Morgunblaðið - 24.11.1971, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.11.1971, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIOVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1971 BOKMENNTIR - LISTIR BÓKMENNTIR - LISTIR BOKMENNTIR - LISTIR ÞRJÚ LJÓÐSKÁLD HVERFIST Æ HVA». 79 bls. Alm. bókaf. Rvík 1971. Kristinn Reyr: Allt breytist eða með öðrum orðum: enginn hlutur er svo, að hann ekki breytist — svona mætti ef tffl viM leggja út bó<k- arheiti Kristins Reyis, HveríSst æ hvað. En vitasikiuld neesr út- leggingin hvergi kortleika heit- isins, sem ber yfir sér foman svip. En þar með er líka lokið íom- málsstil þessarar bókar. Ljóðum hennar verður ekki betur lýst en með því alþýðlega og dansk- islenzka lýsingarorði: sniðugt. Kristinn Reyr er sniðugur, gam- ansamur. Hann virðist eiga auð- veilt með að finna upp á orða- ieikjum af iéttara tagi. Og smá- broslegar athugasemdir um tíl- veruna lífga sum Ijóð hans. Til dæmis minnir hann á, að ná- grannar sínir, Bandaríkjamenn (en Kristinn Reyr mun vera Keflvíkingur) ástundi að fjölga mannkyninu „hérna á hnettin- um“, meðan þeir fækki því „handan á hnettinum", það er að segja í Viet-nam. Þetta er heims- pölitiik af notalegra tagi og ætti heima í dagblaði, sem f61k les með morgunkaffinu til að vakna og kornast í gott skap. Ég er þó ekki frá því, að Skáldið ætli sér meiri hlut með þessum ljóðum sínum, þvi stund um vill það vera alvarlegt og tala í likingum. En alvaran fer Kristni Rey mun lakar. Honum lætur bezt hið léttara hjal, svo sem er hcinn víkur að karlinum, sem „vildi fá að tala við Kron sjálfan." Aðalsteinn Ingólfsson: ÓMINNISI.ANI). 73 bls. Alm. bókaf. Rvik 1971. Aðalsteinn Ingódfsson velur efni úr ýmsum áttum og vinmur úr þeim á mismunamdi hátt, það er að segja gerir dá'litlar til- raunir með form Hann byrjar bók sína á ljóðaflokki, sem hann kallar Sjávarmál, og endar hann á þessum orðum: „en út við sjón- deildarhringinn sigla min æsku- skip.“ — Þessi lína gefur hug- myind um veikleika Aðalsteins: hann er of mælskur, en lenigir auk þess mál sitt með óþarf- lega löngum orðum. Sjóndeiid- arhringur er t. d. klúður; draga má tvö atkvæði úr orðinu; og heldur þó sánni merfcinig. Á eftir Sjávarmáli tekur við lengri Ijóðaflokkur, sautján tölu settir kaflar, sem skáldið nefinir Amoretti, og fjallar hann, eins og nafnið bendir til, um ástina. Þessi flokkur er kjami bókar- innar; sumir hlutar hans eru giska læsilegir; höfundinum hef- ur ekki tekizt annað betur. Að sumu leytí minnir þetta á Þar og þá Steinunnar Sigurðardótt- ur, og þá fyrst og fremst yrkis- efnið og viðhorf Skáldsins til þess. En úrvinnslan er með ólíku móti. Fyrst og fremst er Aðalsteinn orðfleiri og ekki jafn vandur á orð; að mínum dómi er hann allt of óspar á orð; kann ekki heldur að tala í hálfkveðnum visum. Ég tiltek sem dæmi XIII. kafla flokksins: Með vínhita í æSum mættumst við, és og konan sem I ðrvæntinsu ástarlcitar brosti dauft og: blés á kertið, því stntt var I morgunskímu og lStiil tími til aC kveikja losta og eftilvill ást mér I brjósti með fertugri fölnandi fegurð og að morgni érum við bæði vandræðaleg og andrúmsloftið þrungið þögn á mllli stuttra setninga, morgunsólin endurlífgaði opin blóra f gólfteppi, en konan biður eftir leigubil og púðrar nefið. hún skilur eftir daufa ilmvatnslykt og tómleikann f augum Hér hefði mátt tala færra, auk þeiss sem þurft hefði að við- hafa fínlegri aðferð. 1 seinni hluta Óminnis- lands eru svo einstök ljóð, ýmis- legs efnis. Mest þeirra og lengst er Vinnuslys. Þar reyinir káld- ið að kalla fram ógnþrungna stemmitng og notar til þess nógu sterk, en því miður helzti mörg orð. Vafalaust hefur Aðalsteinn sitthvað til brunns að bera, fram ar því, sem honum heflur tekizt að leiða í Ijós í þessari bók, sem vem mun hans fyrsta. En leið- in til árangurs er löng og þym- um stráð (svo stuðzt sé við frem ur ófrumlega líking), og hlýtur Aðalsteinn að eiga langan og erf iðan veg ófarinn, ætlli hann að ná því marki, sem kennt er til listar. —A— Ragnhildur Ófeigsdóttir: HVlSL. 