Morgunblaðið - 10.02.1972, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.02.1972, Blaðsíða 2
2 MORGWNRLAfMÐ, FtMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1972 Skilorðsbundið fangelsi TTJTTUGU og fimm ára maðnr hefur í Sakadómi Reykjavíkur verið dænulur í 10 mánaða skil- orðsbundið fangelsi fyrir líkams- árás, en maður þessi lenti í rysk- ingum við 75 ára mann, sem lézt á eftir. Gaimli maðurinin kom þair að, aem átök voru milli yngri marrns- inis og konu og vildi harun ganga á milli. Yngri maðurinn snerist þá gegn hooium og urðu átök þeirra gamla manninium ofviða. — Við krufningu kom í ljós, að haran var haldinin kransæðasj úkdómi á Úrslit skákmóts- ins í gærkvöldi ÞEGAR Morgunbiaðið fór í prent un i gærkvöldi lágu fyrir úrslit i ská'k þeirra Georghiu og Ander- sons, sem lyktaði með jafntefli. Timman vann Harvey, Friðrik og Keene gerðu jafntefli. Þá 'laiuík biðstoák þeiira Jóns Krist- inssonar og Harveys Georgsson- ar með siigri hins fyrrtnefnda. I dag tefla saman: Friðrik Ól- afsson ðg Stein, Jón Kristinsson og Magnús Sólmundarson, Timm an og Jón Torfason, Bragi Kristj ánsson og Harvey Georgsson, Gunnar Gunnarsson og Frey- s'teinn Þorbergsson, Georgíhiu og Tutomahov, Keene og Anderson og loks Hort og Gunnar Gunnars son. i háu stigi og hefði ekkert mátt út af bera til þess að til dauða leiddi. Hins vegar varð ekkert fullyrt um, hvort átökin milli mannanma hefðu haft meðverk- andi áhrif til láts mannsins. Dómimn kvað upp Ármann Kristinsson, sakadómari, en með- dómendur voru Bjami K. Bjama- son, borgardómari, og Snorri P. Snorrason, lætonir. Tótoíó, 9. febrúar, AP. SJÖTÍU og sex „kjamorku“- sjúklingar létust í svonefndu Kjaraorkusprengjusjúkrahúsi í Hiroshima í Japan á liðnu átl. Var frá þessu skýrt í blaðinu Ashai í gær og kom þar fram, að frá þvi að sjúkrahúsið tók tii starfa, hefðu látizt þar að meðal- tali 56 manns á ári. Blaðið hefur það eftir starfs- mönmum sjúknahúsisins, að krabbaimeinasjúklmigax væru á- berandi á meðal sjúklinganma. Þannig hefðu 29 dauðsföll átt rót sína að refcja til krabbameins í Loðnu- geymir sprakk STÓR geymir, fullur af loðnu, \ sprakk í gærkvöldi hjá Lýsi \ og Mjöl í Hafnarfirði og flóði \ loðnan út um allt hjá verk- ) smiðjunni. Nokkur hundruð ) tonn munu hafa verið í tank- inum og verður reynt að vinna þessa loðnu sem fyrst, en hún er rotvarin. maga, 8 til lungnakrabba en 4 til lifransjúkdóma. Tveir hefðu dáið úr blóðkrabba. Ashai skýrir svo frá, að af þeim, sem bjuggu í Hiroshima, þegar kj arnorkusprengj unni var varpað á borgina 6. ágúst 1945, hefðu 49.528 maninis hlotið ein- hvers konar meðferð í sjúkrahús- imu á liðnu ári og af þeim hefðu 390 verið lagðiir inm til sjúkra- húsdvalar. Alls hefðu 4.305 ,,kjarm>Tku“-sgúklingar legið í sjúkrahúsinu, frá því að það tók til starfa. 66,2% af þeim sjúkl- ingum, sem þar eru til meðferð- air nú, eru sextugir og eldri. Hiroshimasprengj an ennþá að verki Sjötíu og sex dauösföll af hennar völdum í fyrra Stjórn SUS: „Framkvæmdanefnd“ írlandsaðgerða - lét undan kröf um Fylkingarinnar MBL. hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá SUS. „Vegina yfirlýsingar „fram- tovæmdainefndar“ útifundarins til stuðnings mannrétfindiabará'ttu Ira, vill Saimband ungra sjálf- stæðismanna ítreka fyrri yfir- lýsinigu sina uim þetta mál og vekja athygli á þvi, að S.U.S. var reiðubúið ti'l þátttötou á grundvelli þeinra krafna, sem fyrtr lágu, með öilum þeim sam- tötoum, se»m að undirbúningi stóðu. Að laugardagstnorgni 