Morgunblaðið - 11.02.1972, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.02.1972, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. FEBROAR 1972 21 — Stúdentar Framh. af bls. 8 sem Zandarikjamann, heldur sem mannveru." — Og hvað finnst ykkur svo um Isiand? Gary: „Þetta er fallegt iand, en ég vildl frekar heimsœkja það þegar hlýrra er í veðri. Ég vildi gjaman dveljast hér í einn ománuð eða svo, og ætla að sjá tíi þess, að ég geti komið hér við á leiðinni aftur til Banda- riikjanna í desemiber.“ Richard: „Ég hef aldrei á ævi minni séð eins fallegan stað og Þingveffi og ég ætta svo sann- arlega að koma hingað aftur.“ „ÉG VIL VINNA FYRIR LAND MITT“ John Eustace er 23 ára gam- all piltur frá Mexico City í Mexíkó. Hann stimdar nám i hagfræði við Vanderbilt Uni- versity í Nashville Tennessee. — Hvers vegna valdirðu þessa námsgrein? „Ég valdi hagfræðina fyrst og fremst vegna þess, að ég vil vinna fyrir land mitt, vegna íólksins. Landið er rikt af nátt- úruauðæfum, en fátækt efna- hagsiega séð, þar sem það not- ar þessi auðæfi ekki rétt. Ég sé mikla möguleika framundan og ég vil vinna að því að auka Mfsgæðin og bæta kjör fólks- inis.“ — Hefurðu kannski áhuga á að gerast stjórnmálamaður? „Ég tók þátt í starfi stjórn- málahópa í skólanum og það voru mjög róttækir hópar. En bandaríska ríkisBtjómin ráð- lagði mér að hætta þátttöku í þeim hópum, þvi að annars yrði hún að neyðast tii að neita mér um vegabréfsáritun inn í land- ið, og þá hefði ég ekki getað haldið námi minu áfram." — Hvað finnst þér um fs- land? „Þið eigið augljóslega við mörg vandamál að striða, en þetta er gott land að heimsækja og þeir stúdentar, sem við höf- um kynnzt, hafa verið mjög vingjarniegir.“ „AMERÍSK AHRIF ABERANDI“ Gail Wettstein er tvítug stiilka frá Chicago. Hún stundar nám við Denison University í Gran- ville í Ohio og aðalgrein hennar er talað mál, þ. e. ensk tunga með tilliti til samskipta, m. a. í fjölmiðlastörfum. — Hvers vegna vaidirðu þessa námsgrein og hvað lærirðu eig- iinlega? „Ég hóf nám í leikhúsfræðum, en fann, að mér þótti gaman að tala og ákvað þvi að læra að tala. Við lærum m. a. framsögn, gerð útvarpsþátta, félagsfræði fjölmiðla og hlutverk þeirxa í bandarísku þjóðlífi, og einnig lærum við að vera sannfærandi I tali.“ — Og hvað er þér eftirminni- legast úr fslandsheimsókninni? „Landslagsfegurðin — og svo hvað allt var hreint og tært. Mig langar til að koma aftur og sjá meira af landinu. Já, og svo fannst mér athyglisvert, hve amerisk áhrif eru áberandi í menningu ykkar.“ — Hvers vegna hafa stúdent- ar í ykkar hópi sýnt svo mik- inn áhuga á íslenzkri fíknilyfja- löggjöf? „Fiknilyf eru mjög ahnennt notuð af háskólastúdentum, rétt eins og ykkar stúdentar neyta mikils áfengis. Hvers vegna? Þetta er þáttur i uppreisn gegn hinum eldri og auk þess mjög ánægjulegt að margra dómi. Ég er þó ekki í þeim hópi, vil ég taka fram.“ „hjAlpa indIAnum í ERFIÐLEIKUM" Jane Hajovsky (t. v.) er tvítug stúlka frá Kansas. Hún stiuidar nám í félagsráðgjöf við Kansas University og er á þriðja ári I náminu. Með henni á myndinni er vinkona hennar, Cindy Hali (t. h.), sem einnig er frá Kansas og stundar nám í 6Ömu grein og við sama háskóla og Jane. , — Hvetrs vegna valdirðu þessa námsgrein, Jane? „Ég hef áhuga á að hjálpa fólki að aðhæfast samfélaginu. Við vinnum ýmis verkefni í þessu samibandi í náminu, m.a. hef ég unnið nokkuð við að hjálpa Indiánum, sem eiga í erfiðleikum, hef unnið að því að útvega þeim húsnæði og vinnu og útvega bömum þeirra vist á bamaheimiii. Einnig hef ég unn- ið að bamahjálp og aðstoð á sjúkrahúsum." — Hvers konar nám er það, sem þú ætíar að leggja stund á i Kaupmannahöfn? „Við fáum þama ýmiss konar námskeið, t.d. í norrænum fræð- um, listum og menningarsögu, og einnig ætla ég að reyna að sækja námskeið í félagsráð- gjöf.