51 bls. Alm. bókaf. Reykjavik 1971. Ragnhiidiur Ófeigsdóttir mun vera ung að árum og þar af leið- andi óreynd í skáldskapnum. Því er erffltt að henda reiður á ljóðum hennar og allsendis ófært að kveða upp dóm yfir þeim. Ungt ská'ld á ávallt skilið Kristinn Reyr. lof fyrir viðleitnina. En byrjand ann skortir oftast tvennt; í fyrsta lagi kunnáttu; í öðru lagi kjark. Ungur höfund- ur hýllist til að stsela djarfan höfund, en er sjaldam djarfur sjálfur. Ég er ekki viss um, að Ragnhildur segi allt, sem hún vildi sagt hafa eða komi orðum að meindnig sinmá svo Ijósr, að skiljist. Hvísl hennar þarf á afsökun að halda. Og sú afisök- un er nærtæk: Ragnhildur ger- ist óvíða svo hátíðleg, að hún komi ekki upp um bamaskap- inn. Ti'l að mynda: Víð vomm innilokuð I kastalanum járnslegna sem aðeins var til i draumum okkar Og I dyrunum stóð nornin og sagði: „£g skal bíta ykkur öll4< Skáldum verður tiðrætt um draum nú á dögum, enda kveða mörg þeirra sem í draumi. Em þegar draumljóð endar á: „Ég skal bíta ykkiur öll“ — og meira að segja innan gæsalappa, minn ir það á litla telpu, sem gerir sér upp dimman róm í rökkri og segir: ég skal éta ykkur. Og læzt vera einhver gillitrutt. Ef tíl viU er Ragmhildur orð- in 'lítið eitf fullorðnard í næst næsta ljóði, sem er svona: Ég elskaði þig os því elti és þís inll i bólinn þar sem stærðfræðikennarinn sat »S át mold En þesar és kom þansað var þis hversi að finna os és skildi að és bafði verið blekkt l‘ví þú sast i svarta húsinu á bak við bóllan með benni os ázt kvöldverð Gott og vel, hvað skal segja — þetta Ijóð er víst hvorki Skemmtilegt mé leiðin'legt og ger ir hvorki að gleðja né hryggja. En spyrja má — er það vi'ljamdi gamansemi af skáldkonunni að byrja á — ég elska þig, em enda svo að segja frá mamni, sem hvorki meina né minna en — étur kvöldverð? Sé svo, kann henni að vaxa fiskur um hryg'g. Hver veit? En i alvöru talað hygg ég, að Ragnhildi sé helzt jafnvæg- is vant. Orðaval hennar er of ósamstætt. Hún veiur orð, sem eiga ekki saman i ljóði. Einna helzt nær hún fóbfestu á einstigi skálcfflegra blæbrigða, þegar trú in verður leiðarhnoða í Ijóði hennar, samanber t. d. þetta nið urlagsljóð bókarinnar: Þú skalt vera stjarna mín Drottínn yfir dimm böf yfir djúpa dali og eyðimerkur é* geng í geisla þínum ojf eitt sinn mun geisli þinn verða a# fnllðtiKa þar sem ég geng upp fagrnandi skrefum Þetta er engimn djúpfundinn skáldskapur, satt er það, en á þó skáilið að heita Ijóð, og það er ekki svo lítíð, þegar öllu er á botninn hvolft. Sýning í SÚM * Johann Hjalmarsson skrifar um J BO KJ M ] EJ N r ^ 0 N 3 n [] R Listrænar sögur og staðreyndatal ÉG heimsótti þessa sýningu I þeirri von, að þar mundi ég sjá eitthvað nýtt og óvenjulegt, en ég verð að játa, að ég varð íyr- ir nokkrum vonbrigðum. Sú list, sem þeir félagar Amar Her- bertsson og Magnús Pálsson, koma hér fram með, er þvi mið- ur hvorki framandi né mjög ný- stárleg. Surrealismi Amars er gamalkunnugt fyrirbæri í lista- sögunni, sem ekki einu sinni hefur upphaf sitt á þessari öld, hvað þá að um sé að ræða eigin- legt framhald Dada-stefnunnar frægu, sama er að segja um hunda-seríur Magnúsar Pálsson- ar, nema hvað slík fyrirbæri fyrirfinnast nú um allan heim, þar sem listsköpun hefur at- hafnafrelsi. Því verður ekki dregin önnur ályktun af þessari sýningu en að þar sé um að ræða hefðbundið listform af mis- munandi Uppruna. Amar Herbertsson hefur næma og viðkvæma tækni, sér- lega á það við um teikningar hans, og hann hefur unnið mörg verk í grafik, en þar virðist hann ekki hafa sambærilega tækni og með sjálfum blýantinum. Ég verð að játa, að innihald þess surrealisma, sem Arnar sýnir þama, fór fyrir ofan garð