Morgunblaðið - 23.12.1971, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐEÐ, FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1971 27
Minning;
Guðjón Guðmunds-
son, hreppstjóri, Eyri
NÚ ER G>uðjón Guðmundsson,
hreppstjóri á Eyii við Ingólfs-
fjörð fallinn í valinn, sá einstæðd
persónuleiki, sem mim lengi lifa
í minningu þeirra sem honum
kynntust. Hann var mikil kempa,
sem bognaði aldrei, þrátt fyrir
margs konar erfiðleika, sem hann
vairð að stríða við seinustu æviár
in.
Hann andaðist á Vífilsstöðum
eftir stutta veru þar, vax fyrir
fáum dögum búinn að kveðja sina
heknabyggð þar sem hann hafði
dvaUzt allan sinn alduT og leyst
af hendi fjölþætt ævistarf með
trúmennsku.
Guðjón var jarðsunginn 17.
nóv. sl. í Ámesi og hvílir þar við
hlið sinnar trygglyndu eiginkonu
sem dáin er fyrir nokkrum ár-
um, eftir þungbær og löng veik-
indi.
Við Guðjón vorum nágrannar
og samstairfsmenn um áratugi. Á
heimiii hans dvaldist ég oft dög
um saman, auk þess sem sam-
fundir okkar voru tlðir á heimili
mínu. Með okkur tókst traust vin
átta og þess er mér ljúft að minn
ast og þakka og með söknuði
kveð ég þennan trygglynda vin og
finnst skarð fyrir skildi þegar
hainn er horfinn af sjónarsviðinu.
Guðjón var sú persóna, sem
vakti eítirtekt. Hann var léttur
í spori og hafði hressilegt viðmót,
dugnaðu og áhugi birtust í hverri
hreyfinigu. Öllum var þegar ljóst
að ekki var um neinn meðalmann
að ræða. Frá honum gustaði
hressilega til hinztu stundar.
Á gleðistundum var Guðjón
hrókur alls fagnaðar, orðalagið
fjölbreytt og hugmyndaflugið
mikið og hnittin tilsvör hans
komu samferðamömnum hans í
gott skap, enda vildu margir með
homum dvelja og eignaðist hann
marga vini, innlenda sem erlenda.
Guðjón var hreinskilinn og
hnspurslaús i tali, sagði meiningu
sína hver sem í hlut áíti og gekk
ekki troðnar slóðir. Hann deildi
oft hart á þá, sém honum þótti
misnota aðstöðu sína og sjálfur
var hann þjóðrækinn og einbeitt
ur í starfi og að leiðarlokum skil
aði hann af sér með s,æmd.
Sorgmæddur kvaddi Guðjóm á
Eyri sveit sina og vini í Árnes-
hreppi þar sem hann hafði búið
frá bamæsku. Hann var ailla tíð
bjargálna maður og ætíð traustur
málsvari sinnar heimabyggðar og
hlaut þjóðarviðuirkenningu fyrir
störf sin. Hann lifði það glæsta
tímabil, þegar öll býli sveitairinn
a,r voru fullsetinn af athafna-
mönnum til sjós og lamds og í
sveitinni ólst upp dugmikið fóik,
sem líklegt var að festi rætur í
sinni heimabyggð eins og gerzt
hafði um aldaraðir.
Hann lifði þá tíma i sögu Ár-
neshrepps, að stóratvinnurekstur
hófst við Ingólfsfjörð og Djúpa-
vík bæði af innle'ndum og erlend
um aðilum. Mikill hluti síldar-
flota landsmanna var að veiðum
á Húnaflóa þar sem síldin óð í
hverjum firði og vík. Fólk hvar
vetna af lamdimi flykktist í hrepp
inn til starfa í veirksmiðjunum.
Stór hluti þjóðarteknanna var á
þessum árum fenginn við strend
ur Húnaflóa og þá var aldrei tal
að um Árneshrepp sem hallæris
sveit, enda ríkti þá velsædd i
hreppnum.
En síldarævintýrinu lauk árið
1947, slagbrandi var slegið fyrir
dyr verksmiðjanna, sem höfðu
malað þjóðarbúinu gull um ára-
bil. Ekkert var gext af opinber-
um aðilum til bjargar svo að
byggð gæti haldizt. En áfram var
TIL JÓLAGJAFA
BLÚSSUR, PEYSUR, HÚFUR.
Fjölbreytt úrval.
GLUGGINN
Laugavegi 49.
BARNASKÓR
SKÓSALAN
LAUGAVEGI 1
Jólatrésfagnaður
i 1 Iðnaðarmannafélagsins í Hafnarfirði og Kvenfélagsins Hrundar, verður í Félags- heimilinu mánud. 27. des., kl. 3 e. h.
Jóladansleikur
fyrir eldri börn, 12 ára og eldri, klukkan 8 sama dag.
Aðgöngumiðar seldir sama dag kl. 10—12 fyrir hádegi.
NEFNDIN.
haldið á braut. eyðileggingarinn
ar og nú er búið að eyðileggja
öll fiskimið í Húnaflóa svo vart
fæst bein úr sjó sem þó hefur ver
ið helzti bj argræðisvegur
Strandamanna frá fyrstu tíð. Það
var ekki fögur sjón, sem blasti
við augum Guðjóns á Eyri hvern
morgun þegar hann leit til veð-
urs.
Við honum blöstu hrunin hús
og hafnaxmannvirki, sem máttu
muna sinn fífll fegri. í þann
mund er Guðjón Var að kveðja
heimabyggð sína í síðasta sinn
sáu sjónvarpsmenn úr Rvík á-
stæðu til að aka norður í Árnes
hrepp til að mynda eyðilegginig
una sem orðin er á Ingólfsfirði,
en sáu ekki náttúrufegurðina eða
alla þá miklu ræktun og uppbygg
ingu, sem það duglega fólk, sem
enn býr þar, er að starfa að.
Guðjón á Eyri var fæddur 5.
febrúar 1890. Kona hans var Sigr
íður Halidórsdóttir, hin mætasta
kona. Þau eignuðust fjögur börn,
tvo drengi og tvær stúlkur. Að
leiðarlokum kveðja sveitungar
Guðjóns hann með hugljúfum
minningum. Við hjónin og Mela
systkinin viijum sérstaklega færa
honum innilegustu þakkir fyrir
ánægjulegar samverustundir,
tryggð og vimáttu um áratugi. —
Börnum hans og nánustu skyld-
mennum flytjum við einlægar
samúðarkveðjur.
Sigmundur Guðmundsson
frá Meltim.
med DC-0
til
Stokkhólms
alla mánudaga og föstudaga.
LOFTLEIDIR
Gjafavörur í úrvali
OLD SPICE GJAFASETT
TABAC GJAFASETT
REYKJAPÍPUR í ÚRVALI
PÍPUSTATÍV
TÓBAKSVESKI
TÓBAKSTUNNUR
TÓBAKSPONTUR
PÍPUÖSKUBAKKAR
VINDLINGAKASSAR
MEÐ BÍLAMÓDELUM
ARINÖSKUBAKKAR
SONDATUNNUR (Sparklet Syphon)
VINDLASKERAR
VINDLAÚRVAL
KONFEKTÚRVAL
RONSON KVEIKJARAR í ÚRVALI
RONSON REYKJAPÍPUR
Verzlunin ÞÖLL, Veltusundi 3
(gegnt Hótel Islands bifreiðastæðinu) — sími 10775.