Morgunblaðið - 24.11.1971, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.11.1971, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1971 Hva5 felst i málefnasamningnu m um varnarmálin?: Þ j óðin á kröfu á skýringum — sagði Geir Hallgrímsson í þingræðu í gær Fyrri reisn í medferð utanríkismáia ekki haldið Miklar umræður um skýrslu utanríkisráðherra MIKLAR umræður urðu á Alþingi í gær um skýrslu þá um utanríkismál, sem Einar Agústsson, utanríkisráðherra, flutti á Alþingi í gær. Hófust umræður eftir hádegi í gær og stóðu enn um miðnætti. Umræður þessar mótuðust fyrst og fremst af varnarmál- unum og kröfum talsmanna Sjálfstæðisflokksins um að ríkisstjómin og einstakir ráð- herrar gerðu grein fyrir því, hvað I málefnasamningi stjórnarflokkanna fælist varð amdi varnarmálin. 1 ítarlegri ræðu vakti Geir Hallgrímsson athygli á því, hve orðalag á málefnasamn- ingi stjórnarflokkanna um varnarmálin er óljóst og sagði, að bæði Alþingi og þjóðin ættu kröfu á því að fá frekari skýringar á því, hvað í þessum málefnasamn- ingi fælist. Hver er skoðun hvers stjórnarflokksins um sig, sagði Geir Hallgrímsson. Hver er skoðun hvers ráð- herra fyrir sig? Hér fer á eftir frásögn af umræðunum fram að kvöld- mat, en nánari grein verðiur gerð fyrir umræðunum í gærkvöldi í Morgunblaðinu á morgun. Einar Ágústsson, utanrikisráð- herra, gerðli í upphali máls sins grein fyrir ákvæðum málefna- samnlngs stjórnarflokkanna um ufcanríkismál, en vék síðan að starfseml Sameinuðu þjóðanna og varði nokkrum hluta skýrslu sinnar til þess að ræða ástand mála í þeim hlutum heimsins, þar sem mestur vandi steðjar að Ihöndum. Þá minntist hann á sam- komulag fjórveldanna um Berlin og taldi, að þar hefði milldia Gordliionshnútur verið leystur og vekti samkomulagið vonir um að það gæti orðið til þess að draga enn verulega úr spennunni millí austurs og vesturs. VTÐRÆÐUR VTÐ EBE Hann ræddi almennt um starf- semi Atlantshafsbandalagsins, en kom síðan að viðræðum Islend- iniga við Efnahagsbandalag Evrópu og sagði: „Fyrrverandi ríkisstjórn hóf eins og kunnugt er seint á ár- inu 1970 könnunarviðræður við E finahagsbandalag Evrópu um viðskiptatengsl vegna væntan- legrar inngöngu nýrra þjóða í bandalagið. Þrjú af aðildarrikj- um Fríverzlunarbandalags Evr- ópu (EFTA) — Bretland, Dan- mörk og Noregur — höfðu þá leitað eftir fullri aðild að Efna- hagsbandalaginu, og allar hinar EFTA-þjóðimar hófu könnunar- viðræður við bandalagið í þeim tilgangi að tryggja viðskiptahags muni sína við þær breyttu að- stæður, sem sköpuðust við stækk un Efnahagsbandalagsins. Siðan hafa þessi mál þróast þannig, að aðildarviðræður ofan- greindra þriggja ríkja eru nú á lokastigi og flest vandamálanna hatfa verið lieyst. Fiskveiðilögsag- an er viðkvæmasta málið, sem enn er óútkljáð í samningavið- ræðunum. Á það einkum við um Noreg, Bretland og Irland, sem einnig hefur sótt um aðild. Hvað Dani snertir eru einniig þar fyr- ir hendi nokkur vandamál að því er tekur til fiskveiða við Fær- eyjar og Grænland. SteÆna Efnahagsbandalagsins í fiskimálum miðast við þrönga fiskveiðUögsögu og ákvæði um, að aðildarrikj unum sé heimilt að stunda fiskveiðar innan Xand- helgi hvers annars. Bandalagið hefur að vissu marki viðurkenn sérstök vandamál umsækjenda- landanna varðandi fiskveiðar og gert tillögur um sérréttindi strandríkja tU veiða í eigin land- helgi, sem yrðu á tUteknum tima rýrð á þann hátt, að önnur að- Udarriki fengju smám