Morgunblaðið - 24.11.1971, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.11.1971, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MBÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1971 11 Einar Ágústsson og Hannibal Valdimarsson. nauðsyn varnarliðs — það á að vera undantekningin — hitt regl- an. Hitt er Ijóst, eins og áður segir, að það eru Islendingar sjálfir sem endanlega ákvörðun taka. Mér er ljóst, að hér er um vandmeðfarið mál að ræða. Mun ég þvi leitast við að kanna allar málsástæður varðandi varnir landsins og hlutverk varnarstöðv arinnar á Keflavikurflugvelli. I þessari könnun ætlast ég til, að fullt tillit verði fyrst og fremst tekið til okkar eigin öryggis en einnig öryggis þeirra þjóða, sem við viljum hafa samstöðu með. Enginn óeðlilegur hraði verður viðhafður í þessum vinnubrögð- um og hefur það verið ásetning- ur rikisstjómarinnar að rasa ekki um ráð fram og nota fyrstu 6 til 8 mánuðina til þessara at- hugana. Starf þetta er að visu hafið, en óvist er, hvort þessi áætlun stenzt. Við munum kanna málin með- al annars með viðræðum við alla þá, sem hlut eiga að máli, og síðan óska eftir endurskoðun á varnarsamningnum í samræmi við ákvæði hans. Jafnframt fyrrgreindri könnun verður að fara fram athugun á efnahagslegum áhrifum um- rteddra breytinga og hvaða ráð- stafanir þyrfti að gera af þvi til- efni. Einnig þessi athugun er nú hafin. Stefnuyfirlýsingu rikisstjórnar innar í varnarmálum ber ekki með neinu móti að skoða sem óvináttuvott í garð Bandaríkj- anna. Samskipti við þá vinaþjóð hafa verið góð og munum við kappkosta, að þau góðu sam- skipti megi haldast. Tilefnið er ekki heldur neinir sérstakir árekstrar umfram það, sem óhjá- kvaemilega hlýtur að leiða af dyöl erlends herliðs. Engin áform eru þvi uppi um það, að herlið frá öðrum bandalagsríkjum leysi þandarlska herliðið hér af hólmi. Það er einlæg von mín, að i fyrirhuguðum viðræðum við Báhdaríkin um endurskoðun varnarsamningsins takist að finna lausn, sem báðir aðilar geti yið unað og sem tryggi jafn- framt öryggi lslands.“ LANDHELGISMÁLIÐ 1 lok ræðu sinnar fjallaði ut- anrikisráðherra um landhelgis- ipálið og sagði m.a.: „Byrjunarviðræður fóru fram í London dagana 3. og 4. nóvem- ber og í Bonn 8. og 9. nóvember. r 1 fyrrgreindum byrjunarvið- ræðum héldu talsmenn Breta og Þjóðverja fast við fyrri málflutn- ipg sinn að einhliða útfærsla sé ójögleg að alþjóðarétti, en auk þess hafi þeir í höndum löglegan sajnning, sem íslenzk rikisstjóm hafi gert við þá, sem tvímæla- Jaust eigi við tilvik það, sem hér um teflir. En það, sem þó hefur áunnizt, er það, að þessar þjóðir viðurkenndu í samingaviðræðun- um sérstöðu Islendinga og að taka yrði tillit til hennar. Deilan stendur hins vegar um, hvernig það skuli gert. Þessar þjóðir vilja taka tillit til sérstöðu Is- lendinga á þann hátt að dregið verði úr veiðum annarra þjóða á Islandsmiðum, þannig að Is- lendingar fái I reynd meira í sinn hlut, en við teljum eðdilegast að Island fái óskoraða fiskveiðilög- sögu yfir landgrunninu öllu í samræmi við ákvæði landgrunns- laganna, en 