Morgunblaðið - 27.01.1972, Page 15
MORíGÖNIBLAÐrO, FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 1972
15
vináttunnar
þágu
„Okkar heitasta ósk er sú
að þjóðskipulag heimssósial-
ismans hafi slík áhriif að lit-
ið sé á að við séum samfélag
vinaþjóða, sem stöndum ein-
huga vörð um hið nýja samfé
lag og stuðlum að uppbygg-
ingu þess — að mannkynið
geti litið á það sem fyrir
mynd framtíðarþjóðskipu-
lags, skipulag, sem frjálsar
þjöðir sameinast um.“
Þessi orð mælti Leonid
Brezihnev flokksleiðtogi
lcoimm únis taflokks Soivétríkj
anna á 24. flokksþinginu.
1 maí 1971 var Simas Kud-
irka leiddur fyrir rétt í Vilni
us í Litháen, ákærður fyrir
landráð. 1 nóvemlber árið 1970
haifði hann reynt að flýja af
sovézku s'kipi yfir í banda-
rískan strandgæzlubát úti á
opnu hafi, en bandaríski
skipherrann sendi hann aftur
um borð. Þessi örlagaríka
skyssa skiþherrans kostuðu
sovézka loftskeytamanninn
ffiu ár af lífi hans. Því að
þann dóm fékk hann: tíu ára
þrælkunarvinnu.
Áður en málið kom fyrir
rétt hafði Kudirka sagt, að
hann myndi ekki hirða um að
fá sér verjanda, að hann
myndi ekki eiga nein svör við
þeim spumingum, sem yrðu
lagðar fyrir hann i réttinum
og það eina, sem hann hefði
í hyggju að gera væri að
leggja fram beiðni, sem væri
í fullu samræmi við mannrétt
indayfirlýsingu Sameinuðu
þjóðanna, þess efnis að fá
leyfi til að flytjast úr landi.
Þegar réttarfhöldin hófust
var verjandi leiddur fram á
sjónarsviðið. Kudirka endur
tók þá, að hann hefði ekki
beðið um neinn verjanda og
sagði að svo búnu:
— Annað hvort er Gavr-
onskis (þ.e. verjandinn) ær-
legur maður og mun þá reyna
að halda vörn uppi fyrir mig
eftir beztu samvizku, og það
mun aðeins koma honum sjálf
um i hina verstu klípu, ell-
ar hann mun koma hér fram
sem eins konar sækjandi
númer 2, eins og oft gerist
við pólitísk réttarhöid í Lit-
háen. Ég lít ekki svo á, að
mál mitt sé svo margsiungið,
að þörf sé á því að hafa tvo
sækjendur."
Simas Kudirka lýsti því yf-
ir að hann liti á sig sem sak-
lausan, þar sem hann -hefði
ekki svikið föðurland sitt Lit
háen, og hann liti ekki á Sov
étríkin sem ættland sitt. Þeg-
ar hann gerði grein fyrir,
hvers vegna hann hefði reynt
að flýja frá Sovétrikjunum,
talaði hann í röska fjóra
klukkutíma. Hann sagði frá
uppvexti sínum í sárustu fá-
tækt, innlimun Litháen í Sov
étrtkin og kúgun þeirri, sem
fylgdi í kjölfar þeirra að-
gerða. Hann rifjaði upp
flutning á ættingjum sínum
tll Síberíu árið 1941 og 1944,
hann sagði frá fjöldamorðum,
minntist félaga sinna, sem
hefðu viljað berjast gegn inn
limuninni, flesta þessa félaga
hafði hann ekki séð eftir að
kunnugt varð um að þeir
berðust gegn skipulaginu.
Er hann hafði lökið skyldu
námi í Viinius, langaði hann
að fara til sjós, sjá lönd og
álfur og hélt hann gæti með
þvi gleymt þeim harmi
sem þjóð hans var bú-
inn. Hann varð að leita
burt frá öllum þeim ömur-
leik, sem fyrir augu hans
hafði borið; limlestir líkamar
þjóðemissinnaðra Litháa sem
lágu í stöiflum á aðaltorginu.
