Morgunblaðið - 23.12.1971, Page 22

Morgunblaðið - 23.12.1971, Page 22
MORGUNÐLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1971 22 Esther Jóhanna Berg- þórsdóttir Kveðjuorð Fædd 11. september 1913. Dáin 20. desember 1071 Mig setti hljóðan, er mér barst andlátsfregn frú Estherar Jóhönnu sem fyrir skömmu hafði rætt við mig í síma glöð og hress, um ýmsar áætlanir sín ar og framtiðardrauma. Hún hafði fyrir nokkrum vikum stað ið yfir moldum síns elskulega eiginmanns Georgs Þorsteins- sonar fulitrúa, en hann andað- ist 13. okt. s.l. Milli þeirra hjóna ríkti ávallt gagnkvæm ást og kærleiksrík samúð er aldrei bar skugga á. Og þótt dauða hans bæri brátt að, líkt og hennar nú, var hún þess ekki varbúin og bar byrði sina með þeirri kvenlegu reisn, sem þeim konum einum er gefin, er eiga örugga guðstrú í hjarta sínu. í trúarlegum, sem og tímanlegum efnum voru þau hjónin eitt. Hún var einlæglega þakldát skapara sinum, fyrir að gefa sér svo góðan lífsförunaut og að henni skyldi auðnast þrek og kraftur til að veita hon um aðstoð, hjúkrun og uppörv- t Sæmundur Jónsson, frá Þorleifsstöðum, andaðist í Sjúkrahúsi Selfoss 21. þ. m. Sigurþór Sæmundsson, Ágúst Sæmundsson, Gunnar Sæmundsson. t Eiginmaður minn, Bergsveinn Jónsson, andaðist 21. þ. m. Magnússína Bjarnleifsdóttir. Móðir okkar, tengdamóðir og amma, Björg Gunnarsdóttir, andaðist á Landakotsspítala 22. des. Fyrir hönd vandamanna, Sverrir Bergþórsson, Bergþóra Bergþórsdóttir. t Móðir okkar, Ingibjörg Árnadóttir, Arnarhóli, Gaulverjabæjarhreppi, lézt í sjúkrahúsinu á Selfossi 22. desember. Synir hinnar iátnu. t Bróðir okkar, mágur og föðurbróðir LÚÐVlK JÓNSSON, Bárugötu 12, lézt þann 21. desember. Soffía J. Sörensen, Börgi Sörensen, Lovísa Jónsdóttir, Ólafur G. Jónsson, Valborg Gröndal, Fríða Fúlmer. t Innilegar þakkir færum vér öllum vinum og vandamönnum fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát móður okkar, tengdamóður og ömmu ELSE MARIE KJARTANSSON Sérstakar þakkir flytjum vér læknum og hjúkrunarliði Landa- kotsspltala og Borgarspítalans í Reykjavík í hennar löngu og erfiðu veikindum. Kristján G. Kjartansson, Iðunn Bjömsdóttir, Áslaug Kjartansson, Bjöm J. Bjömsson, og barnaböm. öllum þeim mörgu nær og fjær þökkum við af alhug samúð og vinsemd sem okkur var sýnd við andlát og útför LÁRUSAR ELlASSONAR, Stykkishóhni, m Asta Pálsdóttir, Bjarni Lárusson, Hildigunnur Halldorsdóttir, Svanfaugur Lárusson, Inga Bjartmars, Helga Lái usdóttir. Leó Guðbrandsson, Lea Lárusdóttir Möller, Agnar Möller, Hrefna Lárusdóttir, Eggert Magnússon, Ebba Lárusdóttir, Þorgeir Ibsen, Gunnlaugur Lárusson, Hanna Agústsdóttir, og barnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför, Ingibjargar Guðlaugsdóttur. HaUdóra K. fsberg og aðrir vandamenn. t Innilegustu þakkir fyrir auð- sýnda samúð við andlát og jarðarför, Tómasar Steingrímssonar. Sigríður Sigurbjömsdóttir, Sigurbjöm Tómasson og fjölskylda. Ó, Guð, lát enn þó ætíð skína mér opinn himinn þinn, að dýrð ég sjái þtna." Mér finnst nú, sem þetta fal- lega sálmvers V.B. hafi svo oft verið sem talandi tákn í lífi og sambúð þeirra hjóna Georgs og Estherar, og þá einkum nú á síð- ari árum hérvistar þeirra. Það vill oft draga ský fyrir sólu mannlífsins, þess urðu þau vör er heilsu tók að hraka, en þótt öll sund virtust lokast um stund rofaði jafnan til fyrir hug arsjónum þeirra, og þau sáu ávallt bjartari hliðar lífsins og sáu Guðsdýrð skína sér i mót. Það er mín trú, að Guðs milda föðurhönd hafi nú leitt þau sam an á landi þvi sem eilift er því að: „Anda sem unnast, fær aldregi eilífð að skilið.“ Esther Jóhanna Bergþórsdótt- ir, faxldist hér í Reykjavik 11. september 1913, dóttir þeirra mætu hjóna frú Valgerðar Áma dóttur og Bergþórs Eyjólfsson- ar skipstjóra. Af föður sínum hafði Esther lítil kynni, því að hann andaðist langt um aldur fram í febrúair 1914, þegar hún rétt gat brosað pabba í mót. Valgerður móðir hermar stóð þá ein uppi með aldraða móður sína, son sinn Árna þriggja ára t Þökkum af alhug þá miklu samúð og vinsemd sem okk- ur hefur verið sýnd við and- lát og útför eiginkonu minn- ar, móður, tengdamóður og ömmu, Kristínar Sæmundsdóttur, Brautarholti 13, Ólafsvík. Hinrik Konráósson, Hafliði Hinriksson, Konráð Hinriksson, Sæmundur Hinriksson og fjölskylda. t Innilegar þakkir til ykkar allra, sem heiðruðu minningu KATRlNAR SVEINSDÓTTUR frá Firði og sýnduð okkuð samúð og hlýhug vegna andláts hennar. Steinunn Guðmundsdóttir, Kristbjörg Guðmundscíóttir Thorarensen, Eggert Thorarensen og Guðmundur Börkur. