Morgunblaðið - 10.02.1972, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.02.1972, Blaðsíða 10
10 MORGU'NBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1972 BÓKMENNTIR - LISTIR BÓKMENNTIR - LISTIR Jóhann Hjálmarsson skrifar um BÓKMENNTIR Draumurinn um nýtt leikhús Svelnn Einarsson: EEIKHÚSIÐ VIÐ TJÖRNINA. Almenna bókafélagið. Reykjavík 1972. !MEÐ bók Sveins Einarsscxnar uim Lerkfélag Reykjavíteur gefst ifóllci kostur á að kynna sér framlag Leikfélagsins til ís- lenskmr leikmenningar. Hinar 'ágætu myndir, sem prýða bók- ina, eru eigiinlega nægileg sönn- un þesis hve Leiteféiagið hefur iverið ómissandi þáttur vaxandi borgariáfs, en texti Sveins Ein- arssonar er glögg heimild um yiðfourðaríka sögu Leikfélags- ins. Þótt Sveinn Einarsson sfcýri iféá mörgum og glæsilegum sigr- um, sem unnir hafa verið á svið- inu í Iðnó, er honum efst í huga að brýna menn til nýnra dáða í ieifclisitarmálum, láta draum ;Le ifc félagsm an na um nýtt leik- hús við Tjömina rætast: „Þetta leifchús yrði að vera tæfcnilega ifuUkomið, tafca um 450—500 áhorfendur í sæti, en vera lát- i-ausit að allri gerð, eins og Iðnó hefur alla tíð verið". Ég held áð flestir Reykvífcingar, sem bera hag íslenskrar leiklistar ffýrir brjósti, muni taka undir þessi orð Sveins Einarssonar og með þvl stuðla að framigangi iþassa máls. 1 eftirmála getur Sveínn Ein- arssun þess, að Leifchúsið við Tjömina megi efcfci sfcoðast sem j nein endanleg saga Leikféíags [Reykjavifcuir, heldur sé bófcin i ágrip þeirra sögu. Um leið biðst Svednn afsöfcunar á sjálfum sér. Hann minnir á að vegna sitairfs sins fyrir Leifcfélag Reykjavítour undanfarin niu ár eiigi hann óhægt um að lýsa s5ð- ustu árum þess hlutlægt. Þessi afsökunarbeiðni er að mínum dómii óþörf. Sveinn Einarsson er að vísu ánægður með stjómar- itimabil sitt hjá Leikfélaginu, en hann hefur ástæðu til þess. Nö hefur frétst að hann sé að láta af störfum sernn leikhússtjóri. — Vonamdi tefcst vel til um ráðn- inu nýs manns. Hæfni Sveins Einarssonar draga fáir í efa. En það er í anda lýðræðis að sami maðuirinn haifi efcki forystu enda- laust, nýir menn fái tækifæri til að spreyta sig við vandasöm verfcefni. Efnisyfirlit Leikhússins við Tjörnina segir mifcið um bókina. Sveinn Einarsson skiptir texta sínum í fjóra eftirtalda kafla: Sagan, Höfundamir, Leikaramir og starfsfólkið og Áhorfendumir og framtíðin. Næst fcoma skrár, sem Lárus Siigurbjömsison tók saman, veigamikill þáttur bófcar- innar. Bókinni iýkur svo á eftir- mála Sveins Einarssonar. Þó að hér sé aðeins um ágrip að ræða, eins og fynr segir, geta flestir glaðst yfir að eiga þetta rit um Lelkfélag Reykjavitour. Texti Sveins Einarssonar er að vonum fagmannlega skrifað- ur. Þetta er þægilegt rabb um leiikhús og leiklist, jafnframt staðreyndatal. Höfundurinn leit- ast fyrst og fremst við að veita innsýn í starf Leifcfélaigsins, en sparar þó ekki eigin sjónarmið. Af 312 leifcritum, sem Ledfcfé- lag Reyfcjavifcur hefur flutf, er 61 efltir Islenska höfunda. í kafl- anum um rithöfunda Leikfélags- Ins telur Sveinn Einarsson það rrriður, að leikrit Maitthíasar Jochumssonar um Jón Arason hafi aldred verið setlt á svið. — Sveinn kennir því m. a. um að þessi ,,sögulegi harmieikuir", sem hann kallar svo, sé umffanigs- miikill. Matthías Jochumsson samdi ffleiri leikrit en Skuigiga- Svein. Er það eteíki kjörið vertk- efni fyrir islenska leikhiúsmerm að athuga hvort ekki sé ástæða til að kynna önnur verk Matt- híasar, til dæmis Jón Arason, sem Sveinn Einarsson kailar „chef d’oevre skáldsins af leik- listarkyni“? Um Guðmund Kamban ræðir Svednn af sfciln- ingi og gefcur þess, að möng leiíkrit eftir hann séu ósýnd á ís- lensfcu leiksviði. Úr því ætti einn ig að vera unnt að bæta. Sveinn Einarsson. Svednn Einansson fer mjög Iof- samlegum orðum um venk þeinra tveggja leikskáida, sem öðrum frermur hafa sett svip sdnn á starfsemi Leikfélags Reykjavifcur á síðari árum; það eru auðviitað þeir Jöbull Jakobs- son og Jónas Árnason. Sveinn heldur því fram, að „safamikil írsk-íslenzlk kimni“ sé eitt af einkennunum á skáld- skap Jónasar Ámasonar. „t söngvatextunum glitrar oft á tæra lýrik“, segir hann enn frem ur. Það var ekki sednna að vænna að írinn kæmi fram í ís- lenskum bökmennifcum, en lífc- lega á Sveinn við að leikskáldið Jónas Ámason hafi róið á írsk mið. Hitt er aftur á móti edn- staklingsbundið hvað menn kalla lýrik, ég tala nú efcki um tæra lýrik, en ekfci hélt ég að Jónas Ámason væri sérstaklega lýrisk- ur höfundur. Aftur á móti er skop og ádeila áberandi einikenni verka hans, hvort sem hann hef- ur orðið fyrir áhrifum af „Skop- skyni Dario Fos“ eða efcki. Ég veit ekki hvort Jónas hefur þunft að sæfcja svo mifcið til útlanda. 1 leikritum hans er að fflnna sömu gáskafullu gamansemina og hefur einkennt hann frá því að hann var blaðamaður. Efcki fer það samt á mildi mála að Framhald á bls. 13. Þorkell Sigurbjörnsson skrifar um: TÓNLIST Ráðskonuríki Pergolesi var aðeins 23 ára, er honum var falið að heiðra aust urrísku keisaraynjuna á afmæl- isdegi hennar með óperu. Þetta var í ágústlok árið 1733 og óper an hét „Prigonier superbo". Allri alvöru fylgdi þá nokkuð gaman, og svo var hér einnig, inn á milli þátta var skotið milli leik, intermezzo, og kallaðist hann La Serva padrona, þar sem karlfuglinn Umberto er sett ur í stofufangelsi og losnar ekki fyrr en hann hefur lofað að giftast vinnukonu eða ráðs- konu sinni, Serpinu. Engin bylt ing tekst samt án aðstoðar hers ins, og svo er hér einnig, þjóns- myndin Vespone í dulargervi hermanns er Serpinu til aðstoð- ar. Þetta gerðist suður í Napólí og nú er allt makk þessa tíma löngu gleymt að undanskildum millileiknum La Serva padrona, Ráðskonuriki, eins og Egill Bjarnason nefnir hann í þýð- ingu sinni. Byltingartónn La Serva padrona fékk hljóm- grunn um álfuna þvera og endi langa, sérstakiega í París, og þetta verk hefur haldið nafni höfundar síns lengst á lofti. Sjálfum var Pergolesi ekki langra lífdaga auðið, og þegar hann var grafinn 26 ára náðu eignir hans ailar, þ. á m. nokkr- ar óperur, messur, smærri og stærri veifc af ýmsu tagi rébt að kosta útförina. Ráðsbonurdtei var fflutt i sjón- varpinu á mánudagskvöld. Guðmundur Jónsson söng Um berto, lék ekki aðeins við hvern sinn fingur, heldur við sérhvert svipbrigði og beindi rödd sinn listilega inn á tjáningarsvið of- lætis, angurværðar, öryggisleys is og innileika eftir því, sem við