Morgunblaðið - 11.02.1972, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.02.1972, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÍDIÐ, FÖSTUiDAGUR 11. FEBRÚAR 1972 Oiígefand! hsf, Árvafaic R:éyí«jawfk Rr.amlcvæmdastjóri Harafdur Sveinsson, Rtetjdiar Mattihías Johannossen, Eýjólifur Konráð Jórisson. Aðstoðarritstijórf atyrmir Gunnarsson. Ritstjómarfultoö! Þiorbjöm Guðmundsson- Fréttastjórl Björn Jóhannsson, Augtýsing'a&tjöri Árnl Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsia Aða'lstraeti 6, sfmi 10-100. AugiJýsingair Aðalstrastí ©, efmi 22-4-SO. Áskriftargja-fd 225,00 kr á imániuði mnaniands I laiusasölu 15,00 ikr eintokið. LAGAFRUMVARP UM ÚTFÆRSLU LANDHELGINNAR Baldur Hermannsson FÓLK og VÍSINDI BALDUR Hermannsson, höfundur þessa þáttar, stundar nú nám við Stokkhólmsháskóla, en hafði áður Iokið cand. mag. prófi í stærðfræði- legri eðlisfræði við háskólann í Berg- en — Hann mun skrifa fyrir blaðið vísindagreinar við alþýðuhæfi I þætti, sem nefnist IÓI.K OG VlS- INDI. — Fer fyrsta grein hans hér á eftir: Frásögn Nýja testamentisins af upp- runa Jesú Krists hefur ávallt verið ásteitingarsteinn fræðimanna. Einkum hafa afskipti Heilags anda af þessu máli verið umdeild. Líffræðingar fall- ast heldur ekki á að um meyjarfæð- ingu hafi verið að ræða, en benda á að í slíkum tilvikum fæðist nákvæm eftir- líking móðurinnar. Hún fæðir sem sagt af sér sinn eigin tvibura. Samkvæmt læknisfræðilegum heimildum er vitað um tvær slíkar meyjarfæðingar. Héraðslæknir einn, sænskur, hefur nú lagt fram skýringu sína, ærið frum- lega. Viða um heim, þar sem skortur er á vatni, er það alsiða að fjöldi fólks þvoi sér upp úr sama vatninu. I eyði- merkurlandinu ísrael er fátt um þrunna, og telur hann líklegt að þessi háttur hafi verið á hafður á heimili Jós- efs og Mariu. Hann kveður ennfremur algengt á öllum tímum, að kvenmanns- lausir sveinar losi sæði sitt í baðvatn- ið, og muni hér komin skýringin á upp- runa Krists, enda hafi aðstaða Jósefs verið allerfið, sem bjó með unnustu sinni án þess að mega smerta hana. Þykist héraðslæknirinn hafa brúað bilið milli guðfræði og visinda með þessari kenningu sinni, en sænskir pre- látar láta sér fátt um finnast. Taugaspenna og svefnleysi er stöð- ugt vandamál fjölmargra nútrmamanna, sérstaklega þeirra sem búa í stórborg- um. Sífelldur erill, hávaði, öryggisleysi og áhyggjur raska hinu innra jafnvægi og geta leitt til langvarandi truflunar sálarlífsins. Geðlæknar hafa um langt Skeið verið örlátir á ýmiss konar deyf- andi lyf við fólk sem á við þess konar örðugleika að etja, þótt margir telji að það bæli eingöngu niður sjúkdóms- einkennin en láti sjálfan sjúkdóminn óhreyfðan. Það er alkunna, að fólk, sem þjáist af þunglyndi á oft erfitt með svefn, og reynir einatt að ráða bót á þessu með neyzlu róandi lyf ja á kvöldin. Þýzkir geðlæknar hafa gert rann- sóknir, sem benda til þess, að þunglynd issjúklingum sé andvakan hollari en lyfin. Létu þeir sjúklingana vaka eina nótt, og uppgötvuðu þá sér til mikillar furðu, að þeir sem voru verst haldnir, virtust hafa gott af vökunni. 