Morgunblaðið - 12.02.1972, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.02.1972, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. FEBROAR 1972 Lárus Jónsson, alþm.: Kvittað fyrir tilskrif Hermóðs bónda Heill og sæll Hermóður. Svo að ég notist við fleyg orð úr seinni tima pólitík á Islandi, þá kom það yfir mig eins og „köld vatnsgusa", þegar ég las í Morgunblaðinu tilskrifið frá þér. Ég bjóst sannast að segja ekki við þvi að þú hefðir tíma aflögu frá búsýslu og ritverk- um til þess að hripa mér línu og allra sízt að þér kæmi i hug að brigzla mér um uppdigtaða „kúvendingu" í orkumálum Norðlendingá, né heldur gauka að mér nafnbótinni „smákóng- ur“. Hið fyrra er heldur nepju- lega til orða tekið, ef haft er í huga að Hermóður nokkur Guð mundsson, formaður Ræktunar- sambands Þingeyinga, setti fram skriflega tillögu um hóflega virkjun Laxár í Þingeyjarþingi fyrir allnokkru, sem svo sá sami Hermóður Guðmundsson taldi óferjandi og raunar stórhættu- lega þessu fagra fljótí, þegar hann var orðinn formaður Fé- lags landeigenda við Laxá og Mývatn. Mig uggir að þetta sé afdrifaríkasta „kúvendlng" í Laxármálinu, ef út í það er far- ið. Um smákóngsnafngiftina ræði ég ekki. Hitt vil ég segja þér í fullum trúnaði, að ég sæk- ist ekki eftir að gerast „smá- kóngur yfir bændum við Laxá og Mývatn", eins og þú virðist halda. Þar mun annar fyrir, sem telur sig fullfæran og öllum kost um til þess búinn. Áður en lemgra er haldið, viþ ég ekki láta hjá líða, að geta þess, að tilefni greinar þeirrar í Morgunblaðinu, sem varð kveikja bréfs þíns og eldmóðs á ritveilinum, laugardaginn 5. febrúar s.i., var alls ekki að stofni til um neitt það, sem þú skrifaðir mér um. Ég minntist þar ekki einu orði á Laxá né virkjun hennar. Á Norðurlandi eru margir álitlegir virkjunar- staðir, eins og þú hefur manna oftast bent á, svo þess vegna þarf ekki að ráðast í dýr mann- virki til þess að flytja þangað raforku úr öðrum landshlutum. Grein mín fjallaði um orðaskipti okkar forsætisráðherra á Al- þingi. Ég sagði þar, „að veruleg- ur styrr stæði milli Norðlend- inga og ríkisstjórnarinnar í orkumálum." Þessu sá forsætis- ráðherra ástæðu til að mótmæia í sérstakri þingræðu. Það gladdi mig, Hermóður, að jafn- vel þú reyndir ekki að bera brigður á að ég hefði rétt fyrir mér í þessu efni. Veiztu hvað vakir fyrir for- ustumönnum Norðlendinga í orkumálum? Þeir óska eftir þvi að fá að tala um þau við ríkis- stjórn, sem gefið hefur þau fyr- irheit, að aukin samráð skuli höfð við fölkið í landinu í sveit og við sjó. Þetta hefur ríkis- stjórnin gjörsamlega hunzað, þótt einn ráðherranna muni hafa lofað því að samstarfs- nefnd skyldi skipuð til athug- unar málinu. 