Morgunblaðið - 13.11.1971, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1971
13
Gar ðy r k j umaður inn
í myndlistinni
Spjallad við Karl Kvaran,
listmálara, sem nú sýnir
í Bogasalnum
KARL Kvaran, listniálari
sýnir um þessar rnundir í
Bogasal Þjóðminjasafnsins.
Valtýr Pétursson, listgagn-
rýnandi Morgunblaðsins telur
sýninguna stórmerkilegan við-
burð í listalífi Reykjavíkur,
sem enginn ætti að láta fram
hjá sér fara. „Góð listaverk",
segir Valtýr, „eru engin tízku-
fyrirbæri og eiga sér hljóm-
grunn á öllum tímum, í hvaða
formi sem er.“
Við hittum Karl Kvaran á
vinnustofu hans nú i vikunni.
Fuilyrt var í okkar eyru að
vinnustofa Karls væri
minnsta vinnustofa listmálara
á íslandi og er það ekki
ósennilegt, þvi að hún er að-
eins 9 fermetrar og undir
súð. Þess vegna getur Karl
vart athafnað sig, nema í
helmingi stofunnar. Valtýr
sagði, að æskilegt gæti verið
að Karl málaði stærri mynd-
ir — hin einfalda viðkvæma
lína myndi njóta sin í stærri
myndfleti og því spurðum
við Karl, hvort hann hygðist
fara út í þá sálrna, að mála
stærri myndir.
— l>etta er rétt hjá Valtý,
— segir Karl Kvaran. Mynd-
imar myndu fá meiri slag-
kraft ef þær yrði stærri, en
í þeim efnum setur vinnustof-
an mér skorður. En ég legg á
það rika áherzlu að myndirn-
ar séu einfaldar, með því held
ég að mynd verði áhrifameiri.
Allt hik og undanbrögð, alit
sem er hér um bil — er að
minu viti mikill óvinur list-
arinnar. Ætli maður t. d. að
draga bogna línu verður hún
að vera skýr og hið sama á
við um beinar línur. Ekki svo
að skilja, — segir Karl og
brosir við, að menn hafi ekki
gert góðar myndir án þessar-
ar afstöðu, en ég tel að ekki
sé unnt að semja við formið
— þar eru engin undanbrögð
til, engir samningar, þá fer
allt i vitleysu. Tiltækt dæmi
um þetta er t.d. Alþýðuflokk-
urinn, sem alltaf er að semja
við kerfið og hefur svo týnt
upphaflegu stefnumarki. Hið
óákveðna í lit og formi heid
ég að sé skandinaviskt fyrir-
bæri. Danska pallettið er t.d.
frekar afstöðulitið og grátt.
— Hvernig á þá mynd að
vera að þínu áliti?
— Það skiptir miklu máli
við gerð myndar, — segir
Kari, hagræðir sér i stólnum
og kveikir í sígarettu, — að
myndin sé ekki ofhiaðin af
formi og Iit. Ekkert má vera
í myndfletinum, sem hefur
litla sem enga þýðingu. Á
þann hátt held ég að íáist
mestur slagkraftur í myndina.
í>að skapast að sjálfsögðu
mörg vandamál, þegar mynd
er máluð og listamaðurinn
verður að einbeita sér mikið.
Að mála mynd er kannski
líkast því að fara i gönguför.
Maður gengur og veit ekki
hvað við tekur á bak við
næsta hól. Blár litur kallar
á andstöðu, orange. Maður
verður að sætta litina — já
eða þá skiija við þá í ósátt.
— Það hlýtur að vera mjög
misjafnt, hve marga liti mál-
arar ráða við?
— Vissulega. Ásgrímur t.d.
hafði yfir að ráða mjög stór-
um litaskala. Snorri Arin-
bjamar notaði liti, sem eru
mjög hættulegir og aðrir mál
arar hafa sniðgengið. En
Snorri gerði þeim meistaraleg
skil.
— Upp úr hverju er mynd-
listin sprottin?
— Ég veit það ekki, — seg-
ir Karl og hugsar um stund.
Stundum finnst mér bara
eins og ég sé garðyrkjumað-
ur og list min sé eins og tré,
sem vex upp í loftið. Ég ber
bara á eða vökva. í þessum
garði er einnig Herbin, sem
var einhver stórkostlegasti
brautryðjandinn í geometr-
iskri abstraktlist. Þó held ég
að list okkar sé ekkert skyld,
en I verkum hans er þó einn-
ig þetta klára, tæra, sem ég
leitast við að finna.
— En er ekki, Karl, ab-
straktformið að mestu að
hverfa nú á dögum?
— Ég veit það ekki og er
því ekki svo kunnugur. Mér
finnst alltaf hafa ríkt sá mis-
skálniingur meðal listamanna,
að mynd þurfi að segja sögu.
Hins vegar má ekki skilja orð
min svo að mynd geti ekki
verið af atburði. Ekki er
unnt að líta fram hjá klass-
isku málverkunum, sem
gömlu meistaramir gerðu á
myndrænan og listrænan
hátt. En manneskjan hefur að
mestu horfið úr myndum á
20. öld, a.m.k. ber mun minna
á henni.
— Hvers vegna er það,
Karl?
— Ég held að það sé af-
leiðing af verkum fyrri mál-
ara. Cezanne málaði myndina
af garðyrkjumanninum á ár-
unum 1905 til ’06: Hún var þá
á þeim tima mjög óvenjuleg.
Hann færði litinn úr skyrt-
unni yfir i bakgrunninn og
vann meir úr myndfletinum
en áður hafði tiðkazt. Kúbist-
arnir áttu einnig mikinn þátt
í þessari umsköpun. Þannig
hefur þetta þróazt og hið
hlutlæga hefur íjarlægzt
pfl
■nj:
* \ ■ y
...
f * t * « ■* í f K&í
í? ít * c.
