Morgunblaðið - 10.02.1972, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1972
O.tgefandl hff. ÁrvatoJC íteylcjaivík
Pnamltvóemdastjór! Haratdur Sve'msson.
RHatjóirar Mattlhías Johannessen/
EýíóIlfiH' Konráð Jónsson.
Aðstoðarrítsljóri Styrmlr Gunnarss,on.
Ritstj&marfalteúl Þíorbjörn Guðmundsson
Fréttastjórt Björn Jóhannsson.
Aug'Iýsingástjörl Árnl Garðar Krlstinsson.
Ritstjórn og affgreiðsla Aðaistrærti 6, sfmi 1Ö-100.
Augilýsingar Aðalistr’aati 6, sfmí 22-4-80.
ÁakriftargjaW 226,00 kr ó mániuði innanlands
I íausasöTu 15,00 Ikr eintakið
MIKIL SKUTTOGARAKAUP
l^yrir dyrum stendur nú
mikil endurnýjun togara-
flotans. Grundvöllur að þess-
ari endurnýjun var lagður í
tíð viðreisnarstjórnarinnar
og fyrstu ákvarðanir um tog-
arakaup voru teknar af
henni. Eins og skýrt var frá
í glöggu yfirliti í Morgun-
blaðinu í gær um fyrirhuguð
skuttogarakaup er forsendan
fyrir hinni stórfelldu endur-
nýjun togaraflotans sá bati,
sem varð á hag útgerðarinnar
á árunum 1969—1971 í kjölfar
víðtækra efnahagsaðgerða
viðreisnarstjórnarinnar 1968.
Nú munu samningar hafa
verið gerðir um kaup og
smíði 43 skuttogara, stærri
og smærri og verða a.m.k.
þrír þeirra smíðaðir hér inn-
anlands, tveir 1000 tonna
skuttogarar í Slippstöðinni á
Akureyri og einn minni skut-
togari í Stálvík í Arnarnesi.
Af þessum 43 skuttogurum
var ákvörðun tekin í tíð
viðreisnarstjórnarinnar um
smíði átta 1000 tonna skut-
togara. Þá veitti sú ríkis-
stjórn leyfi til kaupa á fimm
skuttogurum fyrir útgerðar-
fyrirtæki á Vestfjörðum og í
hennar stjórnartíð voru
keyptir þrír skuttogarar frá
Frakklandi. Miðað við tonna-
tölu má segja, að skuttogara-
kaup þau, sem ákveðin voru
í stjórnartíð viðreisnarstjórn-
arinnar hafi svarað til 25
skuttogara af minni stærð-
inni.
Híkisstjórn Ólafs Jóhann-
essonar hefur fram til þessa
aðeins veitt leyfi fyrir fjórum
skuttogurum til viðbótar
þeim 13 nýsmíðuðu skuttog-
urum, sem viðreisnarstjórnin
hafði veitt leyfi til kaupa á.
Ekki er vitað til þess, að nú-
verandi ríkisstjórn hafi sér-
staklega beitt sér fyrir smíði
skuttogara innanlands, en
það var einmitt ein mikil-
vægasta ákvörðunin, sem
tekin var af viðreisnarstjórn-
inni, að tveir stórir skuttog-
arar skyldu byggðir hér
heima. Sú tækniþekking og
verkreynsla, sem sú smíði
tryggir okkur, getur haft
ómetanlega þýðingu í fram-
tíðinni.
Talið er, að fjárfesting sú,
sem þjóðin er nú að leggja
út í vegna skuttogarakaupa
nemi um 5 milljörðum króna,
eða talsvert meiri fjárfesting
en bygging Búrfellsvirkjunar
var. Má af þessu glöggt
marka hver þýðing sjávarút-
vegsins er í þjóðarbúskap
okkar. Á hinn bóginn er ekki
vitað til þess, að ríkisstjórn
Ólafs Jóhannessonar hafi
gert aðrar ráðstafanir til út-
vegunar fjármagns en þær,
að leyfa mönnum að taka 8
ára lán erlendis.