1 fáeinum tilvikum hurfu sjúkdómseinkennin með öllu, sjálfsmorðslöngun, lystarleysi o.fl. Ræða nú sérfræðingar mjög þessar niðurstöður, og hefur meðal annars sú kenning komið fram, að þunglyndið dragi úr svefnþörfinni, og andvakan geri þá sjúklingnum hægara að öðlast á nýjan leik reglubundna svefnþörf, lag- færi „svefnklukku“ sjúklingsins, ef svo mætti að orði komast. Sérfræðing- arnir leggja þó áherzlu á, að hand- leiðsla kunnugra sé ráðieg við notkun þessarar aðferðar, og vara fólk við að fikta með hana upp á eigin spýtur. Það væri enginn hægðarleikur að gera lista yfir 10 mestu vísindamenn fyrr og síðar, en örugglega yrðu þeir þar ofarlega á blaði, Newton, Darwin og Einstein. Newton vann stærstu af- rek sin i ljósfræði og aflfræði, þeirri grein visindanna sem lýtur að samspili krafta og hreyfinga hlutanna, og gerði grein fyrir hvemig sami kraftur, þyngd arkrafturinn veldur faili hluta að jörðu og heldur reikistjörnunum (og jörð unni) á braut umhverfis sólu. Flestum kenningum Newtons vax þeg ar í stað vel tekið, en það verður ekki sagt um hina tvo. Darwin setti allt á annan endann með þróunarkenn- ingunni, sem virðir að vettugi sköpun- arsögu Biblíunnar og kveður mennina náskylda öpum, nánar tiltekið eigi mannkynið og núlifandi apategundir sömu forfeður. Mörgum 19. aldar mönnum fannst þetta svívirðing hin mesta og sætti höfundurinn hörð- um árásum Hinum byltingarkenndu hugmyndum Einsteins um tíma og rúm var ekki bet- ur tekið og sat hann lengi undir harð- orðri gagnrýni. Samkvæmt afstæð- iskenningu hans gerast ýmis furðuleg fyrirbrigði ef hlutir eru settir á mikla ferð, klukkur ganga hægar og reglu- stikur styttast. Það ætti þess vegna að vera hægt að halda sér ungum með því að ferðast í hraðfleygu farartæki. Því verður ekki neitað, að þetta brýtur I bága við heilbrigða skynsemi en er þó engu að síður satt. Fjöldi hárnákvæmra vísindalegra tilrauna hefur verið fram- kvæmdur sem styrkir eindregið sann- leiksgildi afstæðiskenningarinnar. Ein þessara tilrauna, sem nýlega var gerð við Kaliforníuháskóla, byggir á svokölluðum óstöðugleika ýmissa frum- agna efnisheimsins, þ.e.a.s. þessar agn- ir falla sundur með tímanum samkvæmt ákveðinni formúlu. Með þvi að mæla hve margar eru óklofnar af ákveðnum fjölda má reikna út hvað tímanum líð- ur — við fáum þannig eins konar frum- agnaklukku. Með notkun áhalds, sem kalla mætti frumagnabyssu, mynduðu vísindamennirnir geisla af ögnum á glf- urlegri ferð. Þéttleiki geislans var síð- an mældur á vissum stöðum og mátti þannig sjá hve mikill hluti agnanna var óklofinn. Það kom í Ijós, eins og vænzt hafði verið, að agnirnar klofnuðu miklu hægar á svo mikilli ferð en í kyrrstöðu, m.