Karl Kvaran i vinnustofu sinni.
Ljósm.: Sv. Þorm.
myndina. Þessar breytingar
verða kannski fyrir áhrifum
af umhverfinu, en áhrifin eru
þó gagnkvæm held ég.
— Hvað um málarann og
þjóðíélagið?
— Margir góðir málarar
vinna fullan vinnudag og
sumir hverjir vinna kannski
að list sinni eftir að hafa
lokið fullum vinnudegi. Mál-
ararnir eru einn hiekkur i
þjóðfélaginu, stétt á meðal
stétta og þjóðfélagið sjálft er
ekki sterkara en veikasti
hlekkurinn. Það lifir enginn
málari á því að mála í dag.
Hann þarf að halda sýningar
og koma verkum sínum á
íramfæri. Hann þarf að selja
til þess að geta liíað mann-
sæmandi lifi. Sem dæmi um
málara, sem vinnur fullan
starfsdag við önnur störf en
listmálun má nefna Jóhannes
Jóhannesson, einn okkar
beztu málara. Hann vinnur
við silfursmíði ailan daginn.
— Finnst þér þá eitthvað
vanta í þjóðfélagið. Einhvern
markað, þar sem listmálarar
Framhald á Ms. 21
Bókagjöf til
Heimavistar-
skólans í
Örlygshöfn
Skólanum hefir nýlega bor- l
izit gjöf til minningar um /
Kristjáii Júlíus Kristjánsson *
frá Efri-Tungu i Örlyigshöfn, i
gefin af eftiriifandi konu hans /
frú Dagbjörtu Torfadóttur, T
börnum þeirra hjóna og f jöl- ^
skyldum þeirra.
Gjöfin er rit Daviðs Stef- 1
ánssonar í litlum haglega
gerðum skáp með áletraðri
silfurplötu. Skápinn smíðaði
hagleiksmaðurinn Friðgeir
Kristjánsson einn af gefend-
unum.
Kr. Júl. Kristjánsson eins
og hann skrifaði sig, var i
fjölda mörg ár barnakennari
í Rauðasandshreppi, átti
lengst af sæti í skólanefnd,
og 'léft sér mjög annt um
fræðslu- og félagsmál sveit-
ar sinnar. 1
Kr. Júl. Kristjánsson lézt i
á síðastliðnu ári þá 74 ára, l
en umrædd gjöf er gefin i /
tdlefni sjötugasta og f'immta I
afmæíLisdags hans.
Skólanefndin, fyrir hönd
skólans og hreppsbúa, þakk-
ar hér með gefendunum inni- í
lega góðan hug tii skódans
og þessa skemimtilegu og kær
komnu gjöf, sem er fyrsta
bókagjöfin tid þessa skóla.
MEÐMÆLI ÞEIRRA SEM
NOTAÐ HAFA GRENNINGARFÖTIN
ER YÐUR GÖÐ TRYGGING
Þessum augljdsa áranflrt
náði frú O. Christensen.
V.N., vegna notkunar á
hinum einstæðu D. I.-
GRENNINGARFÖTUM.
Og árangrinum náði hún
eftir aðeins 7 mánaða
notkun.
D. 1. GRENNINGARFÖT gera nú öllum kleift að grenna sig,
og það á þeim stöðum ííkamans, sem hver og einn þarfn-
ast. Hið vandaða og sérframleidda efni, sem í fötunum er,
orsakar útgufun líkamans og kemur starfsemi hans af stað.
Vatnið í yztu vefjum líkamans leítar út. Með þessu nást
offitulög í burtu, en þó aðeíns þar sem grenningarfötin eru
notuð. Vellíðan yðar og öryggl eykst við að grennast. Fimm
mismunandi grfennlngarföt gefa yður kost á að grenna þá
staði líkamans, er þér óskið.
EINFÖLD NOTKUN: Klæðist fötunum í 1—2 klst dagtega
eða meðan þér sofið.
Frú D. J„ Randers, hefur losnað við 16 kg á 1% mánuði og skrifar:
,.t>að var gleðidagur f lífi mfnu, þegar ég gat aftur notað kjól nr. 40.
Áður komst ég með naumindum I kjólastærð 46.'*
„Vínkona mfn maelti með grennfngarfötunum við mig vegna þess góða
árangurs, sem hún h.'aut við notkun þeirra."
Frú M. H. Nordborg.
„Á föstudaginn var kom pönlun mfn á grenningarfötunum til min.
gerð A og D. Ég hef á þessum þrem dögum létzt um 2 kg.“
Frú H. E. Amot, Noregi.
„Ég hef losnað víð 3—4 kg fyrir ofan mitti á einum mánuði."
Frú. I. C. FjeHeröd.
„Ég hef séð grenníngarfötin hjá vínkonu minni og sá líka, að hún hefur
grennzt, þess vegna vrl ég lika reyna.*'
Frú M. N., Silkeborg.
„Ég maeli með grenníngarfötunum.M
Frú J. T. B., Aarhus.
Frú M. Tímrfng, Herning, Danm., sagði í simtali: „Ég er fjórum cm
grennri um mittið eftir eina viku.“
„Ég v*f hér með þakka fyrir hin einstöku grennlngarföt. Á þrem mán-
uðum hef ég grennzt um 12 kg.“
Frú M. H., Grindsted.
Vinsamlegast sendið með litmyndabækfing yðar og
nánari upplýsingar um D. I. GRENNINGARFÖTIN mér
að kostnaðarlausu og án skuldbindinga frá mmni
háffu.
Nafn:
HEI MAVALR8®8ht39