Morgunblaðið - 23.12.1971, Síða 16

Morgunblaðið - 23.12.1971, Síða 16
16 MOR<iUNBLA.ÖLÐ, FLMMTU>DAGUR 23. DEJSEEMBER 1971 Jón Arnason vid 3. umræöu fjárlaga: Meiri hækkuná fjárlög- um en dæmi eru um áður í FYRRADAG fór fram 3. umræSa um fjárlögin, sem samþykkt voru á Alþingi í gær, Fer hér á eftir frásögn af hluta þessara umræðna en vegna þrengsla í blaðinu verður ítarlegri frásögn af fjárlagaafgreiðslunni að bíða. Jón Árnason (S) sagði m.a. að í tið fyrrverandi ríkisstjórnar hefðu þáverandi stjórnar£ind- stæðingar oft býsnazt mjög yfir hækkun fjárlaga og lýst því sem spegilmynd af efnahagsástand- inu í landinu. Nú þegar þessir menn kæmu fram með sín fyrstu fjárlög fælu þau í sér meiri hækkun frá fyrri fjárlögum en dæmi væru til áður. Samkvæmt þeim upplýsingum sem fengizt hefðu hjá Efnahagsstofnuninni mætti gera ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs yrðu mun meiri en gert væri ráð fyrir í tekjuöfl- unarfrumvörpum ríkisstjórnar- innar, jafnvel að tekjur rikis- sjóðs myndu þrefaldast. Með þessu væri nú stefnt að meiri óðaverðbólgu en verið hefði í langan tíma. Við Islend- ingar værum nú staddir í meiri vanda í efnahagsmálum en við hefðum verið um langt skeið. Ef það væri rétt, að tekjur ríkis- sjóðs yrðu miklu meiri hefði það enn meiri áhrif á öngþveitið í eftiahagsmálum þjóðarinnar. Þvi yrði að telja það nokkuð var- hugavert að ætia nú að afgreiða fjárlög án þess að fyrir lægju ákveðnar niðurstöður um vænt- anlegar tekjur rikisins á næsta ári. Gylfi Þ. Gíslason (A) sagði að mönnum hefði lengi verið kunn- ugt um að ríkisstjómin ætlaði sér að gera miklar breytingar á skattalöggjöfinni. Hins vegar hefði það komið sér á óvart þeg- ar fjármálaráðherra hefði I ræðu sinni á mánudag lýst því yfir, að samfara afnámi neí- skatta yrði dregið úr niður- greiðslum til landbúnaðaraf- urða. Nefndi hann dæmi um það hvernig þessi ráðstöfun kæmi niður á kaupverði. Gera mætti ráð fyrir að mjólk myndi hækka um 3 krónur hver litri, eða sem svaraði 24% og kjöt myndi hækka um rúmar 17 krónur, eða sem svaraði 14%. Væri augljóst að með þessu móti væri rikis- stjórnin að svipta launþega þeim kjarabótum sem þeir hefðu nýlega fengið. Varla gæti nokkur vaffl leikið á því, að þegar skattgreiðandi losnar við að greiða einn skatt, en væri um leið gert að greiða annan nýjan, væri hagur skatt- greiðenda ekki bættur. Þá lagði hann til að afgreiðslu fjárlaga yrði frestað fram yfir áramót og jafnframt vísað til ríkisstjómarinnar, sem gæti á þeim tíma áttað sig betur á þeim. Loks sagði hann, að í raun hefði ríkisstjómin á leynd rift þeim kjarasamningum sem ný- lega hefðu verið gerðir við laun- þega. Halldór E. Sigurðsson fjár- málaráðherra, minnti fyrst á, að fjárlög hækkuðu nú um 910 milljónir kr. vegna samninga urn launakjör opinbema starfs- manna, sem gerðir hefðu verið í tíð fyrrverandi rlkisstjórnar. Síðan rakti hann einstaka liði fjárveitinga úr rikissjóði og spurði hvort það væri vilji ein- stakra þingmanna að þessir liðir væru felldir niður eða þeim breytt. Þá vék ráðherra að samþykkt- um þeim, sem búið væri að gera og tillögur væru um við 3. umr. fjárlaga. Sagði hann, að hér væri um að ræða fjárhæð sem næmi 780 millj. kr. Nefna mætti, að Gylfi Þ. Gíslason hefði komið með tiilögur við 2. umræðu f jár- laganna um að hækka þessar upphæðir um rúmar 200 millj. króna, og ef allir þingmenn hefðu verið eins röskir, hefðu fjárlög hækkað um nær 6 milljarða. Loks lýsti ráðherra yfir undr- un sinni á þvi, að niðurgreiðslur væru nú orðnar það óskabarn A1 þingis, að farið væri fram á að fresta afgreiðslu fjárlaga til þess að koma þeim við í auiknum mæli. Sú frétt hefði nú einhvern timEinn þótt sjónvarpstæk. Sigurður Magnússon (Ab) mælti fyrir þingsályktunartil- lögu um iðnskóla, sem hann ásamt Garðari Sigurðssyni ber fram. Er í henni farið fram á endurskoðun á lögunum um iðn- fræðslu, þar sem m.a. verði við það miðað, að iðnskólamir verði reknir af rikinu einu. Fagnaði Sigurður þeim auknu fjárveitingum til iðnfræðslu, sem gert er ráð fyrir í f járlaga- frumvarpinu, og gagnrýndi jafn- framt aðgerðarleysi fyrrverandi ríkisstjómar i þeim málum. Guðlaugur Gíslason (S) varp- aði m. a. þeirri fyrirspum til fjármálaráðherra, hvort bæði héraðsblöðin á Suðurlandi, þ.e. í Vestmannaeyjum og á Selfossi, féllu ekki undir ákvæðið í