Morgunblaðið - 11.02.1972, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.02.1972, Blaðsíða 31
MORXJtiMBLADIÐllPÖSTBDÁGUKTIÍ SFEBRÚAR 19TB > >1< >M 31 Haaker datt í síð- ari umferðinni - og Gustavo Thoeni hreppti gullið Erik Haaker — Norðmaðurinn imgi, sem kom mjög á óvart með því að hafa forystu í stórsviginu eftir fyrri umferðina. NOBÖMANNINUM unga, Erik Haaker, sem hafði forystu í stórsvlgskeppninni eftir fyrri utnferðina, brást illa bogalistin i siðari umferðinni, sem fram Bandaríkja- menn sigruðu BANDARÍKJAMENN umnu Finma í ísholddkeppni Olympíu- leikanma í Sapporo í gær með 4 mörtkum gegn 1. Þýða þeasn úroiit það, að Bandaríkj aimenn eiga enn möguleika á bronzverð- laumunum. Loturnar fóru þammig að Bamdarikjameinn unnu allar. Pynstu 2:1, aðra 1:0 og þriðju 1:0. Skíðafæri Aðstaða skiðaáhugafólks í Reykjavík og nágrenni mun batna verulega á nasstunni, þeg ar lokið verður við að leggja bílveg inn í Bláfjöll. Verið er nú að vinna að verkinu, og er þegar orðin akfeer leið að hinu ákjósanlegasta skíðalandi. Á Bláfjaliasvæði því sem vegur- inn liggur til, er skiðafæri mun lengur en víðast annars staðar á þessu svæði, og brekkur hin- ar ákjósanlegustu. fór í Sapporo i gær. Var það greinilegrt að hann var mjög taugaóst.yrkur er hann lagði í hrautina, og var heldur ckkl búinn að fara langt er hann datt. Þar með voru draumar hans um gull úr sögunni. Sigurvegari í greininni varð hinn þekkti akíðamaður Thoeni frá Ítalíu, en hanm hafði verið í þriðja sæti að lokirmi fyrri umferðinni. Sýndi Thoeni mikið öryggi í siðari ferðinni, þrátt fyrir að aðstæður væru þá ekfci upp á hið allra bezta og fór brautina á 1:37,43 minútU'm. ÍTALIR og Þjóðverjar berjast um foTystuna í tveggja m.arnna skíðasleðakeppni, en tvær fyrstu umferðimar í þessari grein fóru fram í Sapporo í gær. Sleðar þeir sem keppt er á, eru mjög litlir og iþrótt þessi talin hin hættulegasta. í fynri umferðinni fengu þeir Paul Hildgartner og Walter Plaikner frá Ítalíu tímarnn 44,21 Silfurverðlaunin hreppti svo anmar þelkktur skíðakappi, Brugg- mann frá Sviss og bromzverðlaun- in féllu einnig í hlut Svisslend- intgs, Mattle. Náði Bruggmann langbeztum brautarthma í seinni ferðirnnd. Svisslendingar hafa því unmið til 7 af þeim 12 verðlaun- um, sem veitt hafa verið fyrir keppni í Alpagreinum í Sapporo. Úrslit: _ mín. 1. G. Thoeni, Ítalíu 3:09,62 2. E. Bruggmamm, Svias 3:10,75 3. W. Mattle, Sviss 3:10,99 4. A. Hagn, Þýzkalandi 3:11,16 5. J. Augert, Frakklandi 3:11.84 6. M. Rieger, Þýzkalandi 3:11,94 sek. og 44,14 seik. i síðari um- ferð. A-Þjóðverjamir Horst Homleik og Reinihard Bredow fengu tímann 44,27 sek. í fyrri umferðinni og 44,06 í síðari um- ferðinni. ítalimir sigmðu í heimmsmeist- arakeppninni 1971, og settu þá heimismet 43,95 sek., en A-Þjóð- verjamnir sigruðu hins vegar í Evrópumótinu í þessari grein í ár. Banda- ríkin á OL Bandarikjamenn hafa tryggt sér þátttökurétt í lokakeppni Ólymipiiuleikanna í Múndhen í handknattleik. Nýlega er lokið í Bamdaríkjunuim keppni um það eina