Morgunblaðið - 27.01.1972, Side 26

Morgunblaðið - 27.01.1972, Side 26
26 MORGUÍNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 1972 — og þá tókst loks að skora úr vítakasti Markvörðurinn var sendur fram UM sáðustu helgi héldu leikmenn Stjörniunnar úr Garðahreppi til Akureyrar og léku þar tvo leiki í 2. deild Islandsmótsins i hand- knattleik við KA og Þór. Voru leikimir háðir á laugardag og sunnudag. I íyrri leiknum, milii Stjöm- unnar og KA, skoraði Stjaman tvö fyrstu mörkin og var það I eina skiptið, sem þeir höfðu yf- ir í leiknum, þar sem KA náði snemma öllum völdum, og skor- uðu nœr þrjú mörk á móti hverju einu marki Stjörnunnar. Markhæstu menn KA voru Þor- leifur, sem skoraði 13 mörk, Sig- urbjöm 6 og Viðar 5, en mark- hsestur Stjörnuleikmanna var Stefán með 5 mörk. 1 sáðari leik Stjörnunnar fyrir norðan, við Þór, fékk liðið ekki eins mörg mörk á sig og átti markvörður liðsins, Kristinn Rafnsson, stærstan þátt í því. 13 vitaköst vom dæmd á Stjöm- una í leiknum og varði Kristinn hvorki fleiri ná færri en 8 þeirra ©g Þórsmenn misnotuðu tvö að auki. Vom flestir leikmenn Þórs búnir að reyna að skora úr vita- Matzdorf númer 1 HIÐ þekkta franska frjálsáþnótta- timarit „Equipe Athletisme Maga zine“ hefur kjörið Pat Matzdorí írá Bandarí'kjunum frjálsáþrótta- tnanin ársins 1971, en sem kunn- ugt er,. þá setti hann heimiamet í hástöklki sl. sumar. í öðru sæti varð finnaki lainghlauparinm Váátainen. Þjálfara- námskeið í Englandi Á næsta sumri gefst islenzk- um knattspyrnuþjálfurum kost- ur á að taka þátt í nokkrum þjáifaranámskeiðum á vegum enska knattspyrnusambandsins. Stjóm K.S.I., tækmimetfmd K.S.Í. og ÞjáJtfumarféiag íslands vimma á saimeimimgu að þvi að vekja á- huga íslenzkra þjálfara á þessu einstæða boði enska knatt- spyrnusambandsins. 1 þessu sam bandi hefur öllum aðilum innan K.S.Í., verið skrifað upplýsinga bréf, varðandi fyrirkomulag námskeiða og próf það er þjálf- urunum er gefinn kostur á að taka. Formlegur tilkynninga- frestur er til 31. janúar n.k. Því er nauðsynlegt, að þeir sem ætla að taka þátt í þessum námskeið um snúi sér til skrifstofu K.S.Í. sem allra fyrst, varðandi um sóknir, svo K.S..1 geti fest pláss fyrir þá á viðkomandi námskeiði. Vitað er, að mikill áhugi þjálf ara er fyrir hendi á slíkum nám skeiðum og að hér er gott tæki- færi fyrir þá að afla sér mennt- umar og taka grunmpiróf enska knattspyrnusambandsins í knattspyrnuþjálfun, undir hand leiðslu færustu manna innan enska knattspyrnusambandsins á þessu sviði. (Fhá K.S.I.) köstunum og var svo komið að helzt vildi enginn taka þau. Varð að ráði að senda markvörð Þórs fram og tóksit honum loks að skora úr vitakasti. Er það örugg lega næiri einsdæmi að mark- verði taikist að verja 8 vítaköst í leik. En Þór sigraði 27:8 í leiknum. Markhæstu menn hjá Þór voru Árnd sem skoraði 7 mörk, Sig- tryggur 3 og Aðalsteinn 2. Mark hæstir hjá Stjömunni voru Stefán og Sævar sem gerðu 3 mörk hvor. Leikina dæmdu Olfert Náby og Vilberg Sigtryggsson mjög veL — Mól. Stjórn og framkvæmdastjórn í. S.í. Fremri röð f.v.: Gunnlaugur Briem, gjaldkeri, Gísli Halldórs- son, forseti I.S.I., Sveinn Bjömsson, varaforseti l.S.Í. Aftari röð: Sigurður Magnússon, útbreiðslu stjóri Í.S.I., iHirxarður Árnason, ritari, Hannes Þ. Sigurðsson, fundarritari, og Hermann Guð- mimdsson. framkvæmdastjóri I.S.