Morgunblaðið - 24.11.1971, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.11.1971, Blaðsíða 1
267. tbl. 58. árg. MJÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1971 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Hættuástand í Pakistan: (Öfriðarhættan magnast við Súez-skurð. — Mynd þessi sýnir Sadat, forseta Egyptalands (annar frá hægri með staf) í hópi egypzkra hermanna, er hann kannaði vígstöðuna við Súez-skurð ný- lcga. Sadat sagði við hermennina: — Það er engin von framar um friðsamlega lausn. Það er ákvörðun okkar að berjast. Þr jár f lugvélar skotnar niður yfir V-Bengal Indverjar vísa ásökunum Pakist- ana um stríðsaðgerðir á bug Karachi og Nýju Delhi, 23. móvember, NTB, AP. ÍNDVEKSKAK flugvélar skutu í gær niður þrjár omistuþotur frá Fakistan af Sabre-gerð í loft- bardögum yfir indverska fylk- inu Vestur-Bengal. Var frá þessu skýrt á indverska þinginu i dag. Útvarpið í Pakistan skýrði frá því i dag, að lýst hefði verið yfir hættuástandi í öllu landinu, eftir að indierskar hersveitir hefðu hafið innrás og byrjað raunverulegar stríðsaðgerðir i Austur-Pakistan. 1 höfuðborg Jndlands var þessum fullyrðing- um Pakistana vísað á bug, sem hlægilegum og algjörlega til- hæfulaiisum. V. C. Shukla, sá ráðherra í Indlaindsstjóm, sem yfirstjónn hefur með framleiðslu á vörum í þágu landvarna, sagði í dag í ræðu á þjóðþinginu, að Pakistan léki hættulegan leik með fullyrð- mgum sínum um, að indverskur her hefði farið yfir lamdamærim til Austur-Pakistan. Hann sagði, að þessi átök hefðu átt sér stað milli skæruliða Bangla Desh- hreyfingarininar og stjómarhers- ins í A-Pakistan. En árekstrum milli mdverskra landamæra- varða og hermanna frá Pakistan héldi áfram. Engu að síður væru fullyrðingar um, að indverskur her hefði haldið inin í Austur- Pakistan algjörlega i'ir lausu lofti gripnar. Áróður stjórmar- valda í Pakistan beindist að því að gera borgarastyrjöldina í A- Pakistam að milliríkjamáli og fá samtök Sameinuðu þjóðamma fcl þess að skerast í leikimm, sagði Shukla, sem hlaut mikið lófatak á iindverska þjóðþinginu, er hainm skýrði frá því, að í gær hefðu verið Skotnar niður þrjár orr- ustuflugvélar írá Pakistan yfir Vestur-Bengal. Útvarpið í Karachi í Vestur- Pakistan skýrði frá því í dag, að bairdagarnir milli pakistanskra og indverskra herja á Jessore-svæð- inu í Austur-Pakistam héldu á- fram og að lýst hefði verið yfir Framhald á bls. 31 Kambódía: Tító 1 Rúmeníu Ræðir við Ceaucescu um afstöðuna til Sovétríkjanna Vin, 23. nóv. — NTB. NICOLAE Ceaucescu forseti Rúmeniíi og Josip Broz. Tító for- seti Júgóslavíu, komu saman til fundar í dag í bænum Timisoara í Rúmeníu. Tóku utanríkisráð- herrar ríkjanna tveggja þátt í viðræðunum attk fjölda sérfræð- inga. Aðalumræðuefni forsetanna var afstaða rikjanna í Austur- Evrópu til Sovétríkjanna, en auk þess voru ýmis alþjóðamál á dag- skrá. Báðir forsetarnir hafa reynt að takmarka áhrif Svétríkjanna á stjórnmál rikja sinna, og reynt að halda uppi sjálfstæðri utan- rikisstefnu. Má í þvi efni benda á að bæði Júgóslavía og Kúmen- ia hafa stefnt að því að taka upp nánara samband við Kína. Viðræðum forsetanna verður haldið áfram í Timisoara á morg un, miðvikudag. Súezskurður ekki opnaður í bráð Bandaríkin hætta tilraunum sín- um til þess að fá skurðinn opnaðan Washington, 23. nóvemiber. — AP, NTB. — BANDARÍSK stjómvöld hafa hætt tiiraumim sínum til þess að fá Egyptaland og ísrael til þess að opna Súez-skurðinn að nýju. Var þet-ta haft eftir áreiðanleg- um heimildum í bandariska ut- amríkisráðuneytinu í dag. — Ákvörðun um þetta var tekin eftir gaumgæfilega athugun á ræðu Anwar Sadats Egypía- landsforseta um helgina. Abba Eban, utanríkisráðherra ísraels, vísaði í dag á bug sið- ustu stríðslhótunum Sadats for- seta og sagði, að ísrael myndi ekki gefa upp vonina um Jausm á deilumálunum fyrir botni Miðjarðarhafsins með