Morgunblaðið - 11.02.1972, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.02.1972, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUiDAGUR 11. FEBROAR 1972 3 „Þeir urðu anzi spældir eldri strákarnir sem ég vann6í — segir 10 ára stúlka, sem varð anglinga- meistari Kópavogs í skák SKÁKMNGI Kópavogrs er ný- Jokið, eins og komið hetnr fram í blaðimi, og í imglinga- flokld bar sigur úr býtnm 10 ára stúlka, Guðlaug Þorsteins dóttir. Hlaut hún 11 vinninga af 13 mögulogum og sigraði m.a. ýmsa stráka, sem voru fjórum árum eldri en hún. Kinn þeirra var bróðir henn- ar, Sigurður, en hommn gekk að öðru leyti mjög vei í mót- inu og hlaut liann einnig 11 vinninga af 13 mögulegiun, en Guðlaug var útnefnd signrveg ari í unglingaflokki, vegna þess, að hún var stigaliærri en bróðir hennar. Við Morgunblaðsmenn heim sóttum þau sysfkinin í gær að heimili þeirra í Kópavogi og er okkur bar að garði, sátu þau einmitt að tafli. Kváðust þaiu vera að hita sig upp fyrir Hraðskákmót Kópavogs, sem ihalda átti i gærkvöldi. For- eldrar þeirra eru Þorsteinn Guðlaugsson, rennismiður, og Sigriður Sigurðardóttir. Þor- steinn tefldi allmikið á yngri árum, en síðan varð nokkurt hlé á skákiðkunum hans, þar til í fyrra, að hann tóik þátt í Skáiklþingi Kópavogs og vann sig þá upp i meistaraflokk og tefldi i honum á þessu sið- asta skáJkþingi. Ekki kvaðst Sigríður kunna að tefla, enda væri hún úr Skagafdrðinum og þar hefði ekki verið mikið teflt á æskuárum hennar. Eíkiki má gleyma yngsta fjöl- s'kyldumeðlimnum, sem er Ragnheiður Elfa, þriggja ára, en „hún kann ekki að tefla, bara að raða upp,“ sögðu systikini hennar. Guðlaug sagðist hafa lært að tefla hjá föður sinum og sex ára gömul tólk hún í fyrsta sinn þátt í móti. Var það páskamót, sem haldið var í Reyfcjavíik, og hún keppti í unglingaflokki. Péfck hún tvo vinninga, og þætti það ekki slæleg byrjun hjá eldri börn- um eða unglingum. „Síðan hef ég aðallega teflt í skólamótunum, sem barna- skólarnir í Kópavogi halda ár iega. Það eru alltaf valin 20 manna lið frá hverjum skóla og við Siggi höfum alltaf verið í þessum liðum. Ég hef lært mjög miikið af að tefla í þess- um rnóturn," sagði Guðlaug. Þau systkinin tóku í fyrsta sinn þátt í Sfcákþingi Kópa- vogs í fyrra og urðu þá jöfn i 2.-3. sæti. Nú gekfc þeim heldur betur, og sagði Guð- iaug, að þeir hefðu orðið „anzi spældir" sumir eldri stráfcarnir, sem hún sigraði. Hún var eina stúlkan i mót- inu. Aðspurð kvaðst hún ekki eiga neinn sérstakan uppá- haldsskákmann, en í fyrra hélt hún mifcið upp á Guðmund Sigurjónsson. „Hann hefur bara teflt svo lítið núna, að ég hef ekfci getað haldið með honum.“ Guðlaug er, eins og áður sagði, aðeins 10 ára gömul, en hún er ári á undan i skólan- um og stundar nám í 11 ára bekk. Bróðir hennar, Sigurð- ur, er í 2. befck gagnfræða- skóla og sagðist hann hafa byrjað að tefla 8 ára gamail. Síðan hefur hann einkum tefit á skólamótun'um. Þegar við spurðum hann hvort hon- um þætti ekki súrt í broti að hafa tapað fyrir systur sinni í mótinu, svaraði hann: „Jú, ég verð að viðurkenna það, að það var efckert sérlega skemmtilegt, en það voru fleiri stráfcar á mínum aldri, sem ekki gátu almennilega sœtt sig við það að tapa fyrir henni.“ Sigurður stundar einn ig handknattleik og er í 4. fl. í Handknattleifcsfélagi Kópa- vogs. Við spurðum Guðlaugu að lokum, hvort hún iæsi skák- bæfcur eða blöð, til að læra byrjanir og varnir. „Nei, ég hef lítið gert af því, en ég veit að það heitir Drottningarbyrjun, sem ég nota mest.“ „Hvaða skáksigur er þér eft irminnilegastur ?