átti. í leikhúsi hefði leikur hans verið margra bravóa virði. Hljóðupptakan skilaði líka bassa sviðinu betur en diskantinum — bæði söngnum og hljóðfæraleikn- um. Guðrún Á Símonar söng Serpinu, beitti slægð og ágengni, uppgerð og yndis- þokka, öllum meðölum freistar ans, sem enginn Umberto fær staðizt. Þórhallur Sigurðsson lék þög ulan Vespone, forkostulega fí- gúru. Myndataka virtist takast að öllu leyti vel — og flytjend- um að hreyfa sig og tjá innan mjög takmarkaðs ramma, þess geira, er myndavélin leyfir. Þetta var að þakka stjórn Tage Ammendrup. Að frátalinni ofan greindri athugasemd um tónupp tökuna, komst tónlistin annars hrein og klár til skila um tón- sprota Páls P. Pálssonar, sem stýrði Sinfóníuhljómsveit ís- lands. Jónas Ingimundarson, pianó- leikari, lék á vegum Tónlistar- Rauðskinna í heildarútgáfu RAUÐSKINNA HIN NÝRRI I—III. Þjóðsögur, sagnaþættir, þjóðhættir og annálar. Jón Thorarensen ritaði og tók sanian. Bókaútgáfan Þjóðsaga 1971. Jón Thorarensen segir frá því í Rauðskinnu hinni nýrri hvern ig hið þefckta kvæði Útnesja- menn varð til. Á vetrarfcvöldi árið 1928 sat hann hjá ömmu- systur sinni Ólínu Andrésdótt- ur og sagði henni gamlar ætt- arsögur frá Kotivogi, Kirkjuvogi og Stafnesi. „Nokkru eftir“, seg ir Jón Thorarensen, „orti hún kvæðið Útnesjamenn til minn- irtgar um þetta sagnakvö'd okk ar og gaf mér þetta kvæði og sagði mér, að ég gæti ráðstafað því sem ég vildi“. Þannig varð breiðfirsk skáld- kona til þess að yrteja um hve fast Suðurnesjamenn sóttu sjó- imn. TVíhurasysturnar Herdís og Ólina Andrésdætur áttu mestan þátt í því að Jón Thorarensen Jón Thorarensen. félagsins s.l. þriðjudagskvöld. Jónas er enginn viðvaningur í tónleikahaldi — með sjálfstæða tónleika víða um land og ein- leik með Sinfóníuhljómsveitinni að baki, en þetta var samt frum raun frammi fyrir kræsnum fé- lögum tónlistarinnar í Reykja- vík. Það var öryggi í allri fram- komu og auðheyrt með fyrstu hljömum Sjafconnu Handels, að Jónas veit, hvað hann vill og er ákveðinn í að sannfæra aðra um það. 1 sónötunn Galuppi sýndi hann næma skreytilist og í As-dúr sónötu Beethovens, að ljóðræn breidd er honum nærtæk. Okyndilegu styrkleikabreyting- arnar voru e.t.v. full varfærnis legar. Sams konar varfæmi var í lokaverkinu, As-dúr Pólónesu Chopins, þar sem hún náði yfir „rytmikina", enda ekki óeðli- íegt, að menn þreyti var’.ega kapphlaup í hrauni. Jónas fer efcki margtroðnar slóðir I verkefnavali. Stóra sneið efnisskrárinnar fengu „Bamalagafflokkur" Leifs Þór- arinssonar, þessi fjölbreytilegu smálög, sem allir fullorðnir og þroskaðir píanistar eiga að geta glatt með börn á öllum aldri. Sömu alúðarhöndum fór hann um „Tónleikaferðir" undirritaðs og loks aðal glansnúmerið „Brúðufjölskyldu" Villa-Lobos Þetta er auðvitað litskrúðug fjölskylda, einstaklingarnir sjálfir eru auðskildir, alþýðleg- ir i stefjum sínum, en jafnframt kröfuharðir. Þeir heimta ieikni og öryggi af leikurum sínum, og Jónas sveik engan þeirra. Að afloknu klappi, blómum, meira klappi og aukalögum er hætta á, að hversdagsleikinn setjist að, ef mönnuim finnst þeir hafa klifið eina tindinn. En Jónas hefur augastað á tindum allt í krin,gum slg. . . til ham- ingju! fór