1 sama mwnd og viðræður fóru fram um þetta milli forustumanna Norðlend- inga og ríkisvaldsins, kom bein og afdráttarlaus yfirlýsing fram um það í fjölmiðlum að ákveð- ið væri að ieggja línu norður árin 1973 og 1974. Sá valdhroki, sem birtist í þessu og er hliðstæður vinnubrögðum ríkisstjórnarino- ar á öðrum sviðum t.d. í kjara- deilu B.S.R.B., hefur magnað Jörð til sölu Jörðin Hólabak í Austur-Húnavatnssýslu er til sölu og laus til ábúðar á næstkomandi vori. Á jörðinni er gott íbúðarhús og 14 kúa fjós, nýjar hlöður fyrir 3000 hestburði af heyi og fjárhús fyrir 200 fjár. 30 hektara tún. Beitiland stórt og því nær allt ræktanlegt, afgirt að mestu leyti. Lax- og silungsveiði á vatnasvæði Víðidalsár. Rafmagn. Áhöfn og vélar geta fylgt. Semja ber við undirritaðan eiganda jarðarinnar fyrír 12. marz 1972. BALDUR MAGNÚSSN, Hólabaki. Tilkynning frá fjárveitinganefnd Alþingis Fjárveitinganefnd Alþingis hefur ákveðið að setja eftirfarandi reglur um frest til að skila umsóknum um fjárveitingar í fjárlögum fyr- ir árið 1973: Umsóknir um fjárveitingar til fjárfestingar- framkvæmda skulu hafa borizt viðkomandi ráðuneyti eigi síðar en hinn 1. maí nk. TJmsóknir um fjárveitingar til annarra mála- flokka frá einstaklingum og félagasamtök- um skulu hafa borizt viðkomandi ráðuneyti fyrir 1. júní nk. Gera á ráð fyrir, að umsóknum, sem síðar berast, geti nefndin eigi sinnt við afgreiðslu næstu fjárlaga. Fjárveitinganefnd Alþingis. Lárus Jónsson. ágreining Norðlendinga og rik- isvaldsins í orkumáium. Eðlileg samráð ríkisvaids við skipuleg samtök fólksins í byigigðum landsins eiga ekkert skylt við „að skipta landinu i smáríki" eins og þú gefur í skyn. Slík krafa um samráð er tímanna tákn og hluti þeirrar viðleitni að auka áhrif fólksins á eigin málefni, þannig að þe.ir verði ekki um þau einráðir, sem alls ekki þurfa við lausn þeirra að búa sjálfir. Þetta er viðleitni, sem við ölil erum fylgjandi, sem enn búum úti um land, eða er ekki svo? í annan stað vakir það fyrir forustumönnum Norð- lendinga á sviði orkumála, að kannaðar verði leiðir til orku- öflunar innan fjórðungsins og þær bornar saman við aðrar lausnir, áður en ákvarðanir verða teknar um hver skuli telj ast hagkvæmust og jafnframt nægilega öruigg. 1 þeirri athug- un yrði frekari virkjun Laxár auðvitað einungis einn kostur- inn af mörgum. Þá er að ræða „kúvendingu" mína út af „hundinum". Þú af- sakar, en áður en ég ræði það mál, langar mig að skjóta því að þér, að kunningi okkar, Er- lingur Davíðsson, ritstjóri Dags á Akureyri, hefiur kallað há- spennulínu yfir öræfin „Náðar- spena að sunnan." Napuryrt- ur maður, ErMngur Davíðsson, en stundum þó meinlega forspár einkanlega þegar hann er að koma sjálfum sér og Framsókn í kiípu. Þetta var fyrir bæjar- stjórnarkosningarnar 1%6 og þá sagði sami ritstjóri, að „Hvert atkvæði greitt Fram- sókn tryggði ný,ja Laxárvirkj- un.“ Nú hefiur Erlingur „kú- vent“ í þessu máli, en ástæðan til þess að ég minni þig á þetta Hermóður, er sú að misminni mig ekki studdir þú Framsókn i alþingiskosningunum árið eft- ir. Var það vegna stefnu þess flokks i Laxárvirkjunarmálinu? M.a.o. hver var afstaða þín þá til virkjunar Laxár? Nú, nú svo ég komist að efninu, þig misminnir hrapallega, þegar þú segist muna viðræður við mig á Hótel K.E.A. haustið 1969 og að ég hafi þá viljað leysa raforku- mál Norðlendinga „fyrst og fremst með samtengingu við Búrfellsvirkj u n.