og neðan hjá mér, og það verður að hafa það. Ég læt í ljós van- mátt minn að skilja nokkuð I þeim flækjum og margbrotna samsetningi, er íylla myndflöt hans. Sannleikurinn er sá, að táknræn myndlist er ekki sam- safn úr öllum áttum, heldur samstæð lesning, sköpuð af ótrúlega skýrri hugsun. Skúlptúr Magnúsar Pálssonar er um margt eftirtektarverður, en það sem hann sýnir að sinni, er dálítið kraftlítið, og nær því tæpast að gera skurk í ró- lyndum sálum. Það er skemmti- legt í sjálfu sér, hvemig hann gerir hunda sína, notfærir mögu- leika og það er viss formleikur í þessum verkum, sem er svo tengdur skúlptúr í eðli sínu, að ekki getur verið um anti- skúlptúr að ræða. Það mætti jafnvel segja um þesssi verk, að þau væru of borgaraleg í upp- runa sínum til að hafa nokkurn verulegan slagkraft. Þetta er feild og slétt sýning í SÚM, og ég get ekki skilið við þessar fáu línur án þess að láta þess getið, að á mig verkaði sýn- ingin í heild róleg og innileg, jafnvel of þægileg. Eins og ég sagði í upphafi, bjóst ég við öðru, en varð fyrir vonbrigðum. Ég held, að fólk ætti að sjá þessa sýningu Magnúsar Páls- sonar og Amar Herbertssonar, hún er þess virði, og má vel vera, að ýmsir hrökkvi eitthvað við. Ef tii vill er maður orðinn svo mörgu vanur í myndlist seinni ára, að það hrífur ekkeri; orðið á nútímamanninn nema stóra bomban. Hvar er hún? VaJtýr Pétursson. AFTUR 1 ALDIR III. Sögur og sagnir úr ýmsum áttiim. Safnað hefir Oscar Clausen. Skuggsjá 1971. ÞRIÐJA bindi sagnaþátta Osears Clausens Aftur í aldir er nýkomið út. Sögur Oscars og sagnir eru orðnar allmilklar að vöxtum, í þeim kiennir margra grasa, en einkum hefur Osear fengist við að lýsa snæfellsku mannlífi. Þetta nýja bindi er þó ekki bundið Snæfellsnesi sér- staklega, þóbt viða séu í því frá- sagnir þaðan, sumar með þeim bestu í bókinni, eims og vænta mátti. Ég hef áður fjallað um sér- kenni Oscars Clausens sem sagnamanns í umsögnum um bækur hans hér í blaðinu og skal ekki að þessu sinni end- urtaka mat mitt svo nokkru memi. En ekki verður hjá þvi komist að benda á fáein atriði til glöggvunar. Oscar Clausen leggur mikla áhersíhi á að liýsa heldra fólki, einkum kaupmönnum, prestum og sýslumönnum. I lýsingum sin um á háttum þessa fólks tekst honum oft að iaða fram andblæ liðins tíma, mótsagnir milli hinna ríku og fátæfcu, þeirra, sem einhvers máttu sín og lítil- magnanna. Aftur á móti verður ekki sagt að Oscar Clausen sé venjulegur snobbari þrátt fyrir aðdáun sina á höfðingjum þessa heims. Hann þefckir misbrestina í fari þeirra og er óvæginn við að afhjúpa þá. Hann hefur að vísu tilhneigimgu tiil að telja viss ar ættir fímni en aðrar, en hver er ekki því marki brenndur. Samúð Oscars með alþýðufólki, ekkjum, munaðarleysingjum og niðursetningum er sterk og hann dregur stundum upp misk umnarlausar myndir af eytmd þeirra. Oscar Clausen leitast við að sinna alþýðlegrl fræðimennsku, margir þættir hans eru reyndar nær eingöngu staðreyndatal þar sem fátt kemur á óvart. En stundum er likt og honum opn- ist skáldleg æð og vel gerðar, jafnvel listrænar sögur verða tíl. Dæmi um þetta eru m.a. sögum- ar Sveinm „borgari", „Stóna góða kona“, Niðursetningar, Guðsteinn á Völlum og Á Sölvahamri. Fólkinu I þessum sögum lýsir Oscar Qausen af nær fæmi, honum teksit að gera ör- lög þeirra mákomin iesandanum. Oscar Clausen. Satt að segja hefur mér oft ver- ið hugsað til þess hve mikið skáldsikaparefni er að finna í sagmaþáttum Oscars Qausens fyrr og síðar, vafalaust mættl vinna úr þeim stórbrotin bók- menntaverk. Aftur í aldir er bók, sem í senn er skemmtilestur og hefur að geyma drjúgan fróðlleik um liðna tið. Skuggsjá í Hafnarfirði hefur vandað til útgáfunnar, en ekkl sakaði að huga betur að próí- arkaiestri þegar gengið verður frá nœsta bindi í þessu ritsafnl Oscars Ciausens.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.