefur aðeins eiinu sinni verið notaður, og barnavagni. — fi*t — Tilkynning. Ég á hana, sem galar klukkan 4 á morgnana. Vil skipta á honum og hana, sem galar kl. 5 á morgnana. — MLf — Til sölu: Tveir stórir kopar- pottar, 25 metrar af koparleiðsl um, 97 pottflöskur, 50 kíló af sykri, 35 kíló af korni. Selst ó- dýrt, þarf að lifa af þesaum peningum á meðan maðurinn minn situr i fangelsi, ranglega dæmdur fyrir að vera bruggari. — st* — Gieraugu með mjög þykkutn glerjum hafa tapazt. Finnandi vinsamlegast auglýsi þau með mjög stóru letri. — rk* — Tapazt hefur blekpenni frá manni, sem var hálffullur af bleki. — Skf — Tapað: Brúnt seðllaveski á ára hátíð skozka félagsins. Mjög, lítil fundarlaun. '

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.