“ „Það var líkiega, þegar ég vann meistarafloikiksmann í hraðskák. Ég held, að hann hafi bara vanmetið mig." Guðlaug, 10 ára, Ragnheiður Elfa, 3 ára, og Sigurður, 14 ára, vogi. (Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.) skáksystkinin þrjú í Kópa Síldarbann — í Norðursjó og Skagerak Bindingu innlánsfjár haldið áfram Svar viðskiptaráðherra við fyrirspurn Magnúsar Jónssonar MORGUNBLAÐINU barst í gær fréttatilkynning þar sem segir m.a.: Samkvæmt heimild i alþjóða- samningi um fiskveiðar í norð- austurhluta Atlantshafs, er gerð ur var í London 24. janúar 1959, hefur Fastanefnd fiskveiða á Norðaustur-Atlantshafi gert á- iyfctun um taikmörkun á síldveiði í Norðursjó og Skagerak á ákveðnu tímabili. Aðaiefni áiyktunar þessarar, sem birt er í auglýsingunni, er á þá leið, að á timabilinu 1. apríl 1972 til 15. júní 1972 og á tíma- Á ALÞINGI í gær var lagt fram stjómarfrumvarp um Lagmetis- iðju ríkisins á Siglufirði. Er í því gert ráð fyrir að ríkið yfirtaki Síldamiðursuðuverksmiðju rík- isins, sem nú er í eigu Síldar- verksmiðja rikisins. Með frumvarpi þessu ar stefint að því að verfcsmiðjan verði gerð að sjálfstæðu fyrirtæ'ki og sett undir sérstaka stjónn. Jafinframt því er gert ráð fyrir því, að verbsmiðjain fái nokkurt fjár- magn til að fulltoomma tækja- búraað sinm og til aið tryggja eðli- legan reksitur. Ríkissóóður legg- ur fram 15 milljóiKÍr króna til þesssa, en jafnframt er honum bilinu 1. febrúar 1973 til 15. júní 1973 er bönnuð sildveiði í Norð- ursjó og Sfcagerak að þessum dögum meðtöldum. Þrátt fyrir ofangrejndar tak- markanir má veiða á þessum svæðum og tíma allt að 1250 smá lestir sildar á árinu 1972 og 2500 smálestir á árinu 1973, sem not- aðar skuli til manneidis eða beitu. Veiðar á hinu undanþegna magni skulu háðar sérstöku leyfi sj'ávarútvegsráðuneytisins. Leyfi má binda skilyrðum, sem nauðsynleg þykja. heimilt að leggja fram nauðsyn- legt fjármagm til stækkunar verkismið j ummiar. f greinargerð með frumvarp- iniu segiir m.a., að þair sem nú- veramdi nafn verikismiðjunnar sé rangnefni að því leyti að hún sýður ekki niður hafi verið talið nauð-synlegt að finma gott sam- eiginllegt heiti á þeim iðmaði, sem kenndur er við niðursuðu og niðurlagningu. Hér sé farið á flot með nýtt nafm „lagmeti" og iðm- greinim kölluð „lagmetisiðja", en jafnframt sé verksmiðjam 'fcemnd við vörumerki sitt og nefnd „Lagmetisiðjam Siglósíld". Á FUNDI sameinaðs þings í gær kom fram, að ríkisstjórnin hefur engar ákvarðanir tekið um að breyta reglum um bindingu inn- lánsfjár í Seðlabankanum. Jafn- framt lýsti viðskiptaráðherra því yfir, að hann gæti ekkert um það sagt, livort til slíkra breyt- inga kæmi. Það færi eftir efna- hagsástandinu í landinu. Þessar uplýsingar komu fram í svari ráðherra við fyrirspurn Magnúsar Jónssonar, en alþing- ismaðurinn kvaðst hafa flutt hana til þess að ljóst lægi fyrir, hvaða stefnu ríkisstjórnin fylgdi i þessu mikilvæga máli. En á fátt hefði verið deilt jafnmikið í tið fyrrverandi ríkisstjómar og bindingu sparifjárins. 1. Er það ætlun ríkiisstjórnar- innar að breyta gildandi reglum um bimdingu hluta innlánsfjár í Seðlabamkaraum og þá hvernig? 2. Hver er helztu rök ríkis- stjórnarimniar fyrir stefnu henn- ar í þessu máli? Magnús Jónsson (S) rifjaði upp, að 1960 hefði sá háttur veT- ið tekinn upp að binda tidtek- imm hluta af sparifj áraukming- unni í Seðlabankanum til þess að stuðia að efniahagsiegu jafn- vægi, en rökin fyrir þvi hefðu einkum verið tvenn: Amnars veg- ar til þess að stefna að þvi að varðveita og mynda gjaldeyris- varasjóð. Hins vegar til þess að gera Seðlabankanum kleift að veiita afurðalám til framleiðsiu at- vinnuveganna áin verðbólguauk- andi áhrifa. Þingmaðuirinn benti á, að á fátt hefði verið deilt jafn mikið í tíð fýrrverandi ríkisstjómar og ininilánsbindingu sparifj árins. Menn hefðu því beðið stefinu riki'SStjómairinnar i þetssu máli með eftirvæntimgu, en í stefnu- yfirlýsingu ríkisstjómariimnar væri hvergi að því vikið. Bind- ingdin