ö.o, frumagnaklukkan gekk hægar á ferð en í kyrrstöðu. Einnig hafa verið gerðar til- raunir með álíka hugvitssamlegar klukkur um borð í hraðfleygum flug- vélum og er niðurstaðan sú sama. Ætla mætti, að hægt væri að nota einfaldari timamæla eins og vénjuleg armbands- úr eða vekjaraklukku, en þessi áhöld eru alltof ónákvæm til að tooma að nokkru gagni við þau hraðastig sem tæknilega er kleift að koma þeim á. Hraði ljóssins er 300.000 km á sekúndu og þarf hraði tímamælisins að nálgast þann hraða svo að seinkunar verði vart Það eru nú liðin 40 ár síðan Dirac lagði fram hina hrífandi hugmynd sína um andefni. Andefni er eins konar speg ilmynd efnisins og leysist hvort tveggja upp við árekstur og myndast þá gífur- leg orka. Dirac hugsaði sér í upphafi andefnið sem eins konar holu i rúminu og efnið sem agnir sem sparkað hefði verið úr holum sínum. Þegar svo raf- eindin t.d rekst á andrafeind, fellur hún á ný í holu sína, báðar agnimar hverfa og leysist þá orka úr læðingi í mynd gamma-geislunar. Hugmyndin er óneitanlega bráð- skemmtileg, en erfitt hefur reynzt að koma henni á fastan grundvöll. Tilvist andefnisins og fyrrnefndir eiginleikar þess við árekstur eru þó fullsannaðir. Ef holu-hugmyndin hefði við rök að styðjast ætti að finnast jafnmikið af efni og andefni í alheimnum, en stjam Framhald á bls. 14 rormenn stjórnarandstöðu- ^ flokkanna, þeir Jóhann Hafstein og Gylfi Þ. Gíslason hafa lagt fram á Alþingi frumvarp um landgrunn ís- lands og útfærslu fiskveiði- lögsögunnar hinn 1. septem- ber n.k. Meginefni frum- varpsins er, að þann dag skuli fiskveiðilandhelgi íslands hvergi vera nær grunnlínu en 50 sjómílur en að öðru leyti miðast við 400 metra jafndýpislínu, þar sem hún liggur utan við 50 mílna mörkin. Þá er lagt til í frum- varpinu, að mengunarlögsaga íslands skuli verða 150 sjó- mílur frá grunnlínu en þó hvergi ná lengra en að línu miðja vega milli íslands og nærliggjandi landa. Er þetta ákvæði tekið inn í frumvarp- íð með hliðsjón af undirbún- ingi milliríkjasamþykktar 12 Norðaustur-Atlantshafs- ríkja, en undirritun þessarar samþykktar stendur fyrir dyrum. í frumvarpi þeirra Jóhanns Hafstein og Gylfa Þ. Gísla- sonar er því slegið föstu, að íslenzka landgrunnið nái svo langt út frá ströndum lands- íns, sem unnt reynist að nýta auðæfi þess. Þá eru í frum- varpinu ákvæði um rétt ís- lenzka ríkisins yfir land- grunninu og ennfremur um vísindalega vemdun fiski- mlða landgrunnsins. Frum- varp þetta er lagt fram í samræmi við ályktun Al- þingis frá 7. apríl sl. en þá var sérstakri þingkjörinni nefnd falið að semja frum- varp um þetta efni og skyldi leggja það fyrir yfirstand- andl þing. Eftir stjórnar- skiptin sl. sumar kom nefnd þessi saman til fundar og var Lúðvík Jósepsson, sjávarút- vegsráðherra, kjörinn formað ur hennar. Af einhverjum ástæðum hefur Lúðvík Jós- epsson engan áhuga haft á því að nefndin sinni störfum störfum sínum samkvæmt fyrirmælum Alþingis og hafa ítrekuð tilmæli til hans um að nefndin hefji störf engan árangur borið. Formenn st j órnarandstöðuflokkanna, þeir Jóhann Hafstein og Gylfi Þ. Gíslason, sem báru meginábyrgð á samþykkt Al- þingis frá 7. apríl sl. hafa því talið eðlilegt að leggja fram af sinni hálfu frumvarp