Morgunblaðið - 23.12.1971, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 23.12.1971, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTU’DAGUR 23. DESEMBER 1971 Frumvarp að f járhags- áætlun Reykjavíkur Frá uniræðum í borgarstjórn Við fyrri umræðu í Borgar- Btjórn Reykjavikur um frum- varp að fjárhagsáætlun Reykja- vikurborgar fyrir árið 1972, sem fram fór fyrir nokkru flutti fleir Hallgrímsson, borgarstjóri, ítarlega framsöguræðu, sem sagt hefur verið frá hér í blaðinu. Hér á eftir fer frásögn af umræðum þeim, sem fram fóru að lokinni ræðu borgarstjóra. Kristján Benediktsson (F) satgðist í upphafi ræðu sinnar vilja fa/gna þvi, að ætlunin væri, að áiagning útsvara fseri fram með sama hætti og i fyrra, hvað snerti 6% afsiáttinn, en eins og tfram hefði komið í ræðu borgar- stjóra yrði hann veittur á næsta éri svo sem gert hefði verið I ár. Borgarfulltrúinn gerði nú um það fjrrirspum til borgarstjóra, hvort nokkur vafi væri á þvi, að ríkisvaldið viðurkenndi Arn arhoit og hviidarheimili aldr- aðra sem sjúkrastoínanir og tæki þar af leiðandi þátt i kostn aði við þessar stofnanir eins og aðrar, sem viðurkenndar hefðu verið af hendi rikisvaldsins. Hann vék nú að hækkuðu framlagi borgarsjóðs til eigna- breytinga en það framlag hækk ar úr 296,9 miiljónum á þessu ári i 503,5 milljónir á næsta ári. Ekki gæfi þessi mikla hækkun þó alveg rétta mynd, þar sem framlagið hefði verið óvenjulega lágt á þessu ári. Borgarfulltrúinn kvaðst sakna úr ræðu borgarstjóra kafia um ráðstafanir, sem búið væri að gera eða fyrirhug- að væri að gera til að skipu- leggja rekstrarkostnað borgar- innar og borgarfyrirtækja í því augnamiði að halda kostnaðin- um niðri. Sagði hann, að fjár- hagsáætiunin bæri á sér ýmis einkenni Parkinsonslögmálsins, þar sem mikil útþensla væri í borgarkertfinu. Harm sagði, að legði maður saman niðurstöður áætilunarinn- ar teknamegin hjá borgarsjóði sjálfum og einstökum borgarfyr irtækjum og bætLd við fé sem borgin fær til ráðstöfunar en ekki væri í fjárhagsáætluninni, fengist út raunverulegt ráðstöf- umarfé Reykjavikurborgar á næsta ári. Þessi upphæð yrði á næsta ári u.þ.b. 4.740 milljónir króna. í>ó varia væri hægt að tala um frjálst ráðstöfunar- fé, þar sem mikið af férrn væri bundið til ákveðinna þarfa, sæ- ist þó á þessari háu upphæð, hversu uimfangsmikil starfsemi borgarinnar vœri orðin. Krist- ján sagði, að augljóst væri að tekjumöguleikar borgarinnar væru mikllir á næsta ári. Hitt væri annað mái, hvort borgar- stjómarmeirihliutirm kæmi til með að verja fénu af ráðdeild og skynsemi. Það væri áberandi, hve miklum hluta f járins væri varið til uppbyggingar í eldri hverfum borgarinnar og benti það til þess, að borgin væri á eftir, hvað snerti upptoyggingu i umdæmi hennar. Ef þessi fjárhagsáætiun væri borin saiman við áætiunina frá i fyrra kæmi i fyrsta lagi fram veruleg hækkun á niðurstöðu- töEtum hennar. í öðru lagi kæmi fram, að nú væru boðaðar mikl- ar gjaldskrárhækkanir, sem í fyrra hefðu verið forboðnar, enda hefðu þá Alþingiskosning- ar staðið fyrir dyrum og þáver- andi rikisstjóm hefði ekki ver- ið hrifin af hækkun gjald- skránna. 