Morgunblaðið - 10.02.1972, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.02.1972, Blaðsíða 17
MORGUNHLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1972 17 ,Þess vegna f er ég heim‘ W. H. Audcn flyzt búferlum til Bretlands í vor eftir 33ja ára vist í Bandaríkjunum BREZKA skáldið, W. H. Aud- en, sem hefur búið I Banda- ríkjunum, nánar tiltekið í New York, síðan 1939 og hlaut bandarískan ríkisborganarétt fyrir sjö áirum, hefur gert upp hug sirm: hainn ætlar að hverfa heiim til Bretlands í aprfl í vor og setjast að í sín- um gömlu heimkynnum í há- skóiaborginni Oxford. — Ég sný heim til Englands aðeins og einvörðunigu af því, að ég er orðinn gamall mað- ur, saigði hann bandariskum fréttamönnum. — Ég vil taka fram, til að koma í veg fyrir misskiln- ing, að ég fer ekki vegna þess að mér falli ekki vistin í Bandaríkjunum og uni mér ekki í New York. Væri ég fer- tuigur, kannski fimmtugur myndi ég vera um kyrrt. En þanm 21. febrúar verð óg 65 Hughesmáliö: ára gamall og almenn skyn- semi mín býður mér að taka þestsa ákvörðuin. Ég gerist of gamaH til að búa einn mína liðs, mig langar að vera þar sem ég veit af fólki 1 kringum mig. Ef ég veiktist til dæmis gæti svo farið að ég lægi hjálp arvama dögum saman, áður en einhver kæmi til mín. f Ox- ford verð ég í litlu sam- félagi. Þvi yrði veitt eftirtekt ef ég birtist ekki á máltíð- um — sérstaklega af því að þær eru nú ókeypis! Það er mestur skaði, að slíkt hið sama skuli ekki eiga við um sterka drykki líka! Auden vék að frægð sinmi og sagði: — Auðvitað er ég hé gómagjam eins og hver ann ar. Það kitlar mig, að kaup- maðurinn í hverfinu minu bar bennsl á mig, eftir að grein um mig, með mynd hafði kom W. H. Auden ið í blöðum í New York: — Ekki hafði ég hugmynd um að þér væruð eiitthvað, sagði Irving neitar að svara spurningum kviðdóms Farið er að halla á hann LANGT er í land með að ©II kurl komi til grafar í Hughesmálinu fræga og umdeilda. Enn hefur eng- inn getað sannað að How- ard Hughes sé á lífi og enginn hefur getað afsann- að staðhæfingar Cliffords Irvings um að hið um- deilda handrit sé ævisaga Hughes, skrifuð í samráði og samvinnu við hann. Hitt er svo annað að held- ur er farið að halla á Irv- ing og margir eru nú komnir á þá skoðun að hér sé urn eitt stórkostlegasta svikamál allra tíma að ræða. Frá því að kona Irvings, Edith viðuirkenndi að það hefði verið hún, sem lagði inm og tók út peniingana, sem McGnaw-Hill hafði talið sig vera að greiða Hughes fyrir útgáfuréttinn, hafa þau hjón verið í New York, þar sem dómstólar rannsaka nú máiið. Þá hafa sviissmesk yfirvöld farið fraim á að þau hjón verði framiseld, til að hægt verði að draga þau fyrir rétt í Sviss fyrir fjársvik og föls- un. Bamdarísk yfirvöld hafa þessa beiðni til athugunar. kaupmaðurinti við mig. — En þegar á állt er litið því skyldi ég ekki verja ann- arri bernsku minni í því landi sem ég eyddi ánægjuríkri fyrri æskudögum mínum? Um borgararétt sinn sagði hann: — Kanmiski verð ég á- fram Bandaríkjamaður, nema því aðeins það verði eitthvað þras varðandi skattamálin. — Ég mun sakna margra héðan. Ég hef eignazt ýmsa vini. Þótt. undarlegt megi vi-rð ast hef ég eignazt fleiri vini úr röðum tónlistarmanna en rithöfunda. Hins vegar reyni ég að halda þeim sið mínum að dvelja á sumrin í bústað sem ég á í Austurríki, í grennd við Vínarborg. Um skáldskap sinn og ann arra sagði Auden. — Ég er alltaf með tvennt i höfðinu — efni ljóðs — stefið og formið. Formið leitar að stefinu, stefið lei'tar forms- ims og þegar þetta tvennt mætist og renn- ur saman í eitt þá get ég.ort ljóð. Mér er sagt — og það gleður mitt gamla hjarta — að unga kynslóðin sé tekin að gefa forminu meiri gaum en áður. Áhuginn er að vaknia á ný. Þar sem ég er mikill forms ins maður þykir mér gott til þess að vita. Og hann hélt áfram að tala um ljóð og sagði: — Fólk les meira af ljóðum —- þau henta nútímafólki bet- ur, ef ég má orða það svo — heldur en langar roflur. Og ég gleðst vegna þessa, ég hef jafn an litið svo á að mönnum væri beinlínis hollt að losa ljóð. Skáldskapur minn hefur ekki tekið neinum stökkbreyt ingum — en hefur breytzt gegnum árin. Það er mikil- vægt að fylgja sínum eigin aldri. Ég fæ oft hugmyndir, en vísa þeim frá mér — ég get ekki ort um þær lengur sumar hverjar •— þvi miður. Með aldrimum vitum við meira um, hver við erum. Og við verðum ánægðari og örugg ari með eigin ágæti — á já- kvæðan hátt. Með aldrimum gerum við okkur betur grein fyrir því hvert áhugasvið okk ar er, hverjar eru óskir okkar og hvað við viljum ekki. Ég hef aliltaf vitað hvað ég átti að gera á hverjum tíma. Þess vegna fer ég heim. Rlthandarsérfræðingar eru ckkí á einu máli tim hvort Hughes hafi skrifað það, sem Irving segir hann hafa skrifað. Vitað er að um rithönd Hughes er að ræða í nr. 1—4, en 5—8 eru frá skjöhun í sambandi við bókina umdeildu. 