5. febrú- ar gerðist það hins vegar, að Ftagnar Stefánsson, jarðskjáMita- firæðingur, tilikynnti, að Fylkiing- iin tætö ektö þátt í fundinum og mótmælastöð'unni, ef S.U.S. fengi að vera með. Fulifrúi S.U.S. til- kynnti þé nefndinni, að ef geng- ið yrði að kröfium Fyltoingarinn- ar, myndi S.U.S. binta yfirlýs- ingu um málið og skýra frá þvi, hvers vegna S.U.S. feingi ekki að taka þártt í fundinum. Þrátt fyrtr þetta guggnuðu „fram- tovæmdanefndarmenn“ og lértiu undan toröfum Fylkin g arinsnar. Þetta virtíst þó ekki duga Fylik- ingunni. Næst reyndu þeir að útiloka Vötou, félag lýðræðissinn- aðra stúdenta frá þátttötou, en lértu þó að lotoum tiMeiðast og „leyfðu" Vöku að filjóta með. (Fréttatiiikynning firá Sambandi ungra sgálfstæðisimanna). ísbor smíðaður Á aö bora í gegnum Báröarbungu í sumar f SUMAR er áformað aS bora niður í gegnum íshettuna á Bárðarbnngu á Vatnajökli vegna rannsókna á veðurfari Uðinna alda, svo sem frá hefur verið skýrt. Stendur að þessu Raun- vísindastofnun Háskólans og hafa þar forustu Bragi Ámason, efna- fræðingur og Páll Theodórsson, eðlisfræðingiir, og við verkið njóta þeir aðstoðar Jöklarann- sóknaféiagsmanna. Morgimblaðið leitaði firétta af uindirbúningi hjá Braga Árma- syni. Hann sagði, að í vetur hefði verið urnnið að því að smíða bor- intn á Raunvísmdastofinun, en bov inn er frumsmíð og er ætlunin að fara með hanin um hvítaeunn- una á Tungnaárjökul og loka- pirófa hanm þar. En síðan að faxa í leiðamgurinn á Bárðarbungu í júniímámiði eða júlí og halda áfram að bora þar til verkinu er lokið. Er ætlunin að reyna að bora niður í gegnum alla íshett una, sem getur orðið 600 m. Er rei'tonað með að það taki 4—6 viíkur. Verðuir þá leiðangur á jöíklinum þanm tíima. í vetur var fymst smíðaður lítill bor og hanm reyndur á íshellum hér í Reykjavík. Þegar hamm þótti nægilega góður, var hanm lengd- ur í fulla lemgd, um 6 m. Og eins er ætlunin að lagfæra og bæta borinm eftir þörfum, eftir að hanm hefur verið reyndur á Tungaárjökli. Borkjörmu»um verður safnað á jöklinum og síðan þarf að flytja þá í firysti til Reykjavíkur og verður það líklega gert með flug- vél. Páll Theodórsson, eðlisfræðing- ur, var í fyrrasumar með dantska leiðamgrinium, sem boraði í Grærr Iamdsjökulhettuna, til að fylgjast með þehrra aðferðum. Liewellyn Thonipson. 1 Llewellyn I Thompson j látinn i tX.EWEL.jLYN Thompson, fyrr i um sendiherra Bandaríkjanna 7 í Sovétríkjunum lézt á mánu- ) dag 67 ára að aldri. Llewellyn k hafði að baki sér fjögurra ára l tnga feril í iitanríkisþjónustu / Bandarikjanna. Hann hugðist i J hætta störfum í janúar 1969, i en var fljótiega kallaður tii | starfa að nýju, er Nixon for- seti skipaði hann i sendinefnd Bandaríkjanna i svonefndum SALT-viðræðum, eða við- ræðunum við Rússa um tak- mörkun kjamorkuvígbúnaðar, sem fram hafa farið i Hels- insfors og Vínarborg. FTá árinu 1940 eða í um þrjá áratugi fékíkst Llewellyn Thompson við málefni og sam skipti Bandarikjanna og Sov- ' étríkjanna. Hann var tvisvar sinnum sendiherra Bandaríkj anna í Moskvu eða frá 1957— 1962 og frá 1967—1969. Hann talaði rússnesku reip- rennandi. Á meðan hann dvald ist í Moskvu, leið varla sá dag ur, að hann ræddi ektoi við ein hvern meiri háttar sovézkan valdamann og var persónulega í milklu áliti hjá mönnum eins og Ni'kita Kruséff og Andrei Gromýfco, sem enn er utan ríikisráðlherra Sovétrikjanna. Halldór Haraldsson Halldór Haraldsson hjá Tónlistarfélaginu Leikur ný verk innlendra tónskálda MANUDAGSKVÖLDIÐ 14. febr- tíar mun