að safna þjóðsögum, en Her- d'is var amma hans. Jón Thor- arensen fæddist vestur í Dölum, en óLst upp frá fimm ára aldri suður í Kotvogum í Höfnum hjá föðursystur sinni Hildi Thorar- ensen. Á heimili þeirra Hildar Thorarensen og Ketils ynigsta Ketilssonar voru oft haldin sagnakvöld. Áhugi Jóns Thorar- ensens á þjóðsögum vaknaði því snemma. Rauðskinna hin nýrri er til- einkuð minningu þeirra systr- anna Herdísar og Ólínu. „Rauð- ökinna væri svipur hjá sjón hefði ég eigi notið þeirra við“, segir Jón Thorarensen. Sögur þeirra systra eru listrænar að igerð og vel sagðar. Nægir að nefna Fallegu Þrúðu, Frá Ólafi á Munaðarhóli, Frá Ólafi í Sviðnum, Frá Ólafi í Svefneyj um, Frá Tómasi í Rifi, Svip- imir í verbúðinni og Kirkju- garður rís. Fleiri hafa lagt Jóni Thorarensen til efni en þær systur. Minnist hann þess fólks hlýlega í Rauðskinnu. Jón Thorarensen hefur verið einstaklega iheppinn í þjóðsagna söfmun sinni. Honum hafa bor- ist handrit víðs vegar að, svo að Rauðskinna er ekki einumg- is merk heiimild um Suðurnes, heldur íslenska þjóðtrú yfir leitt. 1 Rauðskinnu er að finna margar sögur, sem ég held að verði langlífar. Jón Thoraren- sen er að vísu enginn Jón Áma-. son. En í hópi samtímamanna er hann meðal þeirra fremstu hvað j varðar markvissa þjóðsagna- söfnun. Hann kann vel að færa sögurnar í listrænan bún- ing, draga frarn aðalatriði þeirra ag florðast málalenging- ar. Flestar eru sögurnar stu'tt- ar og hnitmiðaðar. En í þriðja bindi hafa annálar og þjóðhætt- ir yfirhöndina. Þessir yfirgrips- imiklu þættir eru eðlileg og reyndar nauðsynleg viðbót við sagnirnar. Þeir varpa Ijósi á þann heim, sem Rauðskinna lýs ir. Nokkrar setningar í Suður- nesjaannái geta til að mynda veitt okkur ógrwekjandi innsýn í lífsbaráttu þjóðarinnar á liðn- um öldum. Það hvarflar að les- andanum, að Islandssagan sé ein samfelld slysa- og pesta saga. Drauigasögurnar í Rauð- s’kinnu eru ákaflega mergjaðar. Sagt er frá mórum og skotbum, verbúðadrauigum, svipum og alls kyns ófögnuði. Sumar sögurnar eru ðhugnanlegar, en margar 'fullar af skopi og gamni. Þeir sem ánægju hafa af hressilegum draugasögum munu taka Rauð- ricinnu fram yfir margar aðrar bækur. Álfasögurnar eru líka skernmtilegar, yfir þeim sá æv- intýraljómi, sem Islendingar hafa lömgum sett í samband við huldufólk. Nokkrar sögur í Ra-uðskinnu eru úr oikkar samtíma. Fagra konan í Landssímahúsinu nýja er ein þeirra. Dularfullir hlut- ir gerast enn I dag. Þjóðsa’gan er lífseig og lætur ekki að sér hæða. Jafnvel álfarnir hafa efcki yfirgefið okkur þrátt fyrir raf- magnið og alla tæknina, sem hót ar að taka af ofckur völdin. Rauðskinna kom fyrst út í heftum á árunum 1929—61. Rauðskinna hin nýrri er fyrsta heildarútgáfa Rauðskinnu og kemur hún nú út allmikið auk- in. Nýja útgáifan, sem er þrjú bindi, er í vönduðu og aðgengi- legu formi og fylgir hennd nafna skrá. Hafsteinn Guðmundsson, prentsmiðjustjóri, gefur Rauð- skinnu hina nýrri út. Þjóðsagna ú'tgáfa hans ber vitni ást á þjóð legum fræðum og mikilli virð- ingu fyrir efninu. Útgðfubæfcur Þjóðsögu eru orðnar margar og ómLssandi þeim, sem láta siig þjóðleg verðmæti einhverju sSdpta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.