Það sem viðbjóð vakti með
an réttarhöldin yfir Kudirka
stóðu yfir var þó ekki ódæðis
verk Sovétmanna í Litháen,
heldur „landráð*1 Kudirka.
Sækjandinn Petrauska lýsti
þvi yfir með fyrirlitndngu, að
glæpsamlegt athæfi Kudirka
hefði leitt svívirðu yfir Sov-
étlýðveldið Litháen og hann
krafðist fimmtán ára þrælk
unarvinnu, svo og að allar eig
ur hans skyldu gerðar upp-
tækar.
Kudirka hélt sjálfur varn-
arræðu sína og skýrði hinum
háæruverðuga rétti frá því,
hvernig stjórnandi rannsókn
arinnar, Kismen, ofursti, lið-
þjáltfi að nafni Urbonas, KGB
maðurinn Petkevicus og ýms-
ir aðrir hefðu komið gagn-
gert frá Moskvu með það fyr
ir augum að heilaþvo hann.
Þeir höfðu stungið upp á þvi
við Kudirka, að hann skyldi
gagnrýna hina borgaralegu
þjóðernisstefnu, sem væri
áberandi í Litháen og lýsa yf
UM MAL LITHAANS
SIMAS KUDIRKA
Eftir Trond Andersen
ir þvi að hún hefði rekið
hann til að fremja hinn sví-
virðilega verknað. 1 staðinn
myndi þá látið við það sitja
að veita honum áminningu
fyrir að fara I óleyfi af sov-
ézku landi. Kudirka afþakk-
aði boðið. Hann vildi ekki
svikja föðurland sitt, Litháen
sagði hann, ekki einu sinni í
skiptum við frelsið.
Þegar málið á hendur Kud-
irka var í undirbúningi
höfðu stjörnvöld einnig reynt
að telja vini hans og skyld-
menni á að bera vitni um, að
hann væri veill á geði.
Læknanefnd lýsti því hins
vegar yfir að Kudirka væri
algerlega heilbrigður and-
lega.
Simas Kudirka hefur fyrir
löngu hafið afplánun á þeim
þunga dómi, sem hann fékk.
Hann dei'lir kjörum með
mörgum borgara Sovétríkj
anna, lauslega áætlað einni
milljón manna, ef marka má
franska tímaritið Recontre
Internationale. Þó eru ekki
meðtaldir allir þeir, sem send
ir hafa verið til dvalar á geð
veikraspítölum.
„Milljónir manna farast i
sovézku þrælkunarbúðunum.
Síðan þessum búðum var kom-
ið á fót hafa þ#er gleypt
fleira fólk. Þar hafa verið
teknir fleiri af lífi en i öll-
um öðrum búðum saman-
lagt — einnig útrýmingarbúð
ir Adolfs Hitler." Þannig
kemst Gyðingaforinginn frá
Litháen, Julius Margolin, að
orði. Hann hefur verið i slík-
um búðum og hann er ekki
vægur í dómum sínum um
ókkur sem úti stöndum.
„Óg þeir sem svara með
því að yppta öxlum og eyða
talinu með innantómu al-
mennu kjaftæði, þeir eru sið
ferðilega séð einnig sekir.“
Lárus Jónsson alþingismaður:
Athugasemdir við um-
mæli forsætisráðherra
Að loknu jólaleyfi urðu á Al-
þingi nokkrar framhaldsumræð-
ur um orkumáíl. Tilefnið var til-
laga sjálfstæðismanna til þings-
ályktunar um endurskoðun
oirtculaga, sem miðar að dreif-
iaugu ákvörðunarvalds í orku-
naálum til fólksins úti á lands-
byggðinni. Svo bar við i þessurn
umræðum, að Æorsætisráð-
herra sá ástseðu til að kveða sér
sérstaklega hljóðs út af þeim fá
heyrðu ummælum minum „að
verulegur styrr hafi staðið milli
rtkisstjórnarinnar og Norðlend-
inga í orkumálum“. Porsætisráð-
herra vefengdi þessi ummæli og
var helzt á honum að Skilja að
þau væru dauð og ómerk sem
hreinn uppspuni! Þótt margt
hafi komið mér spánsikt fyrir í
þiingsölum hef ég sjaldan orðið
furðu lostnari en þegar forsæt-
Jsráðherra staðhæfði, að það
„væri of mikið sagt“ að ágrein-
ingur væri milli Norðlendinga og
rlkisstjómar hans í orkumálum,
einkum þar sem vitað er að
hana hefur setið marga fundi
roeð forustumönnum Norðlend-
Inga út af þeirn ágreiningi.