Með hinum miklu fyrir-
huguðu skuttogarakaupum
verður stökkbreyting í sjáv-
arútvegsmálum okkar, eins
og Magnús Jónsson benti
réttilega á í umræðum á Al-
þingi á dögunum. Benti
Magnús Jónsson á þá stað-
reynd, að fjárreiðurnar skipta
ekki minnstu máli í þessari
endurnýjun. Nauðsynlegt
kynni að reynast að tryggja
skip til staða, sem atvinnu-
lega séð þyrftu á þeim að
halda en hefðu ekki fjárhags-
legt bolmagn til kaupanna.
Jafnframt benti Magnús
Jónsson á, að menn yrðu að
gera sér grein fyrir hlutverki
innlendrar skipasmíðar í
þessu sambandi.
Má treysta orðum ráðherra?
Cérstakur fulltrúi utanríkis-
ráðherra á ritstjóm Tím-
ans stekkur upp á nef sér í
forystugrein blaðsins í gær
vegna þess, að Morgunblaðið
hefur lagt áherzlu á nauðsyn
þess, að ráðherrar verði fram-
vegis skýrmæltari en þeir
hafa verið, og að almenning-
ur geti treyst orðum þeirra.
Það er vissulega ekki af til-
efnislausu, sem Morgunblaðið
vakti athygli á efnislega
ósamhljóða ummælum utan-
ríkisráðherra í sjónvarpi og
viðtalí við Tímann um leng-
ingu flugbrautarinnar á Kefla
víkurflugvelli.
Hér er um mikilsvert mál
að ræða og framkvæmd, sem
kostar hundruð milljóna
króna. Auk þess er þessi
framkvæmd þannig vaxin, að
ólíklegt er talið, að hún skili
af sér nægilegum arði til þess
að standa undir vöxtum og
afborgunum af lánum. Um
slíkt málefni er ekki hægt að
gefa léttúðugar fullyrðingar í
sjónvarpi og draga svo í land
í flokksmálgagni.
Því miður er staðreyndin
sú, að almenningur á erfiðara
og erfiðara með að treysta
orðum ráðherranna vegna
þess, að hvað eftir annað
kemur í ljós, að hvorki er
samræmi í málflutningi
þeirra innbyrðis, eða í mál-
flutningi sama ráðherra frá
degi til dags. Til marks um
hið fyrrnefnda eru gagnstæð
ummæli fjármálaráðherra,
forsætisráðherra og sjávarút- !
Einkarekstur
og þátttaka
almennings
STUÐNINGUR við einkaframtakið hefur
frá upphafi verið eitt helzta atefnumál
Sjálfstæðisflokksins. Einin af veigameiri
þáttum í þessum stuðningi hefur verið
að gæta hagsmuna fyrirtækja, sem rekin
eru af einstaklingum, gagnvart öðrum
rekstrarformum, sérstaiklega opinberum
rekstxi.
Einkarefostur í þágu heildarinnar
grundvallast á frjálsri samkeppni og
eigin áhættufé eigenda fyrirtækja a.m.k.
í höfuðatriðum. Bæði þeissd atriði eru
forsendur þess, að þes-si einkarekstur sfoili
þeim árangri, sem stuðningsmenn hans
ætlast til. Frjáls samkeppni og valfrelsi
neytandans efla hag þeirra, sem láta af
hendi eftirsótta vöru eða þjónustu á
lægsta verði, og kröfur neytandans ráða
hvað framleitt er eða selt. Af þessu
leiðir, að einungis vel rekin fyrirtæki
með eftirsótta framleiðslu skila veruleg-
txm arði og geta aukið starfsemi sína.
Illa rekin fyrirtæki verða að draga sam-
an seglin eða gefast upp, svo að stjórn-
un aithafnalífslns verður í höndum
þeirra, sem sýnt hafa ótvíræða hæfileika.