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er auðsýndu okkur samúð og viriarhug vegna andláts og útfarar BALDVINS G. JÓHANNESSONAR, Ólafsfirði. Einnig færum við starfsfólki Sjúkrahúss Akureyrar beztu þakkir fyrir góða hjúkrun og umönnun í veikindum hans. Sigfríður Björnsdóttir, böm, tengdaböm og bamabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför mannsins míns, sonar, tengdasonar, föður okkar, tengda- föður og afa GUNNARS HJARTAR BJARNASONAR, Vesturgötu 111, Akranesi, Ingibjörg Óladóttir, Halldóra Sæmundsdóttir, María Tómasdóttir, Álfdís Gunnarsdóttir, Gunnar H. Gunnarsson, Jónína Melsteð, Óli Gunnarsson, Ingibjörg Gísladóttir, Ingi Þórir Gunnarsson, Halldór Gunnarsson, Bjami Einar Gunnarsson, bamabörn og sytkini hins látna. og tvíburasystumar Esther og Stellu á fyrsta árinu. Með ein- dæma dugnaði kjarkmikilllar móður brauzt Valgerður áfram i gegnum álla erfiðleika, seim þá voru miklir og kom bömumim sinum vel til manns. Sonurinn lauk Verzilunarskólapröfi með ágætum og átti fyrir sér glæsi- lega framtið er hann féil frá í blóma lífsins, öllum mikill harm dauði. Systurnar báðar stund- uðu nám í Kvennaskólanum og útskrifuðust þaðan með prýðis- einkunn. 23. febrúar 1934 kveikti Esther ljós á Ijósastiku lífshamingju sinnar, er hún gift ist Georg Þorsteinssyni frá Ey- vindartungu I Laugardal. Þau hjón báru aldrei ljósastiku sina undir mæliker og ársól lifsgæf- unnar brann þeim heitt á vanga meðan lif entist. Heimili sitt byggðu þau upp af litlum efnum, en í einlægri ást og trú á föðurtega forsjá Guðs. Heim- ilið var þeim og bömunum þeirra sannur hielgi- og gróður- reitur, þar sem sólin skein I gegnum bros og tár. Fjögur böm þeirma em Gerður Ámý, gift Sigurði Ásmundssyni, raf- virkja, Guðrún gift Skúla Marteinssyni bifreiðastjóra, Gyða, gift Robert Lee Me. Far- land, verkfræðingi og eru þau búsett i Kalifbmíu. Gyða kom hingað heim er faðir hennar féll frá, og var þá með móður sinni í mánaðartíma eftir útför hans. Hún getur þvi ekki verið með systkinum sínum hér í dag, en það vitum við að hugur hennar og manns hennar er hér með okk ur í dag þá hinzta kveðjan er flutt yfir líkbömm elskaðrar móð ur, tengdamóður og ömmu. Yngst ur barna þeirra hjóna Georgs og Estherar er Ari Gairðar, 16 ára skólanemi og var hann einn með móður sinni eftir að faðir hans lézt. Barnaböm þeirra em sjö, er segja má að hafi verið lýs- andi og vermandi sólgeislar á ævibraut afa og ömmu. Það er mikill og sár harmur kveðinn að ástvinum þeirra hjóna, böm um, tengdabörnum og afkomend um þeirra, er þau nú með tveggja mánaða millibili hafa mátt standa yfir moldum þeirra. En ég veit að þau hjónin Esth er og Georg uppfræddu börn sín í góðum manndyggðum og trú á föðurlega forsjá hans, „sem öllum hefur éilíft búið hjáJparráð". Og ég veit að fyrir þá trú, munu þau öll öðlast kraft og styrk og huggun er þau sjá „að innan skamms mun skína úr skýjum sólin blöð“. Esther, þú hefur nú gengið inn til fagnaðar Herra þíns, þar sem ástvimr er dauðinn hefur aðskilið um stund, fá aftur að finnast, og sjá eilífðarvonir sín ar rætast. „Gleymist þó aldrei eilifa lagið við pilagrímsins gleðisöng. Fjárhirðum fluttu fyrst þann söng Guðs englar unaðssöng er aldrei þver.“ Ég hugsa til ykkar allra nær og fjær, sem nú berið harm í hjarta, þá jólin ganga í garð, og bið og vona að tónar eilifa lags- ins megi enduróma í sálum ykk ar. Þvi að það hressir sál í neyð, gefur huggun og frið og veitir ykkur heilaga jólagteði. Þ. Ág. Þórðarson. t Okkar beztu þakkir fyrir veitta hluttekningu við andlát og jarðarför, Ingveldar Þórðardóttur. Margrét Einarsdóttir, Þorkell Ingibergsson og börnin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.