Morgunblaðið - 11.02.1972, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.02.1972, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐÍÐ, FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1972 23 UIv Anderson Vil tefla svo lengi sem nokkrir menn eru ef tir Spjallað við sænska skákmeistarann Ulf Anderson EINN þeirra erlendu skák- meistara, sem hér tefla nú á Reykjavíkurskákmótinu er sænski pilturinn Ulf Andier- son. Hann hefur þegar vaíkið mikla athygli áhorfenda fyrir feeppnishörku sína þótt efeki sé hann ýkja hár í loftinu. Fyrir þessar sakir þótti okkur tilvalið að biðja Anderson um viðtal og féllst hann fúslega á það. Fyrsta spurningin var svo eins og venjulega: „Hvar ertu fæddur og hvenær lærðirðu að tefla?“ Anderson kvaðst hafa alið allan sinn aldur í Arboga, litl um bæ sunnarlega í Mið-Svi- þjóð. Hann lærði ungur mann ganginn, en tók fyrst þátt í al þjóðlegri skákkeppni 1967, þá 16 ára að aldri. Þá varð hann umglingaimeistari Norðurlanda og tveimur árum síðar skák- meistari Svíþjóðar. Fyrsta al þjóðlega stórmótið, sem hann tók þátt í var hins vegar svæðamótið, sem hann tók þátt í var hins vegar svæða- mótið í Raach í Austurriki ’69, en þar náði hann mjög góðum árangri, varð í 3.-6. sæti á- samt Ivkov, Portisch og Smej kal. f úrslitakeppninni um 3. sætið kvaðst harnn þó aldnei hafa haft minnstu möguleika gegn stórmeisturunum. f árs- byrjun 1970 sigraði And- erson svo í B-flokki á alþjóða mótinu í Wijk aan Zee og vann sér þar með rétt til að tefla í A-flokki árið eftir. Þar tefldi Anderson 104 leikja skák við Friðrik Ólafsson, sem hann tapaði, en sigraði hin vegar Kortsnoj. Aftur bar hann sigurorð af Kortsnoj í Hastings nú fyrir skömmu. Þegar ég spurði Anderson hvort honum þætti auðvelt að tefla við Kortsnoj brosti hann við og svaraði: „Nei“, en Kort snoj virðist ekki geta viður- kennt fyrir sjálfum sér að svona lítill strákur geti staðið uppi í hárinu á honum.“ Sarna sagan endurtók sig í Palma nú fyrir skömmu, þá var and- stæðingurinn sjálfur Bent Lar sen. Næst spurði ég Anderson um skákáhuga í Svíþjóð og hvert Norðurlandanna hann teldi eiga sterkustum skák- mönnum á að skipa. Hann svaraði því til að mik ill áhugi væri á skák í Svíþjóð og mikill fjöldi ungra meist- ara, sem tefldu að staðaldri. Narðurlöndin taldi hanm ár þekk að skákstyrkleika en skaut jafnframt inn þeirri at- hugasemd að nauðsynlegt væri að stofna til landskeppna milli þeirra, t.d. annað hvert ár. Spummgu um það hverja hann teldi sterkustu skák- menn á Norðurlöndum, svar- aði hann svo, að það væru tvi mælalaust þeir Friðrik og Lar sen, en bætti því við að Lar- sen virtist í lakara formi nú en oft áður, sennilega væri hann ekki enn búinn að ná sór eftir áfallið í einvíginu gegn Fischer. Um úrslit heimsmeistaraein vígisins kvaðst hann engu vi'lja spá, en sagðist trú- lega koma aftur i heimsókn, ef það yrði háð á íslandi. Þá lá næst fyrir að spyrja um mót það, sem nú stendur yfir. Anderson kvaðst engu viija spá um úrslit þess, en taldi að baráttan um fyrsta sætið mundi standa milli Friðriks, Stein og Horts. — Bætti hann því við, að hann hefði sjaldan eða aldrei teflt í móti þar sem skipulag keppn innar og aðbúnaður keppenda væri svo gott.. Um möguleikanm á því að ná stórmeistaratitli hér, sagði Anderson: „Það verður erfitt, til þesis þarf ég að fá 10% vinning,“ svo kreppti hann hnefann og sagði: „En ég reyni nú samt.“ Þegar ég mimntist á það hve margar skáka hans væru mjög langar og spurði, hvort hann tefldi alltaf til vinnings svaraði hann: „Nei, ég tefli ekki alltaf til vmnings, hins vegar vil ég helzt tefla vo iengi sem eitt- hvað af mönmum er eftir á borðinu.“ Bætti síðan við: — „Mér finnst það ókurteisi við þá sem bjóða mér heim til að teifla. að semja jafntefli eftir nokkra leiki, það eru líka sviik við áhorfendur, sem eru búnir að borga sig inn í þeirri trú að verið sé að tefla.“ Aðspurður um það hvort ekki væri betra að fá hálfan vimning em eng- an sagði Anderson, að það gæti verið að þeir, sem ferðuð ust um heiminn til þess að semja 10 leikja jafnteíli töp- uðu kamnski ekki mörgum skákum, en þeir ynnu ekki margar heldur. Máli sínu til stuðninigis benti hann á þá Fischer og Larsen, sem hefðu fengið marga vinninga af því að þeir nenintu að tefla. Næst lá fyrir að spyrja um framtíðina og svaraði Ander- son því til, að hanm myndi taka þátt i stórmóti í april nk. í Newcastle í Englandi. „Ég er hættur í skólanum," sagði hann „og tefli í þeim mótum sem virðast skemmtilegust.“ Þar með var þessu spjalli lokið, en ég held að íslemzkiir skákáhugamenn ættu að fylgj ast með þessum unga Svía, bæði á þessu móti sem í fram tíðinni. Hann er örugglega ekki búinn að segja sitt síð- asta orð við skákborðið. Jón Þ. Þór. Deildarþrosknþjdlfari Við Kópavogshælið er laus staða deildarþroskaþjálfara. Laun samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Umsóknir, er tilgreini aldur, menntun og fyrrí störf, sendíst stjórnarnefnd ríkisspitalanna, Eiríksgötu 5, fyrir 18, febrúar nk. Reykjavík. 9. febrúar 1972. SKRIFSTOFA RlKISSPlTALANNA. DRGLEGR 2ja-3ja herb. ibúð óskast sem fyrst næst Ármúla. Mikil fyrir- framgreiðsla. Allt að ár, ef óskað er. Upplýsingar í síma 34200. Verið vel klæddar meðan þér bíðið. Opna laugardog. Landsþekkl gæði, glæsilegt úrval. Sérverzlun með úrvals-tækifærisfatnað Sérverzlun með sloppa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.