Morgunblaðið - 03.10.1971, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.10.1971, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1971 19 AUKIÐ ÞEKKINGU YÐAR Lesið Frjálsa Verzlun. Þar fylgist þér með atvinnu-, viðskipta- og efnahags- lífinu og fjölmörgu öðru úr mannlífinu innanlands og utan. Nú þegar eru komin út 9 tölublöð af Frjálsri Verzlun á þessu ári, — ásamt einu fyigiriti. í þessum blöðum hefur verið fjallað um stjórnmálaflokkana og ýmis innri mál þeirra, aðgerðir ríkisstjórnar og þings, skattamál, efnahagsmál, banka- mál, viðskiptamál, byggðaþróunarmál, atvinnumál, menntamál, niðurgreiðslur, húsahitun, togaraútgerð, sölumennsku, starfsemi erlendra sendiráða á íslandi, lífeyrissjóði, húsnæðismál, iðnaðarmál, sjávarútvegsmál, ferðamál, veitinga- rekstur, tízkuna, fatahönnun, fjárfest- ingarlánasjóði, byggingariðnað, kjöt- iðnað, fiskiðnað . . . fjölmörg erlend mál og m. m. fleira. Þá hafa einnig verið sérstök viðtöl við Magnús í Pfaff, Öskar í Sunnubúðinni, Ertend Einars- son í SÍS, Ingimund í Heklu, Bjarna Braga í Efnahagsstofnuninni, Árna Árnason í BTB, Birgi í Verk, Gunnar í Frigg og Sveinbjörn í Kothúsum. Frjáls Verzlun kemur út mánaðarlega, sem fjölbreytt frétta -og viðskiptatíma- rit — og er eingöngu selt í áskrift. Frjáls Verzlun er mest lesna trmarit á íslandi. ÁSKRIFTASIMINN ER 82300 9. tölublað Frjálsrar Verzlunar er ný- komið út, 88 síður að stærð. Á efnisyfirlitinu eru 31 atriði, m, a.: Viðskiptamálin vanrækt? Niðurgreiðslur hafa þrefaldazt. Lyfjasalan 350 mitljónir. Sala olíufélaganna 2.222 milljónir 1970. 20.000 minkaskinn á næsta ári. Selfyss- ingar byggja mikið. Fjárfestingarfjár- magn EBE freistar. Pólverjar aðstoða V-Þjóðverja. Bandarikjamenn og Jap- anir kasta boltanum á milli sín. Vinstri sameining, á úreltum forsendum. Verð- lagseftirlitið kostar 10 milljónir. Átt- hagafjötrar úr nýjum efnum, embættis- mannakerfið gegn einstaklingnum. Tveggja milljarða mál, útbætur í holl- ustuháttum fiskiðnaðarins. Stórátak framundan í hraðfrystiiðnaðinum. Mis- munandi ástand hjá hraðfrystihúsun- um. Samtíðarmaður Sveinbjörn í Kot- húsum í Garði. Starfsþjálfun, SAS Training School. Kristnisjóður. Ungt fólk að störfum. Á markaðnum, ritvélar. Um heima og geima, léttleiki. Frá ritstjórn. Þér getið valið uni reynzluáskrift í 3 mánuði og fasta áskrift. FRJÁLS VERZLUN r Utgefandi: Frjálst framtak hf. Suðurlandsbraut 12 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.