Þetta fyrirkomulag tryggir, að flestir
vinni arðbær störf, en það er undirstaða
aukinnar vehnegunar. Fyrir launþega er
mikilvægt réttlætismál, að einkarekin
fyrirtæki velja menn fremur eftir hæfi-
leikum til ákveðinma starfa en flokks-
pólitískum eða perisónuiegum viðhorfum,
sem eru oft látin ráða hjá opinberum
fyrirtæfojum.
Sú skoðun er útbreidd, að samband
sé milli einlkaxeksturs og ýmiss konar
lögbrota, sem fjárglæframenn fá að
framkvæma, að því er virðist, oft óáreitt-
ir. Þetta sjómarmið kom m. a. fram í
sjónvarpsþætti fyrir skömmu. Hér beinist
rétbmæt gagnrýni að röngum aðila.
Svindlarinn er ekki síður þyrnir í aug-
um þeirra, sem styðja einkaframtakið,
vegna þess að hann græðir fé án þess
að leggja nokkuð af mörkum til annarra
en sjálfs sín. Þeir, sem amdvígir eru
opinberum rekstri þar sem ekki er þörf
fyrir hann verða að vinna að því, að
hætt verði hiki og linkind gagnvart fjár-
glæframönnum. Því auk þess að slæva
réttlætiskemnd almennings ala þeir á
andúð í garð einkarefcsturs, sem leiðir
til afskiptaleysis, þegar ríkisvaldið seilist
til aukinna áhrifa á sífellt fleiri sviðum.
Hörð samfoeppni á erlendum mörkuð-
um gerir það að verkum, að nauðsynlegt
er að koma á fót stórum rekstrareining-
um, sem geta hagnýtt nútímatækni til
hins ítrasta. Með góðri stjómun slíkra
fyrírtækja gætum við haft lífskjör
svipuð þeim, sem verða hjá nágranna-
þjóðum okfoar í firamtíðinni. Áður fyrr
og fram á seinni ár gátu rnenn af eigin
ramieik eða með aðstoð nokkurra kunn-
ingja stofnsett fyrirtæki, sem voru sam-
keppnisfær á þeim tíma. En mú á tím-
um verðum við að stofna stænri fyrir-
tæki en svo, að þessi aðferð sé nothæf.
Sjálfstæðismenn og aðrir, sem andvígir
eru mifclum opinberum refcstri, verða að
gera sér ljóst, að ríkisvaldið mun beita
sér fyrir slíkum refcstri ef aðrir verða
ekki fynri til. Til að mæta þessum vanda
hafa kornið fram mjög athyglisverðar til-
lögur um stofnun almenningahlutfélaga,
sem hefðu bolmagn til að reisa slífc stór-
fyrirtæki. Frjáls framlög myndu treysta
grundvöll atvinnulífsins án óþarfa að-
gerða hins opinbera. Sala á almenninga-
lilutabréfum safnar fjármagni til nauð-
synlegra framkvæmda í atvinmulífi jafn-
framt því sem almenningur heldur eign-
arétti á fjármunum sínum. Fjármagn til
að standa fyrir sömu eða svipuðum
framikvæmdum mundi ríkisvaldið að öðr-
um kosti taka með slfcattheimtu, enda er
nauðsyn slíkra framfcvæmda óumdeiian-
leg.
Þegar almenningi gefst kostur á að
kaupa hlutabréf, opnast leið til að ávaxta
sparifé í skj óli fyrir verðbólgunni, sem
hefur rýrt sparifé svo margra. Mikill
fjöldi einstaklinga jrrði þátttafcendur í
atvinnurekstri en það eflir fjárhagslegt
sjálfstæði þeirra og dreifir valdi, sem
annars yrði í höndum stjómmálamanna.
Kaup á slífcum hlutabréfum myndu
grundvallast á arðsvon og þannig veita
stjómendum fyrirtæfej anna aðhald og
stuðla að hagkvæmum rekstri. Jafnframt
myndu eigendumir vinna gegn beinum
áhrifum ríkisvaldsins á athafnalífið, sem
með einokun eða séraðstöðu útrýmir
frjálsTÍ samkeppni til tjóns fyrir borgar-
ana.
