Morgunblaðið - 12.02.1972, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.02.1972, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1972 3 Svo aðrir megi lifa Áhöfn varnarliðsþyrlunnar þökkuð björgun Erling Aðalsteinssonar HINN 5. janúar sl., nanðlenti litil eins hreyfils flugvél, frá Flugskóia Helga Jónssonar, á sjónum, rétt norðan við Eng- ey. Vélin var í aðeins 500 feta hæð, er vélarbilunar varð vart svo flugmaðurinn, Erling Að- alsteinsson, hafði rétt tíma til að senda út eitt neyðarkall, en einbeitti sér svo að þvi að troða sér í björg-unarvestið og lenda vélinni. Lendingin tókst vel, miðað við aðstæður, og Erling komst út úr vélinni, þótt hann hefði hlotið nokk- urt höfuðhögg. í flugtuminum var „björg- unarapparatið" þegar sett í gang, og eitt af því fyrsta sem var gert, var að biðja um björgunarþyrlu frá Keflavik- urflugvelli. Viðbrögð björgun arsveitarinnar þar voru svo skjót, að þyrlan var búin að finna Erling, 21 minútu eftir að hjálparbeiðnin barst til Keflavíkur. Þegar hún kom á vettvang, hafði Erling verið í feiköldum sjónum í um það bil hálftíma. Hann var að vonum mjög þjakaður, og þegar á sjúkrahús kom reyndist lík- amshitiinn ekki nema 24 stig. Er talið fullvíst að skjót við- brögð áhafnar þyrlunnar hafi bjargað lifi hans, í gaer fékk hann svo tæki- færi til að þakika björigiunar- mönnum sinuim. Hel-gi Jónss. báuð þieim til Rviikur, þar sem þeim voru afhent sikreytt gæruskinn. Á þa-u hafði Svav ar Hansson, málað banda- riska fánann og þann islenzka sinn hvorum megin við björg unarhring, og þar fyrir neð- an vom rituð þakkarorð frá Helga og Erling. Viðstaddir voru einni,g Devl in, ofursti, yfirmaður björg- unarsveitarinnar í Keflavík, Agnar Kofoed Hansen, flug- málastjóri, Arnór Hjálmars- son, yfirflugúmferðarstjóri og nokkrir starfsmenn hans. Helgi Jónsson, sagði að eins og venja væri þegar slys bæri að höndum, þyrfti mörgum að þaikka, því að þótt það væru ekki ma,rgir aðilar sem stæðu a,ð hinni eiginlegu björgun, hefðu aillir verið boðnir og búnár að veita alla þá aðstoð, sem þeir mættu. Lögregla, Franihald á Abls. 14. Erling Aðalsteinsson og Helgi Jónsson með áhöfn þyrlunnar. Frá vinst.ri: George Daffern, Philip L. Roberts, Donald J. Taylor, Carl L. Warmack og William R. Hackett. Ljósm.: Ó.K.M. CD PIOIMEER Stór sending nf PIONEER hljómtækjnm nýkomin □ PLÖTUSPILARAR □ HÁTALARAR □ ÚT- VARPSMAGNARAR □ SEGULBÖND □ HEYRNARTÆKI. TYEGGJA ÁRA ÁBYRÐ. Góðir greiðsluskilmálar. HLJÓMUR MORGUNDAGSINS í DAG ER PIONEER. mKARNABÆR TÍZKVVERZLVN VNGA FÓLKSMNS SIAK8TEII\IAR 8500 undirskriftir Forsætisráðherra þarf sannar- lega ekki að kvarta undan því, að hann skorti lestrarefni nú um helgina. Honum voru s.l. fimmtudag at'hentar hvorki meira né minna en 8500 undirskriftir. Þar var annars vegar um að ræða 5500 félagsmenn BSRB, er fóru fram á það, að ríkisstjórnin semdi nndir eins við BSRB, enda fengi sáttasemjari einn mánuð enn til þess að fjalla um kjaradeilu þess- ara aðila. Hins vegar var forsæt- isráðheria kynntur viiji 3000 Akureyringa og Eyfirðinga í raforkiimálum á Norðnrlandi. Engum getum skal að því leitt liér, hvaða atigum ríkisstjórnin lítur þessar 8500 undirskriftir eða livaða tillit hún mun til þeirra taka fram yfir það, sem þegar er komið í ljós. En eins og kunnugt er hefur forsætisráðherra til- kynnt, að ríkissijórnin hafi ekki talið tækniiega mögulegt að verða við óskum BSRB. Slík af- staða getur þó aldrei verið túlk- uð nema sem fyrirsláttur. Hið eina, sem skorti, var heimild Al- þingis til frekari sáttaumleitana, og óframbærilegt er með öllu að halda því fram, að Alþingi hefði synjað um slíka heimild, ef fram á hana hefði verið farið að ósk- um beggja aðila. Það var einu sinni sagt: Vilji er allt sem þarf. Það var viljann, sem ríkisstjórn- ina vantaði til þess að verða við óskum BSRB um frekari sátta- umleitanir. Fram hjá því verður ekki komizt. 5500 undirskriftir ríkisstarfsmanna dugðu ekki til þess að hafa áhrif á ríkisstjórn- ina í þessu efni. Eftir er svo að sjá, hvemig brugðizt verður við kröfum Norðlendinga. En á það má minna, aff í símskeyti í janúar- mánuði fór stjórn Fjórðungssam- bands Norðlendinga þess á leit við nkisstjórnina, að fullt sam- ráð yrði við hana haft um lausn orkumálanna, áður en endanleg- ar ákvarðanir yrðu freknar. Hvaö segir Lúðvík? En þótt forsætisráðherra hafl þannig að sínu leyti tjáð viðliorf sín til óska BSRB, bíða menn þess, hvaða athugasemdir Lúð- vík Jósepsson viðskiptaráðherra kunni við þau að gera. Mönn- um er það í fersku minni, þegar hann Jýsti því, hvernig það kom yfir hann „eins og vatnsgusa", að ríkisstjómin hefði synjað BSRB um viðræður. Jafnframt lýsti hann því vfir, að hann hefð! sannfærzt um það, að hægt væri að ná samningum. „ef gengið er að slíkum samningum með full- um vilja af beggja hálfu“. Hann tók sérstaklega fram, að liann undanskildi ekki rikisstjórnina í þessu sambandi, og mátti fjár- málaráðherra glöggt til hans heyra, þar sem hann sat beint fyrir framan hann. Nú hefur það hins vegar komið á daginn, að orð Lúðvíks á fund- inum í Háskólabíói höfðu ekki meiri áhrif en lítill vindgustur á sjávarfiöt. Tæknilegir örðugleik- ar hindra það, að mati forsætis- ráðherra, að sáttasemjari ggti haldið samningaviðræðiim áfram í einn mánuð enn, Lúðvík hefur þannig fengið löðrunginn, sem hann gaf f jármálaráðherra á borgarafundinum á dögiinum,,, endurgoldinn með fiillum skilum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.