“. Þetta hef ég aldrei sagt hvorki fyrr né síð- ar, svo þess vegna hefðirðu get að sparað þér bréfaskriftir að þessu sinni. Mér er einkar ljúft að upp- lýsa þig um hverndg á þessu mis minni þínu stendur, Hermóðiur, einkum og sér í laigi þar sem mér býðst um ieið kærkomið tækifæri tíl þess að gera opin- berlega grein fyrir afstöðu minni til mál's, sem í mímum huga er grundvallaratriði varð- andi orkumál og framþróun á Norðurlandi. í áðurnefndum einkaviðræðum okkar kom fram sú skoðun min, sem enn er óbreytt, að með tilkomu orku- freks notanda eða notenda nyrðra þá eða litlu síðar, sem stóraukið hefðu orkuþörfina á næstu árum, gerbreyttust öll viðhorf í orkumálum Norðlend- inga. Þá virtíst íyrsta, hag- kvæma skrefið tiil að fullnægja verulega aukinni orkuþörf vera gerð sérstaklega hannaðrar línu frá orkuverum syðra og virkjun Dettifoss strax í kjölfar ið. Við siíkar aðstæður hefðu einnig breytzt viðhorf til virkj- unar Laxár, en mergur málsins er sá að slik framvinda máia hefði tryggt Norðiendingum mikla, ódýra og örugga raf- orku, sem er forsenda iðnþró- unar, aukinna umsvifa í öðrum atvinnurekstri og alhliða stór- stígra framfara á Norðurllandi. Þess vegna hef ég barizt og berst enn fyrir því að orku- frekur iðnaður rísi á Norður- landi. Veiztu til þess að núver- andi ríkisstjórn geri það? Öllum meðalgreindum mönn- um ætti að vera vorkunnarlaust að skilja, að nú eru gjörólíkar forsendur fyrir hendi um orku notkun á Norðuriandi þeim, sem framangreindar hugmyndir snú- ast um. Jafnvorkunnarlaust ætti mönnum að vera að skilja að það er engin „kúvending" að gagnrýna nú þau vinnubrögð ríkisstjórnarinnar, að legigja háspennulínu norður án athug- ana á öðrurn orkuöflunarieiðium og jafnframt til þess að f'lytja tiltöiulega lítið orkumagn. Hér er um svo gerólík fyrirbrigði að ræða að það væri þvert á móti „kúvending" að líta sömu aug- um á þau og leggja að jöíin.u. Sér á parti í þessu öllu saman eru svo þær reikningsikúnstir ráðherra að segja: Hundurinn verður afskrifaður með einu pennastriki (300 milljóna fram- kvæmd) svo að Norðlendingar þurfa ekki að hafa áhyggjur af að borga hann. (Hvað um „hina íslendingana"?) Ef þetta dæmi væri svona einfalt, eins og ráð- herra vill vera láta, þá væri gaman að lifa fyrir okkur Norð- anmenn. Á borðinu liggur, að virkja ætti Dettifoss næst — áð ur en Sigalda kæmi til greina - ef ekki þyrftd að taka tittlit til flutningskostnaðar frá virkj un ti'l neytenda, þegar bornir eru saman hagkvæmir virkjun arstaðir og ákveðið í hvaða röð skal vdrkja. Það er spurn- ing hvort orkuráðherra vill ekki búa til afskrifaðan hund frá Dettifossvirikjun til þess að flytja hluta af orku hans suður og hætta við Sigölduvirkjun. Hvers vegna beitir þú þér ekki fyrir því Hermóður, svo mikill áhrifamaður, sem þú ert í þess- um málum, að svo verði gert? Þér er óhætt að bera mig fyr- ir því að sú tillaga ætti fullan rétt á sér, ef reikningsaðferð orkuráðherra reynist á rökum reist, þegar hann er að rétt- læta þá ákvörðun að legigja fremur „náðarspena" í norður en að athuga aðra kosti til orku öflunar fyrir Norðlendinga. Ástæðan er sú að líkur benda tM þess að framleidd orka í Dettifossvirkjun sé ódýrari en í fyrirhugaðri Sigölduvirkjun, Lífið er