Á undanfömum árum hefur það vakið
ugg hjá einistaklingshyggjumönnum að
svo virðist sem enginn, utan rfkisvalds
eða erlendra aðila, hefði bolmagn til að
reisa stórfyrirtæki framtíðarinnar. Eh
stofnun aimenningshlutafélaga myndi
fjölga stórkostlega þeim, sem legðu
eigið fjármagn í atvinnurekstur. Það
myndi tryggja að sjónairmið einkarekst-
urs yrðu lögð til grundvallar í stjórnun
siíkra fyrirtækja. Mikilvægi almennings-
hlutafélaga fyrir framtíð einstaklings-
hyggju er því augljóst og kominn timi
til'að láta hendur standa fram úr ermurn
til að tryggja framtíð einkareksturs.
Eiríkur Benjamínsson.
^0% %%%%%%%%%%%%%%%%%%%% %%%%%%%%%%%%%
W
Gífurleg aðsókn í Iðnó
Að meðaltali 7
AÐSÓKN að sýningum L,eikfé-
lags Reykjavíkur í Iðnó er svo
mikil um þessar mundir að þess
miinu fá eða engin dæmi fyrr í
sögu félagsins. Þetta kemur
fram í fréttatilkynningu frá
L,. R. og þar segir ennfremur:
Fimm leikrit eru á verkefna-
skránni og er undantekning, ef
ekki er selt hvert sæti á hverja
sýningu, og iðulega er uppselt
á einar fimm til sex sýningar
fram í tímann. Miðar á sýning-
ar á Skugga-Sveini seljast yfir-
leitt upp sama dag og þeir koma
í sölu, en það er að öðru jöfnu
sex dögum fyrir sýningu. Ekk-
ert lát er að aðsókn að Kristni-
haldinu, sem nú nálgast 125. sýn-
inguna; uppselt var á Kristni-
sýningar á viku
haldssýninguna á miðvikudag-
inn, en næst er leikurinn sýnd-
ur á fimmtudaginn kemur.
Sama máli gegnir um Spansk-
fluguna, sem nú hefur verið
sýnd 110 sinnurn; um helgina
voru t. d. tvær sýningar á
Spanskflugunni, báðar að sjálf-
sögðu fyrir fuliu húsi. Sýning-
um á Hjálp átti að ljúka fyrir
hálfum mánuði, en enn var upp-
selt og var skotið inn tveimur
aukasýningum, sem verða hinar
alira siðustu. Hin fyrri verður
n.k. miðvikudag, hin síðari ann-
an sunnudag. Loks er svo Hita-
bylgja, en hafa átti þrjár auka-
sýningar núna vegna komu höf-
undar. Aðsókn eir svo mikil að
ekki er viðliit að hætta sýning-
um, og verður þvi að bæta við
nokkrum aukasýningum, fram
að því að Atómstöðin verður
frumsýnd, en það verður 1 lok
mánaðarins. Loks er svo Plógur
og stjörnur og liggja sýningar
á því niðri um skeið vegna
þrengsla, en vonir standa til að
hægt sé að skjóta inn nokkrum
sýningum í viðbót i marz. Leik-
urinn var í fuilum gangi fyrir
hátíðar, þegar hætta varð sýn-
ingum í bili vegna veikinda
Helga Skúlasonar.
Sem dæmi um aðsóknina má
geta þess, að félagið er nú með
að meðaltali 7 sýningar í viku.
Og nú um helgina voru t. d.
fjórar sýningar, tvær á laugar-
dag og tvær á sunnudag og upp-
selt á allar.
vegsráðherra um BSRB-mál-
ið, en sem dæmi um hið síð-
arnefnda eru ummæli utan-
ríkisráðherra í sjónvarpi og
Tímanum um fyrirhugaðar
framkvæmdir á Keflavíkur-
flugvelli. í framtíðinni verða
ráðherrarnir að gæta þess, að
orðum þeirra verður að
treysta — ella skapast óbrú-
anlegt bil milli stjórnarvalda
og almennings.