Morgunblaðið - 24.11.1971, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.11.1971, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐEÐ, MIÐVIKUÐAGUR 24. NÖVEMBER 1971 Miðstöð fyrir aldraða í Haf narbúðum Á FUNDI borgrarstjómar Reykjavíkur fimmtudaginn 18. þ. m. bar Albert Guðmundsson (S) fram svohijóðandi tillögu: Borgarstjórn samþykkir að fela félagsmálaráði að setja á stofn í Hafnarbúðum, ef annað hent- hugra húsnæði er ekki fyrir hendi, miðstöð fyrir félagsstarf aldraðra og dagdvalarheimili, þar sem aldraðir geta dvalizt allan daginn eða hluta úr degi. í ræðu, sem borgarfulltrúinn hélt, er hann mælti fyrir tillögu sinni, kom fram, að félagsmála- stjóri borgarinnar hefur gert bráðabirgðakönnun á húsakynn- iim Hafnarbúða með þessa starf- semi fyrir augrum. Er álit hans & þá leið, að húsnæðið gefi ýmsa möguleika til slíkrar dagdvalar- starfsemi, þar sé gott eldhús og góð bað- og hvíldaraðstaða. Albert Guðmundsson sagði í upphafi ræðu sinnar, að tillagan væri ekki flutt vegna þess að finna þywfti verkefni fyrir Hafn- arbúðir, heldur af tilliti til aldr- aðra borgara Reykjavíkur í von um að sfcarfcemin geti orðið til að auka ánægjustundir aldraðra. Væri till'agan fram kornin vegna þess hve vel starfeemi Félags- málastofnunarinnar fyrir aldraða í Tónabæ hefði tekizt. Benti hann á, að fyrir hefði komið, að fjöldi aldraðra saman kominna í Tóna- bæ hefði farið upp í 300 manns. Borgarfulltrúinn kvaðst hafa leitað til félagsmálastjóra og beð- i@ hann að kynna sér húsakynni Hafnairbúða. í greinargerð, sem Æélagsmálastjóri samdi að þeirri bráðatoirgðakönnun iofcinni, seg- iir m. a., að húsnæðið í Hafn- arbúðum gefi ýmsa möguleika til dagdvalarstarfsemi, sem að ein- hverju leyti væri hægt að tengja hinini almennu félags- og tóm- stundast a rfseim i fyrir aldraða, í likingu við þá starfeemi, sem farið hefur fram í Tónabæ. Þar sé gott eldhús, góð bað- og hvild- araðstaða, sem sé mjög nauðsyn- leg öldruðu fólki, ef um daglanga dvöl sé að ræða. Jafnframt sé þar góð aðstaða tii föndurs og tómstiundastarfa og einnig að- staða í kjallara, sem hægt væri að nýta sem vinnuaðstöðu. í>á segir í g rei nargerðinni, að í Hafnarbúðum sé efcki lyfta, en lyftugat sé fyrir hendi. Óhjá- kvæmilegt yrði að setja lyftu í húsið, ef það yrði nýfct til þess- arar starfsemi. Altoert Guðmiundsison sagði ennfremiur, að staðsetning húss- ins ihlyti að vera heppileg fyrir þessa starfeemi. Þarna væri út- sýni yfir höfnina og fjallahring- inn, og eiinnig gæti gamla fólkið fylgzt með því, sem vaéri að gerast við lífæð borgardnnar, Reyk j avikurhöfn. Þá benti hann á, að eldhús Haifnarbúða væri bæði stórt og fuMkomið, og opnaði það mögu- leika till að selja ódýran mat til aldraðra einstakllinga, sem byggju einir og þannig jrrðu þeiim spöruð innkaup í misjöfn- um veðrum og matargerð heima fyrir ef illa stæði á. Steinunn Finnbogadóttir (SVF) kvaðst fagna tilllögu þessari. Hún sagði'st áður hiafa fHutt tiilögu um sjómannastoflu í Hafnarbúð- um snemma á þessu ári. Þá hefði verið skipuð nefnd í xnálið, sem ekfci hefði sfcilað áliti enn, Hún sagðist halda, að gerð hússins