sæti sem Amerifcuþjóðun- um var úthlutað í lokakeppn- inni og tóku þátt í henni Banda- ríkjamenn, Kanadamenn, Ang- entínumenn og Mexikanar. Unnu Ban darí'kjameinni mir alla leiki sána. Tveir íslenzkir dómarar dæmdu leiki I beppninni, þeir Karl Jóhannsison og Bjöm Kristjánsson, og femgu þeir góða dóma fyrir frammistöðu siína. ítalir og Þjóð- verjar fyrstir Eru knattspyrnuget- raunirnar aðeins ætl- aðar Reykvíkingum ? Eru Menntamálaráðuneytið og íþróttasamband Islands sam- þykk gjörðum stjórnar Get rauna? Sú breyting hefur á orðið, frá því er áður var, með innskilun getraunaseðla frá stöðum utan af landi, að þeir skulu hafa bor- izt skrifstofu Getrauna í Reykja Vík, fyrir kl. 12 á hádegi á laug- ardögum, að öðrum kosti skulu þeir teljast ógildir. Áður en þessi tilskipan kom var sá háttur á hafður að íþróttafélög úti á landsbyggð inni máttu láta innsigla uppgjör sín hjá viðkomandi sýslumanni eða bæjarfógeta á fimmtudögum áður en úrslit leikja voru kunn gjörð á laugardag. Með þessu móti gátu viðkomandi íþróttafé- lög haldið uppi eðlilegum sam- Skiptum við viðskiptavini sína og tryggt þeim, sem keypt höfðu seðla og skilað þeim inn til félagsins fyrir hvern fimmtu dag kl. 3 e.h., að þeir bærust Getraunum í löglegu ástandi og þeir yrðu teknir með í talningu. Þessi háttur var orðinn hefð og kom sér vissulega vel fyrir byggðarlög, sem áttu við erfiðar samgöngur að etja, enda gat stundum svo farið, að ekki var hægt að koma seðlum frá sér hvorki með flugi né sjóleiðis þannig, að seðlamir nasðu að berast Getraunum til Reykjavík- ur fyrir tilsettan tíma þ.e. kl. 12 á hádegi á laugardögum. Vegna þessarar breytingar, sem nú er á orðin er algjörlega ókleift félögum utan Reykjavik ursvæðisins að halda uppi sölu þeirri, sem áður var og hætta því margir, sem voru með föst kerfi að kaupa seðla þegar ekki er tryggt hvort seðlar þeirra nát á áfangastað fyrir hinn til- tekna tíma, sem Getraunir hafa nú sett. Héðan eru póstferðir með flugi, ef veður leyfir, 3var í viku, mánudaga, miðvikudaga og föstudaga, og þá lenda þær flugvélar á Sauðárkróki. Póst- ferðir á sjó eru svo héðan á þriðjudögum og föstudögum til Akureyrar. Segjum nú svo, að uppgjör getraunaseðla sé hér póstlagt á miðvikudegi fyrir hádegi til af- greiðslu með flugi seinni hluta þess dags, þá getur svo farið að ekki sé flogið frá Sauðárkróki þann dag né heldur næsta föstu dag, enda fer það eftir veður- fari hverju sinni. Þá er aðeins um eina ferð að ræða, sem er með sjóleiðinni héðan til Akur- eyrar á föstudegi, og eru þá meiri líkur á því, að uppgjör nái ekki að berast skrifstofu Getrauna fyrir tilsettan tíma á laugardegi. Nýverið sendum við slíkan pakka með uppgjöri til skrif- stofu Getrauna og hafði sá pakki á sér innsigli bæjarfógeta skrifstofunnar hér, svo ekki var um neitt svindl að ræða. Nei, sá pakki var sagður hafa bor- izt of seint, en samt voru tekn- ir úr honum peningar og upp- gjörið, en seðlarnir voru sendir til baka sem ógildir. Lán fyrir Getraunir að peningamir skyldu hafa verið