Morgunblaðið - 24.11.1971, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.11.1971, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUIl 24. NÓVEMBER 1971 ■ tyiíorgunblaósins Getraunaþáttur MbL; Hverjum tekst nú að ná 12 réttum ? í*eir verða varla 222 36. LEIKVIKA Getrauna varð allsoguleg. — AUs bárust um 52 þúsund seðlar og potturinn varð því stærri en nokkru sinni áður. En getspeki þátttakenda varð htns vegar með eindæmum, því aS alls bárust 222 si-ðlar með 12 leikjum réttum og 1581 seðill með 11 leikjum réttum. Vinnings npphæð hvers seðils með 12 leiki réttsi nemur því aðeins 2.500 krón um. Úrslit leikjanna á laugardag Inn virðast ekki hafa komið mjög á óvart, en þó má geta þess að jafntefli kom hvergi upp, en hins vegar níu heimasigrar og þrír útisigrar. ÚTslit leikja á laugardaginn ur&u annars þessi: 1. DEILD: Coventry — Liverpool 0:2 Crystal Palace — Chekea 2:3 Derby — Sheff. Utd. 3:0 Everton — Southampton 8:0 Ipswich — Huddersfield 1:0 Leeds — Stoke 1:0 Man. Utd. — Leicester 3:2 Newcastle — Nott. Forest 2:1 Tottenham — W.B.A. 3:2 West Ham — Man. City 0:2 Wolves — Arsenal 5:1 2. DEILD: Blackpool — Luton 0:1 Bristol City — Carlisle 1:4 Cardiff — Sunderland 1:2 Fulham — Charlton 1:0 Mflddlesbrough — Orient 1:0 MiMwall — Birmingham 3:0 Portsmouth — Oxford 2:0 Q.P.R. — Hull 2:1 Sheff. Wed. — Norwich 1:1 Swindon — Presáon 1:1 Watford — Burnley 2:1 Þá fór fram 1. umferð ensku bikarkeppninnar og urðu athygl isverðustu úrslit þessi: Bournemouth — Margate 11:0 Colchester — Shrewsbury 1:4 Frickley — Rotherham 2:2 Notts County — Newport 6:0 Southend — Aston Villa 1:0 í Skotlandi urðu þe»9i úrslit bielzt: Celtic — Falkirk 2:0 Hearts — Ayr 1:0 Morton — Rangers 1:2 Motherwell — Aberdeen 0:4 Man. Utd. heldur enn þriggja 0tiga forskoti í 1. deild með sigri sbium yfir Leicester. Brian Kidd ekoraði fyrir Man. Utd. á 1. mín., en síðan skoraði Denis Law tvö mörk. Leicester náði að svara með tveimur mörkum, í lok hvors hálfleiks og var BSrchenall að verki í fyrra skiptið, en Glover í eíðara skiptið. Man. City virðist kunna vel við eig í London og nú varð West Ham að lúta í lægra haldi. Leik- urinn var harður og jafn, en á 37. mín. fékk Man. City dæmda vitaspymu og hún sló West Ham út af laginu. Francis Lee skoraði úx vítaspyrnunni, en Wyn Davies bætti öðru marki við í seinni hélfleik. Derby vann öruggan sigur á Sheffield Utd. Kevin Hector skor aði á 2. mín. leiksins, en Alan Hinton bætti síðan tveimur mörkum við, báðum úr víta- spymum. Everton tók heldur betur við sér í leiknum gegn Southampton og áður en yfir lauk hafði Sout- hampton fengið á sig átta mörk. Joe Royle skoraði fjögur mörk, Dave Johnson þrjú og Alan Ball eátt. Úlfarnir bitu hressilega frá sér í kiknum gegn Arsenal. Kennedy skoraði fyrir Arsenal í fyrri hálf leik og allt virtist leika í lyndi hjá meisturunum. En i síðari hálfleik sneru úlfamir blaðinu við og skoruðu fimm mörk á tuttugu mín. Derek Dougan skor aði tvö mörk, en Wagstaff, Hibb- itt og McCaliiog eitt hver. Tottenham átti í erfiðleikum með W.B.A., sem lék mun betri