Hann veit að ágreiningurinm er
öleystur og að ekfki hefur m.a.
verið komið til móts við óskir
Nlorðlendinga um skipun sam-
stiarfsnefndar við ríkisvaldið í
orkumálum. Honum hlýtur einn
ig að vera kunnugt að þúsund-
lir manna 'hér nyrðra hafa mót-
roælt stefnu ríkisstjömarinn-
ar á þessu sviði. Ástæðan til
þess að ég sting niður penna út
aif málll þessu er þó ekki tilraun
ntáðherrans til þess að di’aga
fjöður yfir staðreyndir, sem
flestir kjósendur hans sjálfs og
fleiri vita að eru dagsannar. For
sætisráðherra sagði annað í
— um orkumál
ræðu sinni um orkumál Norð-
lendinga, sem er öllu alvarlegra.
Hann sagði einhvern' veginn á
þá leið: „Ég held að aðaíatriðið
fyrir Norðlendinga sé að fá raf-
magn á sambærilegu verði
og aðrir landsmenn, hvaðan sem
það 'kemur.“ Það er ómögulega
hægt að skilja ráðherrann öðru
vísi en að hann telji eitthvað
annað vaka fyrir Norðlending-
um, eins og raunar fleiri ráða-
menn syðra. Það er ekkert laun
ungarmál, að ýmsir hér syðra
eru þeirrar skoðunar að Norð-
lendingar séu á móti „hundi að
sunnan“ eða „náðarspenan-
um að sunnan“ eins og Fram-
sðknarmálgagnið Dagur kallaði
fyrirbrigðið fyrir nokkrum ár-
um, þegar hann var á móti því,
eiinifaldlega atf þeirri ástæðu að
orkan kæmi „að sunnan" og það
an gæti ekkert gott komið! Þessi
skilningur ráðherrans og fleiri
valdamanna er i senn furðuleg-
ur og barnalegur, en jafnframt
svo alvarlegur að ég sé mig knú
inn til að ræða hann á opinber-
um vettvangi.
í HVER.IU ER
ÁGREININGURINN
FÓLGINN?
Ég hef einmitt skilið forustu-
menn Norðlendinga þannig 1
orkumálum og allan almenning,
sem tjáð hefur sig um þau, að
þeir vildu leysa orkumál sín á
þann hátt sem hagkvæmast og
jafnframt öruggast væri fyrir
þá og þjóðarbúið, hvaðan
siwo sem orkan kærni. Forsætis-
ráðherra þartf því ekki að
N orðlendinga
„halda“ neitt um að Norðlend-
ingar eigi að leggja áherzlu á
þetta grundvallaratriði. For-
ytstumenn Norðlendinga vilja á
hinn bóginn að fram fari hlut-
iægar rannsóknir á því hvaða
leið til orkuötflunar sé í senn
sú hagkvæmasta og jafn-
Lárus Jónsson alþm.
framt nægilega örugg fyrir þá.