5. VIÐBÓTARGREIN STJÓRNARSKRÁRINNAR f gær, miðvikudag, kom Irvimg fytrir stórkviðdóm í New York (slíkur kviðdómur tefcutr ákvörðun um hvort sakaimál verði höfðað á hend- ur honum) og þá neitaði hann að svara spumimgum dómsins og bar fyrir sig 5. viðbótargrein bamdarísku stj órnarskrárinnar, sem heim- ilar vitni (í þessu tilviki ex Irving vitni í rammsókn kvið- dómsiras í málinu) að raeita að svara spurningum, ef það tel- ur að vitnisburðurinn kunni að stofna málstað sánium í hættu, ef sakamál verði höfð- að. Með því að raeita að svara spurtniragu stórkviðdómisins hefur Irving nær örugglega kallað yfir sig opinbera máls- sókn. Stórkviðdómuriran fór þesis eiranig á leit við Edith Irvirag að hún svaraði spumingum, en hún neitaði því undir laga- ákvæðinu, sem heimilar eigin- konu að neita að bera vitni gegn manni sínum. Talið er að stórkviðdómurinn ljúki rann- sókn slnini fyrir vikulok og skiii áliti sínu til saksóknara New York-fylkis, sem síðan tekur endanlega ákvörðun um framhald málsins. Þessir síðustu atburðir veikja mjög stöðu Irvings- hjónanna og böndin berast æ sterkar að þeim, sem tveimur hugmyndaríkum og tauga- stýrfcum svindlurum, að þvx er segir í fréttastofufregnum. EKKI Á SAMA MÁEI Einis og áður hefur verið skýrt frá höfðu rithandarsér- fræðingar lýst því yfir að rit- höndin, sem var á skjölum, ávísunum og bréfum, sem Irving lagði fram til sönnunar máli sínu við McGraw-Hill, væri sú sama og rithandar- sýnishorn af undirskrift Hugh es undir ýmis skjöl frá fyrri árum, sem vitað var að hanin hafði skrifað undir. Þessir sér- fræðingar voru frá eirau fyrir- tæki í New York, en nú hafa tvö önnur fyrirtæki einnig Irvings-hjónin með böm sín tvö í New York, þar sem yfirvöld rannsaka málið. fengið málið til meðferðar og vitað er að sérfræðingamir eru ekki ailir á sama máli. Sumir eru sagðir þess full- vissir að það hafi verið Hugh- es sjálfur, sem skrifaði aftan á ávísaniroar, sem frú Irving lagði í bankaran, aðrir eru ekki eiras vissir. Engiran rit- handarsérfræðingur hefur enn lýst því yfir að hér sé um fölsun að ræða. VELTIST UM AF HLÁTRI? Það hefur nú einnig komið fram að það var ranghermt hjá fréttamönnum að forráða- menn svissneska bamkans, sem frú Irving lagði peningana í, hefðu orðið vitni að því að hún skrifaði aftan á ávísan- irnar. Það er því alls ékki úti- iokað að Hughes hafi sjálfur skrifað aftan á ávísanirnar og beðið frú Irving að leggja þær inn fyrir sig. Það er heldur ekki útilokað að gráhærður, eldri maður, sem leigir heila hæð í hóteli á Bahama-eyjum og segist heita Howard Hugh- es, hafi skipulagt þetta allt samain og veltist nú um af hlátri. Hvað peningunum viðvíkur hafa yfirvöld í Svisa haft upp á þeiim banka, sem Edith Irv- ing (Helga R. Hughes) lagði peningana inn í og fryst þá, en sagt er að 175 þúsund vanti og hafa bandarísk skatt- yfirvöld skipað Irving að sikila skattaskýrslu sirani fyrir árið 1971 þegar í stað, en frestur til að skila skattaskýrslu í Bandaríkjunum er til 15. apríl. SKATTURINN VILL SITT Þá hafa skattayfirvöld einnig fengið lagt lögbann við því að Irving geti selt hlutabréf, skuldabréf eða aðr- ar eignir fyrir reiðufé. Þetta þýðir það, að Irving getur ekki farið úr landi eða gert nokkrar fjárhagsráðstafanir. fyrr en haran hefur gert skatta yfirvöldum fulla grein fyrir fjármálum sínum og þar með eru taldar 650 þúsund dollar- ar, sem Edith Irving geymir í svissneskum banka. Á morgun á að koma fyrir stórkviðdóminn í New York, R. Suskind, aðstoðarmaður Irvings, sem segist hafa ferð- azt með Irving um Bandarí'kin, er Irving segist hafa verið a3 hitta Hughes. Þá hefur danska söngkonan Framhald á bls. 21.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.