hefði haldið áfram og hefði numið 4 miiljörðum um áramót, en á móti næmu afurðalánin 2 millj. kr. og gj aldeyr isv ar a sj ó ð - uriinn 4.7 millj. kr. Lúðvík Jósefsson viðskiptaráð- herra sagði, að engin ákvörðun hefði verið tekin um breytingu á þetssum bindingarreglum. Hann sagðist ekki geta um það sagt, hvort til breytinga kæmi síðar. Það færi eftir ástandinu almennt 'í efnahaigsmálum. Ráðherra sagði, að ríkisstjóm- in hefði farið fram á það við Seðlabamkann aó auka útlánin til útflutniingsfram'Ieiðlslunnar. Loks sagði ráðhema, að banka- löggjöfiin yrði endurskoðuð í heild, og þar kæmi þetta inn í. Magnús Jónsson sagðist skilja svör ráðherra svo, að rikisstjóm in hefði enga fastmótaða stefnu tekið í þessu máli. Það væri rétt, að afurðalánin yrðu hækkuð. „Menn sjá þá, hvernig málin standa,“ sagði hann. STAKSTÍI Wlí Eins og beining- íirmcnn til opin- berra aðila Jón Ámason, alþingi.smaðnr, ritaði sl. þriðjndag athyglis- verða grein hér í Morgunblaðið, þar sem hann ræddi m. a. þau óheillaáhrif, sem hækkun fast- eignagjaldanna hefur í vissnm dæmum, en hins vegar aukna sköttnn á giftum konum, þeim, sem úti vinna. Um hin stóranknn fasteigua- gjöld sagði alþingismaðtirinn m. a.: „Koma þau liarðast nið- ur á ungu fólki með nýstofnuð heimili, sem hefur brotizt áfram af dugnaði og reist sér þak yfir- höfuðið, en jafnframt stofnað til stórfelldra skulda. Fyrir þetta fólk eru fyrirhugaðir fasteigna- skattar mikið áhyggjuefni. — Varðandi eldra fólkið, sem með fyrirhyggju og sparsemi hefur eignazt sína eigin íbúð og sem í mörgum tilfeilum er aleiga þess, þá á nú að gefa þvi kost á að koma eins og beiningar- menn til opinberra aðila og óska eftir því, að fasteignaskatturinn verði lækkaður eða felldur nið- nr.“ S j á var plássin gáfu helmings frádrátt Jón Árnason ræddi þann ómet- anlega þátt, sem íslenzkar hús- mæður hafa átt í sambandi við fiskiðnaðinn, ekki sízt þegar mest hefur borizt á land. Síðan sagði alþingismaðurinn: „Óhætt er að fullyrða, að sú skattaíviln- un, sem átt hefur sér stað va.rð- andi giftar konur, hefur ráðið miklu um. 1 fyrstu voru það einstaka sjávarpláss, sem byrj- uðu á þessnm skattfriðindiim. Engum var það ljósara en for- ystumönnum þeirra, hvers virði það var að laða fram þetta vinnuafi og auka með þvi heild- arverðmæti byggðarlaganna. Með hinu nýja lagafrumvarpi um tekjustofna sveitarfélaga er nú ákveðið að afnema þessi friðindi. Skal nú hæta tekjum giftra kvenna við tekjur eiginmanna, þannig að það, sem konan vinn- n r inn, lendir í hæsta skattstiga hvers gjaldanda." Eins og eðlilegt er um mann eins og Jón Ámason metnr hann fnimvarpið um tekjustofna sveitarfélaga ekki sízt út frá þvi, hvernig það verkar á staði eins og Akranes og önnur sjávar- s pláss. Af reynslu sinni veit hann, að fyrir þessi pláss verður það óbætanlegt tjón, ef ranglát skattheimta i landinu veldur þvi, að húsmæðurnar hætta að vinna við fiskiðnaðinn. Það er þetta sjálfsta»ði sveitarfélaganna, sem hann saknar í frumvarpi rikis- stjórnarinnar, að þau geti hagað svo álagningu útsvara, að tillit sé tekið til liúsmóðurinnar, sem vinnur úti. Þetta viðhorf alþingismanns- ins er dálkaliöfiindum Tímans og raunar forystumönnum Fram- sóknarflokksins framandi. Þess sáust t. d. glögg merki í Tíman- nni fyrir skömmn, þar sein reynt var að snúa út úr orðnm Jóns Árnasonar með því, að hann væri að tala um tekju- skattsfrumvarpið, sem er óbreytt frá gildandi lögum að þessu leyti, — að þvi þó tindanskyldu að álagningarprósentan hækkar úr 27% í 45%. En það var ekkl það, sem alþingismaðurinn var að tala um, heldur sjálfsbeði sveitarfélaganna og tengsl þeirra við atvinnureksturinn, sem nú á að höggva á. St j órnarf rumvarp: Lagmetisið j an Siglósíld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.