Halldór Haraldsson, píanóleikari, haida tónleika á vegnm Tónlistarfélagsins í Aiist- urbæjarbíói kl. 9. Halldór Haraldsson sfiundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk þaðan burt- fararprófi árið 1960. Sdðan stund- aði haran framhaldsnáim í píanó- leik og tónismiði við Royal Aea- demy of Muisic í Lonðon frá 1962—1965. Þaðan lauk hann ein- leikaraprófi að lotonu nárni. Halldór hélit sína fyrstu opin- beru tóinleika i Reykjarvik á veg- um Tónlistarfélagsins árið 1965. Síðan hefiur HaMdór leifcið með Sinfóníuhljóm'svei't Islands á tón- lei'kum hennar í Reykjavík. Þar má nefina verk eins og 1. d. Pianótoonsert nr. 1 efitir Liszt, Píanókonsert í G-dúr efitir Ravel og siíðast Pianðkonserrt nr. 3 eftir Bartók. Þá hefur Halldór komið noktorum sinnnm fram á tón- leikuim Muisica Nova. Nú starfar hajnn sem kennaii í páanóleik við Tánlistarskóiann í Rey'kjavik. Á tónled'tounum verða fnum- fllutt tvö verk eftir innienda höf- unda, þá Þorkel Siigurbjömsson og Hafliða HaHgrímsson, sieMó- leikara. Verk Þortoels ber heitið „Der woMtemperierte Pianist" og er það sérsta'klega sarmið af þessu tiilefni. Höfiundur skrifar efitirfarandi í efnisskrá tónleik- anna: „Þegar mannlifið var sæmilega „ósrtressað", orbu menn veltem pru ðum hljóðlfærum lof (t. d. þeir Johann Kasper, Ferdinand Fisoher og Johann Sebastian Bach). Nú er auðvelt að fiá slífcar stillingar — gegn vægri borgun — en veistiiltir píanistar gerast fágætir og óborganlegir." U!m verk Hafliða segir höf- undur m. a. „Ég hafði til hlið- sjónar nokkur eigin l jóð meðan unnið var að þessum stykkjum, ráða ijóðin því nofckru um stemninigu og efinismeðferð hverju sinni. Einnig vár ég að toanna vmnubrögð, sem félast í því að reynt er að lýsa at- burðum með nótum." Verkið skiptist í fimm stykfci er heita: Fugl í búri, Ský, Speglun, Hill- ingar, Draiumur. Á þessum tón- leiikum mun sú nýbreytni við- höfð að endurtaka þesisi nýju verk. Við það fá hlustendur tækifæri til þess að kynnast þeim betur. Önnur verk á efnis- skránní eru eftir Debussy, Chopin, Bartók og Franz Liszrt. (Fré tta tilkynn in g). Byggingamenn mótmæla — niðurfellingu gjaldfrests MORGUNBLAÐINU hefur bor- izt fréttatilkynning frá Meistara- sambandi byggingamanna, þar sem segir: Fundur Meistarasambands bygg ingamanna, haldinn 5. febrúar 1972, mótmælir harðlega ákvörð- un ríkisvalds um niðurfellingu gjaldfrests á erlendum bygginga vörum. Undir mótmælin rita fulltrúar Meis-tarafélags húsasmiða, Félags veggfóðrarameistara, Múrara- meistarafélags Reykjavitour, Mál arameistarafélgs Reykjvítour, Fé lags pípulagningameistara og Mei.staraféiags iðnaðarmanna í Hafnarfirði. Jón A. Pálsson sigraði á skákþingi Kópavogs SKÁKÞINGI Kópavogs er nýlok ið. Sigurvegari og skákmeistari Kópavogs annað árið í röð varð Jón A. Pálsson, hlaut 8 vinninga af niu mögulegum, og veitir þessi árangur honum landsliðs- flokksréttindi. 1 2.—3. sæti urðu Lárus Jolinsen og Svavar Svav- arsson með 7 vinninga hvor. 1 1. flokki varð Jónas P. Erl- ingsson sigurvegari og vann all- ar sínar skákir — 7 talsins. Hann er aðeins 13 ára og vinnur sig nú upp í meistaraflokk. í 2. flokki varð Ólafur Guðmundsson sigur- vegari. 1 unglingaflokki varð 10 ára stúlka, Guðlaug Þorsteinsdóttir sigurvegari, og telst það til ttð- inda hérlendis að tovenþjóðin standi sig svo vel í skákíþrótt- inni. Hraðskákmót Kópavogs verður haldið í félagsheimiiinu i , kvöld, finrvmtudag, I framihaldi af skák- þinginu. 7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.