1 þriðja lagi væri það einkenni á þessari áætlun, að ekkert væri gert til að halda rekstrarkostnaði niðri. Þetta væru megineinkenni þessarar fjárhagsáætlunar. Deildaihjúkrunarkono óskost Staða deildarhjúkrunarkonu við handlækningadeild Landspítal- ans er laus til umsóknar. Laun samkvæmt kjarasamningi opinberra starfsmanna. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist stjórnarnefnd ríkisspítalanna, Eiríksgötu 5, fyrir 1. janú- ar næstkomandi. Reykjavík, 20. desember 1971. SkrHstofa nkisspítalanna. ROSENLEW FRYSTIKISTUB - FINMSK GÆÐAVARA — 270 LÍTRA — VERÐ KR. 27.780.oo 350 LÍTRA -- VERÐ KR. 32.980.oo - GREIÐSLUSKILMÁLAR - Viðgerða- og varahlutaþjónusta Sími 21240 HEKLA hf Laugavegi 170-172 Björgvin Guömtmdsson (A) sagði, að mjög miklar hækkanir væru á útsvöruim og sköttum. Þetta bitnaði niður á borg- urunum. Hinn lægst launaði væri að verða þrúgaður af óhótf legum skattabyrðum. Um ráðstöfun fjárins sagði hamn, að rdkstrargjöld, sem hækkuðu um 18,4% væm a)lt of há. Ekkert hefði verið gert til að spara. Þá kvaðst borgarfull- trúinn vera ákaflega óánægður með framlag borgarinnar til íbúðabygginga, sem væri nú 80 miíljónir króna. Steinunn Finnbogadóttir (SFV) kvaðst vilja leiðrétta mis skilning, sem fram hefði komið i ræðiu borgarstjóra varðandii störf þeirrar nefndar, sem ráðhierra sikipaði til að vinna að endiurskoð un á tekjiustofnum sveiitarfélaga. Sagðd Steinunin það vera rangtt, að ektkert saimráð hefði verið haft atf háifu nefndarinnar við fuilitr. frá Reykjavíkurborg. Nefindin hefði kvatt á sinn fund embætt- ismenn frá borginni, til viðræðu um málið. Ennfremur hefði nefndin leitað álits stjómar Sambands íslenzkra sveitar- félaga. Þ*að hefði hins vegar valdið vonbrigðum meðal nefnd- armanna, að hugmyndir og um- ræður í nefndirmi voru orðnar fréttamatur í Morgunblaðinu. G«ir HaHgrímsson, borgar- stjóri, sagði, að hækkun rekstr- arkostnaðarins ætti m.a. rót sína að rekja til aukinnar þjónustu borgarinnar og einnig vegna launalhækfeunar skv. kjarasamn- ingum við borgarstarfsmenn. Hugleiðingar Kristjáns Bene- diktssonar um Parkinsonslögmál ið ættu við Htii rök að styðjast. Við yfirstjóm borgarinnar, þar sem þó væri hættast við, að áhrifa þess lögmáls gætti, væri starfsmönnum nú fækkað um 4. Fjölgun starfsfólks á veg- urn borgarinnar væri nú samtals 78 starfsmenn. Þar af væri 64 M> starfskraftur, sem færi tH Borg- arsjúkrahússins, og undir .fræðslumálaliðnum væri aukn- ingin 11 manns. Borgarstjóri kvaðst ekki vita, hvað tafið hefði viðrkenningu af hálfu ríkisvaldsins á Amar- holti og hvíldarheimili aldraðra en þeirrar viðurfeenningar væri að vænta innan tíðar. Vegna ummæla Björgvins Guðmundssonar um framlagið til íbúðatoygginga kvaðst borgar stjóri vilja benda á, að framlag borgarsjóðs til byggingar- sjóðs hækkaði frá í fyrra úr 43 millj. í 80 millj. nú. Þarna væri um að ræða næstum 100% hækk- um. Þá fór borgarstjóri nokkrum orðum um aðild borgarinnar að þeirri athugun, sem fram hefði farið á tekjustofnum sveitarfé- laga vegna ummæla Steinunnar Finnbogadóttur þar að lútandi. Bmbættismenn borgarinnar hefðu verið kvaddir til sem trún aðarmenn Sambands íslenzkra sveitarfélaga. Sambandið hefði ekki átt neina fulltrúa i undir- búningsnefndinni um málið. 