saman aukinn rétt til fiskveiða innan landhelgi þeirra. Umsækjenda- löndin hafa nú nýlega eindregið hafnað þessari tiUögu Efnahags- bandalagsins. Ógerlegt er á þessu stigi að segja fyrir um, hvort þessi ágreiningur geti komið í veg fyr- ir samninga þessara ríkja, þá einkum Noregs, við Efnahags- bandalagið um aðUd, en þar sem mikið er í húfi, verður án efa lögð rík áherzla á málamiðlun. Eftir könnunarviðræður Efna- hagsbandalagsins við þau EFTA- ríki, sem ekki sækja um aðild — þ.e. Austurríki, Finniand, Island, Portúgal, Sviþjóð og Sviss — lét framkvæmdastjórn bandalagsins frá sér fara skýrslu um niður- stöður viðræðnanna. 1 þessari skýrslu er viðurkennt það sjón- armið, að Island hafi sérstöðu og þyrfti hugsanlegur samningur við Island ekki aðeins að ná tU iðnaðarvara, heldur líka tU sjáv- arafurða. Hins vegar er í skýrsl- unni talið erfitt að samþýkkja fríverzhuri fyrir íslenzkar sjávar- afurðir ,en gefið í skyn, að tU greina komi veruleg toMalælkk- un á ísfiski og að semja mætti sérstaklega um toUfrelSi og lág- marksverð á freðfiski á svipaðan hátt og gert var innan EFTA. Eins og er þá er tollfrjáls inn- flutningur tU Efnahagsbandalags rikjanna á nýrri og frystri síld, saltfiski og skreið. I skýrslunni er jafnframt gert ráð fyrir sama aðlögunartíma fyrir Island og í EFTAsamn- ingnum, þ.e. tU 1. janúar 1980. Athugasemdir eru ekki gerðar við það, að innflutnmgshöft á oU- um og bensíni haldi áfram eins og nú er, og engar tillögur eru gerðar varðandi atvinnurekstrar- réttindi bandalágsríkjanna á Is- landi. Á grtmdvelU áðumefndrar skýrsiu framkvæmdastjómarinn- ar hefur ráð bandalagsins undan- farið unnið að því að ganga frá drögum að samningsumboði vegna fyrirhugaðra samninga við þau EFTA-ríki, sem ekki sækja um aðUd, um framtíðarsamband þeirra við hið stækkaða banda- lag. Ráðherraráð bandalagsins tók afstöðu til þessa samnings- umboðs á fundi 8. þ.m., en endan- leg ákvörðun mun ekki verða tekin fyrr en 29. nóvember nk. Drög samningsumboðsins hafa að vísu enn ekki verið birt, en vitað er, að í því eru ákvæði um tengsl miUi tilboðs Efnahags- bandalagsins um tollaivilnanir á sjávarafurðum og réttinda banda lagsþjóðanna tU fiskveiða á Is- landsmiðum. Ég tei mjög miður, að þessum málum skuU blandað saman í samningsumboðinu. Fer tæpast á miili mála að það er í þeim tilgangi gert að hafa áhrif á Islendinga tU undanhalds í land helgismálinu, stærsta hagsmuna- máli þjóðarinnar. Ríkisstjórnin hefur lýst yfir þvi, að hún muni leiita samniniga við Efnahagsbandalagið um gagn kvæm réttindi í tolla- og við- skiptamálum og mun því stefna að þvi, að ná fríverzlunarsam- komulagi við bandalagið fyrir bæði iðnaðarvörur og sjávaraf- urðir. Ég skal ekki draga úr mikil- vægi þess, að ná samningum við stækkað Efnahagsbandalag um viðskipti til að tryggja sam- keppnisfæran útflutning okkar til þessara landa og viðhalda eðli- legum og hefðbundnum viðskipt- um við þessar nágrannaþjóðir. Ég vil hins vegar minna á, að við kaupum miklum mun meira af þessum löndum heldur en við seljum þeim og munum ekki sætta okkur við neina nauðung- arsamninga, né gera landhelgi Islands að verzlunarvöru. Á ráðherrafundi EFTA-rikj anna fyrr í þessum mánuði til- kynnti Bretland úrsögn sina úr EFTA miðað við 1. janúar 1973. Brezka stjórnin gerir þannig greinilega ráð fyrir aðild að Efnahagsbandalaginu frá sama tíma, í kjölfar atkvæðagreiðslu í brezka þinginu í lok október sl.p er ótvíræður vilji