Morgunblaðið - 10.02.1972, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.02.1972, Blaðsíða 11
MOUGIJNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGuU 10. FKBUÚAU 1972 Þórhallur Halldórsson: Bæjarstarfsmenn hafa sömu hagsmuna að gæta og ríkisstarfsmenn í yfirstandandi deilu ÞÓRHALLUR Halldórsson, for- maður Starfsmannafélags Reykja víkurborgar, flutti ræðu á fundi BSRB í Keflavík sL laugardag. í ræðu þessari fjaUar hann um afstöðu bæjarstarfsmanna tll kjaradeilu BSRB og ríkisstjómar- innar og bendir á að bæjarstarfs- menn eigi þar mikilla hagsmuna að gæta. Sjónarmið bæjarstarfs- manna hafa ekki komið fram að ráði í umræðum um kjaramál opinberra starfsmanna að undan- förau og birtir Morgunbiaðið því ofannefnda ræðu formanns Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar: Það er ætlun mín að reyna í stuttu máli, aff gera núverandi kjaradeilu milli B.S.R.B. og rík- isvaldsins nolkkur skil frá sjón- arhóli bæj arstarf smanina, og mun ég þá fyrst og fremst styðj- ast við reynslu mína af störfum fyrir Starfamaninafélag Reykja- víkurborgar undaníarin ár. 1 umræðum á Alþingi nú í vikunni þegar forsætisráðherr- ann okkaæ var að ræða um kjara- dóm, segir hann orðrétt: „Rikisvaldið mun hafa þar málfiutningsmann, sem að sjálfsögðu mun halda vel á máli ríkissjóðs, en ég geri ráð fyrir því, að sá málflutningur verði á þvi byggður, sem rík- isstjómin hefur þegar sagt, að hún telji elcki skilyrði til endurskoðunar.“ Þetta eru stór orð og harla einkennileg, því varla verða þau skilin á annan veg en þann, að ríkisstjómin muni beita sér gegn hvers konar leiðréttingu á gildandi kjarasamningi aðilja. í Starfsmannafélaginu eru sem betur fer mjög fáir starfsmenn, sem taka laun siamkvæmt lægstu launaflokkum, þ.e.a.s. 7. og 8. flokki. Það eru hins vegar stórir starfshópar, sem eru í 10., 11. og 12. flokki. Þessum starfshópum var sem öðrum starfshópum hins opinbera raðað í launaflokka í síðustu kjarasamningum með tilliti til þess hver voru þá laun fyrir sambærileg störf á frjálsa vinmumarkaðinum. Menntun, ábyrgð í starfi, reyniala með meiru, tryggði þessu starfsfólki hærri laun en þeim lægst laun- uðu. Eftir samningana í des. s.l. má ætla að ekki líði á löngu þangað til réttlátar og nauðsynlegar kjarabætur fáist, fyrir þennan hóp,'en hins vegar virðast starfs- hópamir í launaflokkunum þar fjrrir ofam ekki eiga að fá neina leiðréttingu. Slík og þvíiík vinnubrögð eru óskiljanleg. Hvemig lítur ríkisvaldið eiginlega á sína eigin starfsmenin? Ég verð að segja það, og tel mig þar geta mælt af þó mokkunri reynslu, að við starfsmenm Reykjavfkurborg- ar eigum öðru að venjast frá okkar vinnuveitanda Þegar gengið er til saimninga miUi borgarinnar og félagsins, þá er umnið af fulium trúnaði. Báðir aðilar telja sér hag í því, að leysa málin með samkomulagi, en ekki gerðardómd. Á milli samninga á sjálfu samningstíma- bilinu er starfandi samstarfs- nef nd, svokölluð starf skj ara- nefnd, sem reynir að leysa ágreiningsatriði sem upp kunna að koma á túlkun kjarasamnings, og enmfremur önnur deiluanál milli aðila. Hægt er að nefna ákveðin dæmi um að borgar- starfsmönnum hafi í sumum til- vikum tekizt að ná hagstæðari sammingingum en rikisstarfs- starfsmönnum, eða þá verið á undan að