Morgunblaðið - 10.02.1972, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.02.1972, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1972 BILALEIGA HVERFISGÖTU103 VW Seodfor&bifreið-VW 5 manna -VW svefnvap VW 9manna-Landrovef 7manna BÍLALEIGA CAR RENTAL Tt 21190 21188 0? Ódýrari en aðrir! SHODfí i£io*n UJÐBREKKU 44-46. SlMI 42600. Hópferðir -il leigu í lengri og skemmri ferðir S—ÍO farþega bílar. Kjarían Ingimarsson sími 32716. § „Persónunjósnir Alþýðubandalagsins“ Undir þessari fyrirsögn skrifar Þorlákur Jónsson: Kommúnistamálgagnið hef- ur nú ráðið sér persónunjósn- ara í bezta James-Bond-stíl. Sem betur fer notar hann enn aðeins aðferðir CIA, ekki KGB. Þefaðir eru uppi menn um landið alit, sem einhvem tima kunna að hafa selt vamarlið- inu smjörlíkisstykki eða keypt nokkrar tylftir af gölluð- um umslögum af Sölunefnd vamarliðseigna. Reynt er að hringja í löngu látna menn, en náist ekki samband, er ekkjan yfirheyrð stranglega i síman- um; henni til skiljanlegrar hrellingar („var yður kunnugt um það, að eiginmaður yðar hafði viðskipti við vamarliðið árið 1957 fyrir 11.843 krónur og 38 aura, og vitið þér, hvers eðlis þau viðskipti voru? Var eiginmaður yðar ekki í Fram- sóknarfélagi Reykjavíkur?“). Sá, sem stjórnar þessum per- sónunjósnum, lýsir aðallega sjálfum sér með þeim. Bama- skapur, fáfræði, heimska, ill- kvittni, pólitiskt ofstæki og frá munalega lélegt vald á ís- lenzku máli skína alls staðar I gegn. Sama má reyndar segja um flest af núverandi starfs- liði Þjóðviljans, dreggjam- ar, sem ekki var sópað burtu í nýafstaðinni hreinsun á blað inu, og hið nýráðna Iið. Jæja, verði drengnum að góðu. Það er gaman að vera rannsóknardómari. En hvernig væri að athuga og birta yfir- lit yfir viðskipti helztu ís- lenzkra máttarstoða Alþýðu bandalagsins (fjárhagslega) við vamarliðið bæði fyrr og síðar? Vitanlega voru þau viðskipti og eru enn full- komlega lögleg og engu að leyna. En því ekki að fá þau fram í dagsljósið líka? Þarf nokkuð að fela? Ha? Þorlákur Jönsson". £ Þakkir til hljóðvarpsins og séra Þorsteins Anna Guðmimdsdóttir skrifar: „Kæri Velvakandi! Fyrir mína hönd og tveggja skólasystra minna, sem hlust- uðu með mér á útvarpið mið- vikudagsmorguninn 2. febrúar, langar mig til þess að biðja þig um að koma á ffamfæri kæru þakklæti til séra Þor- 1 esiii /IH i ern öxuftunp L'gHy.'Æ'.Krtt iH j I mciEcn steins B. Gíslasonar, fyrrver- andl prófasts, fyrir föstuhug- leiðingu hans. Það var svo gott að hlusta á hann, og það, sem hann sagði, snerti okkur svo djúpt, að við erum vissar um það, að hug- leiðing hans á erindi við marga, ekki sízt okkur krakk- ana. Við getum hlustað á fleira en músík i útvarpinu og kunn um að meta það, sem vel er gert. Það ætti vissulega að endurtaka hugleiðingu séra Þorsteins, þegar fleiri hlusta á útvarpið, þ.e. á betri „hlust- unartíma“. Svo er það önnur saga, en ekki spillti það, hve góð dag- skrá kom á eftir, þegar þau Guðmundur Jónsson og Sigur- veig Hjaltested sungu nokkur Passíusálmalög, oig Páll Isólfs- son spilaði með þeim. Það var gott að sitja og hlusta og hug- leiða það, sem séra Þorsteinn hafði sagt, undir þeim söng og þeirri músík. Þá „meltist" það allt svo vel. Sem sagt, kæri Velvakandi, okkar þakkir til útvarpsins og séra Þorsteins. Anna Guðmundsdóttir". Já, það er gaman að fá bréf frá ánægðu fólki, svona í bland. Velvakandi hlustaði ekki á þessa föstuhugleiðingu, en líklega ætti að endurtaka hana. Að minnsta kosti þætti Velvakanda fróðlegt að heyra, hvað það er í erindi gamals prests, sem unglingar verða hrifnir af að hlusta á - _ V ;/ Cjr • HUDSON 1 Hot Panty lC Zf*. Sokkabuxur í 9 tízku- 'v • litum væntanlegar næstu daga. Pantanir óskast endurnýjaðar. . Á ¥5£ Davíð S. Jónsson áS' ^,áky lífe & Co. hf., ' sími 24-333. nuKin ÞJonuiTA nvTT JimnnumcR bein línn í farskrárdeild fyrir fdrpðntanir os upplýsinsarum fargjölc ^5100 aoaoo 10F1WBIR Hafnarfjörður Skrifsloiustúlko óskost nú þegar hálfan eða allan daginn. Umsóknir leggist inn á afgr. Morgunblaðsins fyrir 15. þ.m. merkt: „686“. Úfsýnarkvöld í Súlnasal Hótel Sögu, sunnudaginn 13. febrúar kl. 21.00. ★ FERÐAKYNNING: Ingólfur Guð- brandsson, forstjóri Útsýnar, leiðbeinir um ferðaundirbúning og ferðaval. ★ MYNDASÝNING: Ingólfur Guðbrands- son sýnir litmyndir frá Spáni og Afríku. ★ FERÐABINGÓ: Spilað um 2 stóra vinn- inga ÚTSÝNARFERÐ TIL COSTA DEL SOL OG LUNDÚNAFERÐ. ★ SKEMMTIATRIÐI: Hinir vinsælu Jóhann og Magnús frá Keflavík. ★ DANS TIL KL. 1.00. Fjölmennið og kynnizt hinum rómuðu ÚTSÝNARFERÐUM eða rifjið upp skemmtilegar ferðaminningar. Ötlum heimill aðgangur, en tryggið yður borð í tíma hjá yfírþjóni. Ferðaskrifstofan ÚTSÝN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.