undarlegt, Hermóður, það er fuilt af óþægiliegum stað reyndum, sem þvæiast fyrir og taka verður tillit til. Ein þeirra er flutningskostnaður á raf- orku. Sá kostnaður er hár á hverja kílóvattstund orku, ef fáar eru fluttar og öfugt, ef margar eru fluttar. Þess vegna er hundur norður dýr fjárfest- ing og óhagkvæm, sé hann ætl- aður til að flytja lítið orku- magn, en hann verður þeim mun hagkvæmari eftir því sem orkuflutningarnir eru meiri. Þú mátt ekki ásaka mig fyrir þetta. Því miður fæ ég engu um það breytt. Þessi er ástæðan fyrir því að fróðir menn telja að flutningskostnaðurinn einn —- sem einhver þarf að borga — með ráðgerðum hundi orkuráð- herra muni nema 70 til 80 aur- um á kílóvattstund fyrstu ár- in. Við það þarf að bæta heild- söluverði Landsvirfcjunar við stöðvarvegg, sem nú mun vera tæpir 90 aurar, og geta þá alilir séð hvað orkan kostar komin norður á heildsöluverði. Þetta kann þó allit saman að vera í himnalagi, ef hvergi væri unnt að finna ódýrari orkuöfllunar- leiðir nyrðra fyrir Norðlend- inga. Kjarni inálsins er sá að þetta þarf að kanna áður en sú ákvörðun er tekin að leggja línu norður. Sú ákvörðun er annars tekin alveg út í bláin-n, en ekki samkvæmt „samræmdri heildarstefnu." Um þessa vinnu aðferð ættum við báðir að vera sammála, þar sem þú seg-ir í bréfi þínu til mín, að fámenn þjóð megi ekki sóa fjármunum sínum í algjöru skipulagsleysi. Jæja, Hermóður, bréfið er orð ið lengra en ég ætlaði í upp- hafi, en að lokum vil ég látið þess getið við þig, að tiligangur minn með umræSum um orku- mál Norðlendi-nga á Alþingi og með grein m-inni í Morgunblað- inu, var fyrst og fremst sá að vekja athygli alþjöðar á því, að ríkisstjórnin hefu-r neitað að hafa samráð við Norðlendinga um brýnustu hagsmuni þeirra, hún hefur nei-tað að tala við þá um orbumál. Ég vi-1 undirstrika að frekari virkjun Laxár og skiptar skoðanir þar um eru ein ungis einn þáttur í orkumálum Norðlendinga, því þar eru margir álitlégir virkjunarstaðir, eins og þú hefur sjálfur bent á og áður er vikið að. Með því að ræða þessi fráleitu vinnu- brögð ríkisstjórnarinnar fyrir opnum tjöldum viidi ég freista þess að knýja hana tid samráðs og samvin-nu við NorðUendinga í orkumálum. Ég þakka þér til- skrifið vegna þess að það hef- ur gefið mér tilefná til að á-rétta þetta markmið mitt og seigi að lokum: Þú veizt eins vel og ég, að tali ríkisstjórnin ekki þegar í stað við Norðlendmga um þessi mál í því formi, sem þeir viilja, kun'na Norðlendingar allra manna bezt það tungumál, sem ríkisstjömin og stuðnings- lið hennar á Alþingi ski'lja og munu beygja sig fyrir þótt síðar verði. Skilaðu þessu til ráðherr anna með kærri kveðju frá mér. Ég bið svo kærtega að heilsa norður. Reykjavík 7. febr. 1972. Stnlko til Þýzkulands Stúlka, 17—19 ára, óskast til heimilisaðstoð- ar hjá íslenzkri fjölskyldu í Suður-Þýzka- landi frá næstkomandi júní til 1 árs. Upplýsingar í síma 85417 eftir kl. 20. Hin heimfræga L Ladró postulín er komið. Cleðjið augað komið og skoðið útstillinguna um helgina. BLÓMAGLUGGINN, Laugavegi 30, sími 16525.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.