í gildi. Þegar við athugum hvernig hin ýmsu happdrætti, svo sem DAS, SlBS og Happdrætti Há- skóla Islands, haga sinni þjón- ustu til handa viðskiptavinum sinum, þá er sá háttur þar á hafður, að þeir seðlar, sem ekki hafa verið endumýjaðir eða seldir eru póstlagðir til viðkom andi happdrættis sama morgun og dráttur á að fara fram, og þá undir innsigli ýmist viðkom andi pósthúss, bæjarfógeta- eða sýslumannsembættis. Á þennan hátt er engum viðskiptamannl happdrættanna mismunað. Hjá Getaunum, sem einnig ér happdrætti er hafður á annar háttur með innskilun seðla, þar eru að vísu ekki keypt ákveðin miðanúmer eins og gert er hjá hinum happdrættunum, heldur miðaf jölda, sem viðkomandi á að útfylla sjálfur og skila svo inn til viðkomandi söluumboðs, sem Bíðan 'sendir bæði selda og óselda miða ásamt uppgjöri, hverju sinni, til skrifstofu Get- rauna í Reykjavík. Varðandi þessi skil félaganna til Getrauna verður á nokkur tímaójöfnuður, sem sbapast aí þessum breyttu fyrirmælum Get rauna með innskilun á seðlum og uppgjöri. 1 Reykjavík geta félögin sem selja getraunaseðlana haft tíma til sölu' og innskilunar á seðlum til laugardagsmorguns, bara að þau séu búin að koma frá sér uppgjöri sinu og seldu seðlunum í þar til gert móttökuhólf i íþróttamiðstöðinni í Laugardal fyrir kl. 12 á hádegi þess sama dags, sem úrslit getraunaleikj- anna eru kunngjörð. Með þess- um hætti geta því Reykjavíkur félögin notfært sér allan sölu- tíma seðlanna til hins ýtrasta og má hver maður sjá hvaða þýð- ingu slíkt hefur fyrir félögin. Aftur á móti þau félög, sem stað sett eru úti á landsbyggðinni verða að þrengja sinn sölutíma um 3 til 4 daga vikunnar ef þau eiga í sumum tilfellum, þar sem samgöngur eru erfiðar, að háfa möguleika á þvi að koma sínum seldu seðlum á áfanga- stað fyrir hinn tilsetta tíma. Þessi ákvörðun Getrauna varð- andi neitun þeirra á að leyfa fé lögunum að láta innsigla upp- gjörssendingar sínar hjá bæjar- fógeta- eða sýslumannsskrifstof um landsins svo seðlarnir geti talizt löglegir, hefur skapað sam drátt í sölu miða hér þannig, að nú selst aðeins um 1/6 hluti seðla miðað við fyrri sölu. Fari nú svo, að félög á öðrum stöð- um landsins utan Reykjavikur missi einnig á sama hátt niður sölu á sinum getraunaseðlum, má þá ekki spyrja hvort Get- raunir séú ekki þannig að hafa fé af vinningshöfum, sem þeir annars hefðu fengið ef sölu- möguleikar félaganna hefðu fengið að vera áfram óbreyttir, hvað sölutíma og uppgjör snert ir, eins og áður var þegar látið var innsigla uppgjörs og seðla- sendingar 1—2 dögum áður en úrslit leikja voru kunngjörð? Því er haldið fram af Get- raunum, að sala seldra getrauna seðla sé lang hæst í Reykja- vik, eða um 60% seldra seðla á öllu landinu. Þetta kann að vera rétt enda ekki óeðlilegt þar sem Reykjavik er borg með hæsta íbúatölu á landinu. Það gefur því auga leið, að þar ætti að vera hægt að selja mest. En ef við nú lítum frekar á þennan hiundraðshluta Rvíkursölu'nn- ar, þá er ekki óeðlilegt að halda að undir þessum hundraðshluta standi ekki eingðngu íbúar Reykjavikur heldur einnig nokkuð stór hluti þeirra manna úr Kópavogi, Hafnarfirði, Garðahreppi og annarra nær- liggjandi staða, sem hafa vinnu sína i Reykjavik og kaupa þvi einnig þar sína seðla. Þessi sala getraunaseðla í Reykjavík er því ekki réttur mælikvarði á þeim kaupum seðla, sem Reyk- víkingar kaupa sjálfir. 