knattspymu. Mike England náði forystu fyrir Tottenham undir lok fyrri hálfleiks, en Bobby Gould jafnaði fyrir W.B.A., er Ted MacDougall setti markamet í bikarkeppninni, en hann skor- aði níu mörk fyrir Bouraemouth gegn Margate. MacDougall er nú langmarkahæstur í enskri knatt- Spymu með 28 mörk. stundarfjórðungur var af síðari hálfleik. Alan Gilzean skoraði síðan tvö mörk á þremur mín., en Tony Brown svaraði fyrir W.B.A. er stundarfjórðungur var til lfeiksloka. Peter Lorimer skoraði sigur- mark Leeds gegn Stoke á 5. mín. og þar við sat, þó að Leeds tefldi nú fram liði sínu fullskipuðu. Malcolm MacDonald skoraði bæði mörk Newcastle gegn Nott. Forest og lyfti þar með liði sínu af botninum, en eftir sitja Cryst- al Paiace, W.B.A og Nott. For- est. Ted MacDougall skoraði hvorki meira né minna en níu mörk i leik Boumemouth og Margate í 1. umferð bikarkeppn- innar og er það markamet í bik- arkeppninni. Fyrra metið átti Billy Minter og var það sett fyr- ir tæpum fimmtíu árum. Minter skoraði þá sjö mörk fyrir St. Albans gegn Dulwich Hamlet, en allt kom fyrir ekki, því að Dul- wich Hamilet vann leikinn, 8:7. Hið fornfræga bikarlið, Aston ViUa, var slegið út úr bikar- keppninni af Southend. Aston Viila hefur unnið bikarkeppnina oftar en nokkuð annað félag eða sjö sinnum alls. Við skulum þá snúa okkur að getraunaseðli þessarar viku, en úrslit sömu leikja urðu þessi á síðasta keppnistímabili: Arsenal — Crystal Palace 1:1 Chelsea — Tottenham 0:2 Huddersfield — Derby 0:0 Leicester — Everton — Liverpool — West Ham 1:0 Man. City — Coventry 1:1 Nott. Forest — Leeds 0:0 Sheffield Utd. — Ipswich — Southampton — Man. Utd. 1:0 Stoke — Newcastle 3:0 W.B.A. — Wolves 2:4 Norwich — Middlesbrough 1:1 Og þá er röðin komin að get- raunaspánni: Arsenal — Crystal Palace 1 Arsenal er greinilega í miklum öldudal um þessar mundir, en liðið hefur þó náð ailgóðum ár- angri á heimavelli. Crystal Pal- ace er nú neðst í 1. deild og ég reikna með því, að svo verði enn um sinn. Ég spái Arsenal sigri. Chelsea — Tottenham 1 Chelsea er nú í miklum upp- gangi og félagið hefur oftast reynzt Tottenham ofjarl á Stam- ford Bridge. Tottenham hefur ekki unnið leik á útivelli til þessa og leikur liðsins að und- anförnu hefur ekki verið sann- færandi. Ég spái því Chelsea sigri. Huddersfield — Derby 2 Huddersfield er í fallhættu og liðið leikur sennilega til jafntefl- is í þessum leik. Derby er mjög sterkt lið nú og valinn maður i hverju rúmi, svo að allar líkur benda til þess, að liðið nái báð- um stigunum í Huddersfield. Leicester — Everton X Leicester hefur sótt sig mjög að undanförnu og liðið er ekki Man. City vann annan góðan sigur i London, að þessu sinni gegn West Ham. Þessi skemmilega mynd var tekin af viðureign þeirra Urian Robson og Colin Bell i leiknum á laugardaginn, sem City vann, 2:0. auðunnið nú eins og sjá má af úr- slitum síðustu leikja. Everton hefur einnig sótt sig mjög og tveir síðustu leikir liðsins gefa til kynna, að það sé að komast i sitt fyrra form. Ég tel þennan leik afar tvísýnan og halla mér að jafntefli. Liverpool — West