fjár- lögum, þar sem gert er ráð fyr- ir að kaupa ákveðinn eintaka- fjölda af héraðsblöðum. Gunnar Gíslason (S) mælti fyrir breytingatillögum sínum við fjárlögin, þar sem gert er ráð fyrir auknum fjárveitingum til húsmæðraskólans á Blönduósi auk fjárveitinga til skólans á Löngumýri, m. a. til endurnýj- unar á hitaveitu. Sagði hann m.a., að ekki væri víða að finna dæmi um spamað- arráðstafanir í fjárlagafrum- varpinu, en þó væri þær að finna í sambandi við fjárveiting- ar til húsmæðraskóla, en þar væri brýn þörf ýmissa endur- bóta. Þá kvað hann nauðsynlegt að veita nokkurt framlag til skólans á Löngumýri I Skaga- firði, sem m.a. yrði notað til þess að endurbyggja hitaveitu- æð frá Varmahlíð. Vænti hann þess, að forsætis- ráðherra léði þessum tillögum lið, enda hygði hann, að ráð- herra bæri nú hlýrri hug til þeirra Skagfirðinga en manna í öðrum byggðalögum. Ennfremur sagði Gunnar, að nú væri sköpum skipt, þegar í sæti fjármálaráðherra væri kom inn sá maður, sem hvað mest hefði gagnrýnt þau fjárlaga- frumvörp, sem lögð hefðu verið fram af fyrrverandi rikisstjóm. Jón Árnason Hefði hann þá býsnazt mikið yf- ir hækkunum á fjárlögum frá ári til árs og talað um þann voða sem það hefði í för með sér. Fyrrverandi fjármálaráð- herrar væru nú ekki stórir karl- ar miðað við þann sem nú sæti I því embætti, ef miða ætti við hækkanir á f járlögum. Inga Birna Jónsdóttir (SFV) mælti fyrir tiliögu sinni um framlag til Menningar- og frið- arsamtaka kvenna. Matthías Bjarnason (S) mælti fyrir breytingartillögu sem hann ásamt fimm öðrum þingmönn- um Sjálfstæðisflokksis ber fram um fjárveitingu til Bygginga- sjóðs aldraðra. Vænti hann þess, með tilliti til þeirra undirtekta, sem mál þetta hefði fengið á síðasta þingi, að þingmenn styddu þetta nauðsynjamál. Ennfremur mælti Matthías fyrir tillögu, sem hann bar fram, um aukin fjárframlög til Iþrótta kennaraskóla Islands á Laugar- vatni. Þar væri nú aðstaða öli LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA hefur skipað sjö manna nefnd til að gera tillögur uni heildar- áætlun um alhliða landgræðslu og skipulega nýtingu landsins. í erindisbréfi nefndarinnar er henni falið að miða starf sitt við það, að hægt verði að minnast 11 alda byggðar landsins með heildarátaki um landgræðslu og gróðurvemd, svo og alhliða skipulagningu landsnytja. mjög bágborin, jafnvel svo, að kemnt væri í búnimgsherbergjum og sturtuklefum. Það væri í sjálfu sér lofsvert að gert væri ráð fyrlr auknum fjárveitingum til íþróttamála, að sinu viti væri þar verið að stíga eitt spor fram á við, en um leið væri stigið annað aftur á við þegar lækkað væri fjárframlag til eina íþróttakennaraskólans á landinu. Loks sagði Matthías, að hann teldi það ekki óeðlilegt að af- greiðslu fjárlaga yrði frestað fram yfir áramót. Ellert B. Schram (S) mælti fyrir breytingartillögu sinni um aukin fjárframlög til Æskulýðs- ráðs ríkisins. Sagði hann það furðulegt að Aiþingi samþykkti á einu þingi stofnun Æskulýðs- ráðs, enda hefðu þá þingmemi almennt verið sammála um nauð syn þess, en síðan væri á næsta þingi ekki gert ráð fyrir að veita nægilegt fjármagn til þess að stofnun þessi gæti starfað eins og gert hefði verið ráð fyrir. I fyrstu hefði aðeins verið gert ráð fyrir 100 þús. kr. fjárveit- ingu, en síðan hækkuð upp i 700 þús. kr. Fengi hann ekki séð hvermig þessi starfsemi, sem lög- fest hefði verið, gæti farið fram með ekki meiri f jármögnun. Gunnar Thoroddsen (S) mælti fyrir tillögu sinni og Benedikts Gröndals um að auka við tölu heiðurslauna listamanna Krist- manni Guðmundssyni. Rakti hann I fáum orðum starfs- og námsferil listamannsins. Steinþór Gestsson (S) mælti fyrir tillögu sinni um fjárfram- lög til Landnáms ríkisins og auk- inna framlaga til hafnarrann- sókna og mælinga, þar sem gert væri ráð fyrir 3 millj. kr. vegna rannsókna á hafnarstæði við Dyrhólaey. Eysteinn Jónsson, fórseti sam- einaðs Alþingis, er formaður nefndarinnar, en aðrir nefndar- menn eru; Jónas Jönsson, dei'ld- arstjóri í landbúnaðarráðuneyt- inu, Ingvi Þorsteinsson, náttúru fræðinguir, Haukur Ragnarsson, tilraunastjóri, Pálmi Jónsson, ail þingismaður, Sigurður Blöndal, skógarvörður, og Þorvaldur G. Jónsson, fóðureftirlitsmaður. Sjö manna nefnd — f jallar um landgræðslu og nýtingu landsins

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.