Morgunblaðið - 10.02.1972, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.02.1972, Blaðsíða 14
14 MORGUINBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1072 Landspítalinn: Bæklunar- lækningadeild tekin til starf a Sú fyrsta á landinu unarkonur og annað starfsfólk. Stefán Haraldsson yfirlæknir, starfaði um 18 ára skeið í Sviþjóð að bækluanarlækningiuin, áður en hann kom heim til íslands til að taka við stjóm þessairar deild- ar. Harun sagði í viðtali við Mbl., að þessii deild væri að áliti þeirra, sem við hana störfuðu ekki nægi lega stór og bæri fremur að líta á hana sem áfanga í þeirri þróun, sem nú er að gerast, þróun, sem felur í sér aukniar kröfur vax- andi nútima þjóðfélags til þjón ustu á sviði bæklunarlækninga. „Með hækkuðum meðalaldri þegnanna eyksit tíðni slitsjúk- dóma í liðum og hrygg, sömuleið is tíðni ellibeinbrota og blóðrás artruflana, og með aukinni iðn- væðingu, þéttbýli og umferð eykst tiðni slysa og af þeim leið ir svo fjölgun öryrkja. Það er hlutverk deildarinnar að með- höndla þesisa sjúkdóma og skaða á hreyíi- og stoðkerfi líkamans, þ.e. útlimum og hrygg. Auk þessa með'höndlar deildin ýmsar meðfæddar van3kajpanir,“ sagði Stefán. Deildin var ekki tekin öll í notkun í einu, heldur verður það gert smám saman og er hjúkrun ar'kvennaskorti um að kenna. — Deildin hefur keypt eða pantað töluvert af nýjum tækjum vegna lækninganna, en skurðistofur not ar hún í sameiningu með öðrum deildum Landspítailans. Bæklunardeild Landspítalans var formlega opnuð á mánudaginn og er deildin sú fyrsta sinnar teg- undar hér á landi. Áffur hafa þó ýmsir læknar gert skurðaffgerff ir til Iækninga á bæklunarsjúk- dómum, enda eru bæklunarlækn igar — eða ortopedia — sérgrein innan skurðlækninga. Þessi nýja deild er á annarri hæð í austur- álmu nýbyggingar Landspítalans og eru þar 23 sjúkrarúm. Yfir- læknir deildarinnar er dr. med. Stefán Haraldsson, en auk hans starfa við deildina tveir sérfræff ingar, affstoðarlæknir, sex hjúkr Séff eftir gangi bæklunarlækningadeildarinnar, sem er öll ákaf lega vistleg og björt, eins og reyndar aðrar deildir í nýbygging- unni. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. Mag.) Austurálma nýbyggingar Landspítalans, þar sem bæklunarlækningadeildin er á annarri hæð. — Fjögurra manna fj ölskyldalif ir ekki af launum húsbóndans EFTIK STYRMI GUNNARSSON Nægjusemi. — Með þessu orði mundi ég lýsa því, sem mesta athygli va'kti í fari þeirra Ungverja, sem ég hitti að máli í Búdapest um miðjan janúarmánuð. Ekki er fjarri lagi að telja, að það, sem Ungverjar hafa fram yfir fól'k í allsnægtar- og neyzlu- þjóðfélögium Vestur-Evrópu og N-Amerílku sé nægjusemi, að gleðjast yfir litlu. Þó hygg ég, að þeir sækist ekki síður eftir lífsþægindum en við, sem búum í Vestur-Bvrópu — einhver hafði orð á því, að í rauninni væri lítill munur orðinn á markmiðum sósíal- ismans í A-Evrópu og vestr- ænum þjóðfélögum. Mark- mið sósíalismans í þessum löndum væri fyrst og fremst það að koma á fót svipuðum neytendaþjóðfélögum og bygigð hafa