hið innra væri frekar óhagstæð til þeirrair stanfeemi, sem hér væri gert ráð fyrir. Um hitt kvaðst hún vera viss, að staðsetning hússins væri slæm, Framhald á bis. 19 Frá uppboði Sigurðar Benediklssonar hf. Dýrasta myndin boðin upp, mynd Brynjólfs Þórðar- sonar. — (Ljósm. Mbl.: Kr. Ben.) Uppboð Sigur5ar Benediktssonar hf. Málverk seld fyrir rúmlega 1,1 millj. kr. FIMMTÍU og eitt listaverk var boðið upp á listmunauppboði Sigurðar Benedikrssonar hf. í Súlnasal Hótel Sögu síðdegis í gær. Fjórar myndir voru ekki slegnar, þar eð eigi bárust nógu há tilboð, en lágmarksverð var tilgreint af eigendum. Myndirn- ar fóru á samtais 1.165.000,00 kr. Dýrasta myndin var Hrafna- björg, olíumálverk á striga eftir Brynjólf Þórðarson og seldist hún á 85.000,00 krónur. Eintal Meg Jenkins I KVÖLD fá sjónvarpsáihorfendur að sjá Meg Jenfcims í einitalsþættinium Drottn- imgin temgi ldfi. Eintalsiþættir þessir, sem sjónvarpið hefur sýnt að umdanfömu umdiir samheitmiu Venus 1 ýmsum mynd- um, virðast njóta hér talsverðra vinsælda hjá áhorfendum. Þessir þættir eru frá BBC sjómvarpsstöðinni, sem fékk til liðs við sig ýmsa smjaMa teikritahöfunda til að semja þessa þætti sérstaklega fyrir tii- teknar leikkomur. Eru þættirnir þó mjög ólíkir að uppbygigimgiu og innihaldi — alit frá gráu ,gammi til harmleiks. Alis voru gerðir 12 slíkir eintalsþættir á vegum BBC, og þátturimn sem við sjá- um í kvöid er hinn áttumdi í röðinni. Áður höfum við Aemgið að sjá úrvalsteik- komur, svo sem Rachel Roberts í þætti eftir Emlym Williams; Margaret Leight- om í þætti eftir Terence Rattigan; Moira Lister í þætti eftir John Mortimer; og Irene Worth í þætti eftir J. B. Priestley. Stærsta hiutinn í þessum þáttum á þó Aldo Nicolaj. Hann er ítalskur að ætt og uppruna og einn snjaliasti rithöfu.ndur núlifandi, sem skrifar fyrir leikhús á Ítal íu. Leikriit hans hafa verið flutt í ftestuim löndum Evrópu, og höfuðstyrkur hams er sagður iiggja í vel unnum söguþræði ásamt skarpri persónumótun. Hamn starfar einmig sem fram/Ieiðandi og hanid riitahöfundur fyrir ítalska sjómvarpið. Fyrr á þessu ári höfum við fengið að sjá þrjá eimtalisþætti eiftir Nicolaj. 1 þessum fjórða þæfcti hams, sem fliuittur verður í kvöld, verður Meg Jenkins í eldlinunni. Hún er ein fremsta skap- gerðarteikkoma Emg'tendimiga, fædd árið 1917 og hefur leikið í ótal leiikritMm, bæði í Englandi og í Bandaríkjumum, auk þess sem hún hiefur ledkið í kvik- myndum og sjómvarpi. Jenkins hóf feril sinn á teiksviði árið 1933 í Liverpool, og árið 1940 vakti hún á sér veruteiga at- hygli í leikriti Emlyn Wi'lliams ,,The Light of Heart“. Fimm árum síðar jók hún enn á frægð sína í leikritinu „The Wind of Heaven“, einnig eftir WiBi- ams. 1956 hlaut hún Clarence Derwent verðlaunin fyrir leik sinn í Horft af brúnni, og síðasti leiksigur henmar á teiksviði var í leikriitinu „Enter a Free man“ eftir Tom Stoppard. Meg Jenk- ins lék fyrst í kviikmynd árið 1939, en margir mumu mimnast hennar úr m,ynd- umum Ivar hdújárn og „Cruel Sea“ eða Brimaddan stríða, eins o.g hún mun hafa heitið hér. Nýlega hefur hún leikið í myndunum „OHver“ og „The