fá tilteknar kjarabætur svo sem greiðslu fyrir reglu- bundna " og fasta yfirvinnu í veikindaforföllum, laugardags- frí, breyttan vinnutíma hjá skrifstofufólki, og loks er af mörgum álitið, að við höfum náð hagstæðari innröðun sumra ein- staklinga og jafnvel starfsheita í launaflokka. Þessum árangri höfum við náð til hanida starfsmönnum borgarinnar með samniinigum án þeas nokkurn tíma að hafa þurft að leita til gerðardóms. í ræðu sem Bii-gir ísl. Gunnarsson form. I aunamálanefndar Reykj avikur- Þórhallur Halldórsson borgar hélt á borgarafUndi B.S.R.B. s.l. miðvikudag, lýsti hann því yfir að þau vinnmbrögð sem viðhöfð væru í kjarasamn- ingum milli borgarinnar og starfsmaniniafélagsins og sá ár- angur sem þar hefði náðst, væri einnig hagstæður Reykjavíkur- borg sem vinnuveitenda. Það er því vissulega tímabært að núver- andi hæstvirt rikisstjóm, fari að læra af reynislu arm,arra og taki lofcs upp nútímavinniubrögð, í samskiptum við sína eigin starfs- menn. Þið hafið eflaust orðið vör við, hjá einstaka bæjarstarfsmanni, þau viðbrögð, að núverandi deila milli B.S.R.B. og ríkisins sé sveitarstjórnanstarfsmönnum óviðkomandi, hún sé bara einka- mál B.S.R.B. og rfkisvaldsins. Þessir menn segja sem svo: Við höfum sjálfstæðan samningsrétt, gerum séristakan kj arasamniing. I byggjum upp okkar eigið starfs- mat, röðum í launaflokka eftir að- stæðum og þörfum á hverjum stað o.s.frv. Allt þetta er rétt og sízt vil ég gera lítið úr þýðingu sammingsréttar við viðkomandi sveitarstjóimir, og með engu móti má gera neitt, til þess að rýra þanin samningsrétt. En það er mikill misskilnmg- ur að þessi kjaradeila sé okkur óviðfcomandi. Launastigi rlkis- starfsmanna og bæj arstarfs- manma er sá sami og hefur verió það um langan tíma. Við muoum fá nákvæmlega sömu leiðréttingu á launastiga okkar og ríkisstarfs- menn, því varla mumu einstök sveitarfélög treysta sér til þess að gena þar frávik. Þá er rétt að minma eramfremur á, að kjara- saminingar milli B.S.R.B. og ríkisins, og milli sveitarfélaga og bæj arstarf smanna, byggj a á sömu grundvallaratriðum. Það liggur því í augum uppi, að bæj- arstarfsmeran hafa nákvæmlega sömu hagsmuna að gæta og rík- isstarfsmeran í yfirstandandi deilu. En það er meira sem hér er í húfi en bein kjaraatriði, hlutir sem ekki eru þýðiragarmiirani og á ég þá við hina félagslegu hlið þessa máls. Ef til viU er það of mikið sagt að samtökin sjálf séu í hættu, — og þó. Ef ríkisstjóm- in fær því til leiðar komið að opinberir starfsmenn fái ekki lauraabætur þær, sem þeim tví- mælalaust ber, bæði lagalega og siðferðislega, þá getur það haft alvarlegar afleiðingar, sem erfitt er að sjá fyrir endann á. Óprúttnir og óábyrgir stjónra- málamerm hafa á undanfönraum mánuðum gert sitt til þess að gera málstað opiniberxa starfs- manna tortryggilegan í augum almenraingSi svo ekki sé meira sagt. Við munum eftir sjón- Framh. á bls. 24 Sjávarútvegs- hugleiðingar „ÉG vildi að ég ætti hundrað þúsund milljón togara og alla uppi á AkrafjaUi.