50 mílna áfanga þess nú eigi síðar en 1. september nk. Upp úr þessum viðræðum slitn- aði ekki, heldur var ákveðið að næstu fundir skyldu haldnir I Reykjavík í janúarbyrjun 1972. Þar ætla þessar þjóðir að gera nánari grein fyrir þeim hug- myndum, sem þær hafa um það, hvernig þessum málum megi fyr- ir koma, og endá þótt fullvist megi telja að sú tilhögun verði ekki í samræmi við hugmyndir okkar Islendinga er það þó alla vega ljóst, að nokkur samkomu- lagsvilji er fyrir hendi og að sér- staða okkar er viðurkennd, þannig að enn má vona, að sam- komulag geti náðst.“ Geir Hallgrímsson: Um það leyti sem þing Sameinuðu þjóð- anna hófst sl. haust, vakti aðal- ritari þeirra, U Thant, athygli á og lýsti áhyggjum sínum yfir þeim andstæðum, að eftir þvi sem sjálfstæðar þjóðir yrðu hver annarri háðari i vaxandi mæli, réðu oft þjóðemissinnuð öfl þvi, að þær legðu á herskáan hátt meiri og meiri einhliða áherzlu á kapphlaup sín á milli og það, sem skildi þær að. Aðalritarinn varaði við, að það væri hættuleg ímyndun að halda, eins og málum væri komið i heiminum í dag, að unnt væri að skapa lífinu öryggi án þess að byggja á alþjóðahyggju. Við íslendingar höfum ávallt verið þjóðemissinnaðir og eigum áfram að vera það á þann veg að vernda og efla þjóðlega menn- ingu okkar og arf. Við erum þeirrar skoðunar, að íslenzk menning og þjóðlegur arfur hafi gildi fyrir þá, sem á Islandi búa, og skapi þeim skilyrði fyrir heiilaríku Ufsstarfi Við vonum ennfremur, að það geti haft gildi fyrir heimsmenninguna, eins og sagan raunar sýnir, að sjálfstæð þjóð eins og íslendingar hafi frelsi til að lifa sinu lifi, þroska með sér sérkenni og eiginleika og tjá sig í samskiptum við aðr- ar þjóðir, án þess að allir séu steyptir í sama mót. Þótt sjálfstæðum þjóðum hafi fjölgað mjög á síðustu áratug- um, einkum eftir heimsstyrjöld- ina síðustu, ef fara má eftir tölu meðlimarikja Sameinuðu þjóð- anna í þeim efnum, þá dylst okk- ur ekki, að örlög sjálfstæðis slíkra rikja eru samtvinnaðri en nokkru sinni áður. Þess vegna eru Sameinuðu þjóðirnar til og þess vegna eru til bandalög og samningar þjóða á milli á mismunandi sviðum mannlegra samskipta. Við teljum okkur vera að vernda sjálfstæði okkar með sliku samstarfi, en gerum okkur um leið grein fyrir, að sú viður- kenning ligigur að baki, að við er- um ekki einir í heiminum, að réttindum sjálfstæðrar þjóðar fylgja skyldur við aðrar þjóðir, ekki aðeins næstu granna held- ur og fjarlægari þjóðir. Vandamál okkar og annarra þjóða er fólgið í þvi, að sam- ræma heilbrigða þjóðemisstefnu raunsærri alþjóðahyggju. Okkur greinir ekki á hér á Al- þingi Islendinga, að Islendingar hljóta að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi, þótt við séum ekki sammála, hve viðtækt það skuli vera. Okkur greinir ekki á, að við eigum að vera þátttakendur í Sameinuðu þjóðimum og hafa nána samvinnu vlð aðrar Norður- landaþjóðir t.d. með þátttöku okkar i Norðurlandaráðinu. Að vísu voru Islendingar ekki á eitt sáttir með hvaða hætti þeir ættu að gerast þátttakendur í Sameinuðu