“ — Hvað er þér minnisstæðast frá Islandsheimsókninni? „Hvað allt er hér hreint og fallegt. Reyndar bý ég sjálf í litlum bæ og þar er ailt hreint lika, en stórborgirnar í Banda- rikjunum em orðnar mjög sóða- legar. En ég hefði mjög gaman af að skoða ísland að sumri tii, þá hlýtur allt að vera mun fallegra hérna." „RAUÐU OG GRÆNU HtJSÞÖKIN“ Amy Canter er 19 ára gömul stúlka frá New Jersey. Hún stundar nám í sálarfræði við Boston University og er á þriðja ári í náminii. „Það kom mér mjög á óvart að sjá héma í fyrsta sinni á æv- inni algerar óbyggðir. í hring- ferðinni á Þingvelli og til Hvera- gerðis komst ég í f jallgöngu og þegar ég var komin upp og leit yfir landið, fannst mér það mun fegurra en ég hafði búizt við.“ — Er eitthvert eitt atriði þér minnisstæðast úr Islandsheim- sókninni ? „Rauðu og grænu húsþökin! Ég hef aldrei séð svona þök áð- ur, en þau eru mjög falleg.“ — Ertu hreykin af að vera Bandarikjamaður í utanferð sem þessari? „Ég hef aldrei áðui farið til Evrópu og var þess vegna dálít- ið hrædd við það. En mig lang- ar til að sýna Evrópubúum, að það séu ekki allir Bandaríkja- menn slæmir, eins og fólk virð- ist telja nú orðið.“ Cóðan matsvein og háseta vantar á 66 rúmlesta netabát. — Upplýsing- ar í sírna 93-6284, Ólafsvík. Op/ð tíl kl. 10 i kvöld Borgarkjör Grensdsvegi 26. Sími 38980 Gtobus Fóður Reiðhestabianda Hestahafrar ÚTBOÐ Tilboð óskast í sölu á malbikunarstöð fyrir gatnamálastjórann í Reykjavík. Útboðsgögn eru afhenl í skrifstofu vorri. Tilboðin verða opnuð á sama stað mánudaginn 6. marz 1972, klukkan 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Verksmiðjustjóri — Verkstjóri Málmiðnaðarfyrirtæki á Reykjavíkursvæðinu óskar að ráða verksmiðjustjóra — verkstjóra. Þetta er starf fyrir áhugasaman, ungan mann og starf sem gefur mikla framtíðar- möguleika. — Tæknimenntun æskileg, t. d. vélvirkja-, vélstjóra- eða pípulagningameist- aramenntun. Tilboð og upplýsingar um starf þetta sendist Mbl. fyrir 15. 2., merkt: „Hiti — 675“. I helgarmatinn Nýr svartfugl Nýtt hvalkjöt Lambalifur Lambahjörtu Lambanýru Kjúklingalæri Kjúklingabringur Holdakjúklingar (nýslátraðir frá alifuglabúinu á Reykjum) kr. kg. 255, Nautakjöt, 1. gæðaflokkur kr. stk. 55,— kr. kg. 60,— kr. kg. 169,— kr. kg. 111,50 kr. kg. 111,50 kr. kg. kr. kg. 270,- 270,- Nautahakk Nautabuff Nautagúllas Nautafilet Nautalundir Folaldasaltkjöt Reykt folaldakjöt Folaldahakk Folaldabuff Folaldagúllas kr. kg. 205,— kr. kg. 370,— kr. kg. 300,— kr. kg. 470,— kr. kg. 470,— kr. kg. 110,— kr. kg. 154,— kr. kg. 130,— kr. kg. 330,— kr. kg. 290,— Okkar ljúffenga lambasaltkjöt kr. kg. 153,50 Vi svínaskrokkar kr. kg. 175,— V2 folaldaskrokkar kr. kg. 110,— V2 nautaskrokkar kr. kg. 140,— Heilir lambaskrokkar kr. kg. 120,50 ATH. að innifalið í verði áskrokkum er út- beining og pökkun eftir óskum kaupanda. Notið þetta tækifæri og fyllið frystikistuna. Þorrabakkinn aðeins 200 krónur m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.