Í. Islandsmótið 2. deild ISI minnist 60 ára afmælis síns Iþróttaiðkendum hefur fjölgað úr 16 þús. í 35 þús. á s.l. 10 árum Efnt til f jölbreyttra hátíðahalda 28. jamiar s.l. voru 60 ár liðin frá stofnun íþróttasambands fs- lands og mun sambandið minn- ast afmælisins með fjölbreyttum hátíðahöldum á morgun og á laugardaginn. Skipaði stjórnin sérstaka nefnd til þess að annast framkvæmdir hátíðahaldanna og elga sæti i henni þeir Sveinn Björnsson, formaður, Þorsteinn Einarsson og Björn Vilmundar- son. Hátíðahöldin hefjast á rnorg- un, en þá verður lagður blóm- sveigur á leiði Axels Tiiliniusar, fyrsta forseta Í.S.f, Sigurjóns Péturssonar, sem var aðalhvata- maður að stofnun ÍSf og Bene- dikts G. Waage, heiðursforseta ÍSf og verður einnig afhjúpuð vangamynd úr bronsi af Bene- dikt, sem Ríkharður Jónsson myndhöggvari hefur gert. Á morgun verður svo opið hús i Tjarnarbúð og um kvöldið bíð- ur ÍSf nokkrum velunnurum íþróttahreyfingarinnar til kvöld verðar að Hótel Loftleiðum. Á fundi með fréttamönnum sem stjórn fSf hélt i fyrradag, rakti forseti sambandsins, Gisli Halldórsson, nokkra þætti úr sögu sambandsins og fórust hon um m.a. svo orð: 28. janúar n.k. eru 60 ár lið in fra stofnun íþróttasambands íslands. Stofnfundur var hald- inn i Bárubúð (síðar KR-húsið við Tjörnina) og stofnendur alls 28 frá 7 iþróttafélögum. Fyrsti forseti l.S.l. var Axei V. Tulinius frá 1912—1926, þá Benedikt G. Waage frá 1926— 1962 og Gísli Haiidórsson, arki- tekt síðan 1962. Aðal hvatamaður að stofnun l.S.l. var Sigurjón Pétursson, Álafossi. Á 50 ára afmæli Í.S.l. var gef ið út afmælisrit, ritað af Gils Guðmundssyni, þar sem greinir frá heiztu viðburðum til þess tíma. — Vísast því til þess rits, varðandi fyrstu 50 árin. Nú verða samin drög að sögu Í.S.Í. siðustu 10 árin, af Þórði B. Sigurðssyni. Innan vébanda Í.S.Í. eru nú 240 iþrótta- og ungmennaféiög og virkir félagar samtais um 35 þúsund. Sérsambönd eru 10 og héraðs- sambönd 26. FJÁRMÁL Eitt meginverkefni l.S.Í. sið- ustu 10 árin hefur miðað að þvi að efla fjárhag iþróttahreyfing- arinnar svo að unnt yrði að skapa íþróttafélögunum í land- inu og hinum ýmsu aðilum innan Í.S.l. viðunandi starfsaðstöðu. Er þar um að ræða byggingu íþróttamannvirkja af hinum ýmsu gerðum, ráðningu iþrótta- kennara og ieiðbeinenda og að- stöðu til ýmis konar fundar- og skrifstofuhalds. En sivaxandi fjöidi íþróttaiðkenda kaiiar á meiri og betri aðstöðu á ölium framangreindum sviðum. Fjármagnsleysi og samfara því getuleysi tiQ framtovæmda i fyrr- greindum efnum, hafði um iang- an tíma iamað félagslegt- og íþróttalegt starí í iandinu, og enda þótt úr hafi rætzt á ýmsum sviðum, er fjarri þvi að nóg sé að gert. Frá árinu 1962 hafa fjárfram- lög til l.S.l. af háifu rikisvalds- ins farið jafnt og þétt hækkandi, enda hefur aiit íþróttastarf í landinu vaxið hröðum skreíum á sama tíma. Reykjavíkurborg hefur einnig á undanförnum árum sýnt sívax andi skilning á gildi íþrótta- starfsins með þvi að auka fjár- hagslegan stuðning sinn við l.S. 1. og íþróttastarfsemina í höfuð- borginni. Árið 1962 eru íþróttaiðkend- ur, karlar og konur, rösklega 16 þúsund, en samkv. síðustu skýrslum um 35 þúsund. Á sama hátt hefur íiþróttakenn urum og leiðbeinendum fjölgað á si. áratug úr 450 í rösklega 2 þúsund. Þáttaskil verða í fjárhagsleg- um stuðningi hins opinbera árið 1964, þegar Alþingi við af- greiðslu fjáriaga heimilaði Á.T. V.R. að greiða allt að 45 aura af hverjum vindlingapakka og skiptist gjaldið miili Í.S.