verið upp hérna megin við jámtjaldið En hvernig eru lífskjörin í Ungverjalandi? Ég gat þess í fyrstu grein minni frá Búda pest, að ung stúlka hefði sagt við mig, að Kadar væri vin- sæll vegna þess að hann hefði bætt lífskjör almenn- ings mjög frá því, sem áður var. Lífskjörin eru þó ekki betri en svo, að okkur var sagt, að fjögurra manna fjöl- skylda gæti ekki lifað af tekj- um húsbóndans. Eiginkonan yrði að vinna úti til þess að endar næðu saman. Algeng- ar tekjur launamanns, verka manns, iðnaðarmanns, skrif- stofumanns, virðast vera um 2000—2500 forintur á mán- uði, en okkur taldist svo til að ein forinta (ungverski gjalcfaniðillinn) svaraði til 3ja íslenzkra króna á ferða- mannagengi. Fullur launajöfn uður milli karla og kvenna er ekki í Ungverjalandi og var okkur sagt, að sameigin- legar tekjur hjóna næmu um 4500 fbrintum á mán- uði. Verði kona barnshafandi fær hún greiddar 600 forint- ur á mánuði þar til barnið er orðið 3ja ára gamalt. Þá er talið eðlilegt, að hún hefji störf utan heimilis á ný. Af þessum launum greiðast eng ir skattar utan 3% til heil- brigðisþjónustunnar. Hún á að vera endurgjaldslaus að öðru leyti, en vanhöld munu vera á þvi. A.m.k. sagði sam- ferðafólk okkur, að starfandi væru læknar á eigin vegum í landinu og væri leitað til þeirra yrði að greiða þeim sérstaklega fyrir veitta þjón ustu. HÚSALEIGA OG HÝBÝL AKOSTN AÐUB Algeng húsaleiga mun vera um 400 forintur á mán- uði fyrir íbúð, sem að jafn- aði mun vera 60—70 fm, og var mér sagt, að í nýjium f jöl býlishúsum væru algengast- ar íbúðir með 2% herbergi þ. e. stofu, svefnherbergi og ein hverju skoti. Rafmagnskostn aður á mánuði hverjum fyrir slíka íbúð væri um 90 forint- ur. Ég spurði samferðafólk akkar, hvað Mklegt væri, að 4ra manna fjölskylda yrði að verja miklum hluta mánaðar launa i matvæii og voru svör in þau, að tæpast mundi unnt að komast af með minna en u.þ.b. 1500 forintur. Er þá ljóst, að lítið er eftir til ann- arra þarfa, þegar matvæla- kostnaður, húsaleiga o.fl. hef ur verið greitt, ef slík fjöl- skylda verður að lifa af laun um húsbóndans einum saman. Hafi fólk peninga mun vera hægt að kaupa íbúðir og er verð þeirra af fyrr- nefndri stærð um 200—250 þúsund forintur eða sem svar ar 8—10 ára launum venju- legs launamanns. Isskápar eru nú orðið á hverju heimili í landinu að þvi er okkur var tjáð og kostar aigengasta stærð um 3000 forintur eða rúmlega mánaðarlaun iðn veikamanns. Hingað til hafa sjálfvirkar þvottavélar ekki verið algeng tæfki í landinu en á s.l. ári hófu Ungverjar að framleiða slíkar vélar — höfðu áður flutt þær inn frá A-Þýzkalandi — og kosta þær um 8000 forintur eða sem svarar rúmlega 3ja mánaða launum iðnverkamanns. Mátti glöggt heyra það af tali fylgdarkvenna okkar, að þeim þótti hér mikil framför orðin. Afborgunarkerfi hafa þeir einnig þar í landi. PÓLSKIB OG RtJSSNESKIR FÍATAR Við fyrstu sýn, virðist svo sem mikið sé af bifreiðum frá Vestur-Bvrópu í Búdapest og jafnvei meirihluti þeirra bif- reiða, sem í umferðinni eru. En þegar nánar er að