“ Hann Einar gamli í Kothúsum tautaði þessa setningu fyrir munni sér, þegar að hann hélt að enginin heyrði tU sín. -— Þetta var á fyrstu árum togaraútgerðar á Islandi. Mér dettur þessi gamansama ó&khyggja í hug, nú þegar marg- ir vilja eignast skuttogara, þrátt fyrir aflatregðu og vöntun á vöskum sjómönnum, jafnvel til þess að manna þann fiskiskipa- flota sem fyrir hendi er. -— Væri nú ekki hæfilegt, með hliðsjón af þessum grundvallar staðreynd um, að láta skipasmíðastöðvar hérlendis annast aukninigu flot- ans að mestu leyti, í stað þess að kaupa 30—40 togara frá út- löndum á einu bretti? Þegar talað er um reksturs- afkomu þessa atvinnuvegar, verð- ur að miða við sameiginlegan arð fiskiskipa og fiskverkunar- stöðva. — Þessi atvinnuvegur verður að bera sig fjárhagslega sameiginlega ef vel á að fara. Ef fiskverðið er spennt of hátt upp ásarnt öðrum liðum, eins og raun ber vitnl I dag, hljóta sam- dráttur og stöðvun að verða á næsta leiti. Þegar á heUdina er litið, hefir sjávarútvegurinn verið rekinn með tapi og basli frá upphafi, að nokkrum árum undanskild- um. Of háar kröfur frá mörg- um og ekki sízt frá „því opin- bera“ hafa valdið því. — Tvenn kreppulög (kreppulánasjóðir) og marg endurteknar gengisfell- ingar, hafa verið þær vítamin- sprautur, sem hafa haldið út- flutningi sjávarútvegsins sam- keppnishæfum og þar með kom- ið i veg fyrir almennt atvinnu- leysi og skort. — Það er alvar- leg ábéhding þegar diuglegir og framtakssamir sjómenn, sem hafa byggt upp glæstan’ fiski- Skipaflota og fiskvinnslu í landi, neyðast nú til þess að selja flaggskipið, í og með vegna kröfuhörku „þess opinbera", sem á alla sína afkomu undir framtaki eirastaklinga nú og raunar frá fyrstu tíð. Einu sinni sagði skáldið: „Þegar vinnuveit- andans vígi tönnum skafa, — undan fótum annars manns eru þeir að grafa.“ Tid þess að mæta þeirn miklu kröfum, sem gerðar eru til sjáv- arútvegsins, hefir verið lögð of mikil áherzla á að afla sem mest með stórvirkum veiðitækj- um og þá hefir landhelginni ekki allitaf verið hlíft né reglum fyligt. Nú þegar IsJendingar eiga sterkasta leikinn í baráttunni fyrir útfærslu landhelginnar, með því að benda á þörfina fyr- ir fiskiræktun, er nauðsynJegt að við högum okkar veiðiaðferð- um þannig að ekki sé ámælis- vert. Það er ekki nægjanlegt að færa túngarðinn út í 50—70 míl- ur, ef völlurinn sem myndast er sviðinn, í stað þess að rækta og bæta. — 1 þessu sambandi skal bent á Morgunblaðsgrein frá í febrúar 1963, eða fyrir niu ár- um: „Á rányrkjan að halda áfram á höfunum?“, raunar eiranig „Landshelgismálið“ í sama blaði 30. ágúst 1958. —• Það er heldur ektó nóg að skrifa og skrafa um þessi mál, það fjölg- ar ektó fiski í sjó.' Ef lögvemdað arðrán á landi og rányrkja í sjó heldur öllu lengur áfram að þróast, verð- ur „þröngt í búi hjá smáfuglun- um“ áður en varir. — Nýsköp- unar-skuttogarar verða þá ef til vi-H uppi á Akraf jalli, eða öllu heldur liggjandi í höfnum eem minnismerki mikiis kapps án forsjár. Július Þórðarson. öruggt val.... Þegar velja d sterkan bíf, sportlegan í útliti, með fróbæra aksturseiginleika fyrir erfiðustu vegi. Bíl, sem er hagkvæmur og þægilegur í notkun, smekklegur og rúmgóður. SAAB Y4 — ÖRYGGI FRAMAR ÖLLU. SAAB 96, drgerð 1972, hefur m.a. nýjungas Rafmagnshitað bílstjórasæti — Þurrkur 6 framljósum, ómeianlegt í slyddu og vetrarskyggni. Övenjugott innrými með stækkanlegu farangursrými. ’^B^ORNSSONACO- SKEIFAN 11 SÍMI 81530

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.