þjóðunum. Islending- um stóð til boða að gerast stofn- aðilar Sameinuðu þjóðanna, ef þeir á síðustu dögum striðsins vildu segja Þjóðverjum og Jap- önum stríð á hendur. Það tóku fulltrúar lýðræðisflokkanna ekki í mál og töldu fyrir neðan virð- ingu Islendinga. En málsvarar forvera Alþýðubandalagsins, Sameiningarflokks alþýðu — Sósialistaflokksins, töldu þá ekk- ert athugavert fyrir íslendinga að segja öðrum þjóðum, komn- um að fótum fram, stríð á hend- ur. Síðar urðu Islendingar með eðlilegum hætti þátttakendur í Sameinuðu þjóðunum, en því miður kom fljótt í ljós, að Sam- einuðu þjóðunum var um megn að vemda frelsi og sjálfstæði þjóða, m.a. vegna þess að Sovét- rikin beittu neitunarvaldi sínu þar óspart. Þegar kommúnistar undir for- ystu Stalíns í lok seinni heims- styrjaldarinnar innlimuðu hvert ríkið á fætur öðru í Sovétríkin eða gerðu þau að leppríkjum með aðstoð lítillar en einbeittrar sjöttu herdeildar kommúnista í löndunum sjálfum, að sinu leyti eins og nasistar undir forystu Hitlers höfðu áður gert fyrir heimsstyrjöldina, virtist sem hinn ægilegi hildarleikur hefði verið háður og unninn fyrir gíg. Spumingin varð áleitin: Höfðu vestræn lýðræðisríki ekkert lært af aðdraganda seinni heimsstyrj- aldarinnar eða eftirmála henn- ar? Það var ekki vonum fyrr, að vestræn lýðræðisríki áttuðu sig eftir fall Tékkó-Slóvakiu og stofn uðu til vamarbandalags Atlants- hafsríkjanna 30. marz 1949. Islendingar hafa síðan tekið þátt í þvi bandalagi. Þótt mikil átök hafi í upphafi verið um þá þátttöku, þá var hún samþykkt hér á Alþingi með 37 atkv. gegn 13, en tveir sátu hjá, og létu þingmenn ofbeldistilraunir og óeirðir kommúnista ekki á sig fá. Alþingi áttaði sig á, að frum- skylda hverrar þeirrar þjóðar, sem vill vera sjálfstæð, er að tryggja öryggi sitt og landamæri fyrir ofbeldisöflum. Þegar Island varð fullvalda ríki 1918 var það að visu trú manna, að ævarandi hlutleysi yrði landinu það skjól, sem tryggði landinu sjálfstæðd. Reynsla annarra þjóða í að- draganda og upphafi 2. heims- styrjaldarinnar og loks eigin reynsla 10. maí 1940, þegar Bret- ar stigu hér á land, varð til þess, að Islendingar gera sér ljóst, að hlutleysisyfirlýsing var og er gersamlega þýðingarlaus, enda sögðum við skilið við hlutleysis- stefnuna, þegar við sömdum við Bandaríkjamenn 1941 um að leysa Breta af hólmi og sjá um varnir landsins, meðan á styrj- öldinni .stóð. Upplýst er, að í upphafi seinni heimsstyrjaldarinnar höfðu báð- ir styrjaldaraðilar gert áætlanir um innrás í Island og það var ekki okkur Islendingum að þakka, að sá aðilinn var fyrri til, sem landsmenn vildu heldur. Þátttaka Islands í Atlantshafs- bandalaginu er til þess faliin, að Við ráðum sjálf einhverju um framtíð okkar og þess heims- hluta, sem við búum I. Ekki fer heldur á milli mála, að Atlantshafsbandalagið hefur náð tilgangi sínum að þvi leyti, að friður hefur ríkt í Evrópu frá stofnun þess og land- og þjóðar- vinningar kommúnista hafa ver- ið stöðvaðir í þessum hluta heims, þótt á hinn bóginn hafi ekki tekizt að losa um kverka- tök kommúnista, sem staðreynd voru