Smash- ing Bird I used to Know“. Á næstunni munum við væmtantega fá að sjá tvo eintalsþætti tid viðbótar eftir Aldo Nicolaj — með frönsfcu leik- konunni Genievieve Page og rússnesku leikkionunni Lila Kedrova svo og einn þátt eftir Frank Marcus, sem frægur varð fyrir leikritið „The Kiltling of Sist- er George", en þennan þátt samdi hann sérstaktega fyrir Lynn Redgrave, sem tæpast þarf að kynna hér. Sveimn Benedlktsson, forstjóri, flutti nokkur orð í upphafi upp- boðsins og minntist Sigurðar heitims Benediktssonar, sem gerð ist uppboðshaldari árið 1953 og hélt því áfram til dauðadags. Nokfcrir vinir Sigurðar stofnuðu síðan fyriirtækið Sigurð Bene- diktsson hf. og uppboðið í gær var hið fyrsta á þess vegum. Sveiinn sagði, að vamdi væri að feta í fótspor Sigurðar, en engu að síður væri það ætlunim. Gaf hanm síðan Hilmari Foss, fram- kvæmdastjóra Sigurðar Bene- diktssonar hf„ orðið, en hann stjórnaði uppboðiniu. Næst dýrasta myndin á upp- boðinu var Skaftafell, olíumynd á striga eftir Gunnlaug Blöndal. Hún fór á 82.000,00 krónur. Þriðja dýrasta myndin var Úr Gálgahrauni, • olíumálverk á striga, sem slegin var á 80.000,00 krónur. Þá kom næst Nakiin kona við ofn, olíumálverk eftir Jón Stefánsson, ómerkt, sem slegin var á 75.000,00 kirónur. — Ömniur lítil mynd eftir Jón Stefánsison, Ávextir í skál, var slegin á 70.000,00 króniur. Mynd eftir Svein Þórarinsson, Ásbyrgi, olíumynd á striga, var slegin á 55.000,00 krónur. Aðrar myndir fóru á lægra verði, hin ódýrasta á 3.000,00 kx. Það má til tíðinda telja af upp- boðimu að lítil sjálfsmyind eftir Sölva Helgason og eigihhandar- ritgerð, 17x11 cm að stærð, var slegin á 38.000,00 krónur og hafði uppboðshaldarinm um það að segja, að „dýr myndi Hafliði allur“. Mikið fjölmennii var á uppboð- inu, sem stóð í rúimar tvær klulckustundir. Sjálfsmynd Sölva Helgasonar, sem slegin var á 38.000,00 kr. Fyrri eigandi setti lágmarks- verð 5.000,00 krónur. EM í Bridge: Frakkland sigraði ísland 11 — 9 EVRÓPUMEISTARAMÓTIÐ í bridge fyrir árið 1971 fer að þessu sinni fram í Grikklandi. Mótið hófst í gær en lýkur 4. desember. f opna flokknum keppa 22 sveitir, en í kvenna- flokki 16 sveitir. f fyrstu umferð keppti ís- lenzka sveitin við frönsku sveit- ina, sem er núverandi Evrópu- meistari, og sigraði franska sveit in með 11 stigum gegn 9. Úrslit í opna flokknum í 1. um- ferð urðu þessi: Frakkland — ísland 11— 9 ítalía — Tyrkland 20----í-4 Portúgal — ísrael 20—-2 Danm. — Ungverjal. 20—=-2 Svíþjóð — Júgóslavía 11— 9 Noregur — Bretland 12— 8 írland — Finnland 14— 6 Belgía — Austurríki 12— 8 Holland — Spánn 17— 3 Þýzkaland — Grikkl. 20---=-5 Pólland — Sviss 16— 4 Spilaðar eru 2 umferðir á dag, nema n.k. mánudag, en þá taka keppendur sér frí. í gærkvöldi átti íslenzka sveit- in að spila við þá ítölsku, en úr- slit voru ekki kunn, er blaðið fór í prentun. íslenzka sveitin er þannig skip uð: Ásmundur Pálsson, Eiinar Þorfinnsson, Hjalti Elíasson, Páll Bergsson, Stefán J. Guð- johnsen og Þórir Sigurðssön. Fararstjóri og fyrirliði er Alfreð Alfreðsson. Aibert Guðmundsson:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.