gáð, kemur i ljós, að það eru Fiat- bifreiðar af pólskri og rússn- eskri ætt, sem villa mönn- um sýn. Þessar bifreiðar virð ast verða æ algengari þar í landi, enda hafa Ungverjar tekið að sér að framleiða ákveðna vélarhluta í rússn- eska Fíatinn og fá í staðinn 12.500 sllka bíla á ári. Ung- verjar eru 10 milljónir en bílafjöldi á sl. ári var þar um 200—300 þús. 1 einum af fjölmörgum áróðursbækling- um, sem ég fókk í hendur mátti lesa, að þeir hygðust tvöfalda bílafjöldann á næstu 2—3 árum. Auk þessara pólsku og rússnesku bifreiða virtist vera talsvert af austur-þýzk um og öðrum rúseneskum bíl um í landinu en einnig furðu mikið af v-þýzkum bílum og þá sérstaklega Volkswagen en einnig nokkuð af Merce- des Benz. Ódýrasti bíllinn á ungverska markaðnum er a- þýzki Trabantinn og kostar hann um 46 þúsund forintur eða nálægt tveggja ára laun- um faglærðs verkamanns. Rússneski Fiatinn kostar 75 þúsund forintur og sá pólski 80 þúsund forintur eða rúm- lega þriggja ára laun fag- lærðs verkamanns. Volkswag en kostar í Ungverjalandi 100 þúsund forintur, sem eru fjögurra ára laun verka- mannsins okkar, en mér var sagt, að hefði fólk þessa pen inga handa á milli væru eng- ir erfiðleikar á að fá slíka bíla keypta. Hins vegar er lengri biðtími eftir pólskum og rússneskum Fíötum. Þó fer það eftir því hvaða lit menn vilja. T.d. á gulur lit- ur ekki upp á paliborðið hjá Ungverjum, þess vegna er hægt að fá gulan Fíat strax en aðra liti tekur lengri tíma að fá. SÁPUR OG ÞVOTTADUFT Fyrr á árum var orð á því haft, að fólk í Austur- Bvrópu væri illa til fara og byði gjarnan stórfé í skyrt- ur og annan klæðnað V-Bvr- ópubúa, sem þangað kæmu. Bkki gat ég annað séð en fólkið á götum Búdapest væri alveg sæmilega klætt, þótt klæðaburður standist kannski ekki ítrustu kröfur V-Evrópubúa. Vöruúrval er talsvert milkið í verziun- um. í þeim verzlunum, sem ég kom inn í var mikið af fólki að verzla. Hins vegar vakti það athygli mína, að bæði á hótelinu, sem við bjuggum á og í einu veitingahúsi, sem komið var á, voru stórir sýn ingargluggar með margvísleg um varningi frá V Bvrópu- löndum, sem hægt var að fá keyptan fyrir gjaldeyri. Kát legast við þessa sýningarstarf semi þótti mér þó það, að j'afnan voru til staðar ýmiss konar hreinlætisvörur, sáp- ur, þvottaduft o.fl. Af þessu mátti marka, að þessar vöru tegundir væru annaðhvort af skornum skammti í land- imu eða gæði þeirra slík, að hreinlætisvörur frá V- Bvrópu væru sérstaklega eft irsóknarverðar. Sama sagan var í fríhöfninni á Schöne- feldt-flugvellinum í ABerl ín. Þar var boðið upp á Lux sápur og Ajax-þvott.alög svo og hinar fjölbreytilegustu tegundir af kaffi. Llklega hef ur hið sósialíska þjóðskipu- lag enn ekki megnað að sjá þegnum sinum fyrir nægilegu magni af þessurn munaðarvör um. FULLTRtíI BANDARlSKRAR MENNINGAR Sígarettur ungverskar kosta hver pakki 6 forintur og eru hinn mesti óþverri, nánast óreykjandi. Hins veg ar eru seldar í Búdapest ágæt ar albanskar sígarettur á Framh. á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.