þingsins um „inngöngu i Evrópu“ kom fram. Norðmenn og Danir hafa enn ekki tilkynnt úrsögn, en það verður fyrirsjáanlega gert fljót- lega, ef ákveðið verður um að- ild þeirra að Efnahagsbandalag- inu. Sú spurning vaknar því óhjá- kvsemilega, hver verði örlög EFTA, ef þessir þrír máttar- stólpar samtakanna fara úr þeim. Rætt hefur verið um það í EFTA-ráðinu að undanförnu án þess að endanlegar niðurstöður hafi fengizt, á hvem hátt EFTA yrði leyst upp og hvaða skipan gæti orðið á viðskiptasamstarfi þeirra rikja, sem eftir yrðu, bæði innbyrðis og við stækíkað Efnahagsbandalag. Hver svo sem sú niðurstaða verður, er ljóst, að það samstarf verður aldrei nema svipur hjá sjón,“ VARNARMÁLIN I þeim kafla skýrslunnar, sem fjallaði um viðhorfin í varnar- málunium, sagði utanríkisráð- herra: „Þessu næst vil ég víkja með nokkrum orðum að varnarmál- um Islands. Eftir nær óslitna dvöl erlends herliðs á Islandi í um 30 ár virð- ist mér það ekki óeðlileg ósk lít- illar .vopnlausrar þjóðar, sem ný- lega fékk fullveldi, að lifa ein i landi sínu. Ég efast ekki um, að þjóðemiskennd Islendinga er enn það' sterk, að þeir sætta sig ekki við varanlega setu erlends herliðs í landinu. Af þessum sökum hefur rikis- stjómin í málefnasamningnum álýktað, eins og áður greinir, að varnarsamningurinn við Banda- ríkin skuli tekinn til endurskoð- unar eða uppsagnar í því skyni að varnariiðið hverfi brott frá Islandi í áföngum. Skal að því stefnt, að brottför vamarliðsins eigi sér stað á kjörtímabilinu. I málefnasamningnum er einnig sagt skýruim stöfum, að Island verði að óbreyttum aðstæðum áfram í NATO. Sú ákvörðun leið- ir augljóslega af sér ýmsar skuldbindingar, sem óhjákvæmi- legt er að standa við og verður það gert. Ríkisstjómln telur hins vegar ekki að þátttaka íslands í AtlantshafsbandalaginiU skuld- bindi okkur til að hafa etrlendar hersveitir hér á friðartimum, Þessu til vitnis eru fjölmangar yfirlýsingar stjórnmálamanna þeirra flokka, sem stóðu að inn- göngu íslands í AUantshafsbanda lagið. VU ég með leyfli forseta tilgreina eina slika umsögn þess manns, sem var utanríkisráð- herra Islands, er Island gekk í Atlantshafsbandalagið 1949. Dr, Bjarni heitinn Benediktsson, fyrr verandi forsætisráðherra, við- hafði eftirfarandi orð í ræðu. sem hann hélt við setningu ráð- herrafundar A tlan tsha fsbanda lagsins í Reykjavik 24. júní 1968: „Varðandi land mitt er það að visu svo, að við höfum sérstakan varnarsamnin g innan Atlants- hafsbandalagsins við Bandaríkin, en það fer alveg eftir mati okkar sjálfra á heimsástandi, þegar þar að kemur, hversu lengi banda- rískt lið dvelur á lslandi.“ Aðild Islands að NATO og varnarsamningurinn við Banda- rikin eru þvi óumdeilanlega tvö aðskilin mál og varaarsamn in g urinn fyrst og fremst málefni milli Islands og Bandarikjanna. I þessu sambandi vil ég enn undirstrika það, sem ég hef sagt áður, að ég álít það ekki endi- lega okkar skyldu að sanna það, að ástand heimsmála sé þannig, að hér þurfi ekki að vera vamar- lið. Upphaflega var ekki um það samið að hér skyldi vera her. Ár- ið 1951 sýndu NATO-þjóðimar okkur fram á, að hér þyrfti að vera her vegna atburðanna I Kóreu og ástandsins i heiminum yfirleitt og þáverandi stjóm- völd féHust á þetta. Alveg á sama hátt tel ég það nú vera bandalagsþjóðanna að sannfæm okkur um það, að hér sé enn Geir Hallgrítnsson og Benedikt Gröndal. Ljósmynðir Kr. Bien.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.