við stofnun bandalagsins. Með tilvisun til þess, sem hér hefur verið sagt um gildi þátt- töku okkar í Atlantshafsbanda- laginu, vekur það óhug og ugg, að í málefnasamningi ríkisstjórn- ar Ólafs Jóhannessonar skuli því lýst yfir: „Ágreiningur er milli stjórnarflokkanna um afstöðuna til aðildar Islands að Atlantlshafs bandalaginu." Þótt áfram segl i málefna- samningnum: „Að óbreyttum að- stæðum skal þó núgildandi skip- an hsddsust," leiðir það í ljós með mjög veikum orðum hina óákveðnu stefnu núverandi stjórnar gagnvart varnarbanda- lagi Atlantshafsríkjanna og skap ar hvorki traust inn á við né út á við. Enda er enn haldið áfram og sagt i málefnasamningnum, án þess að punktur sé settur á milli: „en ríkisstjómin mun kappkosta að fylgjast sem bezt með þróun þeirra mála og endur- meta jafnan stöðu Islands í sam- ræmi við breyttar aðstæður." Af gefnu tilefni þessa orðalags er fullkomin ástæða til að spyrja hæstv. forsætisráðherra og hæstv. utanríkisráðherra: Er með þessu orðalagi verið að gefa í skyn, að Island muni nota fyrstu beztu átyliuna til að segja sig úr Atlantshafsbanda laginu? Hvaða breyttu aðstæður yrðu þess valdandi, að Island ætti að ganga úr varnarbandalagi At- lantshafsþjóðanna, að dómi hæstv. ríkisstjómar? Það er vissulega nauðsynlegt, að ríkisstjómin geri nánari grein fyrir í hverju ágreiningurinn milil stjómarflokkanna um af- stöðuna til aðildar Islands að At- lantshafsbandalaginu er fólgin og hver afstaða hvers stjómar- flokkanna og hvers ráðherra fyr- ir sig er varðandi aðild Islands að Atlantshafsbandalaginu? Hefur innan rikisstjómarinnar eða meðal stjórnarflokkanna verið rætt um að segja Island úr varnarsamtökum Atlantshafs- rikjanna að fullnægðum ákveðn- um skilyrðum? HVAD FELST I MÁLEFNASAMNINGNTJM ? Geir Hallgrimsson sagði enn- fremur: Svo veikt og óákveðið orðalag, sem birtist í málefna- samningi rikisstjórnarinnar um aðild að Atlantshafsbandalaginu, þá tekur fyrst I hnúkana, þegar málefnasamningur ríkisstjórnar- innar fjallar um varnarsamning- inn við Bandarikin. Alla vega er túlkun hæstv. utanríkisráðherra og annarra stjórnarsinna ekki til þess fallin að skýra þetta ákvæði. Vamarsamningurinn skal tekinn til endurskoðunar eða uppsagnar, en hvort heldur endurskoðun eða uppsögn kem- ur tll, skal varnarliðið hverfa frá íslandi í áföngum og stefnt að þvi, að brottför liðsins eigi sér stað á kjörtimabilinu. Geir Hallgrímsson rakti síðan ummæli utanríkisráðherra frá mismunandi timum, ummæli Jóns Skaftasonar og ummæli Lúðviks Jósepssonar og fleiri umsagnir. Báru þær með sér, að ákvæði málefnasamningsins voru ekki aðeins túlkuð með mismun- andi hætti hjá einstökum ráð- herrum, heldur einnig innan sama Holkks, sbr. vítur stjómaí SUF á Jón Skaftason, þar sem honum er brigzlað um aðdróttan- ir, ódrengilega málsmeðferð og fyrir að ganga undan merkjum. Jón Skaftason svaraði ungliðum sinum fullum hálsi og taldi álykt im SUF fyrst og fremst árás á utanrikisráðherra. 