1 þeirri nefnd væru pólitiskir kommisarar ríkisstjórnairinnar. Væri þetta eitt dæmið um stór- auknar pólitískar skipanir netfnda, síðan núverandi ríkis- stjóam tók við völdum. Væii þetta sérstaklega ámælisvert af ráðherrum Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, þar sem þeir hefðu fyrir kosningiar lýstf sig sérstakflega á móti siMfeu hátta- lagi. Björgvin Guðmundsson sagði, að borgin fengi færri íbúðir úr 5. áfanga íramkvæmdanefnd- ar byggingaáætlunar á naasta ári en til hefði staðið — 60 I stað 100. Kvaðst hann telja, að borgin gæti fjölgað leiguibúð- um fyrir árslok 1972, svo sem með þvá að gamga imn í fram- kvæmdir, sem nú þegar væru í gangi hjá einkaaðilum. Adda Bára Sigfúsdóttir (Ab) sagði, að ekki hefði orðið nein stökkbreyting, hvað varðar póli tlsifea nefndarskipan, a.mik. eklki þar, sem hún þekkti til. Geir HaHgrímsson sagðá að ekfki væri hægt að bera sainaan tima þann, sem framkvæmda nefndin þyrfti til byggingar á húsnæði, við þann tíma, sem sMk ar framfevæmdir tækju yfirleitt. Hjá framkvæmdamefndinni tæki þetta svo stuttan tíma vegna þess að búið væri að hanna þær byggingar, sem hún byggði. Við bytggingarframkvæmdir yrðu menn að gefa sér nægan tima til að undirbúa framkvæmdirn- ar, áöur en í þær værd ráðdzt. Þá itrekaði hann fym um- mæli sín um pólitíska nefndar- skipanir rikisstjórnarinnar og sagði, að nefndum hefði rignt niður að undanförnu, og væri heildarsvipurinn á skipan þedrra ljós, skipanin væri pólitósk. Sigurjón Pétursson (Ab) sagði að borgarstjóri ætti ekkd að gagnrýna nefndaskipanir rikisstjómarinnar, heldur Hta frekar í eigin barm. T.d. hetfði nefnd sú, sem undirbjó fjárhags- áætíunina verið skipuð fulltrú- um borgarstjórnarmeirihlutams og svo væri um fleiri nefndir á vegum borgarinnar svo sem lóða nefnd. Geir Hallgrímsson sagði, að grundvaillarmunur væri á skip- an nefndar til að undirbúa fjár- hagsáætlunina, sem farið væri ytf ir lið fyrir lið í borgarráði en þar ætfcu minnihdiutaflokk- arnir sína fulltrúa, og hefðu þeir því þar fulla möguleika á að koma öllum sínum tiHögum á tframfæri, áður en fjárhagsáætl- unin kæmi til endamlegrar af- greiðslu í borgarstjóminmi. Ekki væri hægt í þessu sam- bandi að bera borgárráð saman við ríkisstjórn. Kristján Benediktsson sagöi að fækkun starfsliðs á skrifstotf- um borgarstjóra væri ekki næg röksemd fyrir því, að áhrifa Parkinsonslögmálsins gætti ekki hjá borginni. Undan þessum sfcrifstofum hefði verið dregin ýmis starfsemi, sem nú væri í höndum annarra sitofnana borg- arinnar svo sem Gjaldheimtunn- ar og Skýrsluvéla, en framlög til þeirra stofnana hefðu aukizt. Að þessari fyrri umræðu kxk- inni var frumvarpinu visað til 2. umræðu. Kaupum hreinar og stórar léreftstuskur prentsmiðjan.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.