Í. og Slysavarnafélags Islands. Samlhliða þessu beitti Í.S.l. sér fyrir því að stofnað var tii við- tækrar fjáröflunar á vegum íþróttahreyfingarinnar sjáifrar, fyrst mð iandshappdrætti og síðar með starfsemi Getrauna Landshappdrættið gaf alimikl ar tekjur framan af og starfsemi Getrauna hefur vaxið mjög ört og nýtur getraunastarfsemin trausts og álits meðal alis al- mennings. Aukin fjárráð samkv. framan sögðu hafa gert það að verkum, að íþrótta- og ungmennafélögin sjálf hafa fengið beint til sinnar starfsemi vaxandi tekjur. Auk þess hefur þetta gert Í.S.Í. kleift að veita sérsambönd- um og héraðssamböndum styrki vegna kennslu og þjálfunar og þar með bæta úr mjög brýnni þörf. Þá er þesis að geta, að í krafti umræddrar f j'ármögnunar var l.S. í. ummit að ráðast í byggimgu íþróttamiðstöðvarinnar í Laugar dal í samvinnu við Í.B.R., þar sem íþróttasambandið og sérsam böndin innan þess hafa bæki- stöðvar sínar. Loks skafl minnzt á hina mynd- ariegu hæk'kun til íþróttasjóðs skv. fjárlögum yfirstandandi árs, er mun gjörbreyta aðstöðu sjóðsins til að styrkja byggingu íþróttamannvirkja, sem eru ein af undirsto&um fyrir virku starfi í hinum ýmsu byggðarlög- um. f ÞRÓTT AMIÐSTÖH V A R — SUMARBÚÐIR Í.S.Í. eignaðist fyrir 5 árum u.þ.b. 1/3 hluta í heimavistar- álmu íþróttakennaraskólans að Laugarvatni. Þessum eignar- hluta fylgja afnot af eignarhluta íþróttákennaraskólans þann árs- tima, þegar hann ekki starfar svo og ýmsum iþróttamannvirkj um. Með þessu hefur skapazt að staða til þjálfunar fyrir iþrótta fólk og til skemmtilegrar og hollrar dvalar undir leiðsögn þjáifara og leiðtoga. Áformað er, að þessi aðstaða verði ekki sízt fyrir sérsamböndin, þótt enn sem komið er hafi hún mest ver- ið notuð af iþróttafélögum. Einnig hefur l.S.l. stutt að uppbyggingar Vetraríþróttamið- stöðvarinnar i Hlíðarfjalli við Akureyrj og mun gera áfram. Við Akureyri þarf að rísa al- hliða vetrarí'þróttamiðstöð með aðstöðu fyrir hinar ýmsu grein- ar vetrariþrótta. Jafnframt er það takmark l.S. 1. að starfsemi íþróttamiðstöðva og sumarbúða verði að finna í öðrum landshlutum og mun unn ið að framvindu þess i náinni framtið. ÍÞRÓTTAHÁTfÐIN — ÍÞRÓTTIR FYRIR ALLA Í.S.Í. hefur jafnan lagt á það áherzlu að gera íþróttaiðkanir að aimenningseign í sem rtikust- um mæli. Ýmislegt hefur verið gert í þeim tilgangi. Má þar t.d. nefna útgáfu og veitingar iþróttamerkisins, stuðn ing við uppsetningu á skiðalyft- um viðs vegar um land og m. fl. íþróttahátiðin 1970 var eitt viðamesta viðfangsefni, er l.S.l. hefur ráðizt í á s.i. áratug, en þátttakendur voru 5 þúsund manns og áhorfendur um 40 þús und. Megintilgangurinn með iþrótta hátíðinni var að sýna fram á með sameiginiegu og skipulögðu átaki, hvaða hreyfing og afl stæðu að baki íþróttahreyfing- unni. Skyldi íþróttahátiðin þann- ig verða til að auka áhuga og tiltrú bæði stjórnvaida og al- mennings á gildi íþróttanna fyr- ir allan almenning. Segja má, að hvort tveggja hafi tekizt. Áður var getið um vaxandl skilning og velvilja opinberra aðila. Og árið eftir iþróttahótiðjna er trimm-starfseminni hieypt af stokkunum með þeim árangri sem öiium er kunnur. STJÓRN OG STARFSLIÐ 1 framkvæmdastjóm Í.S.Í. eiga nú sæti: Gísii Halldórsson, forseti, Sveinn Björnsson, varaforseti, Gunni. J. Briem, gjaldkeri, Þorvarður Árnason, ritari, Hannes Þ. Sigurðsson, fundar- ritari. Framkvæmdastjóri l.S.l. er Hermann Guðmundsson, út- breiðslustjóri, Sigurður Magnús son og skrifstofustúlkur Anna Páimadóttir og Guðrún Ólafs- dóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.