1 framhaldi af þessu sagði Geir Hallgrímsson: Það, sem hér hef- ur verið rakið, sýnir, að mál- efnasamningur núverandi rikis- stjómar er óljós samkvæmt orð- anna hljóðan og túlkaður með mismunandi hætti. Það er því eðlilegt, að Alþingi fái ótvíræða skýringu, hvað í málefnasamn- ingnum felst. Er búið að taka ákvörðun um, að varnarhðið fari innan fjög- urra ára eða verður ákvörðun um áframhaldandi veru vamar- liðsins tekin síðar? Er það fastmælum bundið með stjómaflokkum, að vamarliðið skuli fara á hverju sem gengur eða alla vega að óbreyttum að- stæðum? Hver er skoðun hvers stjórn- arflokksins um sig? Hver er skoðun hvers ráðherrá fyrir sig? Alþingi Islendinga og þjóðin öll á kröfu til að fá þetta upp- lýst Til að bæta gráu ofan I svarí; hefur svo hæstv. rikisstjóm ákveðið þá málsmeðferð þessara mikilvægu mála, sem á sér fáar eða engar hliðstæður í íslenzkri stjómmálasögu. Hinn 21. október sl. birtist svo- hljóðandi frétt I Þjóðviljanum: „Það kom fram á fundi Alþýðu- bandalagsins í fyrrakvöld, að sett hefði verið á laggimar ráð- herranefnd, til að fjalla um her- stöðvarmálið og brottvísun hers- ins. 1 nefndinni eiga sæti ráð- herramir, Einar Ágústsson, utan- ríkisráðherra, Magnús Torfi Öl- afsson, menntamálaráðherra, og Magnús Kjartansson, iðnaðarráð herra.“ Það er ekki að ófyrirsynju, að formaður Sjálfstæðisflokksins kvaddi sér hljóðs í neðri deild utan dagskrár 25. okt. sl. og spurðist fyrir, hvort um breyt- ingu á verkaskiptingu ráðherra væri að ræða og hvers vegna með-utanríkisráðherrar hefðu verið settir. Þótt fyrri spurningu væri svar- að neitandi og hinni með tilvísun til hagkvæmni og fordæma i öðr- um málum innanlands og utan, þá sýnist hér vera meira á ferð- inni. Á fundi Stúdentafélags Suður- lands ausHur á Selfossi sL föstu- daig upplýsti t.d. ritstjóri Þjóð- viljans, Svavar Gestsson, að þessi ráðherranefnd héldi reglulega viikulega fundi. Engum blöðum er um það að flietta, að verkefni meðutanrikisráðherra i augum kommúnista, er ekki það að kanna, hvort þörf sé varna, heltí- ur að tryggja að enginn bilbug- ur verði á þvi að vamariáðið verði látið fara innan 4 ára. — Meðráðherrarnir eiga að halda um hönd utanríkisráðherra til að tryggja það. Þess vegna er skip- un ráðherranefndarinnar aðvör- un til Islendinga og bandalags- þjóða þeirra. Skipun ráðherranefndar í ut- anrikismálum á sér enga hlið- stæðu, þótt 3 ráðherrum hafi ver ið falið að ræða við aðila vinnu- markaðarins um kjarasamniniga eða iðnaðarráðherra og f jármála- ráðherra fjalli sérstaklega um málefni Slippstöðvar á Akureýri, Samkvæmt starfsskiptingu þeirra heyrir máliefni SJippstöðvarinnar undir þá báða, en utánríikis- og varnarmál heyra hvorki undir iðnaðarráðherra og heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra né menntamálaráðherra. Þvert á móti falla öld mál varnarliðsins og Keflavíkurflugvallar undir utanrílkismálaráðherra og hann einan. Skipun sliikrar ráðherra- nefndar er því breyting á verka- skiptingu ráðherra í fram- kvæmd. Átelja verður harðlega hæstv. forsætisráðherra fyrir að gera flokksbróður sínurn, hæstv. utan- ríkisráðherra, slika vanvirðu og Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.