í samræmi við ályktun Alþing- ls og má nú öllum Ijóst vera, að hverju var stefnt með þeirri samþykkt. í fylgi- skjölum með frumvarpinu kemur m.a. fram, að verði stefna núverandi ríkisstjórn- ar um útfærslu samþykkt, mun fiskveiðilandhelgi ís- lands verða 216 þúsund fer- kílómetrar en verði frum- varp Jóhanns Hafstein og Gylfa Þ. Gíslasonar sam- þykkt verður fiskveiðiland- helgin hinn 1. september n.k. 243 þúsund ferkílómetrar. Þetta þýðir, að mikilvæg fiskimið úti fyrir Vesturlandi, Vestfjörðum og hluta Norð- urlands verða innan fisk- veiðitakmarkanna, ef frum- varpið verður samþykkt, en utan þeirra, ef stefna ríkis- stjórnarinnar verður sam- þykkt. Má þá búast við, að erlendi fiskiskipaflotinn flykkist á þau mið. í viðtali, sem Morgunblað- ið birtir við Jóhann Hafstein, formann Sjálfstæðisflokksins í dag, segir hann m.a.: „Því hefur verið haldið fram, að alþingissBmþykktin frá í fyrra, væri að einhverju leyti óljós. Þetta er mikill mis- skilningur, eins og sjá má á frumvarpinu, sem samkvæmt henni hefur verið samið. Því hefur líka verið haldið fram, að við sjálfstæðismenn vær- um með yfirboð nú á þessu þingi, þegar Gunnar Thor- oddsen og fleiri þingmenn fluttu tillögu um, að land- helgislínan miðaðist við 400 metra jafndýpislínu. En það mundi þýða, að geysiverð- mæt fiskimið utan 50 míln- anna yrðu innan fiskveiðilög- sögunnar. En þetta er ekki yfirboð nú, því að fyrirmæli um þetta felast í alþingis- samþykktinni frá 7. apríl 1971.“ í lok viðtalsins segir Jóhann Hafstein: „Við formenn stjórnarand- stöðuflokkanna höfum með flutningi frumvarpsins viljað sýna, svo að ekki verði um deilt, hvað fólst í þingsálykt- unartillögunni, sem Alþingi samþykkti í fyrra, en þáver- andi stjómarflokkar, Sjálf- stæðisflokkur og Alþýðu- flokkur, lögðu fyrir þingið og samþykkt var og er enn í gildi.“ Gylfi Þ. Gíslason, formað- ur Alþýðuflokksins, segir í viðtali við Morgunblaðið í dag um þetta frumvarp: „Þá er frumvarpið ennfremur grundvallað á þeirri hugsun, að skýr lagaákvæði eigi að gilda um stærð landhelginn- ar. í ályktun, sem Alþingi gerði, á sl. vori, var gert ráð fyrir lagasetningu um þetta atriði. Af einhverjum ástæð- um hafa stjórnarflokkarnir ekki haft áhuga á slíkri laga- setningu og tel ég það mið- ur farið, Enginn vafi er á því, að málstaður íslendinga í þessu lífshagsmunamáli verður sterkastur með því móti að byggja á landgrunns- stefnunni og lagasetningu. Morgunblaðið fagnar því, að þetta frumvarp um út- færslu landhelginnar er fram komið. Hér er um svo mikil- vægt mál að ræða, að fyllsta ástæða er til að útfærsla fisk- veiðitakmarkanna verði á- kveðin með lögum. Þá er þýð ingarmikið að tryggja hags- muni þeirra, sem byggja á fiskimiðunum úti fyrir Vest- urlandi, Vestfjörðum og Húnaflóa með því að miða við 400 metra jafndýpislínu en ekki einvörðungu 50 sjó- mílur. Er vissulega ástæða til að vona, að samstaða geti. tekizt á Alþingi um af- greiðslu þessa frumvarps.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.