Ríkisstjómin vill á hinn bóg-
inn áikveða hvaða leið
skuli fara án slíkra rannsókna
og án samráðs við NorðJend-
inga. Þetta kemur skýrt fram í
yfirlýsingum og fréttum firá
stjórnvöldum. Forustumenn
Norðlendinga telja þeim muni
meiri nauðsyn á áðumefindri
heildarathugun orkuöflunar-
leiða vegna þess að sterkar lík-
ur bendi til að virkjun hag-
krvæmustu orkulinda nyrðra sé
í senn öruggari og hagkvæmari
kostur en gerð háíspennuíMnu yf
ir öræfin, sem er degiinum ljós'
ara að verður óörugg nema hún
verði ðhóflega dýr. Viðgerð á
henni gæti við verstu skilyrði
tekið marga daga eða jafnvel
vi'kur. Slíkur aðbúnaður í orku
málurn flýtir ekki iðnþróun
Norðurlands eða gerir fjórðung-
inn að traustri byggð. Annað
mál er að háspennulína yf-
ir öræfin verður tímabær, þeg-
ar nægilega mikil grunnorku-
framleiðsla fer firam í f jórðungn
um sjálfum og gengið hefur ver
ið þannig frá orkuvinnslu þar
að hún sé öruggari en hún er
nú.
Þessi er kjami ágrein-
ings Norðlendinga og ríkisstjóm
arinnar. Norðlendingar vilja
láta kanna leiðir til orkuöfilun-
ar áður en ákvarðanir eru tekn
ar og velja síðan þá leið sem í
alla staði er hagkvæmust, en rik
isstjórnin vill ákveða leiðina
strax þ.e.a.s. að leggja línu norð
ur frá Þjórsársvæðinu hvað sem
fjárhags- eða örygigishlið máls-
ins líður í samanburði við aðra
kosti og hvað sem Norðlending-
ar segja. 1 þessum vinnubrögð-
um rikisstjórnar Ólafs Jöhann-
essonar kemur í rauninni skýrt
firam uppáhaldsvinnuaðferð
hennar og valdhroki, þrátt fyrir
öll faguryrði í stjórnarsamning-
um um áætlunargerð og sarnráð
við fólkið í landinu um brýn-
ustu hagsmunamál þess.
„HUNDAKÚNSTIR“
RÁÐHERRA
Það er kapituli út af fyrir sig,
þegar rætt er um orkumál Norð
lend'inga, að orkuráðherra hef-
ur gripið til þeirra reiknings-
kúnsta í sambandi við kostnað-
arverð „hundsins", sem hann er
ákveðinn í að leggja norður,
hvað sem hver segir, að segja
að það verði greitt niður af
allri þjóðinni. Ekki komi
til mála að Norðlendingar boirgi
þær 300 milljónir króna, sem
hundurinn mun kosta, í orku-
verði. Það verði þjóðin öll að
borga. Við þetta er það að at-
huga að Norðlendingar eru
hluti þjóðarinnar og leggi þjóð-
arbúið í vitlausa fjárfestingu,
sem ekki gefur arð, bitnair það
auðvitað á Norðlendingum eins
og öðrum landsmönnum. En þess
ar reikningskúnstir ráðherra,
sem líkja mætti við „hunda“-
kúnstir, eru athyglisverðar að
öðru leyti. Ef ekki þarf að taka
tillit til verðs á „hundurn"
þ.e.a.s. háspennulínum þvers og
kruss yfir landið, þegar verið
er að meta hagkvæmni orkuötfl-
unarteiða, þá ætti ráðherra að
hugleiða hvort ekki ætti frek-
ar að virkja næst Dettifoss frem
ur en Sigöldu. Ath. benda til
þess að verð á orku úr Detti-
fossvirkjun við stöðvarvegg yrði
mun minna en úr fyrirhugaðri
Sigölduvirkjun. Hins vegar er
orkumarkaðurinn meiri syðra
en nyrðra og þess vegna þarf
að taka tillit til fiutningskostn-
aðar orkunnar frá Detti-
fossvirkjun, nema orkufrek stór
iðja rtsi fyrir norðan, sé raun-
sætt á málið litið. Auðvit-
að eru því framangreindar
„hundakúnstir" ráðherra óraun
hæfar. Þær geta augljóslega
ekki réttlætt þá ákvörðun ríkis-
stjórnarinnar að leggja há-
spennulínu norður. Hver svo
sem kemur til með að borga
hana, verður að taka kostnað-
arverð hennar með í rei'kning-
Framhald á bls. 20.