Ham 1 Liiverpool er enn taplaust á Anfield Road og svo verður ör- ugglega enn um sinn. West Ham hefur sýnt ágæta leiki að undan- förnu, en liðinu hefur þó aðeins einu sinni tekizt að vinna leik á útivelli. Ég spái Liverpool sigri. Man. City — Coventry 1 Gengi Man. City hefur verið mikið á undanförnum vikum og sigrar liðsins yfir Arsenal og West Ham á útivöllum gefa til kynna, að liðið gefi ekki ná- grönnum sínum á Old Trafford mikið eftir. Árangur Coventry á útivelli er slakur, aðeins einn sig ur og þrjú jafntefli í níu ieikjum. Ég spái Man. City öruggum sigri. Nott. Forest — Leeds 2 Nott. Forest hefur verið í fall- baráttu það sem af er þessu keppnistímabili og verður það GETRAUNATAFLA NR. 37 . a« i I § | | »acoAs;oSSt2; §SÍþi?«ioiii AESENAL - CRYSTAL PALACB 1111111111 CHELSEA - TOTTENHAM 1X11X1X1X? HUDDERSFIELD - DERBY 222 2 2 ? 2 X 2 S LEICESTER - EVERTON X1X221XX1 2 LIVERPOOL - NEST HAM 11111XX1X1 MAN. CITY - COVENTRY 1111111111 NOTT.FOREST - LEEDS 22222X2X SHEFFIELD Ul’D. - IPSWICH 11111111 SOUTHAMPTON - MAN. UTD. 22222X22 STOKE - NEWCASTLE 1111X11111 W.B.A. - WOLVES I X2XX222 X 22 NORWICH - MIDDLESBROUGH I 1111111111 2 2 1 1 X X 1 X 2 1 1 1 2 1 X 1 X X 1 1 1 2 1 2 1 1 X X 1 1 ALLS 1X2 12 5 0 5 9 12 0 12 0 11 0 12 0 6 9 4 3 0 2 0 4 1 6 O 0 1 10 3 0 0 10 o 8 0 6 0 sennilega til loka þess. Leeds getur nú teflt fram sínu sterk- asta liði, en að undanförnu hafa margir leikmenn liðsins verið á sjúkralista. Ég reikna því fast- lega með sigri Leeds. Sheffield XJtd. — Ipswich 1 Sheffield Utd. hefur beðið mik inn ósigur í tveimur síðustu leikj um sínum, fyrst gegn West og síðan gegn Derby, en ekki ætla ég, að þau úrslit segi okkur mik- ið um úrslit þessa leiks. Ipswich hefur aðeins unnið einn leik á útivelli, en hefur náð nokkrum jafnteflum. Ég spái Sheffield Utd. sigri. Southampton — Man. Utd. 2 Southampton galt mikið af- hroð á Goodison Park um sið- ustu helgi og varla verður liðið búið að jafna sig þegar það mæt- ir Man. Utd. Þeir Denis Law og félagar hans í Man. Utd. eru enn i mikiu stuði og mér þykir því vænlegast að spá þeim sigri 1 þessum leik. Stoke — Newcastle 1 Stoke hefur löngum verið dæmigert heimalið, og svo er enn, þó að liðið hafi tapað sdð- asta ieik sínum á Victoria Ground. Newcastle hefur hina vegar reynzt lélegt á útivelli og hefur aðeins náð tveimur jafn- teflum í níu leikjum. Stoke og Newcastle hafa verið lítið gefin fyrir jafntefli í viðureignum sín- um og þvi spái ég Stoke sigri. W.B.A. — Wolves X Árangur W.B.A. hefur verið sl'akur til þessa og liðið hefur uppskorið fleiri stig á útivelll en á heimaveUi. úlfarnir hafa unnið góða sigra á heimavelli, en hafa aðeins unnið einn sigur á úti velii. Leikir þessara liða hafa jafnan verið tvísýnir og oft orðið jafntefli og ég geri ráð fyrir þeim úrslitum nú. Norwich — Middlesbrough 1 Norwieh er efst í 2. deild og liðið hefur enn ekki tapað leik á heimavelli. Middlesbrough eff sterkt lið á heimavelli, en hins vegar slakt á útivelli. Ég apái því Norwich sigri. Framhald á bls. 31.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.