samninga- viðræðum. Ráðherrann svaraði í dag fyrirsipurnum á þjóðþingi ísraels frá þingmönmum stjómnaramd- stöðumnar, sem skírskotuðu til ýfirlýsimgar Sadats nú um helg- ina um, að Egyptair hefðu gefið upp alia von um friðsamlega lausn og hefðu ákveðið að berj- ast. . — Við höfum búið okkur und- iir allt, sem gerast kanm. Við vit- um, að það býr mikiil styrkur að baki orða okkar og við munum á engan hátt draga úr öryggiskröf- um okkar. Engu að siður mun- Uim við halda áfram viðleitni okkar til þess að fimna friðsam- lega lausn, sagði Eban. Leiðtogi stjórnarandstöðuminar, Menahem Begin, sagði í umræð- unum, að ef Sadat gerði alvöru úr stríðshótunum sínum, myndi ísrael svara með svo öflugri gagnárás, að egypzki forsetinm yrði neyddur til þess að biðja um vopnahlé. Begin, sem er for- ingi Gahal-flokksins, sem er hægri sinnaður, kvaðst vera þeirrar skoðunar, að Sadat Eg- yptalandsforseti hugsaði sig um tvisvar, ef hanm gerði sér nokkra grein fyrir hættunmi fyrir iamd sitt, áður en hann legði út 1 styrjöld. Brandt til Parísar París, 23. nóv. — NTB. SKÝRT var frá því opinberlega i Paris í dag að WiIIy Brandt kanslari V'estur-Þýzkalandf kæmi til borgarinnar 3. desem- ber til tveggja daga viðræðna við Georges Pompidou forseta og aðra ráðamenn. Viðræðnrnar fara fram í forsetaskrifstofunum í Elysee-höllinni og snúast vænt- anlega aðailega um gjaldeyris- málin í heiminum. Samkvæmt fransk-þýzka vin- áttusáttmálanum frá 1963 er tfl. Framhaid á bls. 31 Innrásin mætir lítilli mótspyrnu Phnom Penh, Kambódíu, 23. nóv. — AP-NTB. TALIÐ er, að um 15 þúsund manna lið úr stjórnarber Suður- Vietnams hafi í gær og í dag farið yfir landamærin inn í Kambódíu til að reyna að draga úr vopnaflutningum Norður- Vietnama um Ho Chi Minh-slóð- ann svonefnda. Hefur innrásar- lið þetfa mætt lítilli sem engri mótspyrnu kommúnista, en til- kynnt hefur verið í Saigon að sveitirnar hafi fundið yfirgefna bækistöð Norðiir-Vietnama, sem meðal annars var búin skotpöll- um fyrir eldflaugar. Sveitirnar frá Suður-Vietuam sækja inn í Kambódiu eftir þjóð- hrautum 1 og 7, og segja tals- I menn þeirra, að tilgangurinn með innrásinni sé að torvelda að- I gerðir hersveita kommúnista í nánd við höfuðborgina Phnom Penh. Frá þjóðbrautunum tveim ur gera innrásarsveitirnar skyndi áhlaup inn i frumskóginn allt í kring í leit að skæruliðum eða hermönnum frá Norður-Vietnam. Engir bandarískir hermenn taka þátt í innrásinni, en þyrlur og sprengjuþotur úr bandariska flughernum hafa verið notaðir bæði til sjúkraflutninga og loft- árása á hugsanlegar stöðvar kommúnista. í tiikynningu frá innrásar- hernum segir að 36 hermenn frá Norður-Vietnam hafi verið felld- ir, og að sex menn úr innrásar- hernum hafi særzt. Fiskifloti Rússa fær aukna hernaðarþýðingu 600 herskip hafa bækistöð í Murmansk og Kola MIKIL uppbygging fiota sovézkra hafrannsóknaskipa hefur valdið áhyggjum í Brússel, segir fréttaritari norska blaðsins Aftenposten í skeyti þaðan. Fjöldi sovézkra hafrannsóknaskipa er meiri en samanlagður fjöidi haf- rannsóknaskipa allra annarra landa heims og er um 200. Þessi mikli fjöldi hafrann- sóknaskipa Rússa og geysistór fiskiskipafloti þeirra er tal- inn hafa úrslitaþýðingu í heildarmati á sjóhernaðar- getu Rússa. Æ betur er fylgzt með upp- byggingu sovézka flotans og telur hann samkvæmt síð- ustu upplýsingum um 1600 skip, þar af 600, sem hafa bækistöð í Murmansk og á Kola-skaga, rétt austan við norsku landamærin. Heim- ingur sovézka kafbátaflot- ans eða þar um bil heyrir til sovézka íshafsflotanum. L ANDGÖN GUPRAMMAR Stór verksmiðjuskip hafa stöðugt verið gerð nútíma- iegri og eru nú þannig útbúin að í stað fiskibáta geta þau tekið um borð landgönguháta, sem hægt er að nota í sam- ræmdum aðgerðum á sjó, í lofti og á landi. Verksmiðju- skip af nýjustu gerð getur Framhald á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.