1 skýrslu Getrauna fyrir starfsárið 1970 er þessarar 60% getraunaseðlasölu getið. Ef við lítum á ibúatölu landsins frá sama tíma þá kemur í ljós, að íbúatala Reykjavíkur er 81.561 íbúi en ibúar landsins utan Reykjavíkur eru 122.783, þar af 58.577 í kaupstöðum. Af þe9su má sjá, að hér er um mjög mikla timamismunun til sölu getraunaseðla að ræða fyrir félögin utan Reykjavikur svæðisins þ.e. að tæpir 123 þús und íbúar landsins hafa ekki sama tíma til kaupa og umhugs- unar á útfyilingu seðla sinna og tæpl. 82 þúsund Reykvíking- ar hafa, vegna þessara breyttu fyrirmæla Getrauna, að allir seldir seðlar og uppgjör þeirra skuli hafa borizt skrifstofu getrauna í Reykjavík fyrir kl. 12 á hádegi hvern laugardag að öðrum kosti skuli þeir ógildir. Hvað segir íþróttasamband Is lands um slíka mismunun við hin ýmsu félög innan samtaka þess? Hafa stjórnendur ISl fatl- izt á það, að félögum innan sam- takanna skuli vera svona mis- munað af stjóm Getrauna, eða eiga getraunirnar aðeins að vera fyrir Reykjavikursvæðið? Hefur stjórn Getrauna og lög fræðingur þeirra svona illa reynslu af sýslumainins- og bæjax f ógetaskrifstofum landsins að þeim sé ekki trúandi til að inn- sigla getraunaseðlauppgjör fé- laganna úti á landsbyggðinni hvern fimmtudag eða föstudag, áður en úrslit eru kunngjörð á laugardag, svo þau megi teljast lögleg er þau berast til Reykja- víkur? Er það með vitund og leyfi Menntamálaráðuneytisins, sem veitti leyfið til getraunastarf- seminnar, að félögunum skull vera svona mismunað um sölu- möguleika á seðlum og hér áð- urnefndum embættum ríkisins skuli ekki treystandi til að inn- sigla uppgjör fyrir tilskilinn innskilunartíma Getrauna? Væri ekki réttlátt að stjórn Getrauna setti þau ákvæði, að félögum úti á landsbyggðinni, sem eiga við samgönguerfiðleika að búa, væri heimilt að láta inn sigla uppgjör sín til þeirra á sýslumanns- eða bæjarfógeta- skrifstofum landsins hvem fimmtudag áður en úrslit eru kunngjörð á laugardegi, en ef svo er ekki, hvort mennta- málaráðuneýtið vildi ekki gefa slík fyrirmæli til Getrauna þvi þá fengju hin ýmsu félög landsins tryggingu fyrir þvi, að innsendir seðlar og uppgjör væru lögleg þótt seinna bærust til Reykjavíkur ef póstferðir féllu niður á föstudögum eða laugardögum vegna óveðra. Væri ekki nauðsynlegt að endurskoða reglugjörð Get- rauna og henni breytt þannig, að þau félög sem annast sölu getraunaseðla hafi öll jafnan tíma til sölu getraunaseðlanna? Hvað finnst öðrum íþróttafé- lögum landsins, sem hafa knatt- spyrnu á stefnuskrá sinni